Alþýðublaðið - 12.04.1988, Qupperneq 4
4
Þriðjudagur 12. apríl 1988
MENNING Q
Óskar Vistdal, sendikennari i
norsku skrifar
PÉTUR GflUTUR
OG EINAR BENEDIKTSSON
Oskar Vistdal sendikennari skrifar um Pétur Gaut eftir Henrik Ibsen, sögu verksins og ís-
lenska þýðingu Einars Benediktssonar.
„Pétur Gautur er meðal-Norðmaðurinn sem Ibsen teiknar skarp-
lega og skýrt eftir eðlisfari, lundarlagi og háttum þjóðar sinnar, “
skrifar Oskar Vistdal m.a. í grein sinni um verk Ibsens, Pétur Gaut.
Dýr útgáfa í 30
eintökum
30. apríl 1901 segir svo (
fréttadálki „Þjóðólfs" í
Reykjavík: „Pétur Gautur,
leikrit í Ijóöum eftir Henrik
Ibsen, er nýprentaður í ís-
lenskri þýðingu eftir Einar
Benediktsson. Bókin er mjög
vönduð aö pappír og prentun.
Hafa aðeins verið gefin út 30
eintök af henni og verður
hvert eintak selt á 100
krónur.“ Þetta var fyrsta tölu-
setta bókaútgáfan á íslandi
og jafnframt dýrasta bók sem
gefin hefur verið út hér á
landi, að Guðbrandsbíblíu
undanskilinni.
Slíkt söluverð var fremur
óheyrt, reyndar meira en kýr-
verð, sem samkvæmt verð-
lagsskrám var rúmar 90 krón-
ur um aldamótin. Árið 1922
kom út endurskoðuð gerð
þýðingarinnar í 1100 eintök-
um á eðliegra verði. Hún
hefur verið endurprentuð
tvisvar, í heildarútgáfunni af
Ijóðmælum Einars 1945 og í
kvæðasafni sem út kom í til-
efni af aldarafmæli skáldsins
árið 1964.
„Pétur Gautur" í gervi Ein-
ars Benediktssonar birti Is-
lendingum eitt auðugasta og
andríkasta skáldrit Norð-
manna í einhverju fullkomn-
asta formi sem íslensk stór-
þýðing hefur hlotið. Að mati
Steingríms Þorsteinssonar er
form þýðingarinnar samgróiö
efni sem svörður holdi: „Það
verður varla samið svo stutt
ágrip íslenskrar bókmennta-
sögu síðustu alda að ekki
verði þar talið til tíðinda
þegar Pétur Gautur eftir
Henrik Ibsen var gefinn út í
þýðingu Einars Benedikts-
sonar.” „Meö þessari þýðingu
hafði honum tekist að þoka
íslenskri tungu fram á veg
sem menningarmáli" jafn-
hliða öðrum þjóðmálum
heimsins, „fært í allan sjó og
fallið til þess að taka öllum
þeim framförum vaxandi
menningar sem nútíminn
heimtar og veitir", eins og
Einar orðar það í formála þýð-
ingarinnar.
Að vera sjálfum sér
líkur
Leikritið um Pétur Gaut var
samið á Ítalíu, þar sem Ibsen
settist að árið 1962 fullur
beiskju vegna ófara sinna í
Noregi á undangengnum
árum og þeirrar skoðunar að
hann væri misskilinn af lönd-
um sínum. í þessu skapi
skrifaði hann fyrsta stórverk
sítt „Brand“ 1866, sem Matt-
hías Jochumsson sneri á is-
lensku og gaf út árið 1898.
„Brandur" fjallar um hug-
sjónamanninn sem krefst alls
eða einskis og fórnar öllu
fyrirtrú sina. Eftir „Brandi"
fylgdi „Pétur Gautur" að
sögn höfundarins „eins og af
sjálfu sér“. Sendi hann frá
sér Ijóðritið fyrir réttum tólf
tuga árum, nánara tiltekið 14.
nóvember 1867. Pétur Gautur
er algjör andstæöa Brands,
maður sjálfsblekkingarinnar
sem alltaf hliðrar sér hjá
þeim kröfum sem gerðar eru
til hans.
