Alþýðublaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 8
MÐUBieiB Laugardagur 5. nóvember 1988 Gatasigtið ríkissjóður KRAFLA ER KOMIN TIL ÚTLANDA Nokkur vel valin orð um nkisútgjöld fyrr og síðar — er munur á því hvað við eyðum nú og hvað við eycldum fyrir 10 árum? Ó já . Rikissjóöur íslands ætlar aö leggja út i 76.131 milljón króna útgjöld á næsta ári. Megnið af þessum útgjöldum eru mörkuö af lögum og tak- markað sem rikisstjórnirnar, hægri eöa vinstri eftir atvik- um, geta umbylt á stuttum tíma. Á siðastliðnum áratug hafa á hinn bóginn átt sér stað mikilvægar breytingar á rikisútgjöldunum sem ekki sjást greinilega ára á milli. Róttækustu breytingarnar felast i milljarða samdrætti i útgjöldum til samgöngumála, iðnaðarmála, niðurgreiðslna og dóms- og kirkjumála, en aukningu á útgjöldum til heil- brigðis- og tryggingamála, félagsmála og menntamála. Útgjaldaaukning er þó allra mest vegna afborgana og vaxta af erlendri lántöku rik- issjóðs og gildir þá einu hvaða ríkisstjórn hefur staðið fyrir þeim. Hvorki svo kallaðar hægri né vinstri stjórnir hafa haldið aftur af vexti ríkisútgjalda sem hlutfall af þjóðarfram- leiðslu, þótt undantekningar finnist fyrir einstök ár. Svo skilgreint geta allar stjórnir flokkast undir skattauka- stjórnir báknsútvikkunar. Sjálfstæóisflokkurinn er jafn sekur um að hafa aukið skatta og rikisútgjöld og Al- þýðubandalagió og Alþýðu- flokkurinn um að skera niöur félagsleg útgjöld þegar því hefur verið að skipta. Fram- sóknarflokkurinn hefurein- faldlega tekið þátt i hverju því sem rekið hefur upp á fjörur. VAKNAÐ AF ORKUDRAUMI Á hverju ári er gert átak á tilteknum sviðum. Stökk- breytingar segja þó litla sögu. A undanförnum árum hafa gifurlegar breytingar á ríkisútgjöldum átt sér stað smám saman. Kökunni frægu, hversu stór sem hún á annað borð er, er nú skipt upp á allt annan hátt en fyrir fáeinum árum, þótt meginlín- an sé í flestum atriðum hin sama. Stærsta breytingin felst í fráhvarfi frá orku- draumnum stórtæka um leið og nútíminn er aö greiöa of- fjárfestingu fyrri ára dýru verði. Við erum að tala um þúsundir milljóna króna. í nýframlögðu fjárlagafrum- varpi er gert ráð fyrir 76.131 milljón króna útgjöldum. í æðstu stjórn ríkisins, þ.e. til embættis forseta íslands, Al- þingis, ríkisstjórnarinnar og fleira, á að nema 601,6 millj- ónum króna eða 0,79% út- gjaldanna. Hlutfallið hefur farið lækkandi, var að meðal- tali 0,94% á tímabilinu 1979- 1982. Ef sama hlutfall heföi gilt fyrir nýframlagt frumvarp hefðu útgjöldín verið um 114 milljónum krónum hærri. Þótt kakan hafi stækkað tek- ur æðsta stjórnin því hlut- fallslega minni skerf en áður. SVAVAR OG DENNI FAGNA Til forsætisráðuneytisins eiga á næsta ári að fara 718,3 milljónir króna eða 0,94% út- gjaldanna. (fjárlögum yfir- standandi árs var hlutfallió 0,34%. Munar auðvitað mestu um 500 milljón króna framlag til hins umdeilda At- vinnutryggingasjóðs útflutn- ingsgreinanna. Hlutfallið hafði lækkað þar áður, en verður nú svipað og á árun- um 1979-1982. Menntamálaráðuneytið á að fá 12.324 milljónir króna á næsta ári eða 16,19% út- gjaldanna. Hlutfallið hefur hækkað að undanförnu, var á síðasta áratugi lægst að meðaltali árin 1983-1987 eöa 15,40%. Ef það hlutfall gilti nú færi um 600 milljónum færri krónur í ráöuneytið á næsta ári en frumvarpið gerir ráð fyrir. Á hinn bóginn er hlutfallió nú íviö lægra en í fjárlögum yfirstandandi árs. Utanríkisráðuneytið tekur almennt ekki miklum sveifl- um. Stóru liðirnir þar eru