Alþýðublaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 5. nóvember 1988 TILBOÐ óskast í eftirtaldar bifreiöar og tæki sem veröa til sýnis þriðjudaginn 8. nóvember 1988 kl. 13-16, í porti bak viö skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík og víðar. Tegundir Árg. 1. stk. Subaru 1800 (skemmdur eftir veltu) 1987 3 stk. Subaru 1800 station 1983 1 stk. Subaru Pic-up 1983 1 stk. Lada 1500 station 1986 2 stk. Ford Econoline E150 1980-82 1 stk. Dodge Van sendibifr. 1982 1 stk. Dodge Van B-200 fólksfl. 1979 1 stk. Mazda E-2200 Double Cab pic-up 1987 1 stk. Volkswagen Double Cab fólks/vörub. 1984 1 stk. Volkswagen Double Cab fólks/vörub. diesel 1983 1 stk. Chevrolet 4x4 pic-up diesel m/húsi 1982 2 stk. Chevrolet 4x4 pic-up bensín m/húsi 1979-80 1 stk. GMC 4x4 pic-up bensín m/húsi 1981 1 stk. UAZ-452 4x4 bensín 1985 1 stk. Mitsubishi L-300 Minibus 4x4 1984 2 stk. Mitsubishi Pajero diesel 4x4 1983 2 stk. Isusu Trooper diesel 4x4 1982 1 stk. MMC L-200 pic-up 4x4 1982 3 stk. Lada Sport 2121-5 4x4 1982-88 Til sýnis hjá birgðastöð Pósts og síma Jörfa. 1 stk. Lada Sport 4x4 (skemmdur eftir umf.óh.) 1987 1 stk. Fiat 127 GL (skemmdur eftir umf.óh.) 1985 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Akureyri. 1 stk. Subaru 1800 station 4x4 1983 Tilboðin veröa opnuð sama dag kl. 16.30 aí við- stöddum bjóðendum. Réttur er ásklinn til að hafna tilboðum sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTQFNUN HIKISINS, Borqartuni 7. 105 Reykjavik._ Geðhjálp Aðalfundur Aðalfundur Geðhjálpar verður haldinn fimmtudag- inn 10. nóv. kl. 20.00 í félagsmiðstöð félagsins að Veltusundi 3b, Reykjavík. Venjuleg aðalfundarstörf Nýirfélagar velkomnir. Kaffi. Mætum öll. Stjórnin Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Kirkjusandur Laugarnes — Klettur Tillaga að deiliskipulagi svæðis, sem afmark- ast að sunnan af lóöarmörkum SÍS og SVR á Kirkjusandi, að austan við austanverðan Laug- arnesveg, af Kleppsvegi sunnanverðum og norðaustast austan við lóð Stálumbúða vió Sundagarða, auglýsist hér með samkvæmt gr. 4.4 í skipulagsgerð nr. 318/1985. Tillagan er samstarfsverkefni Borgarskipulags, Borgarverkfræðings og Reykjavíkurhafnar. Skipulagstillagan verður til sýnis hjá Borgar- skipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 4. hæð frá kl. 8.30 til 16.00 alla virka daga frá 7. nóvember til 7. desember. Athugasemdum eða ábendingum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega til Borgarskipulags innan auglýsts kynningartíma. Borgarskipulag Reykjavíkur Borgartúni 3 105 Reykjavík T MINNING t STEFÁN J. GUÐMUNDSSON F 26. okt. 1899 D. 29. okt. 1988 í dag er jarösunginn frá Hveragerðiskirkju Stefán Jóhann Guðmundsson bygg- ingameistari og fyrrverandi hreppstjóri í Hveragerði. Stefán var fæddur 26. októ- ber 1899 og hafði þrjá daga á nítugasta ár þegar hann lést. Stefán var sonur hjónanna Valgerðar Árnadóttur frá Grænanesi í Norðfirði og Guðmundar Stefánssonar frá Hólum í sömu sveit. Var hann elstur níu systkina, átta kom- ust til fullorðinsára, af þeim eru fimm á lífi. Stefán nam trésmíði hjá Stefáni Runólfssyni á Seyðis- firði. Að námi loknu kemur Stefán aftur heim á Norð- fjörð, þar sem hann er kosinn í fyrstu bæjarstjórnina, þegar Neskaupstaöur fær kaup- staðarréttindi 1929, síðan endurkosinn 1930 og 1934. Á þessum árum stjórnaði Stefán m.a. verklegum fram- kvæmdum bæjarins og hafði auk þess mikil afskipti af félagsmálum. Þann 31. des. 1931 kvænt- ist Stefán eftirlifandi konu sinni, Elínu Guðjónsdóttur frá Eyrarbakka og hófu þau búskap á Norðfirði. Elín er gáfuð og mikilhæf kona, þetta var þeim báöum gæfu- spor. Vorið 1935 flytja Elín og Stefán frá Norðfirði, Stefán fer að vinna að Reykjum í Ölfusi, þar sem síðar varð Garðyrkjuskólinn, þau fá leigt húsnæði i Gljúfurholti, og eru þar fyrsta veturinn, flytja síðan i Hverageröi, eru þar i leiguhúsnæði, þar til eigið hús er tilbúið 1937. Þau byggöu á gróðurlausum mel við hverasvæðið, húsið nefndu þau Laufás, eftir húsi foreldra Stefáns í Norðfirði. Á þessum árum var byggð- in í Hveragerði ekki mikil, að austanverðu við hús þeirra Elínar og Stefáns var Fagri- hvammur, Lækjarbakki, Varmilækur og Grund, að vestan og norðanverðu