Tíminn - 30.11.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.11.1967, Blaðsíða 7
FBCMETimAGUR 30. nóvember 1067. TÍMINN Kynþátta- vandamálin í Englandi æ örðugri viðfangs Kynþáttavandamálin á leiksvlði. Dæminu snúið við á I eiksviðinu. Þar eru lögreglumennirnir þeldökkir og Þeita kylfunum óspart gegn hvíta manninum. Leikritið var sýnt í London. — Kannski sýður upp úr hér Mka einn góðan veðurdag, hver veit? Þessu hafa margir Bretar velt fjrrir sér að undanförnu, meðan allra augu hafa beinzt að kyniþátta óeirðunum viða í Bandaríkjun- um. Sumir fullyrða jafnvei. að áetandið sé svo slæmt, að ekki verði langt - að bíða, unz hol- skeflan ríður yfir. Hvort sem til tíðinda mun draga eða ekki, bend- ir margt til þess að kynþáttavanda málin í Bretlandi verði æ ugg- vænlegri. Bilið milli hvítra manna og litaðra verður stöðugt breið ara, og víða hefur myndazt vísir að hreyfingum litaðra manna sem sporna vilja gegn þessari þróun, og kunna ef til vill áður en langt um líður að grípa til einhverra aðgerða í mótmælaskyni. Nú í haust varð dálítið atvik til þess að vekja mjög mikla athygli um gjörvallt Bretland. Smáatvik. að visu, en sýnir glöggt, hvert stefnir. Hjón nokkur frá Vestur- Indíum með fjögur börn á fram- færi, prýðisfjölskylda í alla staði, hafði mikinn hug á að kaupa !ag- legt einbýlishús í einu af út- hverfum Lundúna. Það var aðeins eftir að undirrita kaupsamninginn, þá skeði dálítið, sem gerði strik í reikninginn. Nokkrir húseigend ur í grenndinni tóku sig saman, buðu miklu hærra verð fyrir umrætt hús og keyptu það í sam- einingu. Þeir sögðust á engan hátt vera andvígir lituðu fólki, en ef ein slík fjölskylda flytt.ist rnn í hverfið, myndu þeirra eigin hús falla í verði, og þá væri ekki ólíklegt, að hverfið fylltist af fólki af ýmsum kynþáttum. Einnig sögðu þeir, að það mundi sjálf sagt henta fjölskyldunni betur, að búa í hverfi með sinum líkum. Talið er, að um 800 þúsund lit- aðra manna frá ýmsum löndum brezka samveldisins búi nú á Bretlandi. Fyrir fimm árum voru gerðar ráðstafanir til að stemma stigu við þessum geysilega inn- flutningi, en ekki hefur enn tek- izt að gera hinum aðfluttu viðun- »ndi úrlausn, og leysa þau þjóð- félagslegu vandamál, sem orðið hafa þessum innflutningi samfara. Flestir hinna aðfluttu búa i stór borgunum á Suður- og Mið-Eng- landi. í London er urmúll af þeim, einkum fólki frá Vestur- Indíum, Indlandi og Pakistan. hverfi og halda hópinn, nýir inn- flytjendur slást í hóp með löndum sínum, sem fyrir eru. Þeir búa oftast í skuggahverfunum, og lifa við þröngan kost. Að jafnaði búa 5—6 manns í einu herbergi í gömlum fjölbýlislhúsum og meðal þeirra ríkir nokkurs konar bræðra lag, þótt stundum slettist upp á vinskapinn og óeirðir og handa- lögmál séu tíð. í flestu tilliti stendur fólk þetta á fremur lágu stigi. Það er sóðalegt og sinnu- laust, það á erfitt með að fá sóma samlega vinnu, og ýmis þjóðfélags leg mein blómstra og dafna meðal þeirra. Sjúkdómar herja á börn sem full-orðna í hverfum þeirra er barnadauði miklu meiri en í öðr um borgarhlutum, glæpahneigð er mikill og þannig mætti lengi telja. í Lundúnarhverfinu Nott- ing Hill, er aðskilnaður kynþátt- anna mjög áberandi. Sumar knæp urnar eru eingöngu sóttar af hvít um mönnum, aðrar af