Alþýðublaðið - 31.12.1987, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 31.12.1987, Qupperneq 13
Fimmtudagur 31. desember 1987 13 ÍÞRÓTTIR Umsjón: Halldór Halldórsson Um áramót: EFLUM ÍÞRÓTTIR UNGLINGA — gegn réttleysi og spillingu Á því herrans ári 1987, sem nú er aö renna sitt skeiö hafa fjórar íþróttagreinar verið mest áberandi, það er hand- knattleikur, knattspyrna, kraftlyftingar og skákin. í þrem öörum greinum iþrótta komu fram mjög hæfir ein- staklingar sem lofa góöu svo sem í hinum ýmsu greinum sundiþróttarinnar, júdó og karate. íslenska glíman virðist aftur á móti vera nán- ast að deyja út. Sömu sögu er aö segja af frjálsum íþrótt- um. Af er sú tiö þegar áhorfendur þyrptust út á völl til aö fylgjast meö spennandi keppni frjálsra íþrótta. Körfu- boltinn átti erfitt ár og sömu sögu er reyndar að segja af badminton, en þar er þó öflugt unglingastarf sem vonandi skilar sér. í öðrum íþróttagreinum er fátt um fína drætti. Hver skyldi svo vera ástæöa þess hversu margar íþróttagreinar eiga erfitt upp- dráttar á íslandi, og það á sama tima og miðbæjarlíf reykvískra unglinga blómstrar með miklum ágætum? Það skyldi þó ekki vera skilnings- leysi yfirvalda á gagnsemi íþrótta, sem mótvægi gegn þeirri spillingu sem fær að þrífast óáreitt I miðborg höfuðborgarinnar. Það er sem betur fer margt ungmennið sem nýtur góðs af veru sinni I íþróttafélög- unum, en það er þörf á fleirum til þátttöku á þeim vettvangi. Æskan er verðmætasta eign hverrar þjóðar, því að I unga fólkinu felst framtíðin. Það hvílir því mikil ábyrgð á herðum okkar eldri hvernig til tekst um þá framtíð sem yngri kynslóðin sér fyrir. Islensk æska er dugmikil, gáfuð og metnaðarfull — en á tímum óróleika og hama- gangs sem nú ganga yfir getur ýmislegt farið úr- skeiðis, því freistingarnar eru nánast á hverju götuhorni. Það getur þvl oft verið erfitt ungri sál að gera upp hug sinn og fótaskortur er þar með á næsta leiti. Það sem er hörmulegast við þetta að orsakavaldurinn er oftast fullorðna fólkið, sem sér hagnaðarvon af öllu saman. Æskan í miðborginni Fyllerí og ólæti hundruða ef ekki þúsunda unglinga um helgar I miðborg Reykjavíkur hefur verið nánast fast frétta- efni lengi vel. — Hvernig geta ráðamenn borgarinnar sætt sig við þetta? Hvernig geta þeir lagst til hvílu I þægilegu umhverfi, vitandi af æsku Reykjavíkur vafrandi um ósjálfráða og I reiðuleysi — án þess að reyna að taka á vandanum. Tökum höndum saman Reykjavíkurborg ætti I samráði við íþróttafélögin að stefna að því af öllum kröftum að ná til þessara ólánsömu unglinga. Mikið er í veði því þar færi annars margt gott mannsefnið fyrir lítið. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að sjá af öllu þessu gjörvulega fólki. íþróttaiðkun er góð lausn Besta svarið gegn framan- töldu unglingavandamáli er tvímælalaust að efla íþrótta- líf í höfuðborginni. í íþróttum fá unglingarnir þá útrás sem er þeim nauðsynleg. Athygli vekur að þeir sem hafa lagt stund á einhverja íþróttagrein á sínum unglingsárum hafa yfirleitt klárað sig vel í lífinu. I öllum tilvikum hafa þeir þakkað það íþróttaiðkuninni og telja það hafa verið besta veganesti. Stöðnun í Reykjavík Unglingastarf innan íþróttafélaganna i landinu hefur þó tekið stakkaskiptum til hins betra, sérstaklega úti á landsbyggðinni. í Reykjavik, aftur á móti, þar sem stór hluti þjóðar- innar býr er aðstaðan langt frá því að vera nógu góð. Ef við tökum sem dæmi frjálsar íþróttir og sund þá kemur í Ijós að reykvísk æska hefur ekki roð við krökkum af landsbyggðinni í þessum greinum íþrótta. Greinilegt er að of litlu fjármagni er varið til upp- byggingar á allri iþróttastar'f- semi í höfuðborginni og mál til komið að snúa dæminu við — því besta fjárfesting sem til er, er að fjárfesta í ungu fólki. Það rentar sig vel síðar meir. Reykjavíkurmeistarar Vals í minni-körfubolta 1987: Fremri röð frá vinstri: Ragnar Jónsson, Guðmundur Bern- hardsson, Bergur M. Emilsson fyrirliði, Magni Þorsteinsson og Unnar Sigurðsson. — Aftari röð frá vinstri: Bergur Tómasson, Þorbjörn Ingason, Sigurgeir Þór Hreggviðsson, Baldur Þór Jack, Flóki Guðmundsson og Svali Björnsson þjálfari. — AB-mynd HH. REYKJAVIKURMEISTARAR VALS í MINHI-KÖRFU ISRAELSFARAR UNGLINGALANDSLIÐSINS Unglingalandslið íslands er um þessar mundir í ísrael og tekur þar þátt í sterku alþjóð- legu móti. Hér fyrir neðan er listi yfir nöfn ísraelsfaranna og fjöldi landsleikja. Eins og þar sést þá hefur Rúnar Kristins- son leikið i öllum landslið- unum sem er einsdæmi. Rúnar Kristinsson KR. Nafn: Kjartan Guðmundsson ÞormóðurÁ. Egilsson Rúnar Kristinsson Steinar D. Adolfsson Gunnlaugur Einarsson Bjarni Benediktsson ValdimarT. Kristófersson Ingólfur Ingólfsson Helgi M. Björgvinsson Árni Þór Árnason Páll Gíslason Ólafur Viggósson Haraldur Ingólfsson Egill Ö. Einarsson Steinar Þór Guðgeirsson Guðbjartur Auöunsson Siguróur Guðmundsson Landsleikir: Félag: A: Þór, Ak. U-21: U-18 U-16 KR 8 9 KR 1 3 6 18 VAIur 8 9 Valur 8 8 Stjarnan 8 8 Stjarnan 7 1 Stjarnan 4 7 Fram 6 Þór, Ak. 5 7 Þór, Ak. 1 8 KR 8 7 ÍA 2 15 6 Þróttur 11 8 Fram 6 Fram 1 7 Stjarnan 3 Formaður landsliðsnefndar: Sveinn Sveinsson. Landsliðsnefndarmenn: Jóhann Ólafsson og Agnar Árnason. Þjálfari: Lárus Loftsson. Læknir: Birkir Sveinsson. Myndin er af IR-strákunum i minni-bolta i körfunni og er tekin í leikhléi úrslitaleiks Vals og ÍR. ÍR-ingar stóðu sig vel því Valur sigraði aðeins meö 2ja stiga mun 26:24. Mynd: HH. Verðlaun voru veitt frá Lottó stigahæstu leikmönnum en það voru þeir Bergur Már Emilsson Val með 56 stig, og Kjartan Dagbjartsson ÍR meö 46 stig. í þriðja sæti varð Ólafur Jón Ormsson úr KR með 44 stig. — AB- mynd HH.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.