Alþýðublaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. nóvember 1988 5 UMRÆÐA Jón Sigurösson ráðherra skrifar Stundarvandi í stærra samhengi Framtíðin — Island og Evrópa „Með óábyrgum iillögufiutningi i rikisstjórn dæmdi Sjálfstæðisflokkurinn sig frá landsstjórninni, hann vék undan ábyrgðinni á þvi að takast á við aðsteðjandi vanda þegar mest reið á,“ segir Jón Sigurðsson m.a. í grein sinni. Við höfum heyrt marga stjórnarandstæðinga finna ríkisstjórninni og flokkunum, sem að henni standa, flest til foráttu. Alþýðuflokkurinn hefur ekki fariö varhluta af þessari gagnrýni. Hann hefurveriö sakaður um að hafa gefist upp á því að framfylgja þeirri stefnu sem hann hefur boöað undanfarin ár. Það eru eink- um fulltrúar Sjálfstæöis- flokksins sem hafa haldið þessu fram. Ég segi það hér og nú að þetta er rangt, al- rangt. Allt tal um haftabú- skap og ölmusur til atvinnu- vega er fjarstæða. STEFNA ALÞÝÐUFLOKKSINS Alþýðuflokkurinn hefurá undanförnum árum beitt sér fyrir umbótum í efnahags- málum sem byggja á auknu frjálsræði með minni afskipt- um ríkisins af atvinnurekstri og aukinni áherslu á mark- aðsbúskap. En þetta er engin trúarsetning. Aukinn mark- aösbúskapur er ekki mark- mið í sjálfu.m sér. Þessi stefna er einfaldlega það sem reynslan sýnir að er vænlegasta leiðin til þess að treysta efnahagslífið sem undirstööu velferðarríkis og réttlátara þjóðfélags á íslandi. FYRSTU AÐGERÐIR RÍKISSTJÓRNARINNAR Þvi fer fjarri, að þær að- geröir í efnahagsmálum sem rikisstjórnin hefur gripið til og felast einkum í timabund- inni launa- og veróstöðvun, verðjöfnun til fiskiónaðarins og skuldbreytingar- og hag- ræðingarlánum til fyrirtækja í útflutningsgreinum, séu til marks um að Alþýðuflokkur- inn hafi gefist upp við að fylgja stefnu sinni. Það er ekki uppgjöf að þora að tak- ast á við aðsteðjandi vanda. Ég minni á að viðreisnar- stjórnin greip á sfnum tíma til slíkra ráðstafana við líkar aðstæður. VERÐBÓLGA EDA ATVINNULEYSI? Ég biö menn að hugleiða hvað hefði gerst ef ekki hefði verið gripið til aðgerða af þessu tagi nú. Annað af tvennu: Veröbólga hefði ætt hér upp úr öllu valdi í kjölfar vonlausrar tilraunar til að bæta afkomu útflutningsfyrir- tækja meö stórfelldri gegnis- fellingu — eöa — atvinnu- leysi hefði skollið á þegar fyrirtæki í sjávarútvegi og iðnaði hefðu lokað unnvörp- um. Alþýðuflokkurinn vildi ekki bera ábyrgð á slíkri þró- un. Hann vildi taka tafarlaust á vandanum. Hér á landi hefur á siðustu árum geisað útgjaldaþensla á öllum sviðum, hjá hinu opinbera, hjá fyrirtækjum og hjá einstaklingum og fjöl- skyldum. Þrátt fyrir uppgang i sjávarútvegi og tilraunir stjórnvalda til að hamla á móti aukningu útgjalda hefur meiru verið eytt en aflað hef- ur verið. Þétta hefur haft í för með sér að verðlag og fram- leiðslukostnaður innanlands hefur hækkað mun meira en ■ erlendis. Þetta hefur þrengt að afkonnu útflutningsgreina. Ofan á þetta bætist að þjóð- arbúið hefur orðið fyrir veru- legum áföllum á þessu ári. Afli hefur dregist saman og verð á sjávarafurðum á er- lendum mörkuðum hefur lækkað. Horfurnar fyrir næstu misseri eru því miður ekki bjartar. Á siðastliðnu sumri blasti við ófremdarástand með óða- verðbólgu eða atvinnuleysi ef væri ekki tekið fast í taum- ana. Þar var ekki um marga kosti að velja. Niöurfærslan, sem svo hefur verið nefnd, var ekki framkvæmanleg — og — gengisfelling hefði ekki orðið til annars en að magna upp verðbólguna. Það var í raun ekki annarra kosta völ en fara þá leið sem varð fyrir valinu við myndun núver- andi ríkisstjórnar. Hún er: Að freista þess að færa verð- bóigu hér niður með tíma- bundinni verð- og launa- stöðvun og bæta um leið af- komu útflutningsfyrirtækja með verðjöfnun til fiskiðnað- arins og lengingu lána. LÍFSNAUÐSYNLEGT HLÉ Þetta eru auðvitað tima- bundnar ráðstafanir. Þær leysa ekki vandann til tram- búðar. En þær skapa stöðug- leika i verðlagsmálum sem er forsenda vaxtalækkunar og gefur tóm til að móta með fjárlögum og lánsfjárlögum umgjörð fyrir efnahagslifið þegar verðstöðvunartímabil- inu lýkur á næsta ári og kjarasamningar verða lausir á ný. Samdrætti í þjóðartekjum þarf að jafna á landsmenn með sanngjörnum og réttlát- um hætti. Við gerð kjara- samninga á næsta ári getur skipt sköpum að verðbólga hafi náðst niður á svipaö stig og i helstu viðskiptalöndum og vextir hafi lækkað. Það var því lífsnauðsyn að fá þetta hlé frá sífelldum verðlagshækkunum og nota það vel. TILLÖGUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Ég vil minna þingmenn Sjálfstæðisflokksins á — einkum þá þingmenn sem nú hafa hæst um að Alþýóu- flokkurinn hafi brugðist stefnu sinni — að nákvæm- lega þessi leið var einmitt annar meginþátturinn I tillög- um sem formaður Sjálfstæð- isflokksins, þáverandi for- sætisráðherra, lagði fram á síðustu dögum fyrri ríkis- stjórnar. Með þessari tillögu viðurkenndi hann að kring- umstæðurnar krefðust beinna afskipta stjórnvalda af verðlags- og launamálum og af afkomu útflutningsfyrir- tækja og að gefa þyrfti ákveðna leiðsögn fyrir lækk- un vaxta. Og ég vil i allri hóg- værð minna háttvirtan 1. þingmann Suðurlands á að hann gerði sjálfur tillögu um breytingar á lánskjaravísitöl- unni sem eru því næst hinar sömu og núverandi ríkis- stjórn hefur ákveðið að beita sér fyrir. Þegar þetta allt er skoðað sést að gagnrýni sjálfstæðismanna fellur um sig sjálfa. Hinn þráðurinn I tillögu formanns Sjálfstæðisflokks- ins og sá sem varð til þess að upp úr stjórnarsamstarf- inu slitnaði gekk hins vegar þvert á það meginmarkmið að koma hér á efnahagsleg- um stöðugleika. Lækkun söluskatts á matvælum hefði gert það verk enn erfiðara sem nú er einna brýnast að vinna að en það er að ná jafnvægi i ríkisbúskapnum. Þaö eru til aðrar leiðir betri og skilvirkari en laékkun söluskatts á matvælum til þess að verja kjör þeirra sem lægstar hafa tekjur. Alþýðu- bandalagsmenn hafa viður- kennt þetta I verki með þátt- töku sinni I þessari rfkis- stjórn. Þeireru menn að meiri. Sjálfstæðisflokkurinn gerði hins vegar ófullnægj- andi tillögur um tekjuöflun fyrir ríkissjóð og lækkun ríkisútgjalda. Með óábyrgum tillöguflutningi i ríkisstjórn dæmdi Sjálfstæðisflokkurinn sig frá landsstjórninni, hann vék sér undan ábyrgðinni á því að takast á viö aðsteðj- andi vanda þegar mest reið á. Þaö er grátbroslegt að hlusta á þingmenn Sjálf- stæðisflokksins gagnrýna aðra fyrir aö hafa þor til að standa fyrir ráðstöfunum, sem þeir höfðu sjálfir viður- kennt að væru nauðsynlegar. DÓMUR SJÁLFSTÆÐISMANNS Formaður ráögjafarnefnd- arinnar, sem þáverandi for- sætisráðherra skipaði á sið- astliðnu sumri til að gera til- lögur um lausn þess vanda, sem steöjaði að útflutnings- greinunum, en hann er einnig formaður fulltrúaráðs Sjálf- stæðisflokksins