Alþýðublaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.11.1988, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 5. nóvember 1988 MÞYÐUBMÐIÐ Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson, Haukur Hólm og Sólveig Ólafsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdis Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsfminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. ER ÍSLENSK TUNGA OG MENNING AÐ HVERFA? Þeim fjölgar stööugt sem hafa af því verulegar áhyggjur hvert íslenskt mál og íslensk menning stefnir. Á undan- förnum áratugum hefur íslensk tunga tekið hrööum og ógnvekjandi breytingum, og erlend áhrif, einkum af ensk- um uppruna hafa sett mark sitt æ sterkará máliö. Samfara enskuáhrifum í íslensku máli, hefur bandarísk menning og amerískt hugarfar rutt sér meira til rúms meö hverju árinu sem líður. Meö tilkomu fleiri kvikmyndasalaá íslandi og einkum á höfuöborgarsvæöinu, fleiri sjónvarps- og útvarpsrásum, myndbandavæöingu og annarri tækni- þróun, hafa hin bandarísku áhrif orðiö máttugri og vold- ugri. Þjóö sem telur aóeins um 250 þúsund sálir á í vök aö verjast gegn ágengd menningaráhrifa stórvelda sem Bandaríkjanna, þótt rætur heföa okkar og sögu skjóti djúpum rótum. En hljóti gróöur málkenndarog menningar ekki tilhlýðilega og jafna næringu er hann fljótur aö visna. Og hverfi tunga okkar og menning er stutt í aó einkenni okkar sem smáþjóöar og sjálfstæöi hverfi ennfremur. Alþýöublaöiö birti í gær athyglisvert viötal vió Kristján Árnason dósent í íslenskri málfræöi við Háskóla íslands, þarsem fram koma þungaráhyggjurhans af enskum áhrif- um á tungu okkar og menningu. Kristján bendir meöal annars á að þessi áhrif séu ekki lengur staðbundin. Hann segir svo frá í viðtalinu: „Ég var t.d. staddur noröur á Langanesi um daginn og gisti þar á hóteli. Meó morgun- matnum fengum viö ameríska sápuóperu, og starfsfólkiö mátti varla vera aö því að sinna okkur því þaö var aö fylgj- ast meö einhverjum framhaldsflokki þar sem amerískir „senatorar" og „stórbissnessmenn“ áttu í miklum erfiö- leikum meö sitt sálarlíf." Kristján Árnason bendirá, aö málkennd íslenskrabarna sé aö breytast meö aukinni enskuþekkingu þeirra. Meöal annars sé svo komió, aó mörg þeirra veröi aö þýöa íslensk orö yfir áensku til aö skilja þýöingu orðannaog nefnir um þetta dæmi. Kristján segir ennfremur, aó mörg börn séu orðin tvítyngd, þ.e.a.s. tali tvær tungur, íslensku og ensku. Þessi börn sem flestöll hafa lært ensku af sjónvarpi, geta hæglega oröiö frumherjar þeirra kynslóða sem eiga eftir að leggja íslensku niöur sem þjóðtungu. „Máliö ber þó enn ekki nein stórkostleg merki aö enskuáhrif hafi átt sér staö,“ segir Kristján Árnason í viötalinu viö Alþýðublaðið, „en magniö af enskurfni er alveg yfirþyrmandi og þegar menn eru orónir tvítyngdir upp til hópa, er aldrei aó vita hvaó gerist." Það er ennfremur athyglisvert aö Kristján Árnason telur að íslensk menning sé í meiri hættu en tungan í dag, en veröi íslensk menning undir, sé stutt í aó málió þurrkist út. Orðrétt segir Kristján Árnason: „Þaö er menningin sem er í hættu en síðan getur tungan komið á eftir. Þá er ég semsagt aö tala um alþýðumenningu, en ekki hámenninguna. Hún er á góöri leið meö aö veröa ensk-amerísk. Mér finnst til aö mynda mjög sérkennilegt þegarveriöeraö innleiöahéramerískasiói og venjur. Þaö er t.d. veriö aö sýna amerískan fótbolta í sjónvarpinu; allt á aö vera eins og í Ameríku, þannig aö maður á aö geta borðað morgunverð noröur á Langanesi án þess aö hafa nokkra tilfinningu fyrir því að maöur sé á íslandi." Þetta eru viðvörunarorð sem öllum íslendingum ber aö taka alvarlega. í dag siglum viö sofandi aó feigöarósi banda- rískrar menningar og enskrar tungu. Viö veróum aó beita öllum tiltækurp ráóum til að verja mál okkar og menningu án þess aö einangra okkur frá umheiminum á dögum tækni og fjarskipta. Sá er vandinn. UMRÆÐA Karl Steinar Guðnason skrifar „Ég verð að játa, að það er kviðvænlegt að standa að samstarf i við þær óhilindakrákur sem dreifa þeim ósann- indum sem birtast á siðum