Tíminn - 14.11.1967, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.11.1967, Blaðsíða 14
14 ÞMÐJTJDAGUR 14. nóvember 1967. JUDO-námskeið fyrir byrjendur hefst 16. nóv. — Lýkur 18. des. n.k. Æfingar á mánudögum og fimmtudögum kl. 7,15 s.d. JUDO-FÉLAG REYKJAVÍKUR Kirkjusandi (hús Júpiters og Marz). EFNAHAGSAÐGERÐIR Framhals af bls. 1. Eigi skal greiða, tekju- skatt né tökjuútsvar af hækkun fjölskýldubóta sam kvæmt 2. málsgrein þessar- ar greinar". M leggur nefndin til að ákvæðið um farmiðaskutt- inn verði svohljóðandi: „Hver sá einstaklingur, sem fer frá íslandi til ann- arra landa, skal greiða gjald til ríkissjóðs, sem niefnist farmiðagjald, sam- kvæmt ákvæðum 21.—25. greinar. Undanþegnar gjaldskyldu eru lögskrá'ðar áhafnir skipa og lofitfara svo og börrt undir 7 ára aldri. Enn fremur erlendir ferðamenn og útlendingar við atvmnu- störf á ísLandi. Þó eru hin- ir síðarnefndu því aðeins undanþegnir gjaldskyldu, að dvalartími þeirra sé skemmri en eitt ár“ í nefndaráliti minnihluta fjárhagsnefndar, sem skip- aður er þeim Skúla Guð- mundssyni, L/úðvík Jósefs- syni og Vilhjiálm; Hjalmars syni, segir svo m.a.: , „í aithugaisemdum um I. kaflann er greint frá þvi, að sú lækkun á niðurgreiðsl um á vöruverði, sem þegai er frarn komin, og þær nýju álögur, sem ráðgerðar eru f frv„ muni valda um það bil 7.5% hækkun á núgild- andi vísitölu framfærslu- kostnaðar, og samkv frv, eiga menn ekki að íá þess- ar verðhækkanir bættar með uppbótum á laun. Síðustu vikurnar hefur ríkisstjórnin rætt við nefnd manna frá Alþýðusambanai íslands og B.S.R.B. um URA- OG SKARTGRIPAVERZL KORNELÍUS JÓNSSON 5KÓLAVÖRDUSTÍG o SÍMI: I8SU8 Auglýsið í Tímanum frumvarpið, í því skyni að reyna að niá samkomulagi við þau samtök um malið. Þær samkomilagstilraun ir hafa ekiki borið árangur, og launþegasamtökin hafa iýst mjög ákveðinni and- stöðu við kjaraskerðingar ákvæði frv. Hefur það engu breytt um afstöðu þeirra, þó að ríkisstjórnin haíi 1 hyggju að gera noikkra breytingm á frv. Meiri hl. fjárhagsnefnd- ar hefur ákveðið að mæla með samþykkt frv., en und- irritaður minni hl. nefndar innar telur, að með sam- þykkt þess sé stefnt í ó- færu, og leggur því tiil, að frumivarpið verði fellt. Minni hl. teilur, að hér þurfi að taka uipp ný vinnu- brögð. Byrja á því að gera sér grein fyrir stöðu »t- vinnuiveganna og lagfæra rekstrargrundvö<< þeirra. Það er eina leiðin til þess að tryggja næga atvinnu og landsmönnum lífvænlega af komu. í framhaldi af þeim lagfæringum ætti að mega vænta þess, að unnt yrði að ná samkomulagi við sitéttasamtökin um kjara- miáilin. í tíð núverandi ríkis- stjórnar hefur ýmstn hátt verið illa búið að at- vinniurekstrinum. Hag- stjórnaraðferðir liennar hafa reynzt mörgum þjóð- nýtum atvinniufyrÍL'ta'ki- um fjötur um fót. Hér rr miikil þörf breytinga ~>g nýrrar stefnu i atvinnu- og efnahagsmálum. En núverand' -vk- • fl<'v er ekki fær um að leysa þann vanua, seui .n, ■ a, fást, enda skortir hana vilja til að hverfa af þeir.'i braut sem hún hefur gengið. Ilún heldur dauðahaldi í þau úr. eltu ráð í efnahagsmálum, sem hún hefur beitt á ferli sínum á undanförnum ár- um, en þau hafa átt mik- inn þátt í að koma undir- stöðu,atvinnuvegunum i þá úlfakreppu, sem þe'i’ erú nú í. Stjórnina skortir