i Vestfjaróa- kjördæmi, Einar Oddur Kristjánsson, segir I tímarits- viðtali nýlega: „Það er ferlegt að Sjálf- stæðisflokkurinn skyldi hætta forystu þegar fram- leiðsluatvinnuvegirnir liggja á hliðinni. “ Þetta er þungur áfellis- dómur yfir forystu Sjálfstæð- isflokksins. Þessi bjargvætt- ur Sjálfstæðisflokksins telur að eigin flokksforysta hafi sleppt árunum i brimróðrin- um og hlaupið fyrir borð. FRAMTÍDIN - ÍSLAND OG EVRÓPA Myndun núverandi rikis- stjórnar bar brátt að og hún varö að grípa til umfangsmik- illa efnahagsráðstafana án tafar. Þetta hefur sett svip á starf hennar fyrstu vikurnar. En það er ákaflega brýnt að menn missi ekki sjónar á langtimamarkmiðum i stans- lausri glímu við stundar- vanda. Ég ætla að tæpa á nokkrum atriðum sem varða framtíðina. Horfur um afturkipp í sjávarútvegi á næsta ári setja á ný I brennidepil nauðsyn þess að auka fjölbreytni í is- lensku atvinnulífi. Öll þjóðin er sammála um það að nýta eigi orkulindirnar til atvinnu- uppbyggingar. Þetta hefur þó gengið heldur hægt hin síð- ari ár. Nú gæti hins vegar verið lag til þess að auka hér álframleiðslu til mikilla muna með hagkvæmum samning- um við erlend fyrirtæki. Á vegum iðnaðarráðuneytisins er unnið að undirbúningi auk- innar álframleiðslu og virkj- ana sem því tengjast. Þetta starf miðar meðal annars aö því að tryggja að ströngustu kröfur um umhverfisvernd og hollustuhætti ávinnustað verði uppfylltar og að fram- kvæmdir falli sem best að islensku atvinnulifi. Kannað verður hvort hagkvæmt sé að koma á fót fyrirtæki sem vinnur úr bráðnu áli og jafn- framt hugað að framtíóarupp- byggingu áliðnaðar með tilliti til æskilegrar þróunar búsetu í landinu. Þá eru nú framundan mikl- ar breytingar á atvinnu- og viðskiptalífi i helstu við- skiptalöndum íslendinga þegar á verður komið innri markaði Evrópubandalags- rikja árió 1992. Til þess að íslendingar geti staðið sig í ’alþjóðasamkeppni á næstu árum verða þeir að taka mið af þessum breytingum og gera nauðsynlegar umbætur á skipan islenskra efnahags- mála og búa íslensku at- vinnulífi sömu frjálsræðis- kjör og tíðkast annars staðar í Evrópu. Þar er ekki síst um að ræða umbætur á fjár- magnsmarkaði og endur- skipulagningu í bankastarf- semi sem i reynd eru for- sendur varanlegrar lækkunar vaxta. Það þarf að setja lög- gjöf um verðbréfaviðskipti og eignarleigustarfsemi en um það hef ég flutt frumvörp hér i þinqinu nú í haust. Það þarf aö eíla innviði bankakerfisins með samruna lánastofnana og það þarf að auka aðhald að fjármagnskostnaði innan- lands með þvi að heimila erlenda samkeppni á fjár- magnsmarkaði hér í auknum mæli. En breytingamar sem í vændum eru snerta fjöl- marga aðra þætti i viðskipt- um Islendinga við þjóðir Evrópu. Það er viðamikið verk að undirbúa þær breytingar sem hér þarf að gera. Ríkis- stjórnin mun vinna ötullega að því. Hún er mynduö til þess að-taka á vanda en ekki til að víkjast undan honum. Hún er mynduð til þess að tryggja að íslendingar búi sig af raunsæi undir framtíöina, framtíð sem verður björt ef við kunnum fótum okkar for- ráð i nútíóinni. Þannig mun ísland halda sínum hlut meðal þjóða. Höfundur er viðskipta- og iðnaðarráðherra. Greinin er byggð á ræöu sem ráðherra flutti við umræður i sameinuðu þingi um stefnuræðu forsætis- ráðherra þ. 3. nóvember sl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.