Alþýðublaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 31. desember 1987. MÞYBUBLM9 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri Valdimar Jóhannesson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaður helgarblaös: Þorlákur Helgason Blaöamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Sigriöur Þrúöur Stefánsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaöaprent hf., Síöumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakiö virka daga, 60 kr. um helgar. VIO ÁRAMÓT Um áramót er liðið ár gert upp. Jafnaðarmenn sem horfa yfir farinn veg á síðastadegi þessa árs, komast ekki hjá því að álykta, að merk tíðindi hafa gerst í sögu Alþýðuflokks- ins og hreyfingar jafnaðarmanna á árinu 1987. Undir for- ystu Jóns Baldvins Hannibalssonar hefur Alþýðuflokkur- inn vaxið jafnt og þétt að burðum og kosningarnar í apríl sl. skiluðu 15,2% atkvæðakjósendasem þýddi að Alþýðu- flokkurinn var orðinn þriðji sterkasti stjórnmálaflokkur íslands og orðinn í fyrsta skipti sterkara og stærra afl en Alþýðubandalagið, svo tekið sé mið að öðrum flokki sem kennir sig við félagshyggju. Kosningasigur Alþýðuflokks- ins færði honum þá aðstöðu að vera leiðandi afI við stjórn- armyndun. Endanleg niðurstaða; myndun ríkisstjórnar Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var ef til vill ekki sú draumsýn sem jafnaðarmenn höfðu haft að samsteypustjórn sem Alþýðuflokkurinn átti aðild að. Og víst hefur það sýnt sig að mörg málefni jafnaðar- stefnunnar hafa átt erfitt upþdráttar í ríkisstjórninni þar sem hagsmunagæslusjónarmið Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ráða að mestu ríkjum í stefnumálum þessara tveggja flokka. Engu að síður hefur Alþýðuflokkurinn verið hreyfiafl nú- verandi ríkisstjórnar og hinir þrír ráðherrar flokksins þeir röggsömustu og atkvæðamestu. Það þarf því engan að undra að svipmót jafnaðarstefnunnar muni endanlega setja mark sitt á ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar. Dæmi: Viðamikil kerfisbreyting með endurskipulagningu skatt- og tollakerfis sem tryggja tekjur ríkissjóðs og minnka skattsvikog undanþágufargan, undirbúningur gagngerra umbreytinga í dómskerfinu, nýsköpun í húsnæðismála- kerfinu með nýjum húsnæðislánalögum og byggingu kaupleiguíbúða og fyrirhugaðar stjórnkerfisbreytingar. Annað stórverkefni er ummótun velferðarríkisins. Nú um áramót er tekjuöflunarkerfið nýja að fæðast. Það er hrein afurð jafnaðarstefnunnar, unnið markvisst út frá þeim lof- orðum sem Alþýðuflokkurinn gaf kjósendum sínum í vor. Á nýju ári rennur upp tími hinnar hliðarinnar; útgjaldanna sem miða að uppbyggingu velferðarríkisins. Núverandi ríkisstjórn tók við miklu ófremdarástandi sem síðasta ríkisstjórn skildi eftir sig. Hreingerningin var lögð á Al- þýðuflokkinn einan. Fyrir vaskleg vinnubrögð hefurflokk- urinn þurft að þola nokkrar skammir. En þrátt fyrir erfiðan hjalla hefur ráðherrum Alþýðuflokksins tekist að ráða nið- urlögum stærstu áhyggjuefnanna þótt mörg verkefni séu enn óleyst. Málgagn jafnaðarmanna, Alþýðublaðið, hefur einnig vaxið og eflst á árinu sem er að líða. Blaðið sem áður var gefið út í fjórum síðum daglega.hefur tekið stakkaskiptum hvað varðar útlit og innihald og kemur nú út í átta síðum daglega og 24 síðum um helgar. Auk þess hafa fylgt Al- þýðublaðinu vegleg aukablöð öðru hverju. Núverandi stærðog útlit blaðsins hefurfest sig í sessi. Sókn Alþýðu- blaðsins er þó rétt að hefjast og á nýju ári væntumst við til að geta glatt lesendur blaðsins, gamla og nýja, með stærra og betra Alþýðublaði. En að sjálfsögðu er fjöregg Alþýðublaðsins lagt í hendur lesenda og auglýsenda blaðsins. Án virkrar þátttöku ykkar, megnar blaðið ekki að vaxa og dafna. Látum þvi það verða eitt af nýársheitum okkarað styðja nýtt Alþýðublað til vaxtarog virðingar á