líka traust þjóðarinnar til þess að standa fyrir máium. Hér þarf því að taka upp Faðir mlnn og tengdafaðir, Sigfinnur Sigtryggsson, andaðist að heimili okkar Barmahlið 46, 11. þ. m. Soffía Sigfinnsdóttir, Sigurður Skúlason. Eiginmaður minn og faðlr okkar Guðmundur Emksson, Berufirði andaðist að heimili sínu 9. nóvember. Marta Guðmundsdóttlr og dætur. Hjartkær eiginmaður minn, faðlr, tengdafaðír og afi, Einar Einarsson, Sperðli Vestur-Landeyjum, verður jarðsunginn frá Akureyjarkirkju fimmtuds'-'-n 16. þ. m. Athöfnin hefst að heimili hans kl. 1. Bílferð verður frá Umferða- miðstöðinni kl. 9 sama dag. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda Hólmfriður Jónsdóttir. TÍMINN_____________ nýja stjórnarstefnu, sem byggð sé á viðtæku sam- starfi stjórnmálaflokka og stétita, til þess að tryggja íslenzkri framileiðsiu starís- grundvöll og landsmö inum viðunandi lífsikjör. Samkvæmt framansögðu er það tilla-ga okkar, að frumivarpið verði fellt.“ AFSTAÐA ÍSLANDS Framhais at Ijis i Bergs, ritari flokksins, af hálfu AHþýðulbandalaasins Lúðivík Jósefsson og af hállfu Aliþýðu- floikkBÍn.s Gylfi Þ. Gíslason. Ég geri ráð fyrir, að við miunuxn hefja okkar störf alveg næstu daga, en Þórhallur Ásgeirsson ráðuneyitiisstjóri verður ritari þessarar nefndar. Gylfi tók það fram, að hing a® til hefði ekkert gerzt í þessu móli, og „aíllt það, sem skeður, mun gerast á vegum þessarair fjögurra mann.a nefndar. Við leggjum mikla áherzlu á j>áð, því að ef mögu- legt er, að orðið geti fjögurra flokka samstarf í þessu miáli, þá teljum við það æskilegt. Síðar munum við síðan auð- vitað ræða við hagsmiunasam- tökin. — Hvað gætuð þér ímyndað yður, að þessar viðrœður tækju langan tíma? —Það á ég mjög erfitt með að segja um, en ég er alveg sannfærður um það, að aillur veturinn fer í þetta. Við þurf- um allan veturinn til þess að undirbúa okkur, svo að ef af umsókn verður, þá myndi ég halda að hún kæmi í fyrsta lagi i vor. Gylfi sagði, að ef ákveðið yrði að sækja um aðild að EFTA, þá yrði það full aðilrl. Aftur á móti myndi fsland þurfa á aðlögunavtirn..' að halda. Jafnfraimt sagði harín, að ljóst væri, að ísleiidingar þyrftu alveg sérstsks samn inga við EFTA um aðild, þar sem við værum mun minni iðnaðarþjóð en aðrar aðildar bjióðir Við vðarr að fá viss friðindi fyrir helztu útflutn- ingsa ’ii’ — Telur ríkisstjórnin mjög brýnt að fsland gerðisl aðili að EFTA? — Já, við teljum það. og nú eru fleiri og fleiri hagsmuna- samtök, sem gera utn það á- lyktanir, að það megi ekk! lengur dragast að tcka af- st'öðu til þess Aðspurður, hvort nokkur tilgangur væri í að gani".i í EFTA, þar sem svo kynni að fara, að mörg EFTA-ríki gengu í Efnahagsbandaúag- ið, sagði Gylfi eftirfarandi: — Það r-eikna allir með því, að það (innganga EFTA-víkja í EBE) taki svo langan tima, að eftir því getum við ekki beðið. Ég held að alhr raun- sæir menn reikni með því, að Biretland og Norðurlöndin verði ekki komin í EBE fyrr en eftir 2—3 ár. Allt þetta er fuillkominni óvissu undirorpið — Hvernig hefur stjórnar- andstaðan tekið f þetta á frum- stigi málsins? — Á fundi, sem við áttum s.l. miðvikudag. og svo aftur 1 dag, þá vorum við alveg sam- niála um það, að þetta er geysiiega mikilvægt mál fyrir Isiand. sem nauðsynlegt er að