Tíminn - 16.12.1967, Síða 1

Tíminn - 16.12.1967, Síða 1
Herra-ogdrengjaskyrJw fnmni 288. tbl. — Laugardagur 16. des. 1967. — 51. árg. k 0% ip.jg h MLÆ Herra-og drengjaskyrtui SNYR KONSTANTIN TIL SÍNS HEIMA? NTB-Aþenu og Róm, föstudag. Konstantín konungur er enn í Rómaborg ásamt fjölskyldu sinni. f dag sat hann á fundi í sendiráði Grikkja í Rómaborg, fyrir luktum dyrum. Þetta hefur gefið þeim orðrómi byr undir báða vængi, að hann standi nú í samningamakki við herforingjaklíkuna, um að fá að hverfa aftur til Grikklands og taka við konungdæmi á ný. Margt þykir benda til að þetta sé rétt. Meðal annars hefur yfirmaður grísk-kaþólsku kirkj unnar í Grikklandi mælt svo fyrir, að beðið skuli fyrir konungsfjöl- skyldunni í kirkjum landsins, eins og venja hefur verið, og í Aþenu hafa myndir af konungi á opinberum stöðum, verið settar upp að nýju. Utanríkisráðherra Grikkja kom til Rómar í dag frá Briissel, og ræddi við konung í sendiráðinu. Stóð fundur þeirra langt fram eftir kvöldi. Konstantín konungur ræddi í síma í dag við ráðamenn í Washington, og er talið að Bandaríkjastjórn reyni nú að miðla málum milli kon- ungs og Grikklandsstjórnar, og ef til vill að knýja fram sættir. Gríska sendiráðið tilkymnti í gær, aS Konstantón konungur myndi halda blaðamannafund þá um kvöldið í hiúsi frænda síns, Hinriks prins. Þegiar blaðamenn- irnir flykktust þangað á tilsettum tíma, komu þeir að luktum diyr- um, og var þeim sagt, að enginn fundur yrði haldinn. Þetta túlka menn á þann veg, að konungur hafi aflýst fundinum til að styggja ekki herforingjastjórniriá, og bor- velda ekki samningaumleitanir um endurkomu sína til Grikk- lands. Gríska stjórnin lét handtaka í dag fjölda herforingja og íhalds- samra stjórnmálamanna. sem grun aðir eru um að hafa teki'ð þátt í samsærinu í fyrradag. Óstaðfestar fregnir herma, að Grivas ofursti, foringi gríska heraflans á Kýpur, sé meðal hinna handteknu, svo og Georg Mavros, fyrrum ráð- herra. Álitið er, að Bandaríkja- stjórn eigi mestan hlut að því að afstaða herforinjgjaklíku.nnar til Konstantíns hefur mildazt, enda er sagt, að ambassador Bandaríkj anna í Aþenu hafi setið á fundum með fulltrúum herforingjastjórn- arinnar síðustu tvo daga. Talið er, að Bandaríkjastjórn takist ef til vill að knýja Grikklandsstjórn til að taka konunginn í sátt. Banda- ríkjastjór.n er ekki enn búin að viðurkenna nýju stjórnina, og þar sem hún er algerlega háð Ban'daríkjunum hvað hernaðar- og efnahagsaðstoð snertir, er talið sennilegt að hún neyðist til að lúta vilja Bandaríkjanna í þessu máli. Bliöð víða um heim hafa ráðizt harðlega á Konstantín fyrir linku og hugleysi í byltingartilrauninni. Lundúnaíblaðið Daily Mirror ræðst harkalega að konungi í dag íyrir að hafa flúið úr landi, og sagði, að hann hefði ekki sýnt minnsta snefi'l af hugrekki. í stórri grein á forsíðu, sem bar fyrirsögnina „Miús yfirgefur skipið“, segir blaðið, að konungur hefði átt að koma fjölskyldu sinni á öruggan stað, en vera sjálfur kyrr hjá þjóð sinni og segja vi@ herfor- ingjastjórnina: „Setjið mig í fang . , ... ........ elsi ef þið þorið“. Blaðið segir Þessi mynd var tekm af konungsfjolskyldunm a meðan allt lek í lyndi, og Paul erfðaprins var nýfæddur. Framhald á bls. 14 ■ 1? Brýn nauðsyn að gefa út íslenzkar bókmenntir á Norðurlöndum ÞYDENDURNIR ERU OF FÁIR Zoitakis, sem nú fer me3 æðstu völrf 1 Crikklandi EJjReykjavík, föstudag. Ivar Orgland, fyrrum sendi- kennari við Háskóla íslands, ritar athyglisverða grein í ný- útkomið eintak tímaritsins „Syn og Segn“, sem gefið er út í Noregi. Ræðir hann þar um, hversu lítið íslenzkar bók- menntir séu þekktar á öðrum Norðurlöndum, þar sem þýðing ar úr íslenzku á þau tungumál séu fáar og enn færri þeir, sem vel geta þýtt. Lýsir hann því yfir, að ef íslenzka þjóðin ætti að ná þeim sessi. sem henni ber i norrænni sam- vinnu, sé það brýn nauðsyn að íslenzkar bókmenntir verði þekktar á öðrum Norðurlönd- um. Spáir hann því, að þótt ástandið í þessum efnum sé mjög slæmt núna, þá miði þó aðeins í áttina, einkum vegna þess, að kennsla í nútímaís- lenzku hefur verið tekin upp í Noregi að nokkru leyti, Það eru einkum þeir rithöf- undar íslenzkir, er rita óbund ið mál, sem erfitt eiga me® að finna þýðendur. Orgland bend- ir á, að íslenzkir rithöfundar hafi einungis urn bvo kosti að velja, vilji beir fá áheyrn er- lendra lesenda: Annað hvort að rita á erlend tungumál, eins og einstaka rithöfundar íslenzk ir hafi gert, eða fá þýðendur „Tungumálið og bókmennt- irnar eru tveii helztu horn- steinar íslenzku þjóðarbygging arinnar" — ritar Orgland. og síðan heldur hann áfram: — „íslendingai vilja ná tii ann- PYamhald á 14 sfðu Tilraun tii byltingar í Alsír kæfð! NTB-Algeirsborg, föstudag. f dag var tilkynnt af hálfu hins opinbera í Al- geirsborg, að komizt hefði upp um samsæri nokkurra hershöfðingja um að steypa stjorn landsins og hrifsa völdin. Samsæri þetta fór gersamlega út um þúfur- Foringi samsærismanna mun hafa verið ofursti nokk ur, Zbiri, en hann hefur lengi átt í útistöðum við Boumedienne, forsætisráð- herra Alsír. Boumedienne hefur nú tekið beina stjórn Alsírhers í sínar hendur, en hann telur um 70.000 manns, er búinn nýtízkn vopnum og talinn mjög öfl ugur. Áreiðanlegar heimildir herma, að í nóvemberbyrjun hafi hafizt valdabarátta inn an stjórnarinnar. Sagt er að Zbiri ofursti, en hann átti sæti í stjórninni, hafj kraf izt þess að ýmsum stuðn- ingsmönnum Boumedienne yrði vikið úr embætti, en Boumedienne hafi ekki tek ið tillit til þessara óska hans. Því hafi Zhiri ráðizt í að reyna þessa byltingu i dag. Boumedienne er bæði for sætisráðherra og hermála- ráðherra Alsír, og æðsti maður byltingaráðsins og Þjóðfrelsishreyfingarinnar (NLF). Allt var með kyrrum kjör um í Alsírborg í dag, og öll umferð með venjulegu móti Þjóðvegurinn frá borginni var þó lokaður um 50 kíló- metra fyrir utan hana. Þar er herstöð, sem nefnist Framhald á bls. 14. Ivar Orgland SUNNUDAGS- BLAD TÍMANS Senn líður að burðardegi Krists, er trúarjátningin herm- ir okkur, að getinn hafi verið af heilögua.i anda, en kallast þó eingetinn. Meðal okkar eru enn börn. sem eru næstum þvi eingetin. í næsta Sunnudags- blaði ræðir Inga Huld við þrjár fráskildar mæður, sem eiga fyrir börnum að sjá. í bessu Sunnudagsblaði er líka frásaga eftir Rósberg G. Snædal um örlagarífca atburði á Reykjaheiði í miklu fárviðri á miðju sutnri. Þar er einnig smásaga eftir Magnús Jóhannsson frá Hafn- arnesi, aldarminning Möðna- vallaklausturs eftir séra Águst Sigurðsson. jólakvæði eftir Ingólf frá Prestsbakka og nið- urlag ferðasögu Ingólfs Davíðs sonar um Miö-Evrópu. BtaraBBHraaiHBHHHHBWaaMBOH

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.