Tíminn - 30.11.1967, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.11.1967, Blaðsíða 12
12 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 30. nóvember 19G7. Landsliðsnefndiii í handknattleik varpar stóru sprengjunni: Gunnlaugur Hjálmarsson ekki meðal 11 beztu! Landsl. að mörgu leyti skynsamlega byggt upp, en fráleitt að halda Gunnl. frá því Alf - Rvík. — Landsliðið í hand knattleik var tilkynnt í gær. Og mesta athygli í sambandi við valið vekur, að Gunnlaugur Hjálmars son, fyrirliði landsíiðsins í undan förnum leikjum, er ekki valinn. Með öðrum orðum, landsliðsnefnd hefur komizt að þeirri niður- stöðu, að hann sé ekki meðal 11 beztu leikmanna okkar. ísl. landsliðið, sem mæta á Tékk um á sunnudaginin, verður þanniá skipað: Markverðir Þorsteinn Björnsson, Fram og Logi Kristj ánsson, Haukum. Langskyttur: Örn Halls'beinsson, FH, Geir Hallsteins Real Madrid vann 4:1 Real Madrid sigraði danska lið ið Hvidovre í síðari leik liðanna 1 Evrópubikarkeppninnar, sem háð ur var í Madrid í gær, 4:1. Og þar með er Real Madrid komið í 3. umferð. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli 2:2. son, FH, Ingólfur Óskarsson, Fram fyrirliði, Guðjón Jónsson, Fram og Einar Magnússon, Víking. Línu menn: Sigurður Einarsson, Fram Sigurbergur Sigsteinsson, Fram Stefán Sandholt, Val og Hermann Gumnarsson, Val. Að því undanskildu, að Gunn- laugi skuli vera haldið fyrir utan liðið, sem er í einu orði sagt frá leitt, er liðið skynsamlega byggt upp. Jafnvægi á milli Iínumanna og langskyttna er gott, góðir varn armenn eru í hópnum — og lauds liðsnefnd gerði rétt með því að velja Guðjón Jónsson með tilliti til línusendinga. En hvers vegna í sköpunum er Gunnlaugur ekki valinn? Að vísu hefur hann oft verið betri en núna, en hann á tvímælalaust meiri rétt á lands liðssæti en Einar Magnússon, Her mann Gunnarsson (sem öðrum þræði er einnig valinn sem lang skytta) og jafnvel Ingólfur Ósk arsson, sem nú tekur við fyrirliða stöðu. Hingað til hefur Gunnlaug ur ekki brugðizt í landsleik — og jafnan verið sá leikmaður, sem maður hefur sett mest traust á, því að hann er einn af þeim, I hefur tekið sána áifcvörðun. Nú sem getur bætt við sig, þegar mik ríður á því, að menn standi sam- ið liggur við- an um landsliðið, en þess bíður En hvað um það. Landsliðsnefnd I Framhald á bls. 3 Það voru flestir, .ef ekki all ir, sammála um það á sínum tírna, að það væri til bóta \ að fela einum manni að velja landslið í stað þriggja manna, eins og skeði, þegar Sigurði Jónssyni var falið að velja landsliðið í handknattleik og leika hlutverk „einræðisherr- ans“. Sá, sem þessar línur skrif ar, deildi oft á Sigurð og var á öndverðri skoðun við hann um margt, en það breytir því ekki, að miklu heppilegra er að láta jj Framhald á bls. a [ VELSLEÐINN1968 Vér getum nú boðiS yður hina margreyndu STEETER EVINRUDE vélsleða, sem henta okk- ar erfiðu staðháttum mjög vel. ☆ 16 ha 2ja stroklka vél ☆ Tvöfalt hljóðkútakerfi ☆ Örugg gangsetning ☆ Há og lág aðalljós ☆ Sjálfvirk gírskipting ☆ Afturljós ☆ Afturáhakgír ☆ Fullkomið mælaborð ☆ Hljóðlátur gangur ☆ Benzínmælir á tank Tvö fjaðrandi skíði að framan, að aftan 52 cm. breitt, þrískipt belti, sem gefa sleðanum mikinn stöðugleika. Hámarkshraði yfir 60 km. Leitið nánari upplýsinga. Leggur ekki árar í bát Það er ekki til siðs hjá blaða mönnum að fara á fund leik- manna og hafa viðtal við þá í tilefni af því, að þeir séu EKKI valdir í landslið. En i þetta skipti gerum við undan tekningu, því að vissulega sæt ir það tíðindum, að Gunnlaug ur Hjálmarsson, fyrirliði lands liðsins undanfarin ár, skuli ekki vera valinn í landsliðið gegn Tékkum á sunnudaginn. —Áttir