leita einir 'av an-'i u Við etnrn alveg sammála um það. Hvort við verðum svo endanlega sammála um stefnu í málinu. það mun revn«'an og viðræðurnar leiða í ljós En okkur kemui aiveg «■...): um það, að leiðir okkar skuii ekki skilja. nema 'ní lAv'ns að viö vitum um hvað við er- um að deila. áem sagt ið reyna að finna sameiginlega lausn, en ef við finnum hana ekki, þá er það skylda ríkis- stjórnarinnar að fara sína leið. Um tengsl íslands við ,Efna hagsbandalagið sagði Gylfi m. a. eftirfarandi: — Við höfðum hugsað okk- ur. ef vjð verðum aðilar að EFTA — en um 40% af við- sikiptum okkar eru við pau lönd — að stinga upp á ein- hivers konar viðskiptaisamningi við EiBE sem t.d. veitti okkur toll’fríðindi gegn töllfríðind- um handa þeim. Gerðum sem sagt einhvers konar tollasamn ing við BBE um leið. en uirr' 20% viðskipta okkar er við EBE-ríkin. Gylfi skýrði frá fundi þeim, sem hann sótti, ásam.t við- skiptamiálaná'ðherrum ann- arra Norðurlanda, í Osló s.I. föstudag. Var þetta fundur Efnaliagismiálanefndar Norð- urlandaráðs, og rædd voru markaðsmiálin. Um þetta sagði hann m.a. — „Ég vil taka það alveg skýrt fram, að ég ræddi þarna ekki við nokkurn aðila um aðild íslands að EFTA. Engar viðræður við nokkurn eriendan aðila eru byrjaðar um málið. Ég veit ekkert hve nær pær verða teknar upp, það munum við ræða í fjög- urra manna nefndinni. Hann sagði, að sókn sumra Norð'Urlanda um aðilld að EBE yrði aðalmál næsta Norð- urlandaráiðsfundar, sem haid- inn verður í febrúar, og hefði nefndin verið að undirbúa þær viðræður. FARMANNAVERKFALLIÐ Framhald af bls. 16 ið þar sem síldarvinnslustöðvar eru í fullum gangi og síldar- skipaflotinn er mjög olíufrek ur. Þá er einnig salt og tunnu skortur víða á Austfjörðum, en ekki er kostur á að flytja neinn varning landleiðina til þess landshluta þar sem vegurinn um Möðrudalsörævi er lokaður vegna fannfergis. í kauptúnum fyrir austan er yfirieitt ekki til olíubirgðir néma til viku eða tíu daga. Á Vopnafirði eru ekki til nema tæpir 90 þúsund lítrar og end- jst það ekki nema fram í miðja næstu viku og verður þá olíu laust með öllu ef ekki rætist úr. Á Vopnafirði erii nær öll íbúðarhús olíukynnt og rafstöð in gengur fyrir dieselvélum og verði olíulaust stöðvast allir at vinnuvegir. í frystihúsinu er nú Uskur, sem nemur um 20 miMjónum króna að verðmæti. Á Reyðarfirði eru svo til engar olíuhirgðir. Hefur kom ið til tals þar að stöðva alla olíuafgreiðslu til báta og skipa og nota þær litlu birgðir sem til eru til húsakyndinga. Reyð firðingar fá rafmagn frá vatns aflsstöð og eru að því leyti ekki háðir olíl% Á Eskifirði eru ti'l talsverð ar birgðir af olíu en aftur á móti er mikil vöntun á tunn um og salti. Ein söltunarstöð hefur þegar orðið að hætta söltun af þessum sökum og aðrar stöðvar munu hætta á næstunni fái þær ekki tunnu og saltbirgðir. Á Neskaupstað er enginn hörgull á olíu né tunn um og salti eins og er. Á Vestfjörðum eru yfirleitt til olíubirgðir til 7—10 daga. Ef þær þrýtur, munu bátar og fisk iðjuver scöðvast, en einnig þar eru hýbýli víðast hituð upp með olíu. — Litlafellið er búið að liggja í algjöru reiðileysi fyrir utan Pat reksfjarðarkaupstað, og ástæðan er sú, að skipið er með benzín, gasolíur og fúel-olíu, — sagði HjÖrlui. — Af öryggisástæðum er ekki hægt að láta það fara inn i höfn með þennan varning. Við höfum beðið um, að fá að losa það fyrst eins og upphaflega var áformað, þ. e. í 10 höfnum kring um allt land, en því var hafnað. Þá var beðið um að fá að losa það á tveimur höfnum eða svo, til þess að koma birgðunum í land, svo að skipið gæti farið í verkfalls höfn hér í Reykjavík, en því var einnig neitað. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Samgöngumá'l’aráðuneytinu, hefur ráðuneytið „vegna yfirvofandi skorts á olíu til reksturs síldveiði- flotans og vinnslustöðva........... farið þess á leit við samninganefnd yfirmanna á far- skipum, að undanþága yrði veitt, í yfirstandandi verkfalli, á olíu flutningum vegna vinnslustöðva og síldiveiðLskipa.“ Munu vissar undanþágur hafa verið samþykkt ar í kvöld. Margir telja, að verkfaM þetta kunni að standa um nokkurn tíma — svo mikið be" á milli deiluaðila. Mun þetta bæði koma niður á út- flutningi og innflutningi. Mun þó væntanlega mest muna um útflutn inginn. Sem dœmi má nefna, að þau skip Skipadeildar SÍS, sem nú hafa orðið fyrir stöðvun eða trufiunum af verkfallinu, áttu að flytja út í nóvember mánuði ís- lenzkar vörur fyrir yfir 50 millj ónir króna. Önnur skipafélög g,eta sagt sömu sögu, og er hér því um gífurlegar upphæðir að ræða. VERKFALL FL'ami.aJo ai bls. 1. samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Eins og fram hefur komið áður hér í blaðinu, er það lág- markskrafa launþegasamtak- anna, að nýja vísitalan verði i beinum tengslum við þá gömlu, þannig að vísitala verði á laun óslitið. Þetta mun fela i sór nokkra kjaraskerðingu fyr - ir launþega, en ekki eins mikla og ráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar fela í sér. Er kannaður hafði verið vilji fundarmanna, en þeir voru um 50 talsins, var kjörin fimm manna nefnd. Skyldi hún ganga á fund rikisstjórnarínnar. og skýra henni frá afstöðu ráð- stefnunnar. Nefnd þessi mun væntanlega hafa rætt við ríkisstjórnina þeg ar fundur ráðstefnunnar hefst að nýju kl. 14 á morgun. Ef ríkisstjórnin fellst ekki á kröf- ur ráðstefnunnar, þá verður á morgun tekin ákvörðun um hvaða aðgerðir Alþýðusamband ið skuli beita sér fp-ir. Virðist Ijósl, að allsherjarvinnustöðv- unn er efst í hugum manna. SUNDHALLARBRUNINN Framhald af bls. 16 Skemmdir eru enn ekki full- kannaðar, en mesta tjónið varð á gufubaðstofunni, sem er gjör önýt, og á laugarsalnum, sem er mjög illa farinn. Þakið er mjög brunnið, loftræstikerfið ónýtc, og auk þess urðu skemmdir vegna sprengingar- innar. Talið er, að viðgerðin taki að minnsta kosti tvo mán- uði. Og er bruninn mjög baga legur fyrir Keflavík og allt nágrenni, þar sem öll sund- kennsia hefur farið fram þarna og íþróttafélögin a'hfa haft æf- íngar í sundíhöllinni. BIKSTEINN Framhald af bls. 16 sunnudag. Veður var slæmt í Loð- mundarfirði, og fóru Þorleifur og fylgdarmenn hans ekki í land fyrr en snemma . morgun, en leið- sögumaðux Þorleifs var Sigurð- ur S'efánsson hreppstjóri í Stakka hlið í Loðmundarfirði. Tóku þeir eins og fyrr segir 50 kg. prufur, sem þeii höfðu á brott með sér, og komu aftur til Seyðisfjarðar um 3 leytið í dag. Verða biksteins prúfurnar nú rannsakaðar á næst unni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.