Tíminn - 14.11.1967, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.11.1967, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 14. nóvember 1967. TÍMINN s GamaSI sveitakarl skrifar: „Œíeiðraði Landfari. — Ég fann að máli kunningja minn hér um dagincn og fór að spyrj-a hann frétta, eins og gerist og geragur. Þá sagði hann mér þau undarlegu tíðindi, að hann hefði lesið það í blaði, að einhver óþekk-t kven- persóna (ihann mundi ekki nafnið á henni) hefði hlotið tugi þúsunda k'. styrk úr „Vísindasjóði“ til þess eT kanna lífssögu og aevistarf Guð mmdar Magnússonar (Jóns Trausta). Mér varð satt afe segja það á, að hlægja að þessu, og sagði eitthvað á þá leið, að það væri nú heidur seint að byrja á þessu nú, þagar flestir vœru komnir til feðra sinna, sem hefðu verið þess umkomnir að rækja þetta starf svo vel væri. Auðvitað væri hægt að notast við skráðar heimildir ,svo langt sem þær ná. En þær ná bara heldur skammt. Mestur fengur var að sjálfsögðu fólginn í því, að kynnast skáldinu sjálfu, svo og þekkja þær persónur, sem skáldið notaði sem fyrirmynd í sögur sín- ar. En sem betur fer hafa tveir menn tekið að sér, án nokkurra launa, að kanraa þetta mál ofan í kjölinn og unnið að því ósleitilega eftir því sem ég bezt veit. Benja mín Sigvaldason, rithöfundur, hef- ur um 50 ára bil unnið að rann sókn þessa máls, og Sigurður Sig urmundsson, bóndi í Hvítárholti sömuleiðis síðustu 25 árin. Hafa þeir, eftir því sem ég bezt veit, haft nokkra Samvinnu og borið saman bækur sínar og stutt hvor annan við þetta merkilega starf. Mér er kunhugt um það, að þeir félagar hafa unnið hér mikið starf og nytsamlegt. Sem dœmi get ég þess, að sá fyrrnefndi sagði mér það sjálfur, að það hefði tekið ■ hann 30 ár, að grafa það upp, (g hversvegna skáldið frar ekki beint til Seyðisfjarðar, þegar hann lagði | af stað að heiman 18 ára gamall, I staðráðinn í því að læra prentiðn hjá Skafta Jósefssyni. Nei, hann fór fyrst til Mjóafjarðar og var þar um sumarið. Þetta sagði hann að sér hefði verið ráðgáta, þar til hann fann lausnina eftir 30 ár. Hann lét þess getið, að þetta væri mjög þýðingarmikið atriði í sögu skáldsins, og að hann hefði verið mjög glaður er hann gat ráðið þessa gátu. Þess skal getið, að sá fyrrnefndi hefur birt á prenti dá- lítið brot af rannsóknum sínum. En sá síðarnefndi hefur komið fram í útvarpinu með ágæt erindi um þetta efni. Að mínu áliti ættu þessi rtveir menn miklu fremur skilið að fá greiðslu fyrir verk sín, en þessi óþekkta kven- persóna.“ Sjötugur í dag: SIGURÐUR SIGURÐSSON kennari á Núpum í Sjðtfu ára er í dag Sigurður Sig- urðsson á Núpum í Aðaldal, sem leragi var barnakénnari í Ljósa- vatnShreppi. Hann er fæddur í Yztahvammi í Aðaldal og Þing- eyingur í ættir fram. Heyrt hef ég sagt að Sigurður faðir hans hafi búið um skeið á þremur afskekkt ustu bæjum í Þingeyjarsýs'lu, sem nú eru allir löngu komnir í eyði: Þeystareykjum, Svíraadal og Hlíð arhaga. En í Þingeyjarsýslu voru raunir eragir bæir afskekktir í þá daga. Bœkurhar bárust um allt, og menningin lifði ems og heim iliseldurinn á hverju býli. Aðkom irin fræðimaður sem síðastliðið sumar kannaði bókasafn Bene- dikts frá Auðnum, mælti við mig á þessa leið: „Á dögum Benedikts var engin léleg bók keypt í bóka safn Þingeyinga." Sigurður kennari hefur að eðlis fari verið hógvær maður og hlé- drægur, en að því skapi bókhneigð ÞÓr Guðjónsson er fæddur í Reykjavík 14. nóvember 1917, en foreldrar hans voru Guðjón Guð- laugsson, trésmiður og bona