Tíminn - 01.10.1967, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.10.1967, Blaðsíða 6
4_____________________________ „Hvað er hér að gerast?“ 29. iðnþing íslendinga hefur staðið undanfarna daga. Þar hefur enn einu sinni skýrzt hver aðstaða iðnaðarins er um þessar mundir og hve vonlaus barátta fjölmargra iðnfyrirtækja er við þær að- stæður, sem stjórnarvöld- ln búa þeim. Ýmis ummæli forseta Landssambands iðn- aðarmanna, Vigfúsar Sig- urðssonar, eru harla at- hyglisverð og bregða skörpu ljósi yfir ástandið. Vigfús sagði meðal annars: „Eins og kunnugt er hefur verð útfiutningsafurða og verð á landbúnaðarvöru verið greitt niður allveru'lega. Er þetta að sjálfsögðu gert af illri nauð- syn, því að annars væri var- an óseljanleg erlendis. Auk þess nýfcur landbúnaður þeirr ar verndar, að samkeppni er- lendis frá er engin, því að inn flutningur landibúnaðarvara, er ekki leyfður. Iðnaðurinn, sem þó brauð- fæðir yfir þriðjung lands manna og tekur við mikl- nm hluta af árlegri fólks- fjölgun í landinu, nýtur ekki slikrar verndar og fær ekki bæfctan upp sífellt aukinn fram leiðslukostnað. Þess í stað flæðir inn í land ið í vaxandi mæli erlendur iðnvarningur, sem framleiddur er við allt önnur skilyrði en hér eru fyrir hendi.“ Síðan gerði formaðurinn grein fyrir því, að hér væri ekki unnt að nota eins full- komna vélvæðingu á hinum litla nfeyzlumarkaði og sagði síðan: „Fleira kemur til. Tollar á efnisvöru til iðnaðar eru óvið unandi háir, í einstöku til- fellum eru þeir eins háir og hærri en á fullunninni vöru. Hljóta allir að sjá, að slíkt gefcur ekki staðizt. Þá fylgja ián til margra ára með erlendum vörum og það á mun lægri vöxfcum en innlend ur iðnaður býr við, stundum virðist vera um hrein niðurboð að ræða, af hálfu innflytj- endanna og erlendra framleið- enda.... Iðnaðarmenn óska ekki eftir innflutningsbanm á iðnaðar- vöru, en þeir telja eðlilegt, að metinn sé aðstöðumunur inn lendra og erlendra framleið enda og þjóðfélagslegt gildi hins innlenda metið, þó að nokkru sé dýrara, án þess, að óhagstætt geti talizt fyrir þjóð arheildina.“ Þá ræddi hann nokkuð um skipasmíðastöðvar og kvað nokkrar hafa verið stofnaðar á síðustu árum og sagði: „Nú virðist, að flestar þessar skipasmiðjur vanti verkefni, og það nú þegar á næstu mán uðum. Hvað er hér að ger ast? Hvað er að? Valur iðnaðarins Þessi spurning várpar ljósi á málið. Menn standa agndofa gagnvart þeim ósköpum, sem yfir hafa dunið og hljóta að spyrja: Hvað er hér að ger- ast? Og það, sem hefur verið að gerasfc síðustu misseri, er ein Frá setnirfgu iSnþingshw. faldlega það að hrun hefur orð ið í íslenzkum iðnaði. Ríkis- stjómin, sem talar fagurlega um það, að hún vilji gera ís- lenzkt atvinnulíf fjölbreytt- ara hefur gengið af fjölmörg- um iðnfyrirtækjum og iðn- greinum dauðum, og geifc með því íslenzkt atvinnulif fá- breyttara, snauðara og einhæf- ara en áður var. Það er ein meginástæða þess, hve við- skiptahallinn er mikil á þessu ári, að iðnaðurinn liggur í valn um og er hættur að framleiða fjölmargar neyzluvörur íslend inga, sem flytja verður inn í þess stað. Loforð um verð- stöðvun Næst gerðust þau tíð- indi á iðnþinginu, að Jófhann Hafstein iðnaðaimálaráð herra gaf mikið fyrirheit. Hann skýrði frá því, að ríkis- stjómin hefði nú tilbúnar til lögur sínar í efnahagsmál- um, og yrðu þær lagðar fyrir þingið jafnskjótt og það kæmi saman. Hann kvaðst ekki vilja skýra frá tillögunum í ein- stökum atriðum, en hann lýsti því yfir, að ríkisstjómin mundi leggja áherzlu á áframhaldandi verðstöðvun. Þar með hefur ríkisstjórnin heitið fullkom inni verðstöðvun næsta ár, og ber þegar ábyrgð á því fyrir- heiti, þótt hún hafi ekki enn opinberað leyndardóminn um það, hvemig hún ætlar að efna það. í október í fyrra setti ríkis stjórnm lög um algera verð- stöðvun, þar sem heitið var að fylgja henni fast fram. Þetta lóforð hefur hún að vísu ekki efut, þvi að margs kon ar hækkanir hafa átt sér stað bæði á vörum og þjónustu, sköttum og álögum, og þar að auki hefur kaupmáttur pen inga enn rýrnað að mun Vísi tölunni hefur verið haldið í TÍMINN stað með sdvaxandi niður- greiðslum af almannafé og stór auknum fölsunwm. Einmrtt af þessum ástæðum er rfk nauð- syn, að fólk geri sér ljóst, hvað hlýtur að felast í loforði ríkis- stjómarinnar um algera verð- stöðvun, til þess að það geti fylgzt með efnum og láti sér ekkí nægja blekkingar í stað þeinra. Er ríkisstjómin heitir al- gerri verðstöðvun, lofar hun að láta verð á vörum ekki hækka, hvorki innlendum