Tíminn - 30.12.1967, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.12.1967, Blaðsíða 2
2 TÍMINN LAUGAttDAGUR 30. desember 1967. Árni Ólafsson frá Strandseljum F. 1. september 1907 D. 22. desember 1967. Býlið Strandisei í Ögunforeppi við ísatfjarðardjúp var lengi hjá- leiga frá Ögri, en hefur nú um notekra áratugi verið ríkiseign. Á þessum bæ hófu búskap árið 1899 ung hjón, Guðríður Hafliða dóttir og Ólafur Þórðarson- Þau tóbu þar við búi af hjónunum Hall dóru Sigurðardóttur og Baldvini Jónssyni, sem bjuggu þar nokkur ár á undan þeim. Þær Halldóra oig Guðríður voru náskyldar. Þau Haldóra og Baldvin voru foreldrar Jóns Baldvinssonar. Hall dóra sagði við Guðriði, frændkonu sína, þegar hún bjó sig til brott flutnings frá Strandseljum: „Það vona ég, Guðríður mín, að þinn búskapur hér verði ekki eins lang ur og minn“. Svo fór þó, að Guð- ríður bjó þar í 45 ár samfleytt. Þau hjón á Strandseljum, Guð- ríður og Ólafur, eignuðust sjö börn, sem upp fcomust: Guðrúnu (f. 1897), Haf'liða (f. 1900), Þórð (f. 1902), Sólveigu (f. 1904), Árna (f. 1907), Kjartan (f. 1913) og Friðfinn (f. 1917). Árni var fæddur að Strandselj um 1. september 1907. Hann vand ist snemma allri algengri vinnu til lands og sjávar, en faðir hans var meðal hinna fyrstu bænda við Djúp, sem eignaðist mótorbát og gerði hann út- Á þeim árum, þegar Árni óx úr grasi, var haldið uppi farskóla í sveitinni, en meðal far kennara í Ögurhreppi var Harald- ur Guðmundsson, síðar sendi- herr a (1912—1914). Veturinn 1917—1918 féil farkennsla niður, en Hafliði, eldri bróðir Árna, tók að sór kennsluna á heimilinu. Eft- ir það var Árni tvo vetur í barna skóla í Bolungarvík, og þar með lauk setu hans á skólabekk. Hann var eftir það heima á Strandselj um. Með dugnaði og atfylgi tókst þeim feðgum að stækka búið smám saman þar til bú þeinra taldi á fimmta hundrað fjár á seinni helming þriðja áratugsin6, og mun það hafa verið stærsta fjár- bú í Ögurhreppi um þær mundir. Ólafur, faðir Árna, andaðist 1933. Árið 1935 réðst hann ásamt með Kjartani bróður sinum í að byggja myndarlegt íbúðarhús úr steini. á. Strándseljúm:, en íram að þgipi tíma hafði þar verið torfbær frá því nokkru fyrir aldamót. Ár- in 1935—37 bjuggu þeir bræðurn ir, Árni og Kjartan, félagsbúi að Strandseljum, en eftir það bjó Árni einn með móður sinni, Guð- ríði til ársins 1944. Systursonur Áma, Matthías Helgason, (f. 1933) var þar til heimilis hjá þeim og ólst upp hjá þeim, allt þar til hann fór að heiman. Árin 1944— 46 bjó Árni á ísafirði og stund aði þar verkamannavinnu. Hann undi þar ekki og fluttist árið 1946 til Reykjavíkur og átti þar heima síðan. Hann vann þar alla tíð sem hafnarverkamaður, aðallega hjá Eimskipafélagi íslands. Þan.n 12. júní 1948 kvæntist hann eftirníandi konu sinni, Guðnýju Guðjónsdóttur, Ijðsmóður, sem komin er af austfirzkum bænda ættum. Þau hafa alið upp fóstur son, Hlyn, f. 10.7. 