lög- gæslan á Keflavíkurflugvelli, sendiráðin og alþjóðastofn- anirnar (t.d. þróunarhjálpin). Nú á ráðuneytið að taka til sín 850,2 milljónir króna eða 1,12% útgjaldanna. Hlutfallið var 1,27% á árunum 1983- 1987 og á því aö lækka litil- lega, en hærra hlutfallið gæfi þó 117 milljónum fleiri krónur á næsta ári. FÓGETAR OG RÆNDUR SÁRIR Hið umdeilda landbúnaðar- ráðuneyti tekur til sín æ færri krónuren útflutnings- uppbætur er stærsti liður ráðuneytisins. Ráðuneytið á að fá til sín 2.778 milljónir krona á næsta ári eóa 3,65% útgjaldanna. Á árunum 1979- 1982 var hlutfallið að meðal- tali 4,55% og það hlutfall gæfi árinu 1989 alls 3.464 milljónir króna. Niðurskurður- inn er því um 686 milljónir króna frá þeim árum. Sjávarútvegsráðuneytið hefur stundum virst nafli landsmálanna. Þó á það nú „aðeins" að fá 2,14% útgjald- anna eða 1.632 milljónir króna. Ráðuneytið fær nú heldur meiri skerf en fyrir nokkrum árum og fékk 1,74% að meöaltali árin 1979-1982. Slíkt hlutfall gæfi á næsta ári 307 milljónum færri krónur á næsta ári en frumvarpið seg- ir. Dóms- og kirkjumálaráöu- neytið hefur þurft að mæta niðurskurði hlutfallslega, þjóðkirkjan að vísu undan- skilin. Ráðuneytiö skal fá á næsta ári 3.417 milljónir króna eða 4,49% útgjald- anna. Hlutfallið var 5,90% að meðaltali árin 1979-1982 og hefði það hlutfall þýtt 4.492 milljónir á næsta ári. Má því segja að ráóuneytið eigi að fá rúmlega 1 milljarði minna en þegar best lét síðustu ár- in. Munar um minna. FÉLAGSMÁL OG HEILBRIGDISMÁL í ÖNDVEGI Félagsmálaráðuneytið snertir margan manninn sem stendur í húsnæðismálum og sveitastjórnir landsins mæna þangað títt. Mikið átak var gert í peningum talið árið 1985 í útgjöldum bygginga- sjóðanna en það átak hefur hlutfallslega dregist saman. Á næsta ári stendur til að ráðuneytið verji til sinna mála 3.254 milljónum króna eða 4,27% útgjaldanna. Það er lægra hlutfall en gilti að meðaltali 1983-1987, en á ár- unum 1979-1982 var hlutfalliö „aðeins" 2,92%. Frá þeim tíma á þvi nú að verja rúm- lega 1 milljarði fleiri krónum, þótt hlutfallið hafi lækkaö frá því sem það var hæst. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið er fjárfrekast allra ráðuneyta og kannski ekki að undra. Rúmur helm- ingur rennur til Trygginga- stofnunar ríkisins vegna tryggingamálefna, en þaö hlutfall fer þó lækkandi. Ráðuneytió fær í heild á næsta ári 29.605 milljónir króna eóa 38,89% útgjald- anna. Utgjöld ráðuneytisins voru að meðaltali 36,49% ár- in 1983-1987. Slíkt hlutfall heföi gefió 1.825 milljónum færri krónur á næsta ári en fyrirhugað er. Þess má geta að hlutfall tryggingamála hef- ur Iækkað úr 28,5% í 23% á sama tíma og hlutfall heil- brigðismála hefur hækkað úr 8,25% i 15,71%. Áherslur hafa því breyst innan ráöu- neytisins undanfarin ár. Fjármálaráðuneytið á að fá 3.627 milljónir á næsta ári eða 4,76% útgjaldanna. Stærstu liðirnireru uppbæt- ur á lifeyri og „launa- og verð- lagsmár. Þetta samsvarar í heild rúmlega 600 milljónum fleiri krónum en lög ársins gera ráð fyrir. RÁÐUNEYTIN SEM MÆTA AFGANGI Samgönguráðuráðuneytið, iðnaðarráðuneytið og við- skiptaráðuneytið hafa á und- anförnum árum þurft að mæta umtalsverðum niður- skurði, ráðuneytin 3 hátt í 10 milljarða króna miðað við eitt ár. Samgönguráðuneytið, þar sem vegamálin vega þyngst, á að fá 4.877 milljónir króna á næsta ári eða 6,41% útgjald- anna. Hlutfall ráðuneytisins var hins vegar 9,70% að með- altali árin 1979-1982. Slikt hlutfall gæfi ráöuneytinu nú 2.508 milljónum króna fleiri