ís- lenskum blaðamarkaði. M I Við þessi áramót er margs að minnast frá liðnu ári. Mér verður þetta ár sérstaklega minnisstætt fyrir þær breyt- ingar sem urðu á mínum hög- um við það að ég hóf beina þátttöku í stjórnmálum sem frambjóöandi, þingmaðurog ráðherra. Ég minnist með þakklæti þeirra mörgu sem ég hef kynnst í þessu starfi ekki sist þeirra sem með frónfúsu starfi gerðu Alþýðu- flokkinn að næst stærsta stjórnmálaflokki i Reykjavík við Alþingiskosningarnar í apríl. Öll byrjun er erfið. Þetta hefur sannast rækilega á nú- verandi stjórnarsamstarfi. Þeir sex mánuðir, sem eru liðnir frá því að ríkisstjórnin tók við eftir langar og strang- ar viðræður um stjórnar- myndun, hafa ekki verið dans á rósum. Við þessu mátti bú- ast enda hóf Alþýðuflokkur- inn ekki stjórnarþátttöku með glýju í augum. Þátttaka hans í ríkisstjórninni réðst af raunsæju mati á því hvernig væri best að koma stefnu- málum hans fram við ríkjandi aðstæður í Islenskum stjórn- málum. Alltof skammur tími er liðinn til að dæma um árangur þessarar ríkisstjórn- ar. Sumt hefur henni tekist vel annað miður. Hún tók viö völdum við erfiðar aðstæður í efnahagsmálum sem köll- uðu á tafarlausar aðgerðir. Segja má með nokkrum sanni að rlkisstjórnin hafi ekki farið nógu rösklega af stað en I því sambandi er ekki við Alþýðuflokkinn að sakast. Á síðustu mánuðum hefur hún hins vegar beitt sér fyrir gagngerari breyting- um á tekjuöflunarkerfi rlkis- ins en átt hafa sér stað um áratugaskeið. Þessar breyt- ingar horfa tvímælalaust flestar til framfara þótt um einstaka atriði megi auðvitað deila Efnahagsstefnan Efnahagsstefna ríkisstjórn- arinnar eins og hún kemur fram I starfsáætlun hennarer ofin saman úr tveimur þátt- um: Annars vegar að stuðla að jafnvægi og stöðugleika I þjóðarbúskapnum, hins vegar að færa skipan efnahags- mála I frjálsræðisátt og til nútlmalegra horfs sem er for- senda hagvaxtar þegar til lengri tíma er litiö. Þessir tveir þættir verða ekki greind- ir I sundur. Þannig er stöðug- leiki I efnahagsmálum for- senda þess að frjálsræði I viðskiptum stuðli að framför- um og umbætur á skipan efnahagsmála auðvelda jafn- vægisstjórn á líðandi stund. Þegar ríkisstjórnin tók við á miðju ári blasti verulegur jafnvægisvandi við I efna- hagsmálum. Þrátt fyrirört vaxandi þjóðartekjur vegna hagstæðra ytri skilyrða juk- ust þjóðarútgjöld enn örar og fyrir vikið fóru verðbólga og viðskiptahalli vaxandi. Með samræmdum aðgerðum I rlk- isfjármálum og peningamál- um reyndi ríkísstjórnin að stemma stigu við þessari þenslu. Þessar aðgerðir fól- ust meðal annars I aukinni tekjuöflun fyrir ríkissjóð til að draga úr hallarekstri hans, auknu aðhaldi að útlánum bankanna, hækkun vaxta af rlkisskuldabréfum og tak- mörkunum á erlendar lántök- ur. Er llða tók á haustið og Jón Sigurðsson viðskipta- og dómsmálaráðherra: DYRUM NÝS efnahagshorfur fyrir næsta ár tóku að skýrast varð Ijóst að grípa þyrfti til frekari aðgerða ef verðbólga og viðskiptahalli ættu ekki að fara úr böndun- um. Ríkisstjórnin kynnti því víðtæka stefnumörkun I efna- hagsmálum með fjárlaga- frumvarpi og þjóðhagsáætl- un fyrir árið 1988 I upphafi þings um miðjan október. Meginþáttur þessarar stefnu- mörkunar voru hallalaus fjár- lög fyrir næsta ár og sam- dráttur I erlendum lántökum hins opinbera en auk þess ýmsar ráðstafanir I peninga- málum sem treysta áttu gengi krónunnar. Má þar nefna heimildir til opnunar gengisbundinna innláns- reikninga I bönkum og spari- sjóðum, útgáfa gengis- tryggðra spariskirteina og rýmkaðar heimildar íslend- inga til kaupa á erlendum verðbréfum. Fjárlögin hafa nú verið samþykkt hallalaus eins og að var stefnt og eftir ára- mótin munu landsmenn geta lagt sparifé sitt inn á gengis- bundna reikninga. Stefnumörkun ríkisstjórn- arinnar I október tók mið af aðstæðunum sem þá