Alþýðublaðið - 16.07.1988, Síða 8

Alþýðublaðið - 16.07.1988, Síða 8
8 Laugardagur 16. júlí 1988 Hver tryði því að leiktjöld vœru gerð niðri í iðrum jarðar undir Þjóðleikhúsinu, því nœst vœru þau söguð niður hœfilega til þess að koma þeim sína leið upp á loft svo að hœgt sé að mála þau — og síðan vœri þeim ekið niður á svið í hœj'ilegum skammti fyrir sýningu. Að lokinni sýningu vœru svo leiktjöldin söguð niður í trésmiðjunni, svo að hœgt sé að koma þeim á öskuhaugana út um allt of litlar dyr leikhússins. lega til þess að koma þeim sína leið upp á loft svo að hægt sé að mála þau — og síðan væri þeim ekiö niður á svið í hæfilegum skammti fyrir sýningu. Að lokinni sýn- ingu væru svo leiktjöldin sög- uð niður í trésmiöjunni, svo að hægt sé að koma þeim á öskuhaugana út um allt of litlar dyr leikhússins. Ef við fengjum stórar dyr á húsið og geymslu úti i bæ, gætum við skipulagt leikhús- ið allt öðruvísi og miklu bet- ur, og það væri hægt að hafa miklu fjölbreyttara leikritaval en nú er. Við gætum sýnt 12- 14 verkefni á stóra sviðinu í stað 7-8 núna. Ákveðið yrði fyrirfram hversu margar sýn- ingar yrðu á hverju verki. Við höfum legið undir ámæli fyrir að skipuleggja ekki nóg, og ég var einn gagnrýnenda áður en ég fór í þetta starf. En það er ákaf- lega erfitt að skipuleggja, þegar ekki er hægt að ráða við alla þætti, eins og það hvenær sýningu lýkur. I dag er reynt að teygja sýningu áfram, gangi hún vel, og möguleikar að geyma sýn- ingu eru óskaplega takmark- aðir. Velgengni eða litil gengni verks getur algjörlega raskaö áætlunum leikhúss- ins. Fjárhagslegar skuldbind- ingar fylgja hverju leikriti, en það er ekki gott að ryðja úr vegi sýningu, sem mikil að- sókn er að, en lenda svo kannski í óvæntri lægð með annað.“ — Togast á stolt hússins og rekstrarlegir vankantar, ef vel gengur? „Fjárhagurinn er þröngur, og ég tel að leikhúsinu beri skylda til að halda rekstri eins hagkvæmum og frekast er unnt.“ — Er ekki erfitt að sann- færa fjármálayfirvöld um að 12 sýningar á ári kosti ekki meira en 7-8 sýningar sem nú eru? „Það yrðu færri nýupp- færslur, en stofnkostnaður er mestur fyrir hverja sýningu. Þetta yrði ódýrara vegna færri nýrra verka.“ — Gengju þá sýningar i fleiri ár i staðinn? „Já.“ — En hvað kemur í veg fyrir að breytt sé? „Þetta mál er í athugun og hefur fengið mjög jákvæðar undirtektir hjá núverandi og fyrrverandi menntamálaráð- herra, og mér skilst að næsta stig sé að málið verði rætt í ríkisstjórn. Jafnframt þyrfti að endur- skoða allan rekstur leikhúss- ins í leiðinni." Til stendur að gera sam- tímis við Þjóðleikhúsið sjálft og breyta rekstri leikhússins. Húsið við Hverfisgötu þarfn- ast bráðrar viðgerðar, en að sögn Gisla Þjóðleikhússtjóra hefur Húsameistari ríkisins dæmt húsið að hluta sem fokhelt. Það mun kosta nokk- ur hundruð milljónir að lag- færa hió allra nauðsynleg- asta. LAGST UNDIR FELD — Menn lögðust undir feld í leikhúsinu i sumarbyrj- un. Hvað var rætt? „Þessi mál m.a. en allir þættir leikhússins lágu undir. Það er öllum Ijóst að það þarf að endurskoða alla þætti í rekstrinum. Og það á mörgum þáttum að taka. Það hafa oft heyrst gagnrýnis- raddir innan húss, en á síð- asta degi enduðu umræður í jákvæðum ábendingum.