1951. Guðný og Árni komu sér upp íbúð að Framnesvegi 55 í Reykjavík og bjuggu þar allan sinn búskap. Guð ríður, móðir Áraa, átti einlægt sitt athvarf hjá þeim, þar til hún lézt árið 1958. Ég hef fáum mönnum kynnzt, sem aldrei máttu svo vamm sitt vita í neinu, sem Árni Ólafsson. Þegar hann þurfti að vinna eitt- hvert verk, spurði hann aldrei, hVersu torvelt það var, heldur hvon það væri.nauðsynlegt, og sið an var það gert. Þegar hann bjó á Strandseljum hafði hann ætáð um 200 fjár og heyjaði fyrir því einsamall að mestu. Hann hafði aldrei aðkeypt kaupafólk, heldur liðléttinga eina. Heyfengur af heimatúninu var aldrei nægur fyr ir féð, þótt hann stækkaði túnið verulega, og var því ætíð heyjað SAMTÍÐIN hið Wnsæla heimilisblað allrar f jölskyldunnar flytur sögur, greinar, skopsögur, stjörnuspár, — kvennaþætti, skák- og bridgegreinar o.m.fl. 10 hefti á ári fyrir aðeins 120 kr. Nýir áskrifendur fá þrjá árganga fyrír 250 kr., sem er alveg einstætt kostaboð- Póstsendiö í dag eftirfarandi pöntunarseöil: Ég undirrit........cska að gerast áskrifandi að SAMTÍÐINNI og sendi hér með 250 kr. fyrir ár- gangana 1965, 1966 og 1967 Vinsamlegast sendið þetta í ábyrgðarbréfi eða postávísun. NAFN ....................................... HEIMILI ..................................... Utanáskrift okkar er SAMTÍÐIN. Pósthólf 472, Reykjavík. BARNAVINAFÉLAGIÐ SUMARGJÖF 2. janúar 1968 og þar næstu daga, verða innrituð börn í leikskóla við Safamýri. Forstöðukonan verður til viðtals á staðnum. Einnig verður inn- ritað í 6 ára deild, sem verður starfrækt þar. Sími 82488. STJÓRN SUMARGAFAR Siglfirðingar! Siglfirðingar í Reykjavik og nágrenni- Jólafagnað- ur fyrir börn verður haldinn fimmtudaginn 4. jan. á Hótel Rorg kl- 15,30. Miðar seldir í Tösku- og Hanskabúðinni. Sími 15814, þriðjudag og rmðvikudag. Verð aðgöngumiða er kr. 100,00 fyrir börn og kr. 25,00 fyrir fullorðna. NEFNDIN AUGLÝSIÐ í TÍMANUM MINNING Hafdís Haraldsdóttir Til moldar oss vígði hið mikla vald hvert mannlíf sem jörðin elur. E.B. Hversu oft erum við ekki minnt á sannleik þessara orða höfuð- skálds okkar tuttugustu aldar manna. Og hvernig sem tækninni fleygir fram til betra og bjartara mannlífs, þá standa þau alltaf stöð ugt fyrii sínu og minna á falivalt leika lífsins. Þann 13. þessa mánaðar var éS staddur fjarri heimili mínu og kom heim um kvöldið, dóttir mín kom út á móti mér og sagði, pabbi, ég segi sorgarfrétt, hún Hadda ei dám. Ég áttaði mig tæplega strax, hún hafði jú verið veik og dvalið á sjúkrahúsi eitt- hvað undanfarið, það vissi ég, en að tii siíkra tíiðnda dragi svo fljót.t því átti ég ekki von á. Þetta var þó staðreynd, enn ein staöfesting þess að jafnvel við sem eram þó svo ung, verðum að hlýða þessu mikla valdi sem til moldar oss vígði, aðeins mis- sne.nma. Hadda, en svo kölluðu hana alltaf vinir og vandamenn, var fædd i Reykjavík 16. febrúar 1926, dótíir h.iónanna Haraldar Guðjóns sonar stýrimanns og konu hans Óiafiu Samúelsdóttur. Hún ólst að mestu leyti upp með foreldrum sínum, dvaldi þó oft langtímum saman hjá móðursystur sinni Svan bviti og manni hennar Gústaf Loftssym í Skollagróf í Hruna- mannahreppi og taldi þau jafnan sína aðra foreldra. IJng að árum mátti hún þola heLsuieysi og dvaldi þá m.a. á Vifilsstaðahæli í hálft annað ár. Féxfc þar bót meina