hans Margrét Einarsdóttir, en þau voru ættuð úr Árnes- og Rangárvalla- sýslum. Þór var stúdent frá ur og námfús. Því brauzt hann í mikilli fátækt til Kennaraskól ans í Reykjavík og brautskráðist þaðan árið 1920. Ábrif þeirrar stofnunar háfa áreiðanlega átt mik inn þátt í að móta Sigurð og fall ið í einn farveg með eðlisfari hans.. Ég hef kynnzt ýmsum kenn urum á hans aldri, og þeir hafa átt margt sameiginlegt: Hógværð og auðmýkt hjartans, góðlátlega gam ansemi, rósemd og næstum óski'lj anlega skapstillingu. Fer ekki hjá því að þarna koma áð nokkru leyti fram áhrif KennaTaskólans og þá einkum þéss márins sem þár réð ríkjum, séra Magnúsar Helga sonar. Nú á dögum mundi ekki þykja björguleg sú aðstaða sem Sigurð ur átti við að búa á löngum kenn araferli. Hann var farkennari í strjálbýlii sveit, mátti axla bækur sínar og fátækleg kennslutæki, ganga bæja á milli, staldra nokkr Menntaskólanum í Reykjavik árið 1938. Hann stundaði síðar nám Washingtorabáskóla í Seattle á Vesturströnd Bandaríkjanna og naut hann þar handleiðslu hins heimskunna fiskifræðirags dr. Donaldson. Hefur prófessoTmn komið evisvar hingað til lands á seinni árum. Þór lauk magisters prófi í fiskifræði með vatnalíf- fræði sem sérgrein árið 1946. Það ár var hann skipaður veiðimála stjóri og hefur hann gegnt því starfi raær samfellt frá þeim tíma til þessa. Hann hefur farið margar ferðir á fundi og ráðstefnur er- lendis og árið 1960—61 dvaldist hann við Washingtonháskóla og kynnti sér nýjuragar í fiskeldi og fiskrækt. Þór hafði forgöngu um stofnun Laxeldisstöðvarinnar í Kollafirði og hefur verið stjórraarformaður hennar og framkvæmdastjórj frá upphafi. Þór er kvæntur Elsu E. Guðjóns son. safnverði og eiga þau þrjú börn. Aðaldal ar vikur á hverjum stað, kenna beimabörnum og fáeinum öðrum sem komin voru til dvalar eða gengu til skólans frá næstu bæj- um. Launin voru ekki heldur svo að af þeim yrði lifað og eftir að Sigurður stofnaði eigið heimili, var hann jafnframt vetrarstarfinu bóndi í bernskusveit sinni Aðal- dal. En farskólinn hans Sigurðar hafði líka sína kosti. Þar var að minnsta kosti ekki námsleiðinn eða námsþreytan, og gætu skóla yfirvöld nú á dögum máski ein- Hvern lærdóm af því dregið. Hér sbal ekki farið nánar í þá sálma, en ég vil aðeins nefna einn þátl frá skólakennslu Sigurðar, sein lýsir bæði manninum og því menntaumhverfi sem hann er úr vaxinn. Hann lét okkur læra kvæði sem við völdum sjálf, eftir ýmis skáld allt frá Jóni á Bægisá til Davíðs Stefánssoraar. Kvæðin fluttum við í kennslustundum, kennarinn ''skýrði þau og leiðrétti ef rangt var flutt, eins og siður er til. En það kom varla nokkurn tíma fyrir að hann bæði um að fá léða bók sem kvæðið var úr. Þó lærði ég sjálfur ýmis kvæði sem ekki eru vyð alfar-aleið, og svo var um önnur skólabörn Sigurðar. í þá daga fannst mér auðvitað eðli legt að kennarinn kynni þetta allt saman ,en nú er mér það að sama skapi gersamlega óskiljanlegt. Þó að ég lærði ekki nema lítið brot af hinum mikla kvæðasjó r«ULOFUNARHRINGAR pijói afgreiðsla Sendurrk gegn póstkröfi' GUÐM ÞORSTEINSSON gullsmiður. Bankastræti 12. Sigurðar kennara, þá varð það mér ágætt vegarnesti síðar, bœði í námi mínu og starfi. Og fleira höfum við nemendur hans að þakka, eins og að líkum lætur; þeim manni sem leiddi okkur fyrstu námssporin og kenndi okk ur að draga til stafs. En þó hygg ég að mest sé vert um það for dæmi sem hann veitti okkur með dagfári sínu og allri framkomu, með mildi sinni og manngæzku. rósemi