Tíminn - 18.11.1967, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.11.1967, Blaðsíða 14
FÖ.3TUDAGUR 18. nóvember 1967 u 26-51968 JÓLATRÉN Framhals af bls. 1. uxn stungið i gegn um sér- sta!ka trekt, eftir að kaupand inn er búinn að velja sér tré, Og út úr trektinni kemur það klætt neti, sem ekki á að taka utan af fyrr en búið er að koma því fyrir á fætinum inn í stofu. Kemur netið í veg fyr ir, að greinar brotni af trénu, eða það rekist í, þegar veritj er að koma því fyrir í stofunni. VtNNUVEITENDUR Framhald af bls. 16. verkalýðshreyfingarinnar íhefur framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands ís- lands „ákveðið að boða til náðstefnu til að ræða hin nýju vdðhorf, sem skapazt hafa vegna samþykktar Al- þýðusambands íslands 14. þ. m., þar sem hvatt er til allsherjarverkfalls í landinu 1. desember n.k., „að því er segir í fréttatiTkynningu frá Vinnuveitendasambandinu. Síðan segir í tilkynning- unni, að „til fundarins verða boðaðir þeir, sem sæti eiga í aðalstjórn Vinnuveitenda- sambandsins, en hún er skip uð 38 mönnum, og auk þess stjórnir allra deilda sam- bandsins, sem eru 18 tals- ins, þar af 10 utan Reykja- víkur. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 21. nóv. kl. 2,00 e.h. í Átthaga sal Hótel Sögu“. DEBRAY Framhald ai bls. 1. væri sekur um þátttöku í morð um og ránum og hefði dómur inn mótast af stjórnmálaskoðun um dómenda, en ekki landslög um. Herrétturinn sagði að þeir Debray og Bustos hefðu verið aðalskipulagningamenn skæru liðaflokksins og hefðu stjórnað árásarferðum hans, en flokkur inn gerði hersveitum stjórnar iinnar tvisvar sinnum fyrirsát og felldi allmarga þeirra. Segja verjendur þeirra félaga að árás ir.af þessu taki flokkist undir slyrjaldarrekstur, en ekki morð. í aprílmánuði síðastliðn um gerðu stjórnarhermenn á- rásir á bækistöðvar flokksins og voru þá þeir Debray og Bust og handteknir ásamt nokkrum öðrum. í róttarhöldunum, sem hafa nú staðið yfir í margar vikur, héldu ákænendur því ekki fram að þeir félagar hefðu tekið beinan þátt í árásunum, en að þeir hefðu hins vegar tekið þátt í daglegu starfi skæruliðanna og staðið vörð og flaira. í réttínum var brot úr dagbók þeirri, sem sagt er að tekin hafi verið af Guevara dauð- um, lesið upp. Þar mátti skilja það, að Debray hefði fengið það hlutverk með höndum að afla skæruliðahreyfingunni stuðningsmanna og ijármagns í Evrópu. Svo og mátti skilja það af dagfoókarbrotínu, að Bustos hefði átt að skipuleggja bækistöðvar skæruliða í nyrzta hluta Argentínu, skammt sunn- an bólivísku landamæranna, og skyldi þeirn fiokki beint gegn hermönnum Bólivíustjórnar. Úr dagbók Chés „Einangrun okkar er algjör. Bændurnir hreyfast ekki. Gagn teknir ótta. Stuðningur þeirra kemur síðar.