Tíminn - 30.11.1967, Side 1
Auglýsing í TÍMANUM
keœur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
<?
mmmm
274. tbl. — Fimmtudagur 30 nóv. 1967. — 51. árg.
Gerist áskrifendur að
rtMANUM
Hringið í síma 12323
Ólafur Jóhannesson, varaformaður Framsóknarfl. í útvarpsumræðunum:
Gengisf elling nær ekki til-
gangi að óbreyttri stef nu
Ólafur Jóhannesson
VERÐI EKKI BREYTT UM STEFNU, MUN
SÆKJA í SAMA FARIÐ AFTUR, ÞVÍ ÞESSI
STEFNA HEFUR LEITT TIL ÞRIGGJA GENGIS
FELLINGA, ÞRÁTT FYRIR HAGSTÆÐUSTU
SKILYRÐI.
TK-Reykjavík, miðvikudag.
í útvarpsumræðunum í gærkvoldi sagði Ólafur Jóhannes-
son, varaformaður FramsóknarflokKsins, m.a., að fram hjá
joví yrði ekki með neinu móti komizt að sú stórfellda gengis-
lækkun, sem hér hefði verið gerð. væri í æpandi ósamræmi
við allan málflutning stjórnarflokkanna í síðustu kosningum
og yfirlýsingar ráðherra að undanfömu. Þess vegna eru engar
líkur til, að stjórnin hafi meirihluta þjóðarinnar á bak við
sig í dag. Þess vegna ætti hún að segja af sér, eða leita þegar
í stað eftir nýju umboði frá kjósendum. Litlar [íkur væru
sjálfsagt á að stjórnin gerði það. Hún myndi reyna að sitja
og hver veit nema við eigum eftir að lesa það í stjórnai^laðs-
leiðara á næstunni, að það sé skylda ráðherra að segja þjóð-
inni ósatt, ef það sé gert til að tryggja áframhaldandi setu
þeirra í ráðherrastólum.
í ú tv a rpsu'mræðun u m í gær-
kveldi rakti Ólafur Jóhannesson,
hvernig röng stjórnarstefna hefði
leitt til sífellt meiri ófarn aðar í
efnahagsmáluim og benti rækilega
á þann blekkingaiveg, seoi ríkis-
stiörn arfl okkarnir hefðu spunn-
ið fyrir síðustu kosningar m.a.
með verðstöðvunaryíxilunum. sem
þjóðin átti að greiða eftár að
kosningarnar voru lufckulega af-
staðnar. Ólafur benti á afleiðirg-
ar þess stjórnleysis og óstiórnar
sem ríkt hafði í höfuðþáttum efna
hags- og atvinnulífsins og h/ern-
ig það hefði leitt tffl síendurtekn-
ingar vandræða á mestu uppgripa
támahiili þjóðarinnar.
í niðurlagi ræðu sinnar sagði
Ólafur Jónsson m.a. um áscæð
urnar fyrir því að vantraustið
væri flutt:
ÞRJU RIKI
GEGN DE
GAULLE
NTB—Haag, miðvikudag.
Þrjú aðildarríki Efnahagsbanda
lags Evrópu, Belgia, Holland og
Luxemborg, lýstu því yfir í dag,
að þau hyggðust halda áfram
samningaumleitunum um aðild
Breta að bandalaginu í blóra við
þá yfirlýsingu De Gaulles á blaða
mannafundi í fyrradag að slíkt
kæmi ekki til greina.
Utanríkisráðherra Hollands,
Joseph Luns, lýsti þessu yfir að
afloknum fundi utanríkisráðherra
Framhald á 14. síðu
Charles de Gaulle
„Kjarni þeesa máls er þó sá, og
það er höfuðástæðan frá minni
hendi fyrir þessari vantrausttil-
lögu, að ekkert liggur fyrir um
það, að stjórniin ætli að skipta
um stefnu. En þessi ríikisstjórn
hefur tvisvar áður iefflt gengi
krónunnar. Hvernig hafa þær
gengisfeiiingar reynzt. Því hefur
reynslan svarað. Þær hafa runnið
út í sandinn, og þær hafa vissu-
lega skapað fleiri og stærri vanda
mái en þær hafa leyst. Þær hafa
ekki leitt til þess, að atvinnuveg-
irnir kæmust á traustan og heil-
brigðan grundvöli. Verðbólgan
hefur ekki verið stöðvuð heldur
hefur hún margnazt við hverja
gengisfeilingu. Gengislækkan-
irnar hafa reynzt henni sannkaill-
aður fjörgjafi.