Hluti af leiknum gerist í
Guöbrandsdal, þar sem Ibsen
sótti yrkisefnið í þjóðsögurn-
ar um glæframanninn Pétur
Gaut, svo sem reiöina yfir
Gvendaregg, selstúlkurnar,
Þránd I Valbjörgum og Beig-
inn. Inn í þetta grundvallar-
efni fléttist þá miskunnarlaus
ádeila á Norðmenn vegna
sérplægni og sinnuleysis
þeirra til að mynda í stríði
Dana við Þjóðverja árið 1864,
þegar Norðmenn og Svíar
voru „sjálfum sér nægir" og
brugðust bræðrum sínum í
neyð. í framhaldi af þessu
fylgir áfellisdómur höfundar-
ins yfir þeim sem vilja halda
einkennum sínum með því að
byrgja sig frá áhrifum af
öðrum. Að vera „sjálfum sér
llkur“ er að lifa með anda
annarra og auðgast af honum.
Hitt or dauðinn, að hrökkva
frá því viðfangsefni er að vera
„sjálfum sér nægur“. En sú
ævi sem gerir sér það að
grundvallarboðorði, á að
hverfa sviplaus úr veröldinni.
Upphaflega til lesturs
Söguhetjan er Meðalnorð-
maðurinn, sem Ibsen teiknar
skarplega og skýrt eftir eðlis-
fari, lundarlagi og háttum
þjóðar sinnar. Meginefni
sögunnar er lýsing eigingirni
og sjálfbirgingsskapar gagn-
vart kærleika og æðri þekk-
ing sem Pétur Gautur öðlast
gegnum miklar llfsbreytingar,
víðförli og örlagaríka atburði.
Þjóðargort sem einangrar sig
sjálft er meistaralega teiknað
upp í sölum Dofrans, og
sjálfgæði Gauts bera þessa
einkunn út í ævistríðið, langt
frá ættarstöðvunum. En
þegar hann hverfur aftur til
fósturjarðarinnar, sigrar kær-
leikurinn og Pétur öðlast
hærri sjón í gegnum ást, von,
trú og fyrirgefning Sólveigar,
ímyndar lífsins og hins eilífa
kvenlega á borð við Dantes
Beatrice eða Goethes
Gretchen. Einmanaleikinn,
hræðslan og viðurkenning af-
brotanna leiða hann til hins
sanna í sjálfum sér, og hann
finnur það í Sólveigu, í ást-
inni.
„Pétur Gautur" var upphaf-
lega saminn til lesturs, og
það var ekki fyrr en um
miðjan áttunda áratug sið-
ustu aldar að fariö var að
hugsa um að setja Ijóðsög-
una á svið. Leikurinn var fyrst
sýndur í Christiania Theater
24. febrúar 1876, en hefur
síðan farið sigurför um öll
helstu leikhús Evrópu og
reyndar víðar.
Þáttur Griegs
Allt fram á þennan dag
hafa sjónleikur Ibsens og
tónlist Edvards Grieg verið
ósundranlegir förunautar í
mörgum frægum sviðsetn-
ingum á „Pétri Gaut“. Grieg
var fenginn til að semja tón-
list fyrir fyrstu sýninguna
árið 1875 þrátt fyrir yfirlýsta
óánægju með verkið. „Þetta
er andstyggilegasta og við-
bjóðslegasta leikrit sem ég
þekki, en hvað gerir maður
ekki fyrir peninga", á hann að
hafa sagt þegar hann fékk
beiðnina og loforð um 200
krónur. Ibsen af sinni hálfu á
einnig að hafa haft andúð á
tónverki Griegs viö „Pétur
Gaut“.
Leikfélag Reykjavíkur sýndi
þrjá fyrstu þætti „Péturs
Gaut“ við frábærlega góðar
viðtökur árið 1944. Stjórnandi
var Gerd Grieg, eiginkona
norska skáldsins Nordahls
Grieg. Fyrir 25 árum, í des-
ember 1962, fór fram fyrsta
heildarsviðsetningin á „Pétri
Gaut“ í málbúnaði Einars
Benediktssonar á vegum
Þjóðleikhússins í Reykjavík
undir stjórn Gerdar Ring frá
Osló.
Hvernig stendur á því að
„Pétur Gautur" virðist vera
eins vinsæll meöal íslend-
inga og meðal Norðmanna?
Einar Benediktsson hefur
vonandi rétt fyrir sér þegar
hann svarar með þessum
hætti: „Þjóðkjör vor og skyld-
leiki við Austmenn frá fornu
virðast og hljóta að mynda
jarðveg hér hjá oss yfirleitt
fyrir margt sem þaðan kemur,
þótt saga vor sé nú að vísu
oröin ólík og norsk menning
og framfarir ennþá langt
undan.“