“ — Þannig lýsir „Ohé“ Guevara, byltingaleiffitog in,n, sem skotinn var í Bolivíu, ástandi skæruliða sinna í Boli víu skömmu fyrir dauða sinn. Þessi tílvitnun er úr dagbók Ohé, rituð 19. apríl Síðastliðinn. Var hún í þeim kafla úr dagbók- inni, sem yfirvöld í Bólivíu lásu upp í lok réttarhaldanna yfir Régis Debray og fimm amnarra manna vegna meintra tengsla þeirra við skæruliða Ohés. Hér á eftír fara nokkrir kaflar úr dagbókinni, eins og þeir voru lesnir upp af yfirvöldum í Bólivíu. Innan sviga eru skýringar við orð Chés. 20. marz: — „Þeir komu með skilafooð frá Maroos (leiðtoga fram sveitarinnar). Grunur Benignos (kúfoanskur skæruliði) er stað- festur. Herinn, um 60 menn, sæk ir fram eftir Vallegrande-vegi.' í búðunum fann ég Danton (Debr- ay) og Pelado (Roberto Bustos, argentískur listamaður og vinitr Debrays) og Tania (skæruliða- nafn Laura Guttierez, argentínskr ar konu, er var mieð skæruliðum, en féll síðar). Ilér ríkir andi ó- kyrrðar, skipulagsleysis. Talaði við E1 Ohino (skæruliði). Hann vill fá 5.000 dollara á mánuði fyrir 10 mánuði. 21. marz — Frakkinn flutti frétt ir, er við vissum þegar, af Monge, Kolla og Simon Reyes (þrír leið- togar kommúnistaflokks Bolivíu, hlynintur Sovétríkjujnum). Hann vill taka höndum saman við okk ur. Ég bað hann að fara og skipu leggja hjálparsamtök í Frakklandi, en þangað gæti hann farið um Havana. Hann vill kvænast stúlk unni sinni og eignast son. Hef fengið peninga — 1.500 doll ara — frá Loyola Guzman (kona í La Paz, nú í haldi). E1 Ohino foefur þegar fengið 25.000 dollara. Það, sem eftir er peninganna, er í La Paz. 25. marz. — Gaf Frakkanum langa skýrslu urn ástandið. Við ákváðum að kalla hreyfinguna „Þjóðfrelsisfylkingu Bólirviu“. 27. marz. — Fréttirnar (um launsátrið í Nancahuazu 23. marz) koma í útvarpinu. Þeir segja að við höíurn misst 15 menn. Svo virð ist, sem þeir viti hver Tania er. Þannig hefur fimm ára starf orðið að engu. Þeir tala eiinnig um, að tveir skæruliðar hafi flúið (Barr era og Vincente Rocavado, tveir bolivískir vinir Debrays). 28. marz. — (Við) erum um- kringdir af 2000 hermönnum, flug vélum, napalm-sprengjum. Rauða kross-foíll er kominn í fylgd með hermönnum. Við hleypum þeim framhjá. Þeir segja, að þeir muni koma aftur á morgun til að taka upp líkin sjö (hermennirnir, sem féllu í launsátrinu í Nancahuazu). Þeir ætla að brenna þau. Frakk inn leggur allt of mikla ánerzlu á þýðingu sína erlendis. 3. apríl. — Tala við E1 Pelado og Dahton. Gaf þeim þrjá kosti. í fyrsta lagi að halda áfram hjá okk ur. í öðru lagi að fara burt ein- ir. í þriðja lagi, að taka Gutierrez (borg) og vera skildir eftir þar. Þeir velja þriðja kostinn. Við höld um af stað kl. 3.30. Fðrum fram hjá stað launsátursins, sjáum sjö lík. Hrægammamir hafa unnið starf sitt sanwizkusamlega. 1. april. — Hóf fræðslu um bók Dantons. 14. apríl. — Ritaði skilaboð til Manila (óþekkt kona), sem Dant pn muin taka með sér. 18. apríl. — Átti fund með blaða manninum Roth. Skjöl hans eru í lagi en eitthvað er grunsamlegt. 