Alþýðublaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. nóvember 1988
7
UTLOND
Umsjón:
Ingibjörg
Árnadóttir
ENH ER TIL FOLK I CHILE
SEM HEFIIR TRÚ Á PINOCHET
Augusto Pinochet, forseti í
Chile hefur breytt um stíl.
Hershöföinginn klæöist ekki
lengur einkennisbúningum
og á kosningaáróðurs-spjöld-
um, var hann gamall maöur,
vinalegur og klæddur jakka-
fötum með bindi.
Þessi nýi stíll breytir þó
ekki þeirri staöreynd, aö á
Pinochet hvílir ábyrgð á ein-
ræöisstjórn i síöastlióin 15
ár. Frá því á árinu 1973 hafa
skyndileg mannahvörf og
morö veriö daglegt brauö.
Milljónir Chilebúa hafa
neyöst til að flýja frá fööur-
landi sínu.
Þaö má furðulegt teljast,
aö þrátt fyrir þetta, á hann
sér stuöningsmenn. I íbúö í
einu af betri miðstéttarhverf-
um í Satiago búa ung hjón,
Paulina Porcile de Diaz 26
ára og eiginmaður hennar
Rodrigo Diaz Martinez 30 ára.
Þau sögöu aö þau heföu svo
sannarlega sagt já, við nafn
Pinochet!
Paulina og Rodrigo vinna
bæói í banka og fá góö laun.
Paulina er ófrísk aö fyrsta
barni þeirra hjóna. Þau bjóða
upp á gott innlent vín, og eru
eins og flestir Chilebúar
vingjarnleg og opinská. Þeg-
ar blaðamaður spyr af hverju
hann styöji Pinochet, svarar
hann: „Þaö eru efnahagsmál-
in sem skipta mig mestu
máli. Undir stjórn Pinochet
hefur atvinnuleysi minnkaö
og miklar framfarir í félags-
málum. Svo reynir Pinochet
aö efla einkaframtakið, og
þaö gerir gæfumuninn í okk-
ar þjóöfélagi", og hann bætir
við:
„Efnahagsmálin eru í góöu
lagi í landinu nú. Verðbólgan
er aöeins 10% i augnablik-
inu, og þaö er mjög lágt stig,
miöað vió önnur lönd í S.
Ameríku. Útflutningur hefur
aukist, og við erum ekki eins
háð koparnum og áöur. Hag-
vöxtur er 5% á ári og mörg
erlend fyrirtæki hafa áhuga á
aó fjárfesta í landi okkar.
STÖÐUGLEIKI
Paulina gripur fram í og
segir: „Líttu á nágrannaríki
okkar, flest þeirra hafa komið
á lýóræöisstjórn á síöustu ár-
um og í mörgum þeirra geng-
ur allt á afturfótunum. í Perú,
er svipað ástand og var í
Chile eftir valdatöku Allende. •
í Argentínu er gífurleg verö-
bólga og þeir fá engin lán í
erlendum bönkum, svo maö-
ur tali nú ekki um Bólivíu",
segir hún.
Blaðamaður spyr: „Teljiö
þiö sem sagt aö þaö sé aó-
eins í einræðisríkjum, sem
efnahagsmál ganga vel?“
„Nei, alls ekki, ef til vill
heföi Chile náð sama hag-
vexti undir lýöræöisstjórn.
Vandamáliö er, að stjórnmála-
menn, reka pólitíkina til þess
aó veröa kosnir á ný. Þeir
hugsa meira um sína ímynd
en landsins gagn og nauð-
synjar. Við höfum nú haft
stööuga stjórn i Chile í 15 ár,
og landinu hefur vegnaó vel“,
er svarið.
FDRÐAÐ FRÁ
BORGARASTYRJÖLD
Þaö er ekki hægt aö kalla
Pauline og Rodrigo öfga-
sinna til hægri, en þau segja
stjórnarbyltingu áriö 1973
hafa veriö nauósynlega.
