Tíminn - 16.12.1967, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.12.1967, Blaðsíða 5
VETTVANGUR LAUGARDAOUR 16. desember 1937 TÍMINN ÆSKUNNAR sóknarmatina fer vaxandi nú og í framtíðmni. Að mínum dómi er skipulagslegur grundvöllur SUF nú mjög traustur. — Hvað heldurð.u svo að lokum, Alvar, um hlutverk Framsóknar- flokksins í ísLenzkum stjórnmálum næstu vikur og mánuði? — Eins og þjóðfélagsmálum okk ar er nú háttað hlýtur Framsókn- arflokkurinn að halda áfram að starfa sem ábyrgur stjórnarand- stöðuflokkur. Eins og kunnugt er, veitti gengisfellingin rikisstjórn- innj nokkurn gálgafrest að því er varðar efnaihag ríkisins. Framsókn arftokkurinn verður hins vegar að sjiálfsögðu að vera viðbúinn því að 'þurfa að taka við stjórnartaumun um, þegar gáígafresturinn rennur út og óhjákvæmilegt reynist að veita endanlega strandaðri við- reisnarstjórninni lausn í náð. — b Stjóm imgra Framsóknarmanna í Reykjavík. (Timamynd: Gunnar). Vaxandi hlutverk samtaka ungra Framsóknarmanna Rætt viS Aívar Óskarsson, nýkjörinn formann FUF í Reykjavík Við ihittum fyrir nokkru að máli Ailvar Óskarsson, nýkjörinn for- manai Féiags ungra Framsóknar- maama í Reykjavík, og hann tekur a® sér að segja lesendum Vett- vangsins nýjustu tíðindi af félagi sínu. — Hvenær var aðalfundurinn í haust haldinn, Alvar? — Hann var haldinn 11. nióv- emíber. Friðjón Guðröðarson, frá farandi formaður, flutti þar skýrslu stjórnar. í stjórn fyrir starfsárið 1967—1968 voru kjörnir Alvar Óskarsson formaður, Ólafur R. Grímsson varaformaður, Einar Njálsson gjaldkeri, Sveinn Her- jólfsson ritari, og Ðaníel Halldórs son, Halldór Valgeirsson, Páll R. Magnússon, Ragnar S. Magnússon, Sigurður Þórkallsson og Bjarni Jónsson meðstjórnendur. Vara- menn voru kjörnir Friðgeir Björns son, Þorvaldur Jónasson, Gunn- laugur Guðmundsson og Þórsteinn Geirsson. — Hver voru höfuðatriðin í starfi félagsins síðasta ár? — Auk félagsfunda og ársihátíð ar var starfræktur bridge-klúbbur og fafin leikbúsferð, sem heppnað ist mjög vel, en horft var á Fjalla Eyvind. Þá var komið á fót ungl- ingaklúbbi, sem kom saman nokk- ur miðvikudagskvöld í Glaumbæ. Kom þangað fjöldi unglinga, og heppnaðist sú starfsemi því vel. Ráðgert er að koma fastara formi á ,þá starfsemi í vetur. — Hefur svo ekki nýja stjórnin ýmsar nýjungar á prjónunum? — Starfsáætlunin er ekki alveg fullfrágengin, en gera má ráð fyr- ir þó nokkrum nýjungum. Starfs- áætlunin verður væntanlega send bréflega til allra félagsmanna. Nefna má, að ætlunin er að koma á fót málfunda'klúbbi. Ennfremur hyggjumst við halda bingió í sam- vinnu við Samband ungra Fram sóknarmanna. Þá höfum við sér stakan áhugá á að afla tillögu þeirri um ungmennahús, sem Ein- ar Ágiústsson hefur borið fram á Alþingi, fylgis. YfLrleitt viljum við reyna að auka enn starfsemi félagsins, og má búast við þvi, að fleiri atriði í áætluninni verði kunngjörð fljótlega. — Hver er í stuttu máli skoðun þín, Alvar, á hlutverki pólitískra æskulýðssamtaka? — Hlutverk þeirra hlýtur að vera að búa ungu kynslóðina á hverjum tíma undir það að taka