Þjóðviljans,“ segir Karl Steinar Guðnason alþingismaður m.a. i grein sinni um skrif Þjóðviljans um trúnaðarmenn i verkalýöshreyfingunni. Ekki byrjar það fallega Allt frá því sitjandi ríkis- stjórn var mynduö og reyndar lika i stjórnarmyndunarviö- rædunum hefur Þjóöviljinn veriö aö glefsa i mig, Karvel Pálmason, Guðmund J. Guð- mundsson og Þórð Ólafsson, sem allir gegna trúnaðarstöð- um í Verkalýðshreyfingunni. Megininntak málflutnings blaösins er um fund, sem haldinn var í stjórnarmyndun- arviöræöunum um kjaramál, dýrtíö og verðbólgu. Þessi fundur, sem og aðrir þegar rædd eru viökvæm mál viö myndun ríkisstjórnar átti aö vera lokaöur trúnaðarfundur enda eölilegt aö þeir sem ætla sér að stjórna landinu geti treyst hver öröum yfir þröskuldinn eins og oft er sagt. Ljóst er aö engu er aö treysta þegar viðhlæjendur Þjóðviljans eru annarsvegar. Ég heföi samt látið kyrrt liggja ef viðmælendur Þjóó- viljans segðu rétt frá. Þaö er fullyrt aö vió félagar höfum af miklum ákafa viljaö binda kjar.asamninga. Aö viö hefðum lýst því yfir aó samn- ingsrétturinn væri einskis virði o.s.frv. Þetta eru svo rakin ósann- indi aö engu tali tekur. Á þessum fundi var verðbólgan, lánskjaravísitalan, verö- stöðvun og okurvextir mikið til umræðu. Það var lika rætt um þau hundruó heimila, sem flosnað hetóu upp, mannlega harmleiki, og aðra erfiðleika, sem óöaveröbólg- an og vaxtaokrið' hefur valdið. Ég leyfði mér ásamt félögum mínum aö benda á að kjara- samningar verkamanna, iðju- fólks, verslunarmanna o.fl. láglauriahópa væru bundnir til 10. april. Þeir, sem ekki væru með bundna kjara- samninga hefðu þegar fengið allar þær hækkanir, sem lág- launafólkið hefði fengið. Það væri sanngjarnt að allir sætu við sama borð. Þessu vildu sumir Alþýðu- bandalagsmenn ekki una. Þeir vildu losa um samninga þeirra betur settu 1. janúar. Síðar nefndu þeirdagsetn- inguna 20. janúar. Þannig studdu þeir, sjálfsagt með glöðu geöi, „afnám kjara- samninganná' eins og þeir kalla það. Við fjórmenningarnir bent- um enn á að hagsmunir lág- launafólksins væru meira virði en dagsetningar. Við lögðum á það megináherslu að lækkun lánskjaravísitölu, lækkun vaxta og verðstöðvun væru miklu meiravirði fyrir alþýðuheimilin en nokkuð annað. Við sögóum líka að samn- ingsrétturinn væri hornsteinn verkalýðsbaráttunnar og hann bæri að virða. Hetju- sögur Alþýðubandalags- manna af sjálfum sér á þess- um Ijúfa og triðsama fundi eru mikió rugl. Þeirvirtust skilja fyllilega okkar rök- semdir. Þar voru engar deilur, heldur skoðanaskipti um hag láglaunafólks. Þar vorum viö fjórmenningarnir að verja hlut þeirra laegst settu. Þeir foringjarnir Ólafur Ragnar, Steingrímur og Jón Baldvin sömdu síðan um dagsetning- una 15. febrúar. Þaö var lika samið um lækkun vaxta og verðstöövun. Allt hefur þetta gengið eftir og er verðbólgan á hraðri niðurleið. Þetta er auðvitað mikið áhyggjuefni hjá Þjóðvilja- mönnum. Þeirra leið er óða- verðbólga og hærri laun fyrir þá betur settu. Málefni lág- launafólksins eru þeim af- gangsstærð. Þessvegna ræöst Þjóðviljinn nærdag- lega að forystumönnum lág- launafólks með persónuleg- um aðdróttunum og skæt- ingi. Blaðinu væri nær að upplýsa hvernig Alþýöu- bandalagið gleypti „matar- skattinn" — gleypti allt fyrir völdin. Ég verð að játa að það er kvíðvænlegt að standa aö samstarfi við þær óheilinda- krákur, sem dreifa þeim ósannindum, sem birtast á siðum Þjóðviljans. Karl Steinar Guðnason Einn me8 kaffinu Imyndunarveiki er talsvert þ'ekktur sjúkdómur. Þaó er einnig talin gullvæg regla hjá þeim sem þjást af ímyndunarveiki aö sækja ekki fyrirlestra um lækna- vísindi. Þessi saga segir einmitt frá því aö ímyndunar- veikur maður sótti slíkan fyrirlestur um nýrnasjúkdóma og kom náfölur heim til sín. Hann hringdi í lækninn sinn til aö fá nánari skýringar á nýrnaskúkdómum. — Blessaöur vertu alveg rólegur. Nýrnasjúkdómar lýsa sér oft þannig, að sjúklingurinn merkir enga kvilla eöa sársauka, sagöi læknirinn. — Ég er einmitt meö svoleiðis einkenni, stundi sá ímyndunarveiki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.