Alþýðublaðið - 15.03.1988, Blaðsíða 1
Jón Baldvin um rekstrarvanda Landakotsspítala:
EKKI BORDLEGGJANDI AD
RÍKID KOMI TIL BJARGAR
Fjármálaráðuneytið mun krefjast skýringa á því hvers vegna spítalinn fór umfram ramma
Jón Baldvin Hannibalsson,
fjármálaráöherra, segir ekki
boröleggjandi að ríkið leggi
fram fjármagn til bjargar
Landakostsspitala. í helgar-
blaði Alþýöublaðsins var
greint frá þvi að spítalinn á
við gifurlega rekstrarerfið-
leika að striða, vegna halla-
reksturs síðustu ára. Talið er
að vanskil nemi hátt i tvö
hundruð milljónum króna.
Landakotsspitali er sjálfs-
eignarstofnun og stendur því
utan við rikisspitalakerfið. Ef
björgunaraðgerðir koma ekki
til, er talið að loka þurfi
deildum.
I samtali við Alþýðublaðið í
gær sagði Jón Baldvin vitað
að spítalinn hefði verið
rekinn með halla á árunum
1982;85, svo og á árinu 1986.
Við gerð fjárlaga þessa árs
lágu hins vegar ekki fyrir
staðfestir endurskoðaðir
reikningar fyrir árið 1986.
Niðurstaóan var því sú að
fjárlagatillögur voru miðaðar
við afkomu Landakots ’85, en
gert ráð fyrir umtalsverðri
hækkun rekstrargjalda.
Miðað var við tæplega
50% hækkun rekstrargjalda,
en á sama tímabili hafði
framfærsluvisitala hækkað
um 30% og byggingarvísitala
um 35%. „Menn töldu því að
þarna væri verið að gera
býsna vel við stofnunina.
Hún ætti að geta starfað
innan ramma þessara fjár-
lagatillagna," sagði Jón
Baldvin.
Rikisendurskoöun var falið
að fara ofan I saumana á
rekstri spítalans. Því verki er
nú lokið en tillögur hafa ekki
verið ræddar i fjármálaráðu-
neytinu, eða fjárlaga- og hag-
sýslustofnun. Máliö er til um-
fjöllunar í heilbrigðisráðu-
neytinu og verður líklega
kynnt fjármálaráðuneytinu á
næstu dögum.
Gert er ráð fyrir því að
veigamiklir útgjaldaþættir
fjárlaga verði á ári hverju
fjárlaga ár eftir ár.
tekmr til heildarrannsóknar.
Að sögn Jóns Baldvins er
undirbúningur hafinn hjá fjár-
laga- og hagsýslustofnun,
hvað varðar útgjöld I heil-
brigðiskerfið, sem eru um
40% af fjárlögum. Megintil-
gangur er að draga úr sjálf-
virkri útgjaldaaukningu. M.a.
hefur verið rætt um, að leita
til bandarisks ráðgjafafyrir-
tækis, sem hefur sérhæft sig
i rannsóknum og tillögum
um lækkun tilkostnaðar í
rekstri heilbrigðisstofnana.
Vandi refabúanna rœddur í ríkisstjórn:
EKKI MÁL
SKATTGREIÐENDA
segir Jón Baldvin Hannibalsson
fjármálaráðherra
„Aðalatriðið er það að ég
fellst ekki á það að skatt-
greiðendur geri út sérstakan
björgunarfeiðangur og leggi
fram fé úr rikissjóöi til þess
að greiða meö refabúum. í
staðinn legg ég til að þeir
aðilar sem hingað til hafa
annast stuðning og fyrir-
greiðslu til refabúa leysi sin
mál sjálfir," sagði Jón Bald-
vin Hannibaisson fjármála-
ráðherra i samtali við Alþýðu-
blaðið.
Málefni refabænda sem
eiga í gífurlegum erfiðleikum
verða til umfjöllunar hjá ríkis-
stjórninni í dag. Fyrir liggur
álit þingmannanefndar
stjórnmálaflokkanna um ráð-
stafanir til stuðnings refa-
búunum. Þar er m.a. lagt til
aö rfkið leggi beint fram 17
milljónir króna. Þessu er fjár-
málaráðherra ekki sammála.
Þeir aðilar sem hingaö til
hafa aöallega annast fjár-
hagslega fyrirgreiðslu til loð-
dýraræktar, eru fyrst og
fremst Stofnlánadeild land-
búnaðarins, Framleiðnisjóður
og að hluta til Byggðastofn-
un.