né erlend- um, eða bæta að fullu slíkar hækkanir. Hún lofar að hækka ekki skatta og álögur„ og hún lofar að halda kaupmætti launa óbreyttum. Það er þetta Loforð, sem ríkisstjómin hefur nú gef- ið, og fyrst svo auðvelt var að gefa það, sem nú virðist, hljóta menn að efast um að lýsingar ráðherranna á neyðarástandi og erfiðleikum séu á rökum reistar. Ef hægt er að heita nú fullri verðstöðvun, er varla ástæða til þess að tala um það í hinu orðinu, að þjóðin verði að skerða lífskjörin og kreppa að sér. Ríkisstjómin gerir sér vonandi Ijóst, hverju hún er að heita fólki, þegar hún lofar verðstöðvun. „Vandinn, sem við er að etja“ Síðusfcu vikuna hefur Bjami Benediktsson, forsætisráð herra kunngert það dag hvem í Morgunblaðinu, að hann ætlaði að halda ræðu á Varðarfundi og ræða um „vandann, sem við er að etja,“ eins og það hefur verið marg sinnis auglýst. Menn biðu beirr ar ræðu óneitanlega með nokk urri forvitni með hliðsjón af ástandinu og neyðarlýsingum ráðherranna, ekki sízt eftir yfir lýsingu Jóhanns Hafsteins um að tillogur ríkisstjórnarinn ar væru tilbúnar. Þar að auki eiga menn þvi að venj ast, að forsætisráðherrann telji hæfilegast að birta Varðar félaginu tillögur og fyrirætlan ir ríkisstjómarinnar á undan öMum öðmm, að Alþingi ekki undanskildu. Nú mundu menn fá skilgóða lýsingu á „vandan- um, sem við er að etja“ og bjargráðin, sem stjórnin hefði tiltæk til þess að ráða bót á honum. Nú hefur þessi merkilega ræða verið flutt og meginmál hennar birt í Morgunblaðinu, og þar með er komið í ljós, hvaða vandi það er, sem for- sætisráðherrann telur nú verst- an við að etja. Og hætt er við, að einhver hafi orðið langleit- ur við þá opinberun. Vandinn, sem forsætisráðherrann var að tala um, var alls ekki fjár- kneppa atvinnuveganna, verð- bólgan, verðfall eða ískyggileg- ar horfur. Á sMkt minntist hann varla. Vandi hans var allt annars eðlis. Að verja sig fyrir flokksbræðrum EV>rsætisráðherrann eyddi mælsfeu sinni og rökfimi nær einvörðungu til þess að nefna nokkur atriði úr stefnu og framfevæmdum ríkisstjórn- arinnar á liðnum árum, sem stjórnarandstaðan hefur gagn- rýrit, og kostaði sér síðan öll- um til við að reyna að sann- færa Varðarfélaga um það, að hann hefði haft rétt fyrir sér í þessum málum og að reynsl- an hefði sannað málstað hans. Slík réttlæting í augum flokks- manna sinna þótti honum mesti „vandinn, sem við er að etja“ um þessar mundir. Ann- ar þjóðarvoði komst varla að fyrir þessari ríku nauðsyn, svo að hann mátti alls ekki vera að því að tala um verðstöðvun eða fyrirhuguð bjargráð stjórn arinnar. Þau eru þvi sem áður hinn miklu leyndardómur, en eigi að síður segir þessi merki- SCNNUDAGUR 1. október 1967 lega sjálfsvamarræða forsætis- ráðherrans sína sögu, sem þjóð in skilur. Trúin á landið ■ Það atriði, sem forsætisráð- herrann lagði einna rikasta á- herzlu á að sannfæra flokks- menn sína um, var það, að sú staðhæfing stjómarandstæð- inga, að trú hans á landið, þjóðina og atvinnuvegi hennar sé ekki nógu sterk og heit, væri algert öfugmæM. í þesisa sjálfsvörn eyddi hann löngu máli. Hann kvað einmitt trú síaa/á landið lýsa sér bezt í því, að hann hefði ætíð bar- izt fyrir því að gera atvinnu- lífið fjölbreyttara og í þvi skyni beitt sér fyrir álverk- smiðju erlends auðhrings f landinu. Hins vegar gat hann þess ekki, hve góða trú á land- ið það sýndi að ganga af tug- um eða hundruðum íslenzkra atvinnufyrirtækja dauðum og fækka þannig íslenzkum starfs greinum að sama skapi. Það hefur auðvitað átt að segja sig sjálft, hve mjög það yki fjöl- breytni íslenzkra atvinnuvega. Nú kvað forsætisráðherra það mestu skipta, að halda áfram á álbrautinni og fá fleiri stórfyrirtæki erlendra auðjöfra inn í landið. En þar sá hann illvigt ljón á vegi og sagði samkvæmt vitnisburði Morgunblaðsins: „Hitt er svo annað mál, hvort auðvelt væri að fá erlend stóriðjufyrirtæki til þess að koma starfsemi sinni fyrir hér á landi“. Þetta virtist vera eini „vandinn" sem hann sá á vegi íslenzkra at- vinnuvega um þessar mundir. Forsætisráðherrann virtist alls ekki eygja þann möguleika að unnt væri að fá erlend lán án óaðgengilegra skilyrða til íslenzkra stórframkvæmda hér á landi og lét þvi enn sem vind um eyru þjóta þá áminn- ingu, sem Alþýðublaðið gaf honum á dögunum. r’ialdevrisvara- '’éSinihn Þá eyddi forsætisráðherranri ekki litlu máli eða orku í að sannfæra flokksmenn sína <im það, að stofnun gjaldeyrisvara Framhald á Ms. 11. Menn og málefni /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.