Alþýðublaðið - 26.04.1988, Qupperneq 8
MMÐUBIÍBIÐ
Þriöjudagur 26. apríl 1988
KAUPFELAG REKID
NIEÐ GÓDUM GRÓDA
16 milljóna króna hagnaður af rekstri Kaupfélags Fáskrúðsfjarðar á síðasta ári.
Ríflega helmingur bœjarbúa á launaskrá hjá fyrirtœkinu. 1250 þúsund greidd í
stofnsjóð félagsmanna
Hagnaöur af rekstri fyrir-
tækja Kaupfélags Fáskrúðs-
fjaröar á árinu 1987 var 15.9
milljónir króna. Siðustu ár
hefur rekstur kaupfélagsins
skilað umtalsverðum hagn-
aði.
Aöalfundur kaupfélagsins
var haldinn í félagsheimilinu
Skrúö um helgina. Hagnaöur
af rekstri kaupfélagsins var
3.4 milljónir króna, en hagn-
aður af rekstri Hraðfrystihúss
Fáskrúðsfjarðar sem er í eigu
kaupfélagsins var 12.5
milljónir. Samtals var því
hagnaður fyrirtækjanna 15.9
milljónir.
Samanlögð fjármunamynd-
un fyrirtækjanna var 31.7
milljónir. Fyrirtækin greiddu í
vinnulaun 160.6 milljónir til
452 starfsmanna sem komu á
launaskrá, en íbúar á félags-
svæðinu eru um 880.
Afskriftir félaganna námu
um 38 milljónum en heildar-
velta var liólega 600 milljónir.
Stærsta fjárfestingarverk-
efnið var endurbygging togar-
ans Hoffells, en skipið var frá
veiðum hálft árið vegna end-
A félagssvæði Kaupfélags Fáskrúðsfjarðar eru um 880 íbúar. 456 komust á launaskrá kaupfélagsins á síðasta
ári.
urbyggingarinnar sem fram
fór í Póllandi. Kostnaður við
verkið var um 109 milljónir.
Það er mat manna að skipið
sé sem nýtt fyrir verð sem er
um einn þriðji af verði nýs
togara.
Annar togari fyrirtækisins,
Ljósafell, fer í endurbyggingu
í Póllandi í sumar.
Vegna þessarar góðu af-
komu samþykkti aðalfundur-
inn að leggja 1250 þúsund
krónur í stofnsjóð félags-
manna. Þá samþykkti aðal-
fundurinn traustsyfirlýsingu
við Gísla Jónatansson kaup-
félagsstjóra fyrir vinnubrögð
hans og afstöðu f stjórn lce-
lanþ Seafood Corporation.
Úr stjórn að þessu sinni
átti að ganga Gunnar Jóns-
son, en hann var endurkjör-
inn. Varamaöur í stjórn var
kosinn Lars Gunnarsson.
Formaður stjórnarinnar er
Björn Þorsteinsson kaupfé-
lagsstjóri á Berunesi.
Kaupfélag Fáskrúðsfjarðar
rekur tvo togara, hraðfrysti-
hús, fiskimjölsverksmiðju,
saltfiskverkun, sláturhús og
verslun.
Gísli Jónatansson kaupfélagsstjóri:
REYNT AÐ VARAST OFFJARFESTINGU
Fyrirtœki kaupfélagsins hafa skilað hagnaði mörg undanfarin ár
„Það sem á stærstan þátt i
þessari afkomu í fyrra er
hagur útgerðarinnar. Það
hallaði verulega á vinnsluna
bæði með hækkuðu fiskverði
og lækkun á dollar, en hann
lækkaði um 11% á meðan
kostnaður innanlands hækk-
aði um 30%. Uppistaðan í
þessu er þvi hagur útgerðar-
innar,“ sagði Gísli Jónatans-
son kaupfélagsstjóri á Fá-
skrúðsfiröi við Alþýðublaðið
aðspurður um ástæður þess-
arar góðu afkomu kaupfé-
lagsins.
