Alþýðublaðið - 13.10.1988, Síða 19

Alþýðublaðið - 13.10.1988, Síða 19
Fimmtudagur 13. október 1988 19 þetta sárt fyrir handverks- menn sem búa yfir mikilli verkkunnáttu til aö vinna þessi verk aö sjá þeim á bak en hagsagan sýnir aö hjá þessu verður ekki komist. í þessu sambandi verður aö viöurkennast aö um þessar mundir er skipasmíðaiðnað- urinn í vanda af ýmsu tagi. Breskt ráögjafafyrirtæki, Appledore, vinnur nú aö viöa- mikilli úttekt á skipasmíða- iðnaöinum. Út frá þeirra niö- urstöðum veröur síðan hægt aö vinna að stefnumótun í greininni, í samráði viö þá sem þar starfa. í áfanga- skýrslu Appledore koma fram mjög eindregnar viðvaranir viö niðurgreiðslum eða t.d. ríkisstyrkjum til skipasmíða. Beiðni Stálvíkur um ríkis- ábyrgð og ríkisstyrk er ekki hægt að sinna, hefði verið farið inn á þá braut var ekki litið til stefnumótunar f fram- tíðinni innan greinarinnar. Fyrst ég minnist á Stálvíkur- málið má fljóta með að ég held að það hafi verið ýmsir lausir endar á því samstarfi sem hefði þurft að takast milli íslenskra skipasmíða- stöðva til þess að uppfylla mætti samninginn við Mar- okkómenn. Það má þó vel vera að samstarf um stærri verkefni eigi framtíð fyrir sér en ég vil bíða eftir Appledore skýrslunni. Þegar hún liggur fyrir verður unnið að þvi að meta stöðu greinarinnar og þá framtíð sem hún á fyrir höndurn." — Þaö er engin grein jafn illa stödd og fataiðnaðurinn. Eru einhverjar lausnir sjáan- legar á þvi sviði? Eða er kannski kominn tími til að við viðurkennum vanmátt okkar á þessu sviði og hætt- um fataframleiðslu hér á landi? „Þegar á heilcTina er litið sýnir þetta að fríverslun er ekki háskaleg ffyrir iðnaðinn og með tilliti til jseirra breyt- mga sem fram- undan eru á Evrópumarkaði er nauðsynlegt að vinna af kraffti að þvi að laga starvsskil- yrdi hans að þeim markaði og búa þannig i naginn ffyrir áfframhaldandi vöxt íslensks iðnaðar.yy „Það er rétt að fataiðnaður- inn á við mikla erfiðleika að stríða. Þeir erfiðleikar eru bæði almenns og sértæks eðlis. Almennu erfiðleikarnir eru viðvarandi tilhneiging til verðbólgu og viðskiptahalla en ég fer ekki nánar út í þær hagsveiflur hér. Sérstöku vandamálin í fataiðnaði eru aftur á móti meira háðar tískusveiflum en hagsveifl- um. Við þessum vanda á fyrst og fremst að bregðast með því að fóstra hug- kvæmni í hönnun og mark- aðsstarfi. Það er hinsvegar alveg Ijóst að það þýðir ekk- ert fyrir íslendinga að etja kappi við lágtekjulönd i SA- Asíu í þessari grein. Tillögur um að setja innflutnings- kvóta á ódýra erlenda fram- leiðslu held ég myndu fyrst og fremst þýða kjaraskerð- ingu fyrir íslendinga, einnig íslenskt iðnverkafólk. Svo verða menn auðvitað líka að hafa í huga að íslenskur fata- iðnaður keppir einnig við fatnað frá öðrum hátekju- löndum, þar eru ef til vill ein- hverjir möguleikar fyrir hendi. En almennt talað á ríkið ekki að styðja atvinnugreinar sem hafa hvorki rekstrar- né mark- aðsgrundvöll og eiga sér því enga framtíð. Á hinn bóginn á ríkið heldur ekki að ákveða endalok heilla starfsgreina, það er ekki í þess verkahring, frekar en stýra fólki í ákveðn- ar greinar. A vanda fataiðnað- arins verður að taka af full- komnu raunsæi. Sameining ullariðnaðarfyrirtækjanna í Álafoss hf. nú nýverið er skref í átt til aukinnar hag- ræðingar." — í almennri umræðu um iðnaðarmál á undangengnum árum hefur þeirri skoðun ver- ið haldið á lofti að iðnaður á íslandi hafi stöðugt átt meira undir högg að sækja. Hvern- ig horfir framtíöin viö þér? „Það er einkenni á íslensk- um iðnaði að starfsemi innan hans er mjög fjölbreytt. Iðn- aðurinn er mjög mikilvaeg at- vinnugrein hér á landi. Árið 1986 störfuðu í iðnaði tæp- lega 18.000 manns, eða um 14% af vinnandi fólki. Hlut- deild iðnaðar í landsfram- leiðslu hefur sömuleiðis vaxið mjög stöðugt. Síðustu 25 ár hefur hún sveiflast milli 14 og 16%. Iðnaðarfram- leiðsla hefur sömuleiðis farið vaxandi, að vísu ekki mjög ört, u.þ.b. 2.3% á ári að meðaltali á síðasta áratug. Þetta er þó nokkru hægari vöxtur en á landsframleiðsl- unni í heild sem er vísbend- ing um að við þurfum að gera betur. Það sem þarf að koma til er fyrst og fremst fram- leiðniaukning og þar skiptir hvert brot úr prósenti miklu máli. Ég bind vonir við Iðn- tæknistofnun og eflingu hennar og framleiðniátak sem unnið er að í samráði við félag iðnrekenda. - Á árunum milli 1973 og 1985 varð hér tiltöluleg jöfn framleiðsluaukning í iðnaði eins og ég nefndi. Þetta tímabil er i aðalatriðum tíminn frá því ísland gerðist aðili að EFTA og gerði viðskiptasamninga við EB. Hrakspárnar sem uppi voru hafðar í upphafi að fríverslunarsamningarnir myndu ganga af íslenskum iðnaði dauðum hafa alls ekki ræst. Iðnaðurinn hefur haldið sínum hlut og náð stöðugum — að visu hægum — en stöðugum vexti. Auðvitað hafa ýmsar greinar iönaðar fallið úr en aðrar komið í staðinn, en það er liklegt aö þær sem féllu úr hafi ekki skilað miklu. Þegar á heildina er litið sýnir þetta að fríversl- un er ekki háskaleg fyrir iðn- aðinn og með tilliti til þeirra breytinga sem eru að verða á Evrópumarkaði er nauðsyn- legt að vinna af krafti að því að laga starfsskilyrði hans að þeim markaði og búa þannig í haginn fyrir áframhaldandi vöxt islensks iðnaðar." Hestamenn Kynnið ykkur kosti BOÐA-rafgirðinga. — Þœr eru léttar, meðfcerilegar og auðveldar í uppsetningu. Eigum fyrirliggjandi allt efni til girðinga á mjög góðu verði. Hafið samband við sölumenn okkar og biðjið um bœkling í síma 651800. Horn- einangrari B-307 JHIiðar- handfang B-308 Einangrari B-353 Snabb einangrari B-354 Fiber staur B-351 Spennugjafi B-507 Rafm. þráður B-356 Rafm. borði B-358 I ^yKrfr BOÐI Boði hf. Flatahraun 29, Hafnarfjörður, s. 651800

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.