sinna og gat unnið fyrir sér. Föður sinn missti hún árið 1942 er togarinn Jón Óiafsson fórst af völdum strfðs- ins á heimleið frá Englandi. Ái'ið 1948 verða heillavænleg þáUaskil er hún giftist eftirlifandi eiginmarmi sínum, Magnúsi Tómas syni, bóndasyni frá Helludal í Birkupstungum, traustum og ágæt um dreng Þau eignuðust þrjár dætui, sem lifa, eru tvær þeirra rúmicga fermdar, en sú yngsta 9 ái a. Er nú þungur harmur þeirra s>vo ungia, er svo skjótt hefur sól brugðið sumri. Hadda var léttlind í eðli sínu, greind og átti hægt með að halda uppi samræðum, var þá gjarnan taiað i léttuim dúr. Vinmörg var bún og vinsæl, hún kunni einnig mikið af vísum og ijóðum. Einnig var hún traust- á en.gjum, og stóð hann þá oft dögum saman við slátt í rökum mýrum og dró ekki af sér. Hann var fjárglöggur með afbrigðum og þekkti allar sínar ær með nafni. Aldrei var slakað á neinum kröfum um alúð og reglusemi við búskapinn, og aidrei varð honum heys vant að vori, frekar að hann ætti einhverjar fyrningar- Það var af illtri nauðsyn, að hann brá búi árið 1944. Mun meðal annars hafa komið til, að hann 'kenndi þá þegar illkynjaðs gigtar sjúkdóms, sem átti eftir að þjá hann alla ævi. Seinni árin þjáð ist hann af hjartasjúkdómi, og heyrðist ,þó aldrei æðruorð af hans munni, né heldur að hann fengist til að fara fram á að fá að vinna styttri vinnudag en aðrir, eh vinnu sútti hann ailt fram á síðasta ævi- ár. Þeir eru margir, sem þegið hafa greiða á heimili Árna Ólafssonar, bæði fyrr og síðar. Ég var til dæmis hjá honum öllum sumrum frá því ég komst á legig og þar til hann hætti búskap. Löngu síð- ar átti ég athvarf hjó þeim Árna og Guðnýju á námsárum mínum. Árni ætlaðist aldrei til neins end urgjalds fyrir það- Þar sem hann gat hjálpað þar hjálpaði hann, án þess um það þyrfti nokkur orð. Ungur hreifst hann af hugsjón Framsóknarflokksins og Jónasar Jónssonar. í þeim stjórnmálaflokki starfaði hann ætíð, ekki sízt eftir að hann fluttist til Reykjavikur. Velferðarmál bænda og verka- manna voru stærstu áhugamál hans og með þeim fylgdist hann náið alla sína ævi. Hann taldi Fram sóknarfllokkinn ekki aðeins hags munasamtök bænda heldur og verkamanna eigi síður. Hann starf aði í Framsóknarfélagi Reykjavík ur og launþegasamtökum Fram- sóknarmanna og vildi þeirra veg sem mestan. Árni Ólafsson var fágætur dreng skaparmaður og fornar dyggðir voru runnar honum í merg og bein. Slikir menn era sómi sinnar stétiar — og sinnar þjóðar. Arnór Hannibalsson. ur málsvari þeirra sem minna máttu sín og vel gæti ég trúað að það yrði henni nú haldgott veganesti. Iladda mín, þú lýkur nú göngu þinn undir skammdegissól og jóiaijósm breiða geisla sína yfir gröfina þína sem hylst nú hvít- um snjó. Ég vil trúa því að það sé táknrænt um þá birtu sem umlykur þig í þdnu nýja um- hivoríi. Ég þakka þér fyrir kynnin, bæði persónulega og fyrk hönd fjöl- skyldu minnar. Ég votta evo ástvinum þínum öllum, eiginmanni og dætrum, mína dýpstu samúð. Megi drottinn bicssa þeim minningu þína og gefé þeim friðsæl og gleðileg jól. K. Ó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.