ríktu og horfunum eins og þær blöstu við. En skjótt skipast veður I lofti. Ytri skilyrði þjóðarbúsins hafa versnað I kjölfar verðhrunsins á hluta- bréfamörkuðum heims I lok október og gengislækkunar Bandaríkjadollars að undan- förnu. Við atburði af þessu tagi verður ekki ráðið og þeir sýna betur en flest annað hversu háðir íslendingar eru efnahagframvindu á alþjóða- vettvangi. Jafnframt færa þeir heim sanninn um að efna- hagsmálin verða aldrei leyst I eitt skipti fyrir öll heldur eru þau sífelld glíma við breyti- leg skilyrði. Mikilvægt er að skipan efnahagsmála sé þannig háttað að hún auð- veldi aðlögun að síbreytileg- um aðstæðum. Viðskiptastefnan Viðskiptaráðuneytið gegnir veigamiklu hlutverki I fram- kvæmd efnahagsstefnunnar. Undir það heyrir stór hluti utanrlkisviðskipta, verðlags-, gengis- og vaxtamál, banka- kerfið og fjármagnsmarkaður- inn, erlendar lántökur og fleira. Ég hef látið vinna að öllum þessum málum frá þvl ég tók við ráðherrastörfum en hér er ekki tök á að nefna nema örfá atriði. Utanríkisviðskipti. Frí- verslun er rlkjandi stefna I viðskiptum I þeim heims- hluta sem við byggjum. Hér á landi hefur innflutn- ingur um langa hríð verið tiltölulega frjáls en hið sama verður ekki sagt um útflutning. í samræmi við stefnu rlkisstjórnrinnar rýmkaði ég nokkuð til um útflutningsheimildir til Bandarlkjanna á frystum fiski nú I haust enda var orðið tímabært að fleiri fengju að spreyta sig á því að afla gjaldeyris á þess- um mikilvæga markaði en fengið hafa til þessa. Verðlagsmál. Meðal stefnumála rlkisstjórnar- innar er að efla verðgæslu og stuðla þannig að sem lægstu vöruverði I land- inu. Þessi verðgæsla er sérstaklega mikilvæg þeg- ar svo háttar sem nú að verulegar breytingar eru Jón Sigurðsson ráðherra gerðar á óbeinum sköttum — söluskatti, tollum og vörugjöldum — ýmist til hækkunar eða lækkunar. Ég hef falið Verðlagstofn- un að fylgjast nákvæm- lega með þvl aö verðlækk- un vegna tollabreytinga nú um áramótin skili sér til neytenda. Gengismál. Fast gengi er forsenda stöðugs verðlags en hins vegar getur reynst illmögulegt að halda genginu föstu ef verðlags- þróun innanlands er með allt öðrum hætti en gerist I helstu viðskiptalöndum eða ef gengi helstu mynta breytast til muna innbyrð- is. Á vegum viðskiptaráðu- neytisins er verið að kanna hvers konar tilhög- un á gengisskráningu Is- lensku krónunnar tryggi til frambúðar bestan stöðug- leika. Meðal annars er ver- ið að kanna hvort tenging við einhverja ákveðna myntkörfu (ECU, SDR o.s. frv.) komi að gagni I þessu sambandi. Mikil óvissa rík- ir I gengismálum I heimin- um um þessar mundir og veldur það óhjákvæmilega óvissu um gengismál hér á landi. Vaxtamál. Verulegar breytingar hafa orðið á ákvörðun vaxta hér á landi síðustu ár og eru þeir ekki lengur ákvarðaðir af stjórnvöldum og Seðla- banka nema með óbeinum hætti heldur ákvarðast þeir einkum af framboði á og eftirspurn eftir fjár- magni. Þessi þróun hefur án efa verið I rétta átt en því er ekki hægt að neita að nú á síðari hluta ársins hafa raunvextir orðið mjög háir. Hér veldur fyrst og fremst mikil aösókn I láns- fé vegna fjárfestingar fyrir- tækja og einstaklinga og hallareksturs rlkissjóðs á árinu. Háir raunvextir eru auðvitað lántakendum þungbærir og að æskilegt er að þeir lækki. En leiðin til að ná því marki er ekki að hverfa aftur til mið- stýrðra vaxtaákvarðana og skömmtunar á fjármagni heldur verður að koma á betra jafnvægj I þjóðar- búskapnum. Ég hef falið Seðlabankanum að fylgj- ast grannt með þróun vaxta, bæði nafnvaxta og raunvaxta, og vaxtamunar ef tilefni kynni að gefast fyrir stjórnvöld til að grípa inn I vaxtaákvarðanir. Það hefur ekki gerst til þessa. Lækkun raunvaxta er mikilvægt markmið efna- hagsstefnunnar en þvl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.