krónur, þar af 1.851 milljónir vegna vegamála. lönaðarráðuneytið er varla svipur hjá sjón nú orðið. Það á að fá á næsta ári 1.220 milljónir króna eða 1,60% út- gjaldanna. Árin 1979-1982, þegar sjálfstæðismenn voru með ráðuneytið 1983-1987 var hlutfallið að meðaltali 7,09%. Slíkt hlutfall nú gæfi alls 5.400 milljónir króna og blas- ir því við að ráðuneytið hefur verið skorið niður um rúm- lega 4 milljarða króna frá þvi sem best lét. Þarna er aö finna mestu breytinguna á út- gjöldum rlkisins á undanförn- um árum og nær allt á sviði orkumálanna — Kröfludraug- urinn er að komast í bönd. Útgjöld viðskiptaráðuneyt- isins hafa að mestu verið fólgin í niðurgreiðslum og styrkjum. Níðurgreiöslur hafa farið lækkandi til muna á undanförnum árum en hald- ast um það bil 97% af út- gjöldum ráðuneytisins. Á næsta ári á ráðuneytið að fá 3.714 milljónir króna eða 4,88% útgjaldanna. Hlutfallið var hins vegar 8,50% að með- altali á árunum 1979-1982 og slíkt hlutfall hefði á næsta ári gefió rúmlega 6.300 millj- ónir króna. Niðurskurðurinn á þeim slóðum samsvarar því nær 2,6 milljörðum króna frá þeim tíma. ARFUR BARNANNA GJÖRIÐi SVO VEL Sá liður sem ekki síst hef- ur bundið hendur fjármála- ráðherranna og annarra stjórnarherra nefnist því sak- lausa nafni „Fjárlaga- og hag- sýslustofnun". Sú stofnun annast æ vaxandi erlendar lántökur ríkissjóðs, þ.e. að sjá um afborganir og vexti þess- ara lána. A næsta ári verður samkvæmt frumvarpinu varið 7.422 milljónum króna til þessa óvinsæla „ráðuneytis“ eða 9,75% útgjaldanna. Þarna má tala um umturnun, þvi á árunum 1979-1982 var hlutfallið „aðeins" 2,56%. Slíkt kærkomið hlutfall hefði þýtt 1.950 milljón króna út- gjöld á næsta ári. Því má segja að afborganir og vaxta- greiðslur af erlendum lánum hafi heft ríkissjóð um tæp- lega 5,5 milljarða á einu ári. Þetta samsvarar í hnotskurn því sem ríkisstjórnin ætlar á næst árf að verja til húsnæð- ismála, sjávarútvegsmála, menningarmála og iðnaðar- mála. Það samsvarar um leið öllum niðurskurðinum til samgöngumála og niður- greiðslna og rúmlega það, FÞG ÞANNIG SKIPTAST RÍKISÚTGJÖLDIN Ef lesandinn ímyndar sér að ríkisútgjöldin samsvari 100 krónum í hvert skipti getur hann séð á eftirfarandi töflu hvernig ríkisstjórnirnar hafa varið þeim krónum. Taflan gefur ekki til kynna umfang ríkisútgjaldanna heldur hvernig kökunni hefur verió skipt, annars vegar 1979-1982, á árum „vinstri" stjórna og hins vegar 1983-1987, á tímum „hægri“ stjórna, sam- kvæmt ríkisreikningum og síðan skiptingin samkvæmt fjárlögum fyrir yfirstandandi ár og samkvæmt nýframlögðu fjárlagafrumvarpi. Þannig má sjá að af hverjum 100 krónum ætlar núverandi stjórn að verja 55 krónum og 8 aurum samtals til heilbrigðis-, trygginga- og menntamála á næsta ári. Útgjöld Útgjöld Fjárlög Frumvörp Ráðuneyti ’79—’82 ’83—’87 ’88 ’89 Æðsta stjórn 0,94 0,89 0,86 0,79 Forsætisráðuneytið 0,89 0,47 0,34 0,94 Menntamálaráóuneytið 15,79 15,40 16,45 16,19 Utanríkisráðuneytið 1,20 1,27 1,07 1,17 Landbúnaðarráðuneytið 4,55 4,13 3,80 3,65 Sjávarútvegsráðuneytið 1,74 2,11 2,37 2,14 Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 5,90 5,20 4,91 4,49 Félagsmálaráðuneytið 2,92 4,46 4,55 4,27 Heilbrigðis- og tryggamálaráóuneytið .... 36,95 36,49 39,70 38,89 Fjármálaráóuneytið 4,08 3,93 4,34 4,76 Samgönguráðuneytið 9,70 8,29 7,10 6,41 Iðnaðarráðuneytið 4,19 7,09 1,76 1,60 Viðskiptaráðuneytið 8,50 4,13 4,67 4,88 Erlend lán og fleira 2,56 6,06 7,66' 9,75

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.