Alþýðublaðið - 31.12.1987, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 31.12.1987, Qupperneq 15
Fimmtudagur 31. desember 1987 15 VID ÁRAMÓT flokkum gengur betur aö sinna hlutverkum sínum en þeim gömiu. Þaö má heldur ekki gleymast aö stjórnmálahreyfing er ekki aðeins til aö smíða hug- myndir og ræða þær. Henni er líka ætlað að koma þeim í framkvæmd. Hún er tæki til að breyta og til að breyta þarf vilja .til að nota vald. Það er því umhugsunar- efni að Kvennalistanum virðist ætla að vera hug- leiknara það hlutverk að mótmæla en aö móta. Eft- iróumdeildan kosninga- sigur sinn kaus flokkurinn að sitja í andstöðuhlut- verkinu áfram. Þegar flokkur skýtur sér undan ábyrgð á þann hátt verður hann aldrei tæki til valda og áhrifa. Hann verður í besta lagi sæmileg mál- fundahreyfing. Menn geta því á líkingamáli spurt sig hvort Kvennalisti verði strætisvagn, sem beri sig og sína til nýs ákvörðunar- staðar, eða biðstöð, þar sem fólk staldri um stund en taki síðan aðra vagna. Alþýðubandalagið er í óvissu, sem að einhverju leyti er af heimatilbúnu valdabrölti, en ekki síður vegna óbærilegs hiks við að taka afstöðu í málefn- um nútíðar og kveða niður drauga fortíðar. Það er til dæmis ótrúleg þversögn, að flokkur sem hefur reynt að gera tilkall til þess að vera kallaður fulltrúi nú- tíma vestrænnar jafnaðar- stefnu, skuli á sama tíma standa í harðvítugum inn- byrðis deilum um það hvort hann gangist að ein- hverju leyti við markaðs- lögmálum í verslun, við- skiptum og atvinnulífi. Það er ekki séð fyrir átökin í Alþýðubandalag- inu. Þau liggja niðri, enda hafa flestir forystumenn þess verið uppteknir við næturlestur á Alþingi. En þvi er ekki að neita að elskendur jafnaðarstefnu á íslandi velta því fyrir sér, hvernig blað muni skilja bakka og egg? Alþýðuflokkurinn hefur á s.l. 3 árum gengið í gegnum mikið breytinga- skeið. Hann hefur markað sér skýra og afdráttar- lausa stefnu; skaþað sér sérstöðu meðal íslenskra stjórnmálaflokka. Stjórnar- andstaða flokksins á sein- asta kjörtímabili var virk, enda tókst flokknum að ná frumkvæði I stjórn- málaumræðunni. Allar skoðanakannanir bentu til þess að flokkurinn gæti vænst stórsigurs í sein- ustu kosningum, uppskor- ið fylgi á bilinu 20-25%. Tilviljunarkenndar upp- ákomur í öðrum herbúð- um á lokaspretti kosn- ingabaráttunnar ollu þvi að sá stóri sigur gekk okk- ur úr greipum í það sinn. Engu að síður styrkti flokkurinn mjög stöðu sína og bætti uþp, það sem á vantaði, með því að ná frumkvæði í stjórnar- myndunarviðræðum. Flestum sem með þeim fylgdust ber saman um, að þar hafi flokkurinn haldið vel á spilunum. Niðurstaðan varð sú að flokkurinn afréð að freista stjórnarþátttöku til þess að koma fram stórum um- bótamálum fremur en að bíða enn færis í kjölfar stærri kosningasigurs. Þetta staðfesti það sem öllum má Ijóst vera af sögu og reynslu flokksins, að hann er að lífsskoðun og upplagi ábyrgur um- bóíaflokkur, en ekki bara mótmæla- eða málfunda- hreyfing. ★ í kosningabaráttunni dreifðum við blaði, sem hét: Tvær hliðar á sama máli. Þar lýstum við því hvernig við teldum nauð- synlegt að endurskiþu- leggja tekjuöflun hins op- inbera annars vegar og út- gjöld þess hins vegar. Við kölluðum þetta tvær hlið- ar á sama máli vegna þess að til þess að ná takmarki okkar um aukna fjármuni til félags- og trygginga- kerfis, var nauðsynlegt að tryggja fjármögnun ríkis- sjóðs. Þetta sögðum við fyrir kosningar og við þetta höfum við staðið. Með þeim stórkostlegu breyt- ingum sem við erum að hrinda í framkvæmd í tolla- og skattamálum, er- um við að efna loforð okk- ar um þá hlið málsins sem snýr að tekjuöfluninni. Á þeim grunni ætlum við svo að byggja nýtt og traustara velferðarríki, eins og vikið hefur verið að hér að framan. Þetta hlutverk okkar í ríkisstjórninni er