19. apríl. — Danton, Carlos (ann að nafn Bustos) og Reth fara. Danton lagði til við Roth, til að sýna að hann treysti honum, að hann yrði leiðsögumaður þeirra út úr héraðinu. Carlos féllst á það, dræmlega. Ég þvæ hendur mínar af þessu máli. Þeir fóru í átt til Mayupampa. í dagbölunni var ritað yfirlit yfir hvéirn mánuð og ' á þessum tíma stendur þar m. a.: — Allt gengur eðlilega, nema hvað við misstum tvo okkar beztu manna, Rolando og Rubio. Ég ætlaði að gera Rufoio (hann féll 10. apríl við Iripiiti) yfirmann 2. víglinunnar. Þetta er mikið áfall. Eftir að grein min hefur verið birt í Havana, getur ekki lengur leikið á því nokkur vafi, að ég er í Bolivíu. Bandaríkjamenn eru þegar farnir að senda þyrlur og „Green Berets“ (sénþjálfað lið í hernum), en ég hef ekki enn séð þá síðarnefndu. SÝNING Framhald af bls. 3. lendiis og erlendis. Bókin er nú nær ófáanleg. — Kristján, hvernig fer það saman að vcna önnum kafinn í við- skiptalífinu og leggja stund á mál aralist? — Það samræmist ágætlega. Myndlistin er góð hvíld frá erli og önn dagsins. — Hvenær ég hef tí-ma til að mála? Undanfarin ár hef ég gert mér þaið að reglu að fara á fætur í býti á sunnudagsmorgnum og mála fram að hádegi. Á þessum tima sefur borgin, ekkert truflar. Þegar þetta er gert árum saman verður þetta dágóður tími, sem vinnst. —; Hvað ég mála? Jú, andlit landisins og fólksins. Miálverkasýning Kristjáns Frið- rikssonar verður opnuð almenn- ingi á morgun, laugardag, kl. 4. Myndirnar eru flestar til sölu. RÍFA HÚS VIÐ HVERFISG. Framhals af bls i bráöan bug að málinu ef þessum aögciðum á að verða lokið fyrir Hdag. Akbraut Hverfisgötu er nu sjö og hálfur meter á breidd, en verður 9 m. eftir breikkun. SÍLDIN Framhald af bls 3. siid á svæðinu 70—90 sjómílur suöaustur af Dalatanga. Á fimmtu dag og föstudag var veður sæmi- legl, og fengu þá mörg skip góð- an afla á þessum slóðum. Aðfara 'nót’ láugardagis hvessti aftur og hefur varla verið veiðiveð- ur siðan. í vikunni var landað 7.186 lest- um. Saltað var í 22.328 tunnur. 276 lestir frystar og 3.650 lestir föru í bræðslu. í vikunni vár Iandað 4.137 lestum sem veiddust fynr sunnan og suðvestan land. BÆNDAHÁSKÓLI Framnald ai bls. 3 til, sem fólagsskapur, en hann er staðreynd engu að síður, heldur sína fjölmennu fundi oft hálfs mámaðaríega á vetrum, og þessir fundir eru einskonar búnaðarhá- skóli eyfirzkra bænda, oftast mjög fróðlegir, og efast ég um meiri árajjgffi1^,., fnargra háskólafyrir- lestr^'íbuiví^inÖ^'m., í ifiþþihafismerin bændaklúfofos- fundanna voru þeir Arnór Sigiur- jónsson, þá kennari við gagn- fræðaskóla Akureyrar og Jón Guðmann bóndi á Skarði við Ak- ureyri. Þeir sátu eitt sinn yfir kaffifoolla og hugleiddu þá, að gaman væri að ræða við ýmsa fyrrverandi bœndur á Akureyri um ýmsa þætti búskapar til fróð- leiks og skemmtunar. Þetta varð uppiiaf smáfunda, þar sem menn skiptust á skoðunum. o: sjgðu frá. Brátt fréttirt v>-t’ • ''t nm sveitn, og einn og einn bóndi fór að blanda geði við þessa menn í bænum. Þetta var upphaf hinna miörgu og oft geysifjalmennu funda, sem síðan hafa verið haildnir margir á hverjum vetri í bráðum 20 ár. Fyrsti fundurinn, sem var með einhverju fundar- sniði eins oig kallað er, þ.e. þar sem einn hafði framsögu um