lituðum, samneyti kynlþáltanna er alls ekki bannað, en það mælist illa fyrir, ef reynt er að brjóta niður þann múr, sem hvítir og svartir hafa komið upp sín á milli. Brezka útlendingaeftirlitið hafði í sumar í haldi Pakistana nokkurn sem kom með skipi í enska höfn Hann hélt því fram, að hann hefði undanfarin 12 ár búið ( Englandi. en eftirlitsmennirnir trúðu honum ekki, þar eð hann <unni varla stakt orð í ensku. Við nánari eftir grennsian kom þó í Ijós. að mað- urinn hafði rétt fyrir sér. Þetta gefur góða mvnd nf ásf-'vlinu. Fjölmargir innflvtj ^nrlur blánda á engan hátt geði við Englendinga þurfa þes-s varla með. Þeir byggja ríki í ríkinu, halda hópinn bæði á vinnustað og í tómstundum sin- um, hinir hvítu sækja heldur ekki eftir félagsskap þeirra, en reyna eftir megni að sneiða hjá þeim. — Þeim er hollast, að halda sig 5 sínum líkum, segja þeir. Brezkir ráðamenn hafa yfirleitt verið þeirrar skoðunar, að þegar fram líði stundir, muni allt falla í ljúfa löð milli hvítra manna og litaðra. Þeir hafa lýst jyví yfir, að lagabókstafur geti litlu breýtt um afstöðu kynþáttanna, heldiir' verði björninn unninn smát og smátt, þegar hvítir og litaðir taki að venjast nábýlinu. Eiginlegar kyn- þáttaóeirðir h-afr. ekki orðið í Bretiandi hátt á annan áratug, eh víðtækar rannsóknir sýna fram á, að aðskilnaður kynþáttanna hefur aukizt fremur et- minnkað. Fyrir skömmu voru gerðar skoð anakannanir um afstöðu hvítra BÆNDUR manna til litaðra. Einkum var spurt um, h-vorr þeir væru Itivnnt ir því, að hvítir menn og litaðir byggju í sölnu hverfum, og störf uðu saman. Yfiignæfandi meiri- hluti þeirra sem leitað vav til, svaraði þes-su neitandi. Þá voru athugaðir möguleikar litaðra manna í vinnumarkaðnum. Fcngnir voru rí- menn með ná- lcvæmlega sömu menntun og starfs reynslu, og voru þeir látnir sækja um atvinnu hja 50 fynrræ'cjúm. Einn þeirra var Englendingur, an.n ar Ungverji, rem búið hafði í Bretlandi um langt skeið, og sá þriðji var innflytjandi frá Vestur- Indiíum. 30 fyrirtæki vildu ráða Englendinginn, Ungverjinn kom til greina á 17 stöðum, en Vestur- Indíumaðurinn gat aðeins fengið ráðningu hjá þremur fyrirtækjum. Litaðir menn voru látnb sækia um biíreiðatryggingar á 20 stöð- um. Aðeins þrjú try 1 ‘ingarfélög settu þeim enga skilmála, en á 17 stöðum urðu þeir að hlíta hinum og þe-s-sum kvöðum, greiða hærra iðgjald, o. fl. og sum félögin neit uðu algjörlega að tryggja bifreið ir þeirra. Svipað kom í ljós, þeg ar um var að ræða bílalei-gu. Um-sækjendurnir voru oft beðn ir afsökunar. þegar þeir fengu syn.,un. Yfirleitt fengu þeir að heyra sömu ræðuna. — Ég hef ekkert á móti lituðu fólki, en — grannarnir mundu mótmæla, Seðnð saithungur búfi'árins og látið allar skepnur hafa frjálsan aðgeng að K N Z saltsteir, allt árið. K N Z saltsteinninn inni- n» dur ýmis snefilefni t.d magnesium. kopar. mang- an kabolt og joð. (gntineníal SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með okkar full- komnu sjálfvirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó ög hálku. Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið C0NTINENTAL hjólbarðá, með eða án nagla, .undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Sími 3-10-55.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.