Alþýðublaðið - 05.08.1988, Síða 3

Alþýðublaðið - 05.08.1988, Síða 3
Föstudagur 5. ágúst 1988 3 FRÉTTIR Framkvœmdastjórn Landakotsspítala FJARFRAMLOG ORAUNHÆF segir Logi Guðbrandsson framkvœmdastjóri Landakotsspítala Óttar Möller fyrrv. forstjóri, Logi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landakotsspitala og Ólafur Örn Arnarson yfirlæknir spitalans. Framkvæmda- stjórnin gerði grein fyrir helstu athugasemdum sínum varðandi Landakotsskýrsluna á fréttamannafundi i gær. Framkvæmdastjórn Landa- kotsspítala hefur ýmislegt að athuga við gagnrýni þá sem ríkisendurskoðandi og Fjár- laga- og hagsýslustofnun hafa gert á rekstri sjúkra- hússins. Orsök rekstrarhalla spitalans telur stjórnin að sé fyrst og fremst sú að framlög á fjárlögum hafi ekki verið í samræmi við þá starfsemi sem ætlast hefur verið til af spítalanum. Þá telur stjórnin að helstu niðurstöður Fjár- laga- og hagsýslustofnunar varðandi skýrslu rikisendur- skoðanda eigi sér ekki stoð í veruleikanum. Á það sérstak- lega við um tölur varðandi rekstrarhalla spítalans sem séu mjög villandi og yfirlýs- ingar um að stjórnendur breyti áformum sinum ekki í samræmi við fjárlög. Fullyrð- ingar um taprekstur á hús- eignum spitalans segja þeir rangar, og einnig meintur halli á rekstri þvottahúss Landakotsspítala. Þá sé um rangfærslur að ræða varð- andi rekstur rannsóknarstofu spitalans og launatölur til yfirlæknis hennar. Einnig hafi starfsemi styrktarsjóðs Landakotsspítala verið gerð mjög tortryggileg í fjölmiðl- um að undanförnu. Þá gagnrýnir stjórnin einn- ig að trúnaðarskýrslum skyldi dreift til fjölmiðla án þess að hún fengi að koma athugasemdum sinum á framfæri. Framkvæmdastjórn Landa- kotsspítala sagði á frétta- mannafundi í gær aö nauö- synlegt sé að leiörétta stærstu missagnir varðandi rekstur spítalans. Helsta or- sök rekstrarhallans sé fólgin í því aö spítalinn hafi farið fram úr í launagreiðslum til starfsfólks og öörum rekstr- arkostnaði. Þarna sé einung- is um yfirvinnu að ræða en ekki föst laun, og stafi þeSsi halli af óraunhæfum fjárfram- lögum ríkisins til spítalans ef hann á að sinna þeirri starf- semi sem ætlast er til af honum. Allar aðrar sjúkra- stofnanir hafi einnig farið fram úr fjárlögum í þessum kostnaðarlið. Þá hafi Landa- kotsspitali sent heilbrigðis- ráðherra bréf í mars sl. þar sem segir að spítalinn standi frammi fyrir svo miklum fjár- hagsörðugleikum að Ijóst er að hann getur ekki haldið áfram óbreyttum rekstri án þess að úr veröi bætt. Nauð- synlegt sé því að hætta bráðavöktum á lyfjadeild og handlæknisdeild og taka úr rekstri tvær legudeildir ef ekki yrði úr bætt. Heilbrigðis- ráðherra svaraði því til að sþítalinn ætti að fresta öllum samdráttaraðgerðum á þjón- ustu sinni. Stjórnin telur kaup á hús- eignum sem styrktarsjóður spítalans hefur staðið fyrir á undanförnum árum og síðan leigt spítalanum undir starf- semi séu í alla staði mjög hagkvæm fyrir reksturinn. Húseignirnar munu ganga í eigu ríkisins er hann yfirtekur rekstur spítalans, og leiga húsnæðis gengur alveg upp í kaupverð, en spítalinn hefði annars þurft að leigja þetta húsnæöi út í bæ. Varðandi kaup á Marargötu 2 var hús- eignin keypt árið 1982 en Landakotsspítali komst ekki á fjárlög fyrr en árið 1983. Kaup hússins voru því í fyllsta máta lögleg því ekki þurfti að leita heimilda til kaupanna. Þá mun leigan af húsinu standa undir öllu kaupverði með lánum og vöxtum af þeim. Hefur spftal- inn reynt að eignast þau hús sem standa á lóðum í næsta nágrenni við hann til að eiga umráðarétt yfir þeim ef byggt verður við hann. Útreikningar Stefáns Ing- ólfssonar verkfræðings hjá Eignamati sf. á óhagkvæmni þvottahúss Landakotssþítala telur stjórnin að sé byggð á misskilningi sem auðvelt hafi verið að leiðrétta