Alþýðublaðið - 17.06.1988, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 17.06.1988, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 17. júní 1988 AF REYKJAÆTT Nýlega er annaó bindi Reykjaættar komið út hjá Sögusteini-bókaforlagi. Áætl- aö er, aö alls verði bindin fimm talsins. Niójatal Reykjaættar hefur verið lengi í smíðum, en Áki Pétursson vann að undirbún- ingi verksins í mörg ár. Ekkja Áka, Kristín Grímsdóttir, og Þorsteinn Jónsson vinna nú að lokafrágangi verksins. Þriðja bindið kemur síðan út í september og siðustu tvö bindin næsta vor. Reykjaætt er rakin frá Eiríki Vigfússyni, f. 1757, d. 1839, bónda og dannebrogs- manni á Reykjum á Skeiðum, og konum hans Ingunni Eiríksdóttur, f. 1769, d. 1794. og Guðrúnu Kolbeinsdóttur, f. 1758, d. 1838. Niðjar þeirra eru rúmlega tíu þúsund í dag. Eirikur Vigfússon var fæddur á Reykjum á Skeið- um 15. júní 1757. Hann kvæntist 1790 Ingunni Eiríks- dóttur, f. 21. maí 1769, einu af tólf börnum Eiríks Jónssonar, sem Bolholtsætt er talin frá. Ingunn lést liðlega 24 ára, 5. jan. 1794. Þau eignuðust þrjú börn: a) Ingibjörgu, b) Katrínu og c) andvana son. Eirikur gekk síðan að eiga Guðrúnu, dóttur Kolbeins Þorsteins- sonar, latínuskálds og prests i Miðdal og konu hans Arn- dísar Jónsdóttur frá Gils- bakka í Hvítársíðu. Þau eign- uðust átta börn: d) Vigfús, e) Kolbein, f) Ingunni, g) Loft, h) Margréti (dó ung), i) Sigríði (dó ung), j) Hilaríus (dó ung- ur) og k) Eirík. Eiríkur bjó allan sinn bú- skap á Reykjum. Hann var dannebrogsmaður, hrepp- stjóri í 40 ár og sáttamaður i 30 ár. Eiríkur var forsöngvari í langa tíð og þótti framúrskar- andi söngmaður. „Hann var Daglega stígur fjöldi Kjörbókareigenda eitt þrep uppávið. Og fær milljónir í staðinn. Já, Kjörbókareigendur góðir og aðrir áhuga- menn um góða ávöxtun sparifjár. Þrepahækkun Kjörbókarinnar er komin til framkvæmda. Afturvirkir vextir eru reiknaðir á þær inn- stæður sem hafa legið óhreyfðar í 16 eða 24 mánuði. Þúsundir Kjörbókareigenda náðu 16 mánaða markinu í lok apríl og daglega bætastfleiri við sem fá reiknaða viðbótar- vexti á sínar innstæður. í desember mun fjöldi Kjörbókareigenda stíga annað þrep upp á við, - 24ra mánaða Kjörbókarþrepið. Og fá enn fleiri milljónir í staðinn. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Kjörbókin ber háa vexti auk verð- tryggingarákvæðis, verðlaunar þá sérstak- lega sem eiga lengi inni en er engu að síður algjörlega óbundin. Ársvextir á Kjörbók eru nú 36%, 16 mánaða vaxtaþrepið gefur37,4%, og 24 mánaða þrepið 38%. stórgáfaður og skemmtilegur, mætur maður, dugmikill, fá- máll en jafnan glaður." „Hann var einstaklega léttur í skapi, glaðlyndur og lipur í umgengni, tilfinningamaður mikill og búsýslumaður. Hann var athugull fróðleiks- maður og minnugur. Gerði hann mikið af að setja þá atburði í Ijóð er honum þótti einkum minnisverðir, enda skáld gott.“ Þórður dómstjóri Sveinbjarnarson sagði svo um Eirík: „Eiríkur talar ekki margt, en hvert orð hans veg- ur fjórðung." Sex, sjo og átta metra stangir á lager. • Úr „glass flber". • 6,7 og 8 metra á lager. • Allar festingar og fylgi- hlutir innifalið í verðinu. • Stenst ágang veðurs. • Fislétt. • Fellanleg. • Gyllt plexiglerkúla. • Snúningsfótur kemur í veg fyrir að fáninn snúist upp á stöngina. • Auðveld í uppsetningu. • Útvegum aðila til upp- setningar. • íslenski fáninn í öllum stærðum á lager. • Allir fylgihlutir eru fáan- legir stakir. Grandagarði 2, 101 Rvík. sími 28855.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.