erfitt. Þegar við tókum við ríkis- fjármálunum stefndi í mik- inn halla á árinu 1987 og við óbreytt ástand hefði hallinn 1988 orðið gífur- legur og steypt okkur í seðlaprentun, skuldasöfn- un og aðrar kunnuglegar kringumstæður úr óða- verðbólgu síðustu ára. Við þessu höfum við brugðist af hörku. En okk- ur hefur einnig verið lögð á herðar öll ábyrgðin. Það er sérkennilegt hlutskipti, því staðreyndin er sú, að öll erfiðustu verkefni þessarar stjórnar eru óleyst vandamál og van- rækslusyndir þeirrar síð- ustu. Það gildir um fjár- lagahallann, klúðrið í hús- næðismálunum og lin- kindina í Útvegsbankamál- inu og skipulagsmálum bankakerfisins í heild á síðasta kjörtímabili. Þessi verkefni bíða þess nú, Alþýðuflokkurinn hafi frumkvæði að lausn þeirra. Framundan bíða okkar mörg, stór og heillandi verkefni. Við munum ganga til verka hér eftir sem hingað til, af djörfung og áræði. Vonandi gefst jafnframt betri tími til að afla skilnings á nauðsyn hinna stóru umbótamála Alþýðuflokksins sem jafn- framt eru umbótamál þjóðarinnar allrar. Ég el þá von í brjósti að hreyfing Tilkynning frá lögreglunni í Reykjavík Lýst er eftir Inga Jóhanni Hafsteinssyni, sem ekki hefur spurst til síðan 3. nóv. s.l. Ingi Jóhann er 35 ára 180 cm á hæð í meðalhold- um, frekar breiðleitur, með al- skegg og Ijóst, litað hár. Síðast sást til ferða Inga Jóhanns á Skagaströnd, að morgni 3. nóv. s.l. íslenskra jafnaðarmanna megi vaxa af verkum sín- um. Að svo mæltu óska ég íslenskum jafnaðar- mönnum og allri íslensku þjóðinni farsæls komandi árs, um leið og ég þakka ánægjuleg samskipti á liðnum árum. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins Þeir sem gefið geta upp- lýsingar um ferðir hans frá þeim tíma eru beðnir að gefa sig fram við lögregluna. W [b ® ® B 0 ð B 0 ® G3 & B 8 W B Q'TP & G3 EJ & Bftirtaliii virmingsnúmer komu upp í happdrætti Flugbjörgunarsveitanna, 24. desember 1987 95066 - 109752 MacintoshPlus tölwti*: 4861 - 7480 - 22893 26842 - 30482 - 65724 67049 - 77030 - 82398 87068 - 100964 -106049 114646 - 125503 156240 162231 - 163848 GoldStcir mjrudbattdstæki: 5366 - 9135 - 14761 25450 - 28394 - 29327 36676 - 39297 - 39765 52383 - 94386 - 113575 139083- 141160- 144731 148452 - 151138 ldjómbckjasiædur: 8122 - 11571 - 21115 29030 - 31339 - 53568 55644 - 62521 - 80195 84306 - 89104 - 124268 139129- 142216- 147672 150692 - 150998 Hcimilispakkar: 17495 - 90704 111229 - 159148 A MITSUBISHI farsimar: 6197 - 24629 - 28354 36790 - 46168 - 69164 75445 - 81529 - 81827 90033 - 93646 - 126712 133864- 134052- 135455 148679 - 151204 GoldStcir 20" sjóuvarpstæki: 4913 - 19780 - 30938 57136 - 70216 - 70830 75564 - 77165 - 85048 89567 - 92614 - 129631 130269- 147858- 150128 156342 - 159706 GoldStor GoldStar fcrdatæki: 13434 - 17595 - 19643 19863 - 36214 - 46077 58117 - 66907 - 68489 99818 - 113950- 122404 145110- 150524- 151924 159025 - 162771 (Birt án ábyrgöar) Vinninganna skal vitjað hjá Grími Laxdal í Radíóbúðinni hf., Skipholti 19, Rvk. Flugbjörgunarsveitin Reykjavík Flugbjörgunarsveitin Hellu Flugbjörgunarsveitin Skógum Flugbjörgunarsveitin V-Húnavatnssýslu Flugbjörgunarsveitin Varmahlíð Flugbjörgunarsveitin Akureyri FLUGBJÖRGUNARSVEITIRNAR Laus staða áhaldasmiðs Staða áhaldasmiðs við tækni- og veðurathugunar- deild Veðurstofu íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Um- sækjendur þurfa að vera hagir á tré og járn og hafa iðnréttindi í einhverri grein smíða. Ennfremur þurfa þeir að hafa bílpróf. Umsóknir ásamt uþplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sem og meðmælum ef fyrir hendi eru, skulu hafa borist samgönguráðuneytinu fyrir 22. janúar 1988. Nánari upplýsingar um starfið gefur deildarstjóri tækni- og veðurathugunardeildar Veðurstofunnar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.