“ — Hvað hefur fólk einkum gagnrýnt? „Ýmsa þætti. Allar ráðstaf- anir stjórnar leikhúss eru náttúrlega gagnrýnisverðar. Hvers vegna er þetta stykki tekið umfram annað og þessi leikstjóri ráðinn en ekki hinn. Annað sem hefur verið gagnrýnt er hversu erfittt reynist að skipuleggja fram í tímann." — Ef þú litur til baka til leikársins, þá hefur sumt væntanlega lukkast og annað ekki. Heldurðu að umræðan jarði sum leikrit, sem ekki hljóta náð fyrir augum gagn- rýnenda? „Það er tvennt i þessu. Ef við litum á aðsóknina annars vegar, þá sjá 3500-4000 manns leikrit, sem talið er falla. Það eru fleiri áhorfend- uren hjá litlu leikhúsunum, þegar þau eru talin slá í gegn. Við skiptum verkum niður í flokka þegar velja á leikrit vetrarins, erlenda klassík, gömul íslensk verk og ný ís- lensk, en þau síðast töldu hafa algjöran forgang. Við teljum okkur hafa skyldur vítt og breitt. Varðandi verkefnaval í vet- ur völdum við heimsþekkt verk, sem slegið hafa í gegn annars staðar, sum tilheyra nýklassík eins og Rómulus mikli. Við vorum mjög ánægð og stolt með valið, þegar því var lokið hjá verkefnavals- nefnd. Hvort sú vinna, sem leik- stjóri og leikari leggja fram, fellur áhorfendum í geð, veit maður ekki fyrirfram, en ég tel að verkefni vetrarins hafi heppnast vel og gagnrýni hafi verið óbilgjörn. Það er ekki nýtt að gagn- rýni sé hörð, þegar söngleik- ur er á ferðinni. I vetur kom upp sá áróður að Vesaling- arnir séu einhver pakki, sem við höfum eftirapað, og ekki sé um sjálfstæða uppfærslu að ræða. Þetta var stimplað svo stíft inn i fólk og lesend- ur fjölmiðla að fólk trúði þessu. En þetta er rangt, okk- ar uppfærsla var sú fyrsta sem höfundar leyfðu. Venju- lega þegar Vesalingarnir eru settir upp í New York, Austur- ríki, Brasilíu eða hvar sem er, senda þeir 25 manna lið út- . lendinga sem sjá um alla þætti málsins. Hingað kom enginn. Við höfum ekki kopi- erað verkin. Umboðsmaður höfunda kom á sýninguna og varmjög hrifinn af uppfærsl- unni, en okkar lausnireru allt aörar en ( Lundúnum. Bara sviðið hér er fjórðungur af |0f i Lundúnum. Ég held að sýning eins og Vesalingarnir passi reyndar betur á litlu sviöi, þvi að allar áhrifamestu senurnar krefjast nálægðar. Ég var mjög ánægður með sýninguna og allir sem tóku þátt.“ ER ÞAÐ VÍRUS? — En hvað er það að þaö kemur eins og fastir liðir að gagnrýnendur hefla sér nær einróma yfir vissar sýningar. Þarf að taka eina sýningu fyrir? „Eg veit ekki hvað það er. Þetta hefur vafist fyrir manni áratugum saman, hvort það er einhver vírus, sem gengur, en ég er sammála þvi að þjóðleikhús á að vera undir vægðarlausri gagnrýni. Þjóð- in á heimtingu á þvi að grannt sé fylgst með því, sem er gert hér, en engu að síður tel ég að við séum með bestu listamenn okkar, bestu leikara landsins. Margar hugmyndir, sem fæðast hér, en ekki hægt að leiða fram hér, hafa oft litið dagsins Ijós hjá litlu leikhóp- unum.