Alþýðublaðið - 05.03.1988, Side 9

Alþýðublaðið - 05.03.1988, Side 9
Laugardagur 5. mars 1988 9 Hið pólitiska vald er ekki hjá verkalýðshreyfingunni," segir Þröstur Ólafsson í viðtali við Alþýðubladiö Samningar felldir í verkalýðsfélögunum: „ÞETTA ER DÓMUR YFIR FÁRÁNLEGU ÞJÓÐFÉLAGS- KERFI" segir Þröstur Ólafsson framkvœmdastjóri Dagsbrúnar Kjarasamningarnir sem voru undirritaðir i Garða- stræti í fyrri viku hafa veriö felldir i hverju verkalýðsfélag- inu af öðru. Ýmsum þykir það dómur yfir hreyfingunni sjálfri. Þröstur Ólafsson er á öðru máli. Lengra varð ekki komist, en vilja menn fara i verkfall? „Þv( veróur fólk aó svara sjálft. Viö mátum það þannig aö lengra yröi ekki komist." Þröstur kvaö þetta ekki dóm yfir verkalýóshreyfing- unni helduryfir þjóðfélags- þróun sem heföi átt sér staö allt frá 1983 aó Frjálshyggju- öflin væru alls ráðandi i þjóö- félaginu. „Viö gátum ekkert gert annaö en skrifað undir eftir aö hafa þrefað í þrjár vik- ur í Garðastræti. Margt lagð- ist á eitt til þess aö samning- arnir hafa verið felldir víða.“ Nefndi Þröstur matarskatt- inn, staðgreiðslu skatta sem fólk heföi ekki áttaö sig á. Áöur heföi fólk fengið pen- inga I hendur og greitt seinna. Nú fengi það einung- is í hendur sem útborgað væri endanlega. Síöan hefði umræöa um laun forstjóra I SÍS sem virtist hafa mánaöar- laun sem verkafólk væri 2 ár aö vinna fyrir. Og bílatrygg- ingar hækkuðu. „Þetta er domur yfir fáránlegu kerfi en ekki verkalýðshreyfingunni, þegar menn fella samning- ana,“ segir Þröstur. — En hvaö ráðleggur þú fólki í þeirri stööu sem það er í núna? „Ég get ekkert annaö sagt en það sem kom fram í því aö ég hvatti til aó samningar yröu samþykktir og mat það þá aö lengra yrói ekki kom- ist.“ Þar er álit Þrastar aö staöa frystingarinnar sé afar slæm og því megi búast við gengis- fellingu hækki laun I fisk- vinnslu meira en orðið er. „Hiö pólitíska vald er ekki hjá verkalýöshreyfingunni. Ég hef sagt þaö áöur aö eina vonin er aö A-flokkarnir sjái aö sér og fari að starfa sam- an,“ sagöi Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Dagsbrún- ar I viðtali viö Alþýublaöiö i gær. MIKIL SAMKEPPNI Á REYKJAVÍKURSVÆDINU en augljós munur milli Reykjavíkur og landsbyggð- ar er meðal annars niðurstaða í viðamikilli verð- könnun Alþýðublaðsins á matvöru og hreinlœtis- vörum. Það er dýrara að versla úti á landi en á Reykjavíkur- svæðinu. Það er mikil sam- keppni milli verslana hér fyrir sunnan. í viðamestu verð- lagskönnun Alþýðublaðsins til þessa er þetta hvoru tveggja staðfest. Kannað var verö á 48 teg- undum matvara og hrein- lætisvara í 6 stórverslunum og kaupfélögum á Suðurlandi og í Reykjavik og Hafnarfirði. Beitt var þeirri aðferð að athuga lægsta verð á nokkr- um vörutegundum og var þá litið fram hjá hugsanlegum gæöamun, en einnig ar borið saman verð á merktum vör- um. Verómunur á vörum milli verslana hér á suöurpartinum er sáralítill en augljós verð- munur milli Reykjavíkursvæö- is og landsbyggðar. Línuritiö sýnir þetta í hnotskurn. í ný- legri könnun Verölagsstofn- unar er sama uppi á teningn- um. í þeirri könnun mældist allt aö 23% munur milli ódýr- ustu og dýrustu verslana. Munur var mestur rúm 13% í okkar könnun. HVERJU MUNAR í VERÐI? Ef lægsta verö er stillt á 100, stígur súlan lítiö í fyrstunni enda má segja aö lítill munur sé á verölagi milli stórverslana á Reykjavíkur- svæöinu. Stólpinn verður rismeiri viö saman- burö út á land. VEMHDIKQNNUN ALþ WB UMLABSIINS SAMANBURÐUR Á VERÐLAGI 115 110 105 100 95 FJARÐARKAUP MIKLIGARÐUR HAGKAUP HÖFN KAUPFÉLAG HAFNARFIRÐI REYKJAVÍK SELFOSSI ÁRNESINGA Gert með Graphics Gallery hjá ÖRTÖLVUTÆKNI

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.