og fullkominni sjálfstjórn. Þar höfum við ævarandi fyrir- mynd, takmark sem hægt er að keppa að, en ekki að sama skapi auðvelt að ná. Jónas Kristjánsson frá Fremstafelli ÓTTARYNGVASON héroðsdómslögmaður MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUHLÍÐ 1 • SÍMI 21296 FASTEIGNAVAL Hú» og Ibúðlr «U aOra hofl l iii ii u ” \ iii «n I!A|\ p iiiun vT uSÍl —^Jin ii « L——ítt /1 1- II éU SKOlavörðustig 3 A £1. hæð Sölusimi 22911 HUSEI txENDUR okkui annasi sölu a fast- signuin. yðai Árierzla Lögð á j goða fyrirgreiðslu Vinsamieg- ist riafii samband við skrif stoíri vura ef oej ætlið að seija eða kaupa Easteignir sem a\alii eru fyrir riendi i miklu úrval' hjá okkur ÍON ARNASON. ridi. Sölumaður fasteigna: Torf- Ásgeirsson. Fimmtugur í dag: Þór Guðjdnsson veiðimálastjóri iíitá Á VÍÐAVANGI Morgunblaðs-óp og Vísis-gelt f átta ár hefur Morgunblaðið staðið á orginu og prentað viku lega stórbrotna lýsingu sína á hinum „hroðalega“ viðskilnaði • vinstri stjórnarinnar. í þeirri lýsingu er það hápunkturinn, að ríkisstjórnin hafi í jólmán- uði 1958 setið á hamrabrún yfir hengiflugi, en þykk verð bólguský lokað öllu útsýni og engin leið verið til neina fram af brúninni. Þá. koni núverandi ríkisstjórn sem frelsandi eng- ill og tók við stjórntaumum. Og það er ekki dregið af í lýsingu á því, hvílíkt karlmennskuverk og hetjudáð það hafi verið að væðast kuldaúlpum og setjast á bjargbrúnina til þess að hefja björgunarstarfið. Það kom sér vel að Bjarni, Gylfi og Guð- mundur í. voru ekki lofthrædd ir og hvergi smeykir að sitja á snösinni, þar sem verðbólgu vindarnir æddu um þá. Fyrsta björgunarstarfið var í því fólgið að skíra barm hengi flugsins upp og kalla hann „Viðreisnarbjargið“. Næst var að leiða þjóðina upp á þetta „ofurháa fjall“ og heita henni gulli og grænum skógum, ef hún félli fram og tilbæði hina nýju herra. Verðbólga skyldi eyðast og hjaðna og verða úr sögu nema sem leiðinleg endur minning. Rottuholurnar skyldu tjaemdar og snauðir efnast. Gylfi og Guðmundur f. gengu bezt fram í því að ámæla fyrri samstarfsmönnuni í ríkisstjórn og hlífðu ekki sínum eigin bök um í því efni. Og nú var allt í einu risin mikil Viðreisnarhöll á bjarginu og þár settist sól aldrei, en fyrir fótum iá ódá- insak”r viðreisnarinnar. Þjóð félagið var orðið paradís á jörðu, þar sem jafnrétti og bræðralag ríkti. Þannig var sá draumur, sem þjóðinni var birtur. Myrkur um miðjan dag En margt hefur gerzt síðan þessa eftirminnilegu haustdaga 1958. Fiárlögin voru þá 850 millj. að upphæð, og að sjálf sögðu eru þau á hverjum tíma sá málstokkur, sem svnir efna hagsþróunina En hvað eru f jár lögin í dag eftir átta ára síjórn arsetu? Sólskinið er allt í einu horfið úr Viðreisnarhöllinni og komið myrkur um miðjan dag. Fjárlögin eru komin upp í 6200 milijónir. hafa nær átt- faldast —hafa sem sé verið margföldiið með æviárum þess arar ríkisstjórnar. Ef vinstri stjórnin hefur set ið á barmi hengiflugs haustið 1958, þá hlióta menn að spyrja nú, hvar þessi ríkisstjórn sé stödd. Sjömenningarnir eru ekki aðeins komnir fram af, heldur hafa þeir sveiflazt óra- vegu út í geiminn, svo að, lík- ingunni sé haldið, og hafa hvergi fótfestu. Nú væri þörí á, að þeir Eykon í Mbl. og Víglundur Mölier á Vísi reyndu að reikna út staðarákvörðun og átta sig á því, hvar Viðreisn arstjórnin er stödd í geimnum. Org Mbl. og gelt Vísis um hengif’"Tið haustið 1958 minn ir á ekkert fremur en snöru í hengds manns húsi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.