Alþýðublaðið - 16.07.1988, Page 3
Laugardagur 16. júlí 1988
JT--—r—,—h, I i.J J .
;3
FRÉTTIR
Jón Sigurðsson um deiluna um þjóðhagsspá
FULL STÓR ORÐ
HAFA FALLID
Jón Sigurösson viðskipta-
ráðherra telur aö of stór orö
hafi farið á miili fjármálaráð-
herra og Þjóðhagsstofnunar
vegna nýútkominnar þjóð-
hagsspár. Alvarlegast sé að
ríkisfjármál standi ekki eins
vel og til hafi staðið, hins
vegar hafi Þjóðhagsstofnun
hugsanlega gert fullmikið úr
því. Hann vildi ekki gera of
mikið úr þessu sem deilu-
máli.
Eins og kunnugt er, hefur
Jón Baldvin Hannibalsson
fjármálaráöherra gagnrýnt
tölur Þjóöhagsstofnunar um
stöðu ríkisfjármála í nýbirtri
þjóöhagsspá. Jón Sigurðs-
son viðskiptaráðherra sagði í
samtali við Alþýðublaðið að
erfitt væri að meta þróun rík-
isfjármála inni á árinu, og
fannst sem full stór orð
hefðu fallið af báðum aðilum
í þessu máli.
„Það sem er auðvitað
alvarlegt í málinu, er að okk-
ur hefur ekki tekist jafn vel
og við ætluðum okkur í þró-
Jón Sigurðsson: Erfitt að meta
þróun rikisfjármála á miðju ári
un ríkisfjármála, og ég veit
að Jón Baldvin hefur af því
áhyggjur. En hitt er svo ann-
að mál, að það kann að hafa
verið málað of sterkum litum,
og ef til vill ekki á réttum rök-
um reist í öllum greinum,
sem Þjóðhagsstofnun sagði
um þetta.“
Viðskiptaráðherra Síé'gði að
kjarni málsins væri, ao sínu
mati, sameiginlegar áhyggjur
fjármálaráðherra og Þjóð-
hagsstofnunar af því aö ríkis-
fjármálin séu veikari en vera
skyldi. „í því felst að minum
dómi engin gagnrýni á Jón
Baldvin, nema síður sé. Hann
hefur unnið það stórvirki við
endurskipulagningu tekju-
hliðar fjárlaganna, og er að
búa sig undir endurbætur í
útgjaldahliðinni líka. Ég vil
þess vegna ekki gera allt of
mikið úr þessu sem deilu-
máli,“ sagði Jón Sigurðsson
viðskiptaráðherra.
Afturvirk vaxtahækkun á 16 og 24 mánaða innstæður.
Engu að síður er Kjörbókin algjörlega óbundin.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Þessier
öðruvísi
enallir
hinir
Bónusreikningur gefur þér möguleika
sem ekki hafa þekkst áður á óbundnum
bankareikningi.
Þú f ærð hærri vexti
eftir því sem innstæðan vex. Vaxta-
þrepin eru 4 talsins: Að 50 þúsundum
kr., 50 - 200 þúsund kr., 200 - 500
þúsund kr. og upphæðir yfir 500
þúsund kr. Vextir umfram verðbólgu
fyrirhæsta þrepa.m.k. 7%.
Þú færð alltaf betri kjörin
þegar verðtryggð og óverðtryggð kjör
hvers vaxtaþreps eru borin saman á 6
mánaðafresti.
Peningarnir eru alltaf lausir
hvenær sem þú þarft að grípa til þeirra.
Kostnaði við úttekt er haldið í lágmarki,
en vexti má taka út kostnaðarlaust.
Ellilífeyrisþegar fá vexti 2. þreps
strax þó upphæðin sé undir þeim
mörkum, sama gildir um hluthafa
bankans.
Þú færð afslátt
hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum
með því að framvísa Bónuskorti sem
fylgir reikningnum. Auk þess færðu
möppu fyrir pappíra reikningsins o.fl.
©iðnaðarbankinn