„Ég hef út af fyrir sig
engar athugasemdir að gera
ef þessar lánastofnanir
treysta sér til að gera út
björgunarleiðangur vegna
refabúa. Hins vegar legg ég
til að menn spyrji sig hvert
stefna eigi I framtíðinni." Jón
Baldvin benti á að lánafyrir-
greiðsla hefði verið mjög
ótæpileg vegna uppbygging-
ar loðdýrabúa og fóður-
stöðva. Að sögn Jóns er búið
að verja um 700 milljónum
króna I formi lána og styrkja
á seinustu árum. Ef tekin er
fyrirgreiðsla til fóðurstöðva
sem samsvarar eignahlut
refabúa, þá er búið að verja
um 850 milljónum.
í mörgum tilfellum er um
aö ræða styrki eða lán á
niðurgreiddum vöxtum, allt
niður I tvö prósent vexti. Þar
við bætist niðurfelling á
opinberum gjöldum.
„Þetta hefur verið gert án
þess að skuldbinda þessa
fyrirgreiðslu skilyrðum um að
búin og fóðurstöðvarnar séu
staösett þannig að hag-
kvæmni sé gætt við rekstur."
Jón Baldvin sagði að landa-
fræðin sagði mönnum að
fóðurstöðvar væru best
komnar í sem mestri nánd
við sjávarpláss og loðdýra-
búin þyrftu einnig að vera í
grennd við fóðurstöðvarnar. í
trássi við þetta hafa búin
risið tvist og bast um landið.
Jón Baldvin sagði að fram-
tíðin virtist ekki björt fyrir
þessa grein. „En ég tel að
ráðstafanir þessara stofnana
og sjóða þurfi að miða að því
að tryggja áframhaldandi
rekstur einhverra af þessum
búum til þess að fjárfesting,
reynsla og þekking fari ekki
forgörðum."
Mikið fjölmenni var i Karphúsinu i gær. Fundur hófst með sáttasemjara um tvö leytið og voru fulltrúar
mættir frá um 40 félögum víða af landinu. A-mynd/Róbert.
SNÓT STUDD AFRAM
ASÍlagði 500 þúsund í verkfallssjóðinn
Á fundi miöstjórnar Al-
þýðusambands Islands i gær
var samþykkt samhljóða að
leggja 500 þúsund krónur í
verkfallssjóð Snótar í Vest-
mannaeyjum. Jafnframt
skorar miðstjórn ASÍ á öll
aðildarfélög að tryggja að
hvergi verði gengið inn í störf
þeirra sem í verkfalli eru.
„Auðvitað hefðum við viljað
að fleiri færu að sýna stuðn-
ing i verki, en þetta er mjög
jákvætt fyrir okkur,“ sagði
Vilborg Þorsteinsdóttir for-
maður Verkakvennafélgsins
Snótar Þegar Alþýðublaðið
bar henni fréttirnar í gær.
Að sögn Vilborgar hafa
framlög verið að berast og
segir hún að afstaða mið-
stjórnar ASÍ komi til með að
styrkja stöðu félagsins enn
betur.
í gær fór hluti af samning-
anefnd Snótar til Reykjavíkur
þar sem einnig voru mættir
fulltrúar frá tæplega 40 öðr-
um félögum á fund með
sáttasemjara. Vilborg sagði
að Snót hefði farið út í að-
gerðirnar til þess að þrýsta á
heima fyrir. „Ég finn hins
vegar greinilega að atvinnu-
rekendur eru að gera sér
vonir um að hægt sé að slá
þessu saman í einhvern pott.
En þaö er ekki þar með sagt
að sú verði raunin. Við eigum
fyrst og fremst i deilum vió
Vinnuveitendafélag Vest-
mannaeyja."
Arthur Bogason hjá Tinnu
sf. i Eyjum fékk gagntilboð
frá Snót fyrir helgi. hann
hefur síðan haft tilboðið til
umhugsunar. í gær var hann
ekki búinn að gefa Snótar-
konum svar.
Snót hefur óskað eftir því
við félög viða um land að
ekki verði unnið að löndun úr
fiskiskipum frá Eyjum á
meðan verkfallið stendur.
Nokkur félög hafa svarað
formlega, m.a. Eining á Akur-
eyri sem segir skýlaust að
löndun úr Eyjabátum muni
ekki fara fram á félagssvæð-
inu við þessar aðstæður.