Melur, Símstöðin, Helgafell, Hvera- bakkar, Önnuberg, Lauga- land, Sólbakki, Ásar, Brekka, Varmahlíð, þinghúsið og Barnaskólinn. Nokkrir sumar- bústaðir voru vestan og norð- an við hverasvæðið. Húsiö sem Elín og Stefán byggðu varð síðanheimili þeirra í fimmtíu ár, þaö stend- ur við aðalgötu bæjarins og þar í kring hefur um árabil verið fagur gróðurreitur. Þau Elín og Stefán eignuð- ust sex börn, fimm syni og dóttur sem þau misstu unga. Synirnir eru: Árni Geir, kvæntur Aðalbjörgu Árna- dóttur, Unnar, kvæntur Maríu Ólafsdóttur, Guðmundur, kvæntur Erlu Valdimarsdótt- ur, Guðjón kvæntur Guðrúnu Broddadóttur og Atli, ókvæntur. Barnabörnin eru tólf og 1 barnabarnabarn. I vaxandi þéttbýliskjarna, var að sjálfsögðu mikill feng- ur að fá til starfa húsasmið með færni og kunnáttu, sem menn hugðu gott til, og Stefán stóð að teiknun og byggingu fjölmargra íbúðar- og gróöurhúsa sem þá voru óðast að rísa. Fyrsta húsið sem hann byggði var gripa- hús að Reykjum i Ölfusi, þar sem síðar reis Garðyrkjuskóli ríkisins og við lok langs og farsæls starfsferils var nýtt skólahús við Garðyrkjuskól- ann síðasta byggingin sem hann sá um. Stefán var einn af stofn- endum og fyrsti formaður • Verkalýðsfélags Hveragerðis sem nú er Verkalýðsfélagiö Boðinn. Hann var lengi for- maður Iðnaðarmannafélags Hveragerðis, sem fulltrúi þessara félaga sat hann bæði Iðnþing og þing Alþýðusambandsins. Þá var Stefán einn af stofn- félögum Alþýðuflokksfél. í Hveragerði og lengi formaður þess, hann fylgdi Alþýðu- flokknum að málum alla tíð og var einn af virtustu mál- svörum hans í Árnessýslu. Hreppsstjóri Hveragerðis- hrepps varð Stefán 1948 og gegndi því starfi í tæp 32 ár, sem hreppsstjóri var hann jafnfram umboðsmaður jarð- eigna ríkisins meðan þaö land sem Hveragerði stendur á var í ríkiseign, þá var hann formaður kjörstjórnar við alþingiskosningar og sat margsinnis i kjörstjórn við sveitarstjórnarkosningar og í framtalsnefnd fyrir Hvera- gerðishrepp. Þá var hann for- maður stjórnar Sparisjóðs Hveragerðis meðan hann starfaði og umboðsmaður Brunabótafélags íslands í Hveragerði á annan áratug. Heimili þeirra Elínar og Stefáns stóð við aðalgötuna í Hveragerði, það var ætíð rek- ið með miklum myndarbrag og virt af öllum sem til þekktu. Um árabil áttu flestir Hvergerðingar þangað erindi, þegar Stefán gegndi störfum hreppstjóra og umboðs- manns Brunabótafélagsins og Elín var með umboð fyrir öll happdrættin. Á öllum tímum var vel tekið á móti þeim sem þang- að komu. Þau héldu heimili I sinu gamla húsi þar til þau fóru á Hrafnistu í Reykjavík fyrir rúmlega einu ári. Atvikin höguðu því þannig til að síðustu mánuðina sem þau bjuggu í Hveragerði var ég nær daglegur gestur á heimili þeirra, þá var heilsu Stefáns farið að hnigra og hann átti orðið erfiðara með að tjá sig. Þá talaði Stefán oft um það að hann væri sáttur við það að fara að kveðja þetta líf, sitt hlutverk væri á enda. Hann hefði átt góða konu og gott heimili, þau hefðu haft barnalán, og notið hér í Hveragerði virð- ingar og trausts, fyrir það var hann íbúum Hveragerðis þakklátur. Ég flyt kveðjur og þakkir frá mér og fjölskyldu minni fyrir áratuga kynni, þær kveðjur eru einnig frá stórum hópi Hvergerðinga sem hafa ' haft kynni og átt samskipti við Stefán Guðmundsson á liðnum áratugum. Eftirlifandi eiginkonu, son- um og fjölskyldum þeirra eru færðar samúðarkveðjur. Þeim fækkar óðum frumbyggjum Hveragerðis, einn af þeim mætustu er kvaddur í dag. Blessuð sé minning Stefáns Guðmundsson. Guðmundur V. Ingvarsson REY K JMJÍKURBORG JlíUCMn, Stöiwi Seljahlíð Hjallaseli 55 Sjúkraþjálfari óskast í hlutastarf frá 1. janúar 1989. Einnig gefst kostur á að vinna sjálfstætt hluta úr degi. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 73633 milli kl. 10.00-12.00 alla virka daga. ÚTBOÐ Ólafsvíkurvegur, Núpá — Skógarnesvegur 1988 Y Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 4.3 km, fyllingar og burðarlag 47.000 m3. Verki skal lokið 1. júlí 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og Reykjavík (aðal- gjaldkera) frá og með 8. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 21. nóvember 1988. Vegamálastjóri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.