Alþýðublaðið - 01.07.1988, Page 8

Alþýðublaðið - 01.07.1988, Page 8
fimiiiiíifiiii) Föstudagur 1. júlí 1988 Fleiri kærur eru væntanlegar vegna fyrirhugaðs ráðhúss. Ráöhúsiö viö Tjörnina # STRIDINU EKK LOK D Kærum vegna ráðhússins er ekki lokið þrátt fyrir að félagsmálaráðherra hafi stad- fest byggingarleyfi þess. Ingi Gunnar Jóhannsson einn þeirra sem kærðu byggingar- leyfið segir aö framhald verði á málinu, stríðinu sé ekki lok- iö. Hann segist harma niður- stöðu ráðherra sem hann teiur ranga, og ráðherra hafi brugðist skyldu sinni sem æðsta yfirvald skipulags- mála. Bilageymsluhús sem stungið hefur verið upp á sé aðeins hugmynd, og því ekki hægt að heimila byggingu ráðhússins á þeim forsend- um. Svo virðist sem hægt sé að byggja heila hæð ofan á hús án þess að vera í sam- ræmi við skipulag. „Að sjálfsögðu hörmum við þessa afgreiðslu, að ráð- herra skuli ekki hafa tekið í taumána, þar sem öll vopn voru í hennar hendi, heldur kastar hún þein yfir til Davíðs og hann byrjar á því að slá hana utan undir i fjölmiðl- um“, segir Ingi Gunnar í sam- tali við Alþýðublaðið. Segir hann mat þeirra sem að kær- unni stóðu, vera það að ráð- herra komist að rangri niður- stöðu, endavíti hún borgaryf- irvöld fyrir að fara ekki í einu og öllu að lögum og reglu- gerðum. ,,Ef það er ekki ástæða til að nema úr gildi byggingarleyfi, þá veit ég ekki hvað lögin eru að tala um það yfirhöfuð. Ég hallast helst að þvi að þetta hafi verið prentvilla hjá henni, það hafi átt að nema það úr gildi." Benti Ingi Gunnar á, að mánuður sé eftir af kæru- fresti og víst sé að framhald verði á þessu máli, en ekki sé Ijóst í dag hvert það verði. „Okkur þykír ráðherra hafa brugðist skyldu sinni sem æðsta yfirvald skipulags- mála. Einni orrustu er lokið, en ekki stríðinu." Hann segir að það sé eins og félagsmálaráðherra noti þá hugmynd sem stungið hefur verið upp á varðandi bílageymsluhús, sem for- sendur fyrir því að haldið verði áfram með byggingu ráðhúss. „Það er ekki hægt að gefa grænt Ijós á áfram- hald á forsendum sem ekki er búið að samþykkja og hefur ekki fengið neina með- ferð í borgarkerfinu. Það á fyrst að huga að þeim vanda- málum sem bygging mun hafa í för með sér, og ef að lausnir fást ekki á þeim vandamálum, á ekki að byggja húsið. Það er ósköp einfalt." Ingi Gunnar segir að svo virðist sem menn geti hagað seglum eftirvindi í þessu landi. „Ef menn eru nógu frekir komast þeir upp meö hvað sem er gagnvart lögum virðist vera. Að Jóhanna nemurekki byggingarleyfið úr gildi á þeim forsendum sem eru í þessari kæru þýðir það, að hér með er lögð blessun yfir það að hús stækki og bólgni út um 28% að rúmmáli án þess að það skipti neinu máli, og hús hækki um eina hæö án þess að þaö skipti neinu máli, það er sú ályktun sem maður dregur af þessu. Þannig að nú getur hver og einn að því er virðist, byggt heila hæð ofan á hjá sér, án þess aö þurfa að vera í samræmi við skipulag," segir Ingi Gunnar Jóhannsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.