Framihald á bls. 3.
Skiptir McNamara um stól í Washington og fer
UR LANDVÖRNf
ALÞJÓDABANKA?
NTB-Washington, miðvikudag.
Talsmaður Hvíta Hússins lýsti
því yfir í dag að það væri upp-
spuni einn að McNamara, vamar-
málaráðherra Bandaríkjanna
kynni að láta af embætti, sakir
ágreinings við Johnson forseta um
rekstur Vietnanjstyrjaldarinnar.
Enn hefur því ekki veríð lýst
opinberlega yfir að McNamara
muni láta af embætti sínu og taka
við stöðu framkvæmdastjóra Al-
þjóðabankans, en það er þó talið
fullvíst. Vitað er, að hann hcfur
verið timefndur, sem einn þeirra
sem til greina koma í það embætti.
Stjórn Aliþjóðabankans Kom
saman til fundar í Washington í
kvöid, en ekki var enn ljóst þegar
síðast fréttisx hivort ákvörðun um,
hver taki við framkvæmdastjóra-
embættinu, verði tekin í kvöld.
Framkvæmdastjóri Alþjóðabank-
ans, sem nú lætur af störfum, er
Bandaríkjamaðurinn George
Woods. í Washington eru stjórn
málasérfræðingar á einu máli um
það, að McNamara muni taka við
stöðu hans.
Blaðafulltrúi Johnsons forseta,
George Ohristian, vildi ekki gefa
neina skýringu á því, hvers vegna
McNamara léti af embætti, en lét
þó að þvi Uggja, að orsökm væri
misklíð og ágreiningur Johnsons
og McNamara um rekstur Vietnam
styrjaldarinnar. Stjórnmálafrétta-
ritarar telja, að Johnson sé ó-
ánægður með frammistöðu Mc
Namara þar, og telji hann ekki
sýna næga hörku.
Talið er að brottför McNamara
muni leiða til þess, að hershöfð
ingjar Bandaríkjahers muni nú
fá aukin áhrif og völd í Hvíta Hús
inu og verði þá tekin upp harðari
Framihald á 14. síðu
Robert McNamara
Áfleiðing gengisfall sterlingspundsíns
Bretar fá nýjan
fjármálaráðherra
NTB-London, miðvikudag.
Brezka stjórnin tilkynnti í dag
að James Callaghan, fjármálaráð
herra sá maður, sem stóð að baki
gengisfellingu sterlingspundsins
nú fyrir skemmstu, hafi nú látið
af embætti. Callaghan sitnr þó
áfram f stjórninni, en skiptir á
embætti við innanríkisráðherrann
Roy Jenkis, sagði í tilkynning-
unni.
Öruggar heimildir herma, að
engra fleiri breytinga sé að vænta
i oraé a skipur. stjórnarinnar.
Nú eru aðeins 11 dagar síðan
gengið var fellt og síðan hefur
verið þrálátur orðrómur á kreiki
í London, þess efnis að Callaghan
hyggðist segja af sér embætti fjár
málaráðherra. Callaghan, sem er
55 ára að aldri, hefur haft það
embætti með höndum allt síðan
stjórn Verkamannafloksins komst
ti! valda haustið 1964.
Roy .lemkins sem nú tekur við
embætti fjármálaráðherra, er 46
ára að aldri. , Vitað er að hann
var einn þeirra stjórnarmeðlima,
sem voru hvað ákafastir í að geng
ið yrði fellt, og er því varla að
vænta breyttrar stefnu í efnahags
málum Breta, vegna þessarar
breytingar. Jenkins er sagður vera
ein hinna upprennandi „stjarna“
Verkamannaflokksins, og jafnvel
er gizkað á að hann sé hinn verð
andi leiðtogi flokksins.
Að því er segir í hinni opinfoeru
tilkynningu brezku stjórnarinnar,
var Callaghan þegar búinn að
leggja inn lausnarbeiðni sína er
Framihald á 14. síðu
James Callaghan