Alþýðublaðið - 01.07.1988, Page 5

Alþýðublaðið - 01.07.1988, Page 5
Föstudagur 1. júlí 1988 5 Vestfart systurskip Miðvings við bryggju i Færeyjum. Floti Fœreyinga SÍFELLD ENDURNÝJUN Þaö er mikið rætt um að íslendingar fjárfesti mikið í nýjum fiskiskipum, en ef litið er á nýsmíðar fiskiskipa í ná- grannalöndunum er þvi alls ekki til að fara. Færeyingar halda sifellt áfram að endur- nýja fiskiskipaflota sinn og gildir einu hvort um er að ræða togara eða linubáta. Fyrir nokkru lauk skipa- smióastöðin i Vági i Fær- eyjum vió smiöi á 40.6 metra löngum linuveiðara, sem nefnist „Midvingur" og er eigandi bátsins Vörduklettur i Miðvogi. Miðvingur er tveggja þil- fara bátur og er sagður 380 rúmlestir. Aðalvélin er af Deutz gerð og er tengd Volda skrúfbúnaði. Rými er fyrir 21 manna áhöfn á Miðvingi, en gert er ráö fyrir að aflinn verði nýttur sem mest um borö. Þess má geta að Miðving- ur er systurskip Vestfart, sem Vága skipasmiðja lauk við smíði á síðasta ári. Helgu hleypt af stokk- unum Um siðustu helgi var hleypt af stokkunum i Noregi nýju fiskiskipi fyrir íslend- inga. Er það nýja Helgan og er skipið væntanlegt til landsins í september. Eigandi Helgu er Ingi- mundur hf. i Reykjavík. Helga er samskonar skip og Pétur Jónsson og Hákon, nema hvað Helga er nokkru styttri. Helga mun halda til loðnu- veiða við heimkonuna, en skipinu hefur þegar verið tryggður 36 til 38 þúsund tonna kvóti miðað við að heimilað verði að veiða í mill- jón tonn af loðnu á komandi loðnuvertið. Ekkert annað loðnuskip mun hafa jafn stór- an loðnukvóta og nýja Helga. Myndin sýnir Fugltúgvuna á sigl- ingu. FUGL- TÚGVAN Greiðslur almennings fyrir læknishjálp og lyf (skv. reglugerð útg. 22. júní 1988) 1. Greiðslur hjá heimilislÆkni og heilsugæslulækni 165 kr. — Fyrir viðtal á stofu læknis. Innifalin er ritun lyfseðils. 300 kr. — Fyrir vitjun læknis til sjúklings. Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling. um viðbótargjald, nema vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér. 2. Greiöslur fyrir serfræðilæknishjálp, rannsoknir og röntgengreiningu 550 kr. — Fyrir hverja komu til sérfræðings. 185 kr. — Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrstu 1 2 skiptin hjá sérfræðingi á hverju almanaksári, síðan ekkert. (Sjá nánar hér að neðan). Aldrei má krefja sjúkling um nema eina greiðslu fyrir hverja komu ásamt rannsókn/röntgengreiningu í fram- haldi af henni. Til nánari skýringar er eftirfarandi tafla: Skýringar: Taflan lesist frá vinstri til hægri og sýnir samskipti við a.m.k. tvo lækna. Dæmi 4: Sjúkl- ingur leitar til heimilislæknis og greiðir þar 165 kr. Heimilislæknir vísar síðan sjúklingi til sérfræð- ings, og þar greiðir sjúklingur 550 kr. Þessi sérfræðingur sendir sjúkling í röntgengreiningu, og þarf sjúklingur ekki að greiða sérstaklega fyrir hana, þar sem hún er í beinu framhaldi af komu til sérfræðings. Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir, og má læknir ekki krefja sjúkling um viðbótargjald, nema vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér. Allir eiga að fá kvittanir fyrir greiðslum sínum hjá sérfræðingum. Elli- og örorkulífeyrisþegar, sem leggja fram hjá sjúkrasamlagi sínu kvittun fyrir 1 2 greiðslum á sérfræði- læknishjálp á sama ári, fá skírteini, sem veitir þeim rétt á þessari þjónustu ókeypis það sem eftir er ársins. 3. Greiðslur fyrir lyí 440 kr. — Fyrir lyf greidd af sjúkrasamlagi. 140 kr. — Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrir lyf greidd af sjúkrasamlagi. Greiðslur almennings fyrir sérfræðilæknishjálp, nokkur dæmi. TAFLA Við segjum frá færeyskum línuveiðara á öðrum stað hér á siðunni og hér er sagt frá öðrum línuveiðara, sem Fær- eyingar hafa fengið, nefnist hann „Fugltúgvan“ og er gerður út frá Eidi. Fugltúgvan er 27.45 metrar að lengd og er smíðaður hjá Strandby Skibsværft í Dan- mörku. Báturinn er 164 rúm- lestir, búinn Callesen aðalvél, sem er 575 hestöfl og er ganghraðinn 11 sjómílur. I Fugltúgvunni er rými fyrir 16 manna áhöfn. Flest sigl- inga- og fiskileitartæki eru af Furuno gerö. Eitt gjald greiðist fyrir hvern 100 daga lyfjaskammt, eða brot úr honum. Gegn framvísun sérstaks lyfjaskírteinis T lyfjabúð fást ákveðinn lyf, við tilteknum langvarandi sjúkdómum, ókeypis. Læknar gefa vottorð til sjúkrasamlags í þeim tilvikum, sem réttur á skírteini kann að vera fyrir hendi. Greiðslur þessar gilda frá og með 1. júlí 1988. PJ| TRYGGINGASTOFNUN Ml RÍKISINS

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.