Tíminn - 26.10.1967, Page 4

Tíminn - 26.10.1967, Page 4
4 TIMINN FEWMTUDAGUR 26. október 196?. Harðviðarhurðir Inni-, úti- og bílskúrshurðir með körmum, lömum og tilheyrandi. Úrvalsíramleiðsla. Hagstætt verð. INNI- OG ÚTIHURÐIR Ránargötu 12- Sími 19669. H. Ö. Vilhjálmsson & Co. LÖGTAK Eftir kröfu tollstjórans í tíeykjavík, og að undan- gengnum úrskurði, verða lógtökin látin fara fram án frekari fyrirvara, á Kostnað gjaldenda, en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birt- ingu þessarar auglýsingai, fyrir eftirtöldum gjöldum: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miða- gjaldi, gjöldum af innlendum tollvörutegundum, matvælaeftirlitsgjaldi is gjaidi til styrktarsjóðs fatlaðra, almennum og sérstökum útflutnings- gjöldum, aflatryggingasmðsgjöldum, trygginga- iðgjöldum af skipshöfnum, ásamt skráningargjöld- um, svo og söluskatti 2 og 3. ársfjórðungs 1967 og hækkunum vegna van;'ramtalins söluskatts eldri tímabila. Borgarfógetaembættið i Reykjavík 25. október 1967. Staða yfirhjúkrunarkonu við röntgendeild Borgarsjúkrahússins 'í Fossvogi er laus til umsóknar frá 1. ?jan. 1968. Laun samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkur- borgar. Umsóknir, ásamt upplýsmgum um nám og fyrri störf, sendist Sjúkranúsnefnd Reykjavíkur, Heilsuverndarstöðinni, fyrir 15 nóv. n.k. Reykjavík, 25. október 1967 SJÚKRAHÚSNEFND REYKJAVÍKUR Fímmtugur í dag: Bjarni Gunnar Magnússon deildarstjóri Bjiarni Gunnar Maánússon, deild arstjóri í hlaupareikningsdeild Landsbanka fslands er fimmtugur í dag. Ekki verður hér rakin ættar tala hans, því að þetta á ekki að verða nein minningargrein — að vísu eru ófáir lifandi dauðir um fimmtugt, en Bjarni Gunnar er sízt allra í þeim hópi. Fram hjá þvi verður þó ekki gengið að hann er í föðurætt af harðduglegum og þrautseigum Skaftfellingum kominn, sem lögðu leið sína út í Vestmannaeyjar og þar er Bjarni Gunnar borínn og barnfæddur. Móðurættin mun austfirzk. Það er alkunna, að það er manndóms merki að teljast Skaftfellingur — og að teljast skaftfellskur Vest- mannaeyingur, jafngildir afreks- merki fyrir dugnað og harðfylgi á sjó og landi. Bjarni Gunnar kaus að fara landleiðina í lífinu. Hann stundaði nám í gagnfræðaskólan um í Eyjum, og reyndist þar dug legur nemandi. Þar kom og strax í Ijós hæfileiki hans til nýtrar þátt töku i félagslífi, því að hann lét starfs^mi nemendafélagsins mjög til sín taka og varði sjónar- mið sín af lægni og staðfestu á málfundum. Því næst lá leiðin hingað í höfuðborgina,, þar sem Bjarni Gunmar lauk námi við Samyinnuskólann við góðan nrð- stír ðkömmu síðar gerðist hann starfsmaður við Landsbanka Is- lands, fyrst í endurskoðunardeild en síðan í hlaupareikningsdpild, sem hann veitir nú forstöðu. Sá frami sannar, * Sð Bjarni Gunnar hefur verið nýtur og traustur starfsmaður þeirrar stofn unar, en ekki er þó öll hans saga þar sögð með því. Hann hefur tek ið ,mjög virkan þátt í félagslífi bankamanna og notið þar oæði vinsælda og trausts. Hann nefur löngum setið í stjórn starfsmanna félags Landsbankans og haft þar formennsku á hendi, einnig í stjórn Sambands íslenzkra banka- manna og verið ritstjóri Banka- blaðsins um ára bil, og er það enn. Á hann 25 ára starfsafmæli hjá Landsbankanum í aþrílmánuði Þar með hefur bankamanninum Bjarna Gunnari Magnússyni, ver- ið gerð nokkur skil, og þó ekki viðhlítandi, því að mig brestur ^unniífgleika lil áð Skýra frá ýms uim störfum hans fyrirbættum kjör um samstarfsmanna sinna í bönkum landsins, en þar mun hann hafa unnið giftusamlega, svo að báðir aðilar máttu vel við SENDISVEINN ÓSKAST Duglegur piltur óskast tu sendisveinastarfa strax. Æskilegt að viðkomandi ahfi reiðhjól til um- ráða. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. SLÁTÝ7RFÉLAG SUÐUPLANDS Skúlagötu 20. una — en þau störf verða eflaust rakin og þökkuð af réttum aðil- um, þegar starfsafmælisins verð- ur minnst. Eftir er þá að lýsa sjálf um manninum nokkuð, þeim sem leit Ijós lífsins að hausti fyrir fimmtíu árum. Það er í sjálfu sér undarlegt, eins traustur maður og hann er í reikningslistinni, að svo er að sjá sem einhver misre'kn- ipgur hafi orðið hjá forlögunum varðandi ákvörðun fæðingardags- ins. Bjarni Gunnar er nefnilega öðrum fremur barn vorsins. þótt hann sé fæddur að hausti. Hann er ekki einungis frábær eljumaður í starfi, heldur og gleðimaður. eins og þeir gerast beztir og lítur glltaf björtum augum á lifið og tilveruna, eins þótt eitthvað bjáti á. í vinahópi er hann hrókur alls fagnaðar fyrir rólega og yljandi glaðværð sína, kann vel að meta góðan, danskan vindil og glas með Black & White, græzkulausa kýmni og skemmtilegan félags- skap. Hann hefur og sjálfur látið þau orð falla, að lífið hafi verið, sér hin ánægjulegasta skemmtun, jafnt í starfi og tómstundum. Til þess að hafa slíka afstöðu gagn- vax-t lífinu þarf fyrst og fremst æðrulausa og trausta skapgerð, skaftfellska skapgerð, sem bregð ur ekki þótt eitthvað gangi á móti um stundarsakir. Og hana á Bjarni Gunnar í rikum mæli. Það er ekki skaftfellskum eiginlegt, sízt skaftfellskum Vestmannaeying- um, að renna af h'ólmi í lífinu. Bjarni Gunnar hyggst ekki held ur taka upp þann hátt á þessum tímamótum. Hann ætlar að halda sig heima á afmælisdaginn og ekki einungis taka því, sem að höndum ber, heldur og fagna því með sinni rólegu, yljandi glað- værð. Enda ekki ástæða til ann- ars, því að, maðurinn er ungur enn og verður það áreiðanlega þótt hann eldist að árum. Barn vorsins, þótt fæddur sé að hausti fyrir eimhverja furðulega skekkju í hlaupareikningi forlag anna, sem hann hefur reynt eftir megni að leiðrétta með viðhorfi sínu til lífsins og starfsins, undan farna fimm áratugi. L. G. VORUMARKADUR Ódýr unglingaföt allt að 50% afsláttur Á 12 ÁRA VERÐ AÐEINS KR. 1750.00 Á 13 ÁRÁ VERÐ AÐEINS KR. 1900.00 Á 14 ÁRA VERÐ AÐEINS KR. 1990.00 Komiðí og geríð góð kaup ■ Póstsendum GEFJUN, KIRKJUSTRÆTI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.