á- kveðið má.1, fjallaði um efnið: Að búa sér til skemmtunar. Fram sögumaður var Arnór Sigurjóns- son og tók Helga Kristjánsdóttir kona hans þátt í umræðum og er þetta minnisstæður fundur. * Smiáim saman urðu fuindirnir fjölmennari, og voru þá tekin upp venjuleg fundarsköp, þar seni ræðumaður reis úr sæti og fundi stjór.nað eftir venjum á mannfiundum. _Er Arnór flutti úr bænum tók Ármann Dalimanns- son að sé’r að hafa forystu í þess- um málurn, en hann var formað- ur Jarðræktarfélags Afcureyrar, en með honum í stjórn í því féiagi voru Jónas Kristjánsson og Guðmann á Skarði. Til þessa stanfs voru þeir að sjálfsögðu umboðsmenn, því eng- inn hafði kosið þá, en þeir tóku það að sér og þróun málanna hélt áfram. Fvrir noikkrnm árum komu fram óskir um það, að Búnaðarfélag Eyjafjarðar tæki að sér bændaklúfobsfundina og hefur -það gept það sídan. Og eignaðiist þessi eimkennilega starfsemi þá viðurkennda fóstru í fyrsta sinn. Stundum eru bændaklúbbs- fundirnir haldnir út um sveitir, en oftar þó á Hótel KEA, Ætl- azt er til, að fundarmenn drekki kaffi og borgi það, og er þar um leið greidd húsaleigain og þar með eru fjárreiðurnar upp taldar, Á mánudaginn verður fyrsti bændaklúfobsíunöur vetrarins haldinn á Hótel KEA og verður Ólafur E. Stefánsson ráðunautur frummælandi og talar um naut- griparæktiina, — undirstöðuat- vinnuveg eyfirzkra bænda. Undanfarna daga hafa farið fram í Reykjavík viðræður um kaup á oliuvörum frá Sovétríkjun um árið 1968 í samræmi við við skiptasamning milli íslands og Sovétríkjanna frá 1965. Af hálfu Sovétríkjanna tóku þátt í viðræðunum þeir A. Tjunis forstjóri V.O. Sojuznefteexport, A. Gratdhev, verzlunarfulltrúi og G. Galutva, aðstoðarmaður hams. Viðræður af hálfu íslendinga önnuðust Dr. Oddur Guðjónsson, viðskiptaráðunautur ríkisstjórnar innar, forstjórar oliufélaganna, þeir Hallgrímur Fr. Hallgrímssun Vilihjálmur Jónssom og Önundur Ásgeirsson, ásamt þeim Indriða Páissyni, Erni Guðmundssyni og Árna Þorsteinssyni svo og Valgeir Ársælsson, fulltrúi í viðskiptaráðu neytinu. Samningar hafa nú tekizt og er magn það, sem sairnið var um kaup árið 1968, sem hér segir: 235.000 tonn af gasolíu, 50.000 tonn af benzíni og 11.000 tonn af fuelolíu, með heimild kaupanda til að minnka eða auka umsamið magn um 10%. Verðmæti um samims vörumagns er áætlað 400 —450 milljónir ísl. króna. Samningur var undirritaður í dag og gerðu það af hálfu Sovét ríkjanna A. Tjunis, forstjóri og af hálfu viðskiptaráðuneytisins dr. Oddur Guðjónsson, viðskiptaráðu nautur. Viðræður þesar fóru fram með vinsemd og gagnkvæmum skiln- ingi. Viðskiptamálaráðuneytið, 3. nóvemfoer 1967. Innllaguitu þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur sam- úð Ofl vináttu vlð andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Jónínu Þorbjargar Erlendsdóttur frá Kirkjubóli, Stöðvarflrði. Ásta Jónsdóttir, Egill Slgurðsson, Björn Jónsson, Borghild Jónsson, Sigríður Sigfinnsdóttir og barnabörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.