þú von á því að vera settur út úr liðinu Gunnlaugur? —Já, vegna þeirra manna, sem skipa landsliðsnefnd. —En ekki getunnar vegna? — Ja, ég hef lýst yfir, að ég myudi með glöðu geði yfir gefa landsliðið og víkja fyrir yngri mönnum, sem erindi eiga í liðið, en þvi er ekki til að dreifa í þessu tilviki. Þama ráða önnur sjónarmið, en um þau vil ég ekki rœða. — Og það á ekki að leggja árar í bát? —Nei, það er langur vegur frá. Þvert á móti ætla ég að auka æfingarnar og reyna að vinna sæti í landsliðinu á nýj an leik. Maður verður að taka þessu með jafnaðargeði. Og ég ætla að vona, að strákarnir standi sig vel í leiknum á sunnudaginn. Annars hugsa ég að það verði hálfskrýtið að standa á áhorfendastæðinu og fylgjast með. Bara að maður verði ekki of æstur, sagði Gunn Iaugur brosandi að lokum. Já, Gunlaugur verður meðal átoíorfenda á sunnudaginn. Það kann ýmsum að þyíkja einkenni legt. Víst er um það, að það Gunnlaugur — meðal áhorfenda á sunnudaginn. er ekki minni atburður, að Gunnlaugi skuli haldið fyrir utan landsliðið í handjknattleik, en þegar Albert Guðmunds- syni var haldið fyrir utan lands liðið í knattspyrnu á sínum tíma og frægt varð. - alf. Tékkar senda alja sína beztu menn til íslands Landsleikirnir við heimsmeistarana á sunnudag og mánudag Alf - Reykjavík, — Tékkar, heimsmeistaramir i handknatt- leik, eru væntanlegir til Reykja víkur á laugardaginn, en á sunnu dag og mánudag leika þeir lands leiki gegn íslendingum- Tékkar hafa sent HSÍ lista yfir þá leik menn, sem hingað koma. Og í ljós kemur, að Tékkar munu senda sitt allra sterkasta lið hing að. Nöfn eins og Bruna, Duda, Benes, Mares, Skarvan og fl. eru þekkt í handknattleiksheiminum. Og sumir af þessum leikmönnum hafa reyndar komið hingað með ÞOR HF REYKJAVIK SKOLAVORÐUSTIG 25 Þurftu ekki neina forgjöf * frásögn ai haustmóti TBR á síðunni í gær, varð meinleg villa. Sagt var, að íslandsmeistararnir í tvíliðaleik, þeir Jón Ámason og Viðar Guðjónsson hefðu fengið 10 í forgjöf, en það er á misskilningi byggt. Þeir þurftu ekki á forgjöf að halda! tékknesku félagsliðinum Dukla Prag og Karviná. Eins og fyrr segir, koma Tékk- arnir á laugardaginn. Fyrri lands leikurinn verður háður 1 Laagar dalshöUmni á sunnudaginn og hefst kl. 16, en síðari leikurinn fer fram á mánudagskvöld og hefst kl. 20.15. Dómari í báðum leikjunum verður Svíinn Lennart Larson. en markdómarar í fyrri leiknum þeir Magnús Pétursson og Valur Benediktsson, en- í síð ari leiknum þeir Björn Kristjáns son og Reynir Ólafsson. íslendingar hafa tvívegis áður leikið gegn Tékkum. f fyrra skipt ið í HM 1958 og sigruðu Tékkar þá með nokkrum yfirburðum, 27: 17, en í öðrum leiknum, sem var í HM 1961, varð jafntefli. 15:15. í peiiT' keppni hrepptu Tékkar silfurverðlaun og þótti frammi staða íslenzka liðsins mjög góð. fslend verður fyrsti viðkomustað ur Tékkanna í keppnisferðalagi þeirra núna — hinu fyrsta eftir að þeir urðu heimsmeistarar. Héðan halda þeir til Noregs og leika gegn Norðmönnunu, en fara þaðan til Danmerkur. 14 liðsmenn koma til íslands, 2 fararstjórar, læknir og þjálfari. Þess má geta, að þjálfarinn, Kön ing mun halda námskeið fyrir ísl. þjálfara. Þá mun sænski dómar inn halda fyrirlestur fyrir ísl. handknaitleiksdómara í Valsheim ilinu kl. 10 n. k. sunnudagsmorg un. Tveggja dóm- arakerfið senni lega ofan á Á dómararáðstefnu, sem haldin verður í Hollandi innan skamms, verður „tveggja dómara kerfið" svonefnda væntanlega samþykkt — og yrði það þá alls staðar tek ið upp I ársbyrjun 1969. Vel getur farið svo, að kerfið verði reynt í 2. deild á íslandi á mótinu, sem hefst eftir áramót.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.