“ — Reynir Þjóöleikhúsið að gera nóg af því sem litlu leik- hóparnir framkvæma? „Við erum auðvitað að gera þetta á litla sviðinu, en mun- urinn er bara sá að sýni Þjóð- leikhúsið leikrit, kostar það toppsamninga við alla aðila, sem koma fram. Við getum viö ekki leyft okkur að gera það sama og litlu leikhóparn- ir, sem taka áhættuna og skipta á milli sín afgangin- um, ef einhver er, þegar upp er staðið. Þessa áhættu get- um við ekki tekið." FÓLKID ER LEIKHÚSIÐ — Eruð þið ekki feti á eftir Borgarleikhúsinu, sem reisir musteri inni í Kringlumýri, en þið meö næstum niðurbrotiö hús? „Við sitjum eftir, en við verðum að hafa í huga, að það er ekki spurt um bygg- ingu, þegar spurt er um leik- hús, heldur um fólkið. Fólkið i leikhúsinu er leikhúsið. Þjóöleikhúsið gæti verið hvar sem er til húsa. Það er samt sem áður þjóðleikhús. Auð- vitaö er Ijóst að umhverfið, sem er unnið i, verður að vera viðunandi, og sam- keppni Þjóðleikhússins við önnur leikhús gjörbreytist við Borgarleikhúsið. Eina svar okkar er betri listræn vinna og verkefni." — Er samvinnan við Óper- una, sem nú nýlega er komiö á, ný af nálinni? „Þaö vartalað um hana, þegar Óperan var stofnuð, en að þessu sinni er aðeins samvinna um tiltekið verk- efni, sem kom til af því að bæði húsin ætluðu sér að setja upp óperu á næsta ári. Við leikum í Gamla bíó á sama tíma og Óperan sýnir í Þjóðleikhúsinu." ÁHORFENDUR TÝNAST „Er ekki áhorfendahópur Þjóðleikhússins orðinn „pakkaleguF1?" „Hópurinn hefur breyst, en kjarninn, sem árvisst sækir leikhúsið, hefur stækkað mjög á síðustu 3-4 árum úr hálfu öðru þúsundi í hálft þriðja þúsund. Þetta er mjög ánægjuleg þróun. Annað, sem er merkjan- legt, er að aðsóknin er miklu meiri um helgar en áður. Þá er mikiö um það að starfsmannafélög og fyrir- tæki taka sig saman og fara í leikhúspakka, i mat fyrir sýn- ingu, fá desert í hléi og dansa að lokinni sýningu. Þetta er ánægjuleg þróun, og ásóknin í vetur hefur verið gífurleg." — En kemur unga fólkið i ieikhúsið? „Nei, og af því höfum við verulegar áhyggjur. Það er að myndast kynslóðabil. Eftir að bekkjarkerfið í framhalds- skólum leið að mestu undir lok, er það nánast liðin tíð að nemendur taki sig saman og fari i leikhús. Við höfum rætt mjög, hvernig snúa megi þessu við. Þetta fólk kemur kannski og sér barnaleikritin hjá okkur, en síðan týnist fólkið og kemur ekki i leik- hús fyrr en á miðjum aldri. Þetta er alvarleg og neikvæð þróun." — Eigum við langt i land með sjónvarpsleikhús? „Meðan ég var formaður ( félagi leikara var mikill hugur í aðstandendum sjónvarpsins að fastráða leikara. Viljann vantar ekki eða getuna en það vantar súrefnið sem er fjármagnið, því að við eigum sáralitla möguleika á að koma hluta verka okkar í sölu utan landsteinanna.