Mikið hefur verið rætt um
slæma stöðu fyrirtækja, sér-
staklega kaupfélaganna víða
um land. Alþýðubiaðið spurði
Gísla hvernig stæöi á því að
hægt væri að reka eitt fyrir-
tæki með góðum hagnaði ár
eftir ár á meðan önnur ættu í
miklum þrengingum:
„Það er sjáltsagt ýmislegt.
Við erum með fjölbreyttan
rekstur og gott starfsfólk. Við
höfum reynt að vara okkur á
offjárfestingunni. Ég held
reyndar að það sé erfitt að
finna eitthvað eitt öðru
fremur."
Gísli sagðist hafa áhyggjur
af þróun mála, sérstaklega
hvað varðaði fiskvinnsluna.
Verð hafi lækkað á bæði salt-
fiski og freðfiski auk þess
sem stöðugt sig hafi verið á
dollar.
Á aðalfundi kaupfélagsins
um síðustu helgi var sam-
þykkt sérstök traustsyfirlýs-
ing á Gísla fyrir vinnubrögð
hans og afstöðu í stjórn lce-
land Seafood. En í stjórninni
var Gísli í minnihluta vegna
afstöðu sinnar til brottrekst-
urs Eysteins Helgasonar og
Geirs Magnússonar, og síðan
mála sem fylgdu í kjölfar
upþsagnanna. „Þessi yfirlýs-
ing kom þarna fram og var
samþykkt einróma. Ég kann
enga sérstaka skýringu á
sjónarmiðum sem liggja að
baki,“ sagði Gísli aöspurður.
1 2 3 4
5 ■
6 □ 7
F~~ 9
tö □ 11
B 3
13 I ■
Krossgátan
Lárétt: 1 gramur, 5 bindi, 6 ker, 7
þyngdareining,8veikur, 10 skóli,
11 ásaki, 12 fætt, 13 bjálfar.
Lóðrétt: 1 fátækar, 2 fjas, 3 sam-
stæðir, 4 úrkoman, 5 hindrar, 7
röskir, 9 slæma, 12 bardagi.
Lausn á siðustu krossgátu
Lárétt: 1 kópur, 5 sarp, 6 kná, 7 út
8 riðaði, 10 ál, 11 lin, 12 sinu, 13
Spánn.
Lóðrétt: 1 kanil, 2 óráð, 3 pp, 4 rit-
inu, 5 skráðs, 7 úðinn, 9 alin, 12
leit.
Gengii
Gengisskráning 77 - 25. april 1988
Bandarikjadollar
Sterlingspund
Kanadadollar.
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Finnskt mark
Franskur franki
Belgiskur franki
Svissn. franki
Holl. gyllini
Vesturþýskt mark
ítölsk lira
Austurr. sch.
Portúg. escudo
Spanskur peseti
Japanskt yen
Kaup
38,780
72,926
31,443
6,0241
6,2878
6,5992
9.7120
6,8107
1,1069
27,9970
20,6414
23,1522
0,03113
3,2947
0,2832
0,3507
0,31040
Sala
38,900
73,151
31,540
6,0427
6,3073
6,6196
9,7420
6,8318
1,1103
28,0836
20,7053
23,2239
0,03123
3,3049
0,2840
0,3528
0,31136
Ljósvðfopunktar
RUV
StSS 2
Kl. 20.35. I skuggsjá.
Ingimar Ingimarsson (án
Ingva Hrafns) fjallar um hvort
íslenskir bankar taki áhættu
á alþjóða peningamarkaðn-
um. Þjóðin fær að spyrja sér-
fræðingana.
Bylgjan
Kl.12.10. Pétur Steinn stýrir
„menningarþætti".
Kl. 18.05. Denni dæma-
lausi. Ekki fréttir af mið-
stjórnarfundi Framsóknar-
flokksins.
• Rás 1
Kl. 10.30. Ég man þá tíð.
Hermann Ragnar þrætir fyrir
minnisleysi.