„Pinochet foröaði okkur frá
borgarastyrjöld og öfga-
stefnu til vinstri sem tröllríð-
ur öllu í heiminum. Allende
kom í veg fyrir aö viö gætum
fengið þær neysluvörur, sem
vió vildum fá. Mér er þaö
minnisstætt og þurfa aó fara
á fætur kl. 6 aö morgni og
standa i biðröðum“, segir
Rodrigo. Og Pauline bætir
viö: „Þaö var hræðilegt
ástand, ekkert til i búðunum
og það ástand kæmi aftur ef
við fengjum sósíalistíska rik-
isstjórn aftur!“
PYNTINGARNAR
Þegar blaóamaöur nefnir
pyntingarnar í Chile, grettir
Paulina sig. Pyntingarnar eru
viókvæmt mál, og þaö eru
ekki margir Chilebúar sem
verja slíkar gjöröir. Rodrigo
viöurkennir, að í sumum til-
fellum hafi þær gengið of
langt.
„Pyntingarnar hafa svo
sannarlega gengiö of langt,
en hvaö er aó ske í. Bangla-
desh? Þar hrynur fólkiö niður
úr sulti. Það hafa átt sér stað
hræðilegir hlutir hér í Chile,
en þeir hafa einnig átt sér
staö í öörum löndum. Margir
þeirra sem hafa verið pyntaö-
ir gætu hafa verió hryóju-
verkamenn!“ hann heldur
áfram: „Frá mínum bæjardyr-
um eru fóstureyðingar miklu
verri. Þaö er hryllilegt að af-
lífa ófædd börn, en Allende
vildi gera frjálsar fóstureyó-
ingar aö lögum“.
Þessar yfirlýsingar Rodrigo
ganga þvert á þá staðreynd,
að tugir þúsunda Chilebúa
hafa verið fórnarlömb pynt-
inga og illrar meöferöar.
Skyndilega opnast augu
blaöamanna fyrir þvi, hvaö
sárin eru djúp í samfélagi
Chile, þjóöin er tvískipt. Áóur
en hægt verður aó koma á
lýóræði, veróa þau öfl, sem
fram aö þessu hafa borist á
banaspjótum, aö sameina
krafta sína og græöa sárin.
En þá er það spurningin:
Hvernig á fólk sem hefur ver-
ió pyntað að geta unnið meö
þeim sem verja þær aðgerð-
ir?
Rodrigo og Paulina sitja
við eldhúsboröið, tala saman
og hlæja. Þrátt fyrir aö þau
séu stuóningsmenn herfor-
ingjastjórnarinnar, er hvorki
hægt að segja að þau séu
vont fólk né kaldlynd.
Paulina og Rodrigo vinna
bæöi hjá stórum bandarísk-
um fyrirtækjum, en Paulina
biður um aö nöfn fyrirtækj-
anna verói ekki birt. Vinnu-
veitendur þeirra höföu lagt
bann viö aö starfsfólk lýsi
yfir pólitískum skoöunum
sínum. Þeim finnst líka sjálf-
um óviturlegt aö stimpla sig
eitt eóa neitt opinberlega.
Þeim er Ijóst aö Pinochet
veröur ekki við völd að eilífu,
þvi hershöfðinginn er oröinn
72 ára gamall.
Þegar blaöamaóur ekur í
leigubíl gegnum borgina á
heimleið, segir leigubilstjór-
inn honum, aö uppþot hafi
veriö i flestum fátækrahverf-
um borgarinnar. Fólkið setti
upp vegatálmanir og lögregl-
an skaut á mannfjöldann
meö haglabyssum. Tveir 14
ára unglingar voru drepnir i
óeirðunum.
Þessi hörmulegi atburöur
og fleiri af sama toga spunn-
ir, virðast vera óravegu frá
þeim veruleika, sem Paulina
og Rodrigo lifa í. Fyrir ókunn-
an blaóamann er erfitt aó
skilja þá staðreynd, aó ungt
og elskulegt fólk, verji þessi
óhæfuverk meö því aó nefna
fóstureyðingar og eða
Bangladesh!
(Det fri Aktuelt.)
„Þegar Allende var
við völd, voru
verslanir tómar og
maður varð að fara
á fœtur kl. 6 til að
standa í biðröð, ef
von var á vörum.
Herforingjastjórnin
kom reglu á hlut-
ina, og efnahagur
Chile hefur aldrei
staðið með slíkum
blóma. “ Þessa
furðulegu fullyrð-
ingu settu ung hjón
í Chile fram, við
blaðamann Det fri
Aktuelt nokkrum
dögum fyrir kosn-
ingarnar í Chile.
Paulina Porcile Diaz og eiginmad-
ur hennar, Rodrigo Diaz Martinez,
eru á ööru máli en flestir samland-
ar þeirra i Chile.