“ — Er leikhúsið komið á annan stall en fyrir þrjátiu, fjörutiu árum? „Leiklistin hefur þróast gíf- urlega og er komin á mun hærri standard en víðast ann- ars staðar. Á leiklistarhátíð- inni í Helsingfors í vetur kom greinilega í Ijós af úrklippum blaða, að okkar leikrit, Dagur vonar og Bilaverkstæði Badda, voru á mun hærra plani en önnur verk þar. Leikhúsáhugi íslendinga er gifurlegur. Fyrir nokkrum ár- um komumst menn að því að aðsókn í leikhús hér væri 170% eða um 400 þúsund manns á ári, þegar allt er tal- ið, en Finnar, sem komast næst okkur, hafa65% þátt- töku.“ — Blessar þjóðin leikhús- ið sitt eða er hún yfirleitt til- búin að borga fyrir þessa menningu, sem hún greiddi með glöðu geði áður? „Ég tel svo vera. Þjóðinni finnst fjöður í hatti þjóðar og lands að reka menningu á borð við þá sem við eigum. Við eigum listasöfn, Þjóðleik- hús og synfóníuhljómsveit, og við rekum kraftmikið ríkis- útvarp. Eins og forseti islands hef- ur sagt; það sem selur ís- lenskan fisk er íslensk menn- ing. Og það hlær engin að þjóð sem á sér þjóðleikhús. Ég held að meginpartur þjóð- arinnar hafi þetta á tilfinning- unni og skilji þetta og vilji hafa kraftmikla menningu í landinu. Og telji þetta lífs- nauðsyn ekki síðuren gatna- kerfið. Það fjármagn, sem fer til leikhúsrekstrar á Islandi, er hlægilega litið. Þjóðleikhúsið hefur verið rekið með 65-70% framlagi. Ríkisreknu leikhús- in á Norðurlöndum hafa verið rekin með 85-95% framlög- um. “ — Endurspeglast þessi vilji fólks í gjörðum Alþingis og fjárveitingavalds? Er ekki dregið úr framlögum til leik- húsa? „Jú, það er gert, og auðvit- að endurspeglar Alþingi aldrei fullkomlega vilja almennings, vegna þess að það þarf að taka tillit til ýmissa þátta, sem fólk gerir sér kannski ekki grein fyrir á hverjum tima. Aðstæður í þjóðfélaginu breytast og það eru stjórnmálamennirnir sem hafa fingurinn á breytingunum. Þurfi að draga saman seglin verður menningin fyrst fyrir valinu, og við það þurfum við að berjast. Engu að síður efast ég ekki um skilning þeirra á málefnum leikhúss- ins, og nauðsyn þjóðarinnar aö menningin blómstri. Við sjáum rausnina i Borgarleik- húsinu, sem mér finnst end- urspegla eindreginn vilja ráöamanna, þegar fjármagn er fyrir hendi.“ — Það hefur verið gróska i þjóðfélaginu, en hefur rausn- in komið fram? Á ekki leik- hús þjóðarinnar að ganga fyrir? „Auðvitað er það mín skoð- un, og ég hef trú á að það verði tekið myndarlega á þessum málum á næstunni. Menntamálaráðherra hefur sagt; ekki fleiri nefndirfsem allar hafa komist að sömu niðurstöðu). Nú þarf að hefj- ast handa.“ — Þú vitnaðir áðan í Vig- disi forseta sem sagði að við seldum fiskinn með menn- ingunni. Hefurðu rætt þessa hluti viö framkvæmdastjóra LÍÚ? „Ég hef ekki rætt það beint þannig, en þar sem rætt er um Island, er íslensk menning rædd. Forseti vekur gífurlega athygli, er hann er á ferðalögum. Það þarf ekki að ræða um íslenskan fisk, því að hann er á borðunum. Þetta vekur gífurlega athygli á íslandi, sem gerir það að verkum, að fólk velur fremur íslenskt, sé um fleira að ræða.“ — En þiö eruð ekki jafn stór hagsmunahópur og fisk- sölumenn? „Ekki kannski í þeim skiln- ingi, en auðvitað höfum við sömu hagsmuna að gæta — að velferð þjóðfélagsins sé sem mest.“

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.