Alþýðublaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 1
 STOFNAÐ HHHHBlHHHIHHIIIII^^^HHHIHHHmHHmHHI 1919 Laugardagur 5. nóvember 1988 202. tbl. 69. árg. r Gagwýni Asmundar á fjárlagafrumvarpið Fiskiþing EKKI VITRÆN UMRÆÐA segir Olafur Ragnar fjármálaráðherra „Þaö er ekki hægt aö ræöa þessi mál á þennan hátt. Þetta er ekki vitræn um- ræða,“ sagði Ólafur Ragnar Grimsson fjármálaráöherra þegar Alþýöublaöiö innti hann álits á ummælum Ás- mundar Stefánssonar i blað- inu í gær um launaforsendur fjárlagafrumvarpsins. Forseti Alþýðusambandins segir launaforsendur fjárlaga- frumvarpsins rugl. Sam- kvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að launabreytingar á milli ára verði 8%. „Ef þetta er rugl núna, þá er þetta búiö að vera rugl ára- tugum saman," sagði Ólafur Ragnar. „Hann flyturekki rök fyrir máli sínu í þessu við- tali.“ UNDIR MALBIK Aðalbílasalan við Miklatorg er á síðasta sjens. Hún á að hverfa á allranæstu dögum og hitt bilasjóið i kjölfarið. í kjölfartollalækkunar fyrir rúmlega ári hafa allmargir lagt leið sina á þessar slóðir. Nú eiga bilasalarnir að vikja fyrir því sem undir dekkjunum er- gatnakerfinu. Vegna þess að nú á Miklabrautin að sveigja til suðurs við Rauðarárstíg og „verða undir“ nýrri Bústaðarvegarbrú þarsem bilahöndlarar hamast á þessari stundu. Bilarn- ir ríkja og malbikið lætur jafnvel bilasalana vikja. A/mynd Magnús Reynir. Fiskiþingið Fjögurra manna nefnd stjórni útflutningi ísfisks Fiskiþing íslands telur óeölilegt aö úthluta leyfum til útflutnings á isfiski miöaö viö reynslu eins árs eins og verið hefur. Leggur þaö til aö úthlutun leyfa veröi i höndum fjögurra manna nefndar. 47. Fiskiþingi íslands lauk í gær. A þinginu var fjöldi ályktana samþykktur. Þar á meöal var samþykkt að taka undir þau sjónarmið að óeðli- lagsmála og menntamála. Ut- gjaldaaukningin er þó allra mest vegna afborgana og vaxta af erlendri lántöku rík- issjóðs og gildir þá einu hvaða ríkisstjórn hefur staöið fyrir þeim. Sjá greiningu á breyttum útgjaldaáherslum ríkissjóðs á undanförnum ár- um á baksíðu. legt sé að úthluta leyfum til útflutnings á ísfiski miöað við reynslu eins árs, eins og verið hefur. Þingið telur sér- staklega koma til greina að útflutningur isfisks verði kvótaskiptur í hlutfalli við aflakvóta skipa á meðan kvótakerfið er við lýði. Auk þess leggur þingið til að úthlutun leyfa til útflutn- ings verði i höndum nefndar sem skipuð sé fjórum mönn- um, einum frá Fiskifélagi ís- lands, einum frá Landssam- bandi íslenskra útvegsmanna, einum frá Farmanna- og fiski- mannasambandinu og Sjó- mannasambandinu og einum frá utanríkisráðuneytinu. Þessi ályktun var samþykkt með 18 atkvæðum gegn 11. RIKISUTGJÖLD FYRR OG SIÐAR Ríkissjóður Islands ætlar að leggja út i 76.131 milljón króna útgjöld á næsta ári. Megnið af þessum útgjöldum eru mörkuö af lögum og tak- markað sem ríkisstjórnirnar, hægri eða vinstri eftir atvik- um, geta umbylt á stuttum tíma. Á síðastliðnum áratug hafa á hinn bóginn átt sér Skipta flokkarnir máli? stað mikilvægar breytingar á ríkisútgjöldum sem ekki sjást greinilega ára á milii. Róttækustu breytingarnar felast í milljarða samdrætti í útgjöldum til samgöngumála, iðnaðarmála, niðurgreiðslna og dóms- og kirkjumála, en aukningu á útgjöldum til heil- brigðis- og tryggingamála, fé- Efasemdir um ráðstafanir ríkisstjórnarinnar Fiskiþingi lauk í gær og í fjölmörgum ályktunum þings- ins er m.a. lagt til að heildar- úttekt veröi gerö á innflutn- ings- og dreifingarmálum oliu til Islands. „Veröi þar tekið tillit til hagsmuna allra aöila. Skal að þvi stefnt að oliuverð hér á landi sé í sem mestu samræmi viö þau verö sem eru hverju sinni i ná- grannalöndum okkar,“ segir í ályktun þingsins. Um afkomu fiskvinnslunn- ar segir: „Fjárhagsstaða fisk- vinnslunnar i heild er nú verri en hún hefur verið í 20 ár. Verst er staða frystingar og rækjuvinnslu. Þrennar efna- hagsaðgerðir á þessu ári hafa ekki megnað að ráða bót á þessu,“ segir i ályktun þingsins og þar er lýst efa- semdum um að nýstofnaður Atvinnutryggingasjóður verði fær um að breyta skemmri skuldum i lengri lán, á hag- stæðari kjörum, og gera lausafjárstööuna bærilega, „það er þó forsenda þess að fjölmörg fyrirtæki geti haldið áfram rekstri á eðlilegan hátt," segir þar. Fjórir milljarðar í happdrætti „Eins og við segjum i greinargerð frumvarpsíns þá munum viö ræða þessi mál viö aöila happdrættanna. Ég bendi hins vegar á aö sam- kvæmt áætlunum er reiknað meö, aö um fjórum milljörð- um verði varið i happdrættis- kaup á næsta ári. Það er mjög umtalsverð upphæö i okkar þjóöfélagi. Til saman- buröar má benda á, að fram- kvæmdir við Blönduvirkjun eiga að vera um einn miilj- aröur og er það eitt helsta framkvæmdaáriö viö virkjun- ina,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra aðspurður um ummæli fram- kvæmdastjóra Happdrættis Háskóla íslands sem fram komu i Alþýöublaöinu í gær. Ólafur benti á að umsvif happdrættanna væru u.þ.b. fjórum sinnum stærri en stærsta framkvæmd landsins á næsta ári. „Við teljum eðli- legt að þeir sem keyþtu happdrættismiðana legóu i leiöinni fram í sameiginlegan sjóð landsmanna. Enda hefur hinn sameiginlegi sjóður staðið undir mjög mörgu af þvi sem þessir aðilar standa að, — m.a. Háskólinn. Það yrði t.d. lítið úr honum ef hinn sameiginlegi sjóður stæði ekki undir lauankostn- aði, rannsóknarkostnaði og öðru.“ Fjármálaráðherra sagöi ennfremur aö ekki væri verið að leggja eingöngu á happ- drættin, heldur á þá sem reka happdrættin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.