Tíminn - 28.09.1967, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.09.1967, Blaðsíða 13
1 FIMMTUDAGUR 28. se**, 1967. ÍÞRÓTTIR TlMINN ÍÞRÓTTIR 13 Fram og Þróttur leika fyrsta leik - í Reykjavíkurmótinu í handknattleik Guðbjörn Jónsson Dómarahornið Alf—Reykjavík. — Eins og sagt hefur verið frá á íþrótta- síðunni áður, mun Reykjavík- urmótið í handknattleik hefj- ast 8. október n.k. Nú hefur fyrstu leikjunum verið raðað niður — og verður fyrsti leik- ur mótsins í meistaraflokki karla milli Fram og Þróttar. Annar leikurinn verður á mifli Ármanns og ÍR — keppi nauta í 2. derld í vetur — og þriðji og síðasti leikurinn fyrsta leikkvöldið verður svo á milli KR og Vals. \ Þessir þrir meistaraflokksleikir karlaflokki fara fram í Laugar- dalshöllinni og hefst sá fyrsti kl. 20. Næsta leikkvöld á eftir verður föstudaginn 13. september og fcefst þá keppni kvenfólksins og yngri flokkanna. í meistara- flokki kvenna leika KR og Víking ur og strax á eftir Árrnann og Fram. Þar á eftir fara fram þrír leikir í 2. flokki karla, sá fyrsti Erlendur nálg- ast 16 metrana Erlendur Valdimarsson í ÍR, vann það einstæða afrek á innan- félagsmóti á Melavellinum í Reyxjavík, að setja þrjú unglinga met sama daginn, í ólíkum grein- um. Qg var það í þessum grein- um: Kúluvarpi 15,46 m. (átti gamia metið sjálfur). Kringlukasti 49,80 (átti gamla metið sjálfur), og i sleggjukasti 48,43 m., en þar átti gamla .metið Jón Ö. Þor- móðsson ÍR. Erlendur Vaidimarsson hefur sýnt miklar framfarir í sumar og má reikna með að hann fari nú í haust yfir 16 m. strikið í kúlu- varpi og 50 m. strikið í kringlu- kasti •' Þess má geta, að 1 fyrradag bætti Erlendur unglingametið í kúluvarpi aftur, varpaði 15,91 m. svo að ekki er langt í 16 metrana. •á milli Víkings og Þróttar. Þar næst mætast Fram og Valur — og loks KR og Ármann. Allir þessir leikir fara fram í Laugar- dalsiiöllinni. Ársþing FRÍ 28. og 29. október n.k. Ársþing Frjálsíþróttasambands Islands verður haldið í Reykja- vík helgina 28. og 29. október n.k. Fundarstaður verður auglýstur síðar. Við höldum áfram meS spurningarnar: Það er stjakað löglega við níarkverði, er hann heldur á knettin- um einn metra frá markinu. Svo illa tekst til, að hann feilur og virðist meiddur. Dómarinn varð að stöðva leikinn af þessum sökum, en sem betur fer, jafnaði markvörðurinn slg fljótt aftur. Allan tímann hafði hann haldið á knettinum f fanginu. Nú er spurningin, hvernig á dómarinn að hefja ieikinn á ný? a) Á hann að hafa dómarakast alveg við markið? Fær þá ekki annað liðið of stórt tækifæri til að skora og hagnast á því, að markvörðurinn meiddist? b) Þar sem markvörðurinn hélt allan tímann á knettinum, er þá ekki hægt að leyfa honum að halda áfram, eins og ekkert hafi í skorlit, og spyrna frá marki? c) Dæma óbeina spyrnu á þann, sem hljóp á markvörðinn? d) Dæma beina spyrnu á þann, sem hljóp á markvörðlnn? e) Bera knöttlnn út fyrir vítateig og láta framkvæma dómara- kast þar? (Svar birtist á morgun). Þróctarar munu leika fyrsta leikinn sjást beir í Ieik gegn Val í fyrra. Reykjavíkurmótinu í handknattleik, gegn Fram. — Boltínn sprakk - og upp úr því skapaíist kærumáI Það bar við 1 leik á milli Fram og Víkings í 3. flokki í haustmótinu, að boltinn, sem leikið var með, sprakk í fyrri hiálfleik. Var umsvifalaust skipt um knött, en að leik loknum, kröfðust Víkingar, sem töpuðu leiknum 1:2, að boltinn yrði mældur, þvi að þeir höfðu grun um, að nýi knötturinn væri of litill — nr. 4 í stað nr. 5. Dómari leiksins brá málbandi utan/ um boltann og reyndist ummál hans vera 66 sentimetr ar, en boltar fyrir eldri flokk ana eiga að vera minnst 68 sentimetrar í ummál. Nú hafa Víkingar kært leik inn og krefjast þess, að hann verði leikinn upp. Er málið hjá dómstóli Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, sem kveða mun úrskurð í þri eínhverja næstu daga. Er dómstólnum nokkur vandi á höndum, en þetta er eitt af fáum kærumálum í yngri flokkunum út af framkvæmda atriðum, síðan girt var fyrir kærumál með lagasetningu á þann veg, að kærur verði því aðeins teknar tíl greina, að at- hugasemdir verði gerðar fyrir Leiki. En í þessu tilfelli var um að ræða atvik, sem kom upp eftir að leikur hófst. Fari leikurinn fram að nýju', hafa Víkingar möguleika á að ná Valsmönnum að stigum, en í augnablikinu eru Vals- menn „sigurvegarar“ í haust móti 3. flokks. — alf. Erlendur Valdimarsson dansskóli SÍÐÖSTU INNRITUNARDAGAR INNRITUN STENDUR YFIR í SÍMUM: Revkjavík: Köpavogur: 20345 og 38126. * 10118. Kl. 10—12 K1 10—12 og 1—7. og 1—7. ASTVALDSSONAR Hafnarfjörður: 38126. K1 10—12 02 1—7. Keflavík: 2097. Kl. 3—7.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.