ef skýrslan hefði verið borin undir spítal- ann áður en hún var gerð opinber. Segja þeir rekstur- inn vera hagkvæman hvort sem miðað sé viö fyrri rekst- ur eða þvottahús Rikisspítal- anna. Varðandi rekstur á rann- sóknarstofu Landakots- spítala og launagreiðslur til yfirlæknis hennar hefur ríkis- endurskoðandi leiðrétt þann misskilning sem gætir í túlk- un Fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar. Spítalinn greiðir yfirlækninum aðeins föst laun en aðrar greiðslur koma frá Tryggingastofnun ríkisins samkvæmt samningum, og af þeim greiðir læknirinn samtals 74% til spítalans. Þessar greiðslur standa undir 84% af rekstrarkostnaði rannsóknarstofunnar og er þannig mjög hagstæður af spítalans hálfu. Töluverður kostnaður dregst síðan frá því sem læknirinn heldur eftir og reiknast því ekki sem laun til hans. Þá hefur starfsemi styrkt- arsjóös spítalans verið gerð tortryggileg. Styrktarsjóður- inn hefur tekjur sínar af fram- lögum lækna, gjöfum og sölu minningarkorta. Sjóðurinn hefur auk kaupa á fasteign- um gefið spítalanum rann- sóknatæki sem ekki hefur tekist að fá framlög fyrir á fjárlögum. Framlög á fjárlög- um til tækjakaupa og stofn- kostnaðar hafa engan veginn verið fullnægjandi til að spít- alinn geti starfrækt viðund- andi þjónustu. Styrktarsjóð- urinn var því stofnaður til að styrkja spítalann á þann hátt sem fært væri, og hefur spít- alinn ávallt skuldað sjóónum fé. Veröi sjóðurinn svo lagður niður munu eigur hans renna til spítalans og ríkisins, og hefur hann því alls ekki verið neinn baggi á spítalanum. Framkvæmdastjórn Landa- kotsspítala vildi þó ekki tjá sig hver framtíð spítalans yrði fyrr en hún hefði átt við- ræður við bæði fjármálaráð- herraog heilbrigðisráðherra, þar sem leiðréttar væru helstu missagnir í skýrslu- gerð ríkisendurskoðanda. Reykjavikurborg hefur látið rífa gamla Burfell við Skúlagötu en á þeirri lóð er fyrirhugað að byggt verði griöar- mikið hús fyrir bílageymslur og stór bygging með þjónustuíbúðum fyrir aldraða að sögn Gunngeirs Péturs- sonar, skrifstofustjóra Borgarverkfræðings. A-mynd/Róbert. Vöruskiptin við útlönd jan — apríl Vaxandi vöruinnflutningur í aprilmánuði voru fluttar út vörur fyrir 5.276 millj. kr og inn fyrir 3.958 millj. kr fob. Vöruskiptajöfnuðurinn i apríl var því hagstæður um 1.318 millj. kr en i apríl í fyrra var hann hagstæður um 2.308 millj. kr á föstu gengi. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 16.402 millj. kr og inn fyrir 16.779 millj. kr fob. Vöru- skiptajöfnuöurinn var á þess- um tíma því óhagstæður um 377 millj. kr en á sama tíma í fyrra var hann hagstæður um 948 millj. kr á sama gengi. Fyrstu fjóra mánuöi þessa árs var verðmæti vöruútflutn- ings 2% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávar- afurðir voru um 74% alls út- flutnings og voru um 2% minni að verðmæti en á sama tíma í fyrra. Útflutning- ur á áli var 16% meiri, og út- flutningur kísiljárns 9% minni en á sama tíma í fyrra. Útflutningsverömæti annarr- ar vöru var 21% meira fyrstu fjóra mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra reiknað á föstu gengi. Verðmæti vöruinnflutn- ingsins fyrstu fjóra mánuði ársins var 11% meira en á sama tíma í fyrra. Innflutn- ingur til álverksmiðjunnar var nokkru meiri en í fyrra og sama máli gegnir um olíuinn- flutning sem kemur á skýrsl- ur fyrstu fjóra mánuöi ársins. Innflutningur skipa var einnig , miklum mun meiri en I fyrra.. Innflutningur til stóriðju og olíuinnflutningur ásamt inn- flutningi skipa og flugvéla er jafnan breytilegur frá einu tfmabili til annars. Séu þessir liðir frátaldir reynist annar innflutningur (85% af heild- inni) hafa orðið um 8% meiri en í fyrra, reiknað á föstu gengi.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.