smátt og smátt ábyrgðina af stjórn þjóðfélagsins á sínar herðar. Þá hlýtur það að vera hlutverk þess- ara samtaka yngra fólksins að hafa í frammi hæfilega gagnrýni á störf eldri kynslóðarinnar. Þann- ig eiga yngri mennirnir að halda þeim eldri við efnið fremur en öfugt. Yfirleitt er ég viss um, að hlutverk samtaka ungra Fram- - í fullri meiningu Öðru hvérju þykjásf kommúnistár véra' manna þjóðiegastir. Þess á milli kemur annað í ljós. S. 1. sunnudag tóku þeir upp þann furðulega útlenda sið að brenna brúðu eða eftirlíkingu af erlendum þjóðhöfðingja fyrir framan sendiráð þess ríkis, sem umræddur þjóðhöfðingi nú stýrir. íslenzkir kommúnistar hafa sjálfsagt talið, að með þessari at- höfn væru þeir að vinna mannkyminu stórkostlegt gagn, og Mk- lega hafa þeir haldið, að Vietnam-stríðið yrði strax stöðvað, er um þessa brennu fréttisl Þeim hefur ekki orðið að von sinni. Vdetnam-stríðið heldur nefnilega enn áfram. Eini árangurinn af framferði ísLenzkra ungkom’múnista þennan dag varð sá, að þeir stofnuðu samstarfi innan hinnar íslenzku- Vietnam-nefndar í hættu. Þessi furðulega og táknræna brúðubrenna hafði áður verið undirbúin með ræðu eins af alþingismönnum Alþýðubandalags- ins á fundi á Hótel Borg fyrir þennan sama sunnudag. Að visu hafði brúðuræða þessi ekki borið það með sér, að brúðúbrenna setti að fylgja í kjölfarið, og það skal raunar viðurkennt, að ræð- an hafði til síns ágætis nokkuð. Hins vegar kom í ljós á eftir, að hiverju hafði verið stefnt. Hin íslenzka Vietnam-nefnd var stofnuð á s. 1. vetri með furðu víðtæku samstarfi fólks með ólíkar stjórnmálaskoðanir. Nefndin hefur unnið þörf verk, m. a- tekið á móti sendinefnd frá Vietnam, sent Alþingi nú nýlega skorinorða áskorun, gefið út jiólafcort með myndum frá Viietnam o. s. frv. Síðan stóð til að halda samkomu að Hótel Borg, og átti að reyna að fá sem flesta þjóðkunna menn til að koma þar fram. Samkoman átti að vera s. L sunnudag, en formannaráð Viet- nam-nefndarinnar samþykkti daginn áður (laugardag fyrir viku) að fresta henni vegna óniógs undirbúnings til fimmtudags. Á sunnudagsm’orgun gengu kommúnistar á bak orða sinna frá deginum áður og komu með brögðum í veg fyrir að í útvarpinu birtist auglýsing um frestunina. Tilgangur þessa ljóta leiks op- inberaðist hins vegar ekki fyrr en eftir samkomuna, sem í sjálfu sér hafði farið vel fram: Kröfugangan og brúðubrennan hafði sem sé verið sá tilgangur, sem í þetta skipti helgaði meðalið. Það er engan veginn hægt að ætlast til að kommúnistum verði bannað að brenna brúður, síður en svo. En þeir verða þá að gera það á eigin ábyrgð og án þess, að unnt verði að blanda því saman við Vietnam-nefndina og það góða samstarf, sem þar 'hafði tekizt. Þetta er mergurinn málsins. Bj. T. Ritstjóri Björn Teitsson Steingrímur Þorsteinsson FráFUFí N-Þing. Aðalfundur Félags- ungra Fram sóknarmanna í Norður-Þingeyjar- sýslu vestan Öxarfjarðaxheiðar var haldinn á Kópaskeri í byrjun nóv- ember s. 1. Fráfarandi formaður, Guðmundur Þórarinsson í Vogum, flutti skýrslu stjórnar. Kjörin var ný stjórn, og eiga sæti í henni: Steingrímur Þorsteinsson, Hóli, Melrakkasléttu, formaður, Skúli Þór Jónsson, Melum, Kópaskeri, ritari og Guðmundur Þórarinsson, Vogum, Kelduihverfi, gjaldkeri. Einar Valdimarsson hinn nýkjörni formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Vestur- Skaftafelissýslu. Myndin átti að birtast með frásögninni af aðalfundi fólagsins á síðasta laugardag. 5 Á VÍÐAVANGI „Undir sama teppi" Fyrir nokkrum árum vorit þeir samferða og sessunautar í flugvél Hannibal Valdimars- son og Lúðvík Jósefsson. Það v^r um kvöld og kalt í vélinni. Flugþerr.an gekk um og bauð farþegum ullarteppi til skjóls. „Við komumst vel af með eitt teppi saman“, sagði Hannibal og Lúðvík einum rómi. Þá orti Karl KristjánSson, sem einnig var í flugvélinni, þessa stöku: Þó þeir eina nauma nótt náðir kannske hreppi, ekki verður þeim alltaf rótt undir sama teppi. Eftir síðustu fréttum að dæma er nú komið í ljós, að K. K. hefur ályktað rétt. | Konstantín Allt er í óvissu enn þá um framvindu mála í Grikklandi eftir hina misheppnuðu gagn- byltingartilraun Konstantíns konungs. Fram hjá hinu verð- ur ekki gengið, að Konstantín konungur ber sjálfur að veru- legu leyti ábyrgð á því neyðar- ástandi, sem ríkt liefur í stjórn málum Grikklands síðustu ár, aUt frá því er konungur vék löglega kjörinni stjórn Georgs Papandreos frá völdum 1965. Þær stjórnarkreppur og vand- ræði, sem þá tóku við j Grikk- landi leiddu svo til valdatöku hersins í byltingunni 31. apríl s. 1. Enn er með öllu óupplýst, hvern þátt Konstantín konung- ur átti í þeirri byltingu og telja ýmsir, að hún hafi verið gerð með fullu samþykki kon- ungs, þótt Iiann hafi síðar séð að sér og iðrazt gerða sinna — ekki sízt vegna hinna kröftugu mótmæla og andstöðu erlendra ríkja gegn herforingjastjórn- inni og kæru ríkisstjórna Norð urlanda á hendur gi-ísku stjóm- inni til mannréttindadómstóls Evrópuráðsins. Fapadopoulos Höfuðpaur byltingarinnar 31. aprfl og mesti valdamaður í § herforingjastjórninni í Aþenu er talinn hafa verið Papado- poulos, sem nú hefur tekið við embætti forsætisraðherra. í allt sumar liefur hann verið að búa betur um sig og treysta völd sín. Er herforingjarnir gerðu byltinguna, höfðu þeir konunglegan og borgaralegan svip á stjórn sinni og, til að sýna þjóðinni konungshollustu sína var Kollías skipaður for- sætisráðherra stjórnarinnar. Kollías var gamall fjölskyldu- vinur konungsfj ölskyldunnar. Hann var aldrei annað en leik- brúða herforingjastjómarinnar. í rauninni ekki annað en fangi í forsætisráðuneytinu. Ráðu •xcytisstjórinn í forsætisráðu- neytinu þurfti að staðfesta og undirskrifa allar yfirlýsingar og stjómaraðgerðir forsætisráð herrans og ríkisstjómarinnar svo að þær öðluðust gildi og ráðuneytisstjórinn var enginn annar en Papadopoulos. Ráð- herrum í stjóminni, sem tald- ir voru liollir konungi, var vik- ið frá embætti einum af öðrum í sumar og þeir settir á eftir- laun. Kýpurmálið setti herforingja stjórnina í mikinn vanda. í samningunum um lausn máls- ins gaf gríska stjórnin í raun- Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.