Alþýðublaðið - 21.12.1988, Side 5

Alþýðublaðið - 21.12.1988, Side 5
Miðvikudagur21. desember 1988 5 FRÉTTIR A tvinnutryggingasjóður Óvenjumargir árekstrar í gær Fyrsta lánsumsókn iön- fyrirtækis var samþykkt á fundi stjórnar Atvinnutrygg- ingasjóðs í gær. Alls voru afgreiddar 9 lánsumsóknir á fundinum, samtals að upp- hæð um 290 milljónir króna. Alls hafa rúmlega 20 fyrir- tæki fengið afgreiðslu sjóös- ins, en 10 umsóknum hefur verið hafnað. Að sögn Gunn- ars Hilmarsson formanns sjóðsins eru 20-30 umsóknir til frekari skoðunar. Ríkisendurskoðun hefur beint spurningum til Atvinnu- tryggingasjóðs um hvort lán- veitingar standist fyllilega ákvæði reglugerðar sjóðsins. Svar við fyrirspurninni var samþykkt á fundinum og verður sent Rikisendurskoð- un í vikunni. „Við værum ekki að afgreiða lánsumsóknir ef við teldum okkur ekki vera að gera rétt,“ sagði Gunnar Hilmarsson aðspurður um innihald bréfsins. Að sögn Gunnars var stjórn sjóðsins og samstarfs- nefndin, sem er stjórninni innan handar í umfjöllun um lánveitingar, sammála um svarið til Ríkisendurskoðun- ar. Gunnar sagði ekkert at- hugavert við fyrirspurn Ríkis- endurskoðunar. „Það er reynt að gera hana tortryggilega, en það er ástæðulaust. Þetta ereingöngu upplýsingaöflun svo þeir geti metið störfin." Vegna frétta um bréf Rikis- endurskoðunar sendi stofn- unin frá sér upplýsingar til fjölmiðla í gær. Þar segir að fyrirspurnin hafi einungis verið til að undirbúa árlega skýrslu sem Ríkisendurskoð- un er falið að gera um starf- semi Atvinnutryggingasjóðs útflutningsgreina. í fréttatil- kynningu Ríkisendurskoðun- ar segir rangt að lagt hafi ver- ið mat á framlegð Granda hf. á næstu árum, en frétt þess efnis birtist í Morgunblaðinu í gær. Fundir Atvinnutrygginga- sjóðs eru haldnir a.m.k. einu sinni í viku. Næsti fundur verður á milli jóla og nýárs. Að sögn Gunnars er stefnt að afgreiðslu a.m.k 9 umsókna á hverjum fundi. Stjórn Atvinnutryggingasjóðs við upphaf fundar síns í húsnæði Byggðastofnunar í gær. 9 fyrirtæki fengu náð fyrir augum stjórnarinnar að þessu sinni og þar með var séð fyrir tæpiega 300 milljónum kr. A-mynd/Magnús. 20 árekstrar urðu í Reykja- vík í gær frá klukkan 6-16. Aðeins í einu tilvikanna var sjúkrabíll sendur á árekstrar- stað. Að sögn lögreglunnar eru þetta töluvert fleiri árekstrar en tilkynnt hefur verið um undanfarna daga, enda færð og skyggni slæmt. Ekki eru allir árekstrar kynnt- ir til lögreglunnar eftir að tryggingafélögin hafa tekið að sér skýrslugeróir, en það má búast við að árekstrar- tíðnin hafi verið heldur í hærri kantinum í gær. FYRSTA UNFYRIRTÆKID FÉKK JÁKVJETT SVAR Ríkisendurskoðun sent svar við fyrirspurn um lögmœti lánveitinga. „Vœrum ekki að lána, ef við teldum okkur ekki vera að gera rétt, “ segir Gunnar Hilmarsson formaður sjóðsins. Miklar þreifingar á Alþingi Borgaraflokksmenn til liðs við stjórnina Störf Alþingis i gær ein- kenndust fyrst og fremst af baktjaldaviöræöum stjórnar- flokkanna viö Borgaraflokk- inn og í minna mæli við Kvennalistann annars vegar og málþófi Sjálfstæöisflokks- ins hins vegar. Þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi voru taldar miklar likur á því að stjórnarflokkunum myndi tak- ast að ná samkomulagi við Borgaraflokkinn eða hluta hans um hjásetu í atkvæða- greiðslum um bráðabirgða- lögin og hugsanlega um vörugjaldsfrumvarpiö gegn ákveðnum breytingum. Öruggt var talið að atkvæða- greiðsium um þessi mál yrði frestað til dagsins í dag. Hér og þar á göngum og í hliðarsölum Alþingis mátti sjá þingmenn á óformlegum fundum. Það voru hins vegar hlutskipti meirihluta fjár- hags- og viðskiptanefndar neðri deildar að taka saman og útfæra breytingatillögur við bráðabirgðalögin frá því I september, þar sem komið var til móts við tillögur Borg- araflokks og Kvennalista. Þar kveður mest á breytingum á hlutverki Atvinnutrygginga- sjóðs. í fyrsta lagi stendur til að fjölga stjórnarmönnum sjóðsins um 3 og yrðu það þá fulltrúar stjórnarandstöðu- FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON flokkanna. í öðru lagi að er að nefna ákvæði um að ríkis- sjóðurtryggi Atvinnuleysis- tryggingarsjóði 400 milljónir króna á árunum 1989 Og 1990. í þriðja lagi að við Byggöa- stofnun skuli starfa hlutafjár- sjóður sem afli sér fjár með sölu hlutdeildarskírteina, hafi sjálfstæðan fjárhag og stjórn þriggja manna sem skipuð er af forsætisráðherra. Sjóðnum á að vera heimilt að kaupa hlutabréf í tengslum við fjár- hagslega endurskipulagn- ingu fyrirtækja. Þá á sam- kvæmt þessum lið að stofna hinn 1. janúar 1991 Atvinnu- tryggingardeild við Byggða- stofnun sem hafi það mark- mið að treysta fjárhagsstöðu fyrirtækja í útflutnings- og samkeppnisgreinum. í fjórða lagi að forsætisráðherra setji nánari reglugerðir um sjóði og deild þessa. Þessar breytingatillögur fela I sér tillögur frá bæði Borgarafiokki og Kvennalista. Ákvæðið um Atvinnuleysis- tryggingasjóð mun einkum hafa orðið til þess að Aðal- heiður Bjarnfreösdóttir ákvaö aö ganga stjórninni til liðs með hjásetu. Þá er talið lík- legt að Borgaraflokksmenn, einstakir þeirra eða allir, veiti eldri bráðabirgðalögunum um kjarasamningsákvæðin brautargengi í Ijósi sérstakrar yfirlýsingar forsætisráðherra um að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir viðræðum við aðila vinnumarkaðarins strax eftir áramót og samráði um fyrirhugaðar efnahagsaðgerð- ir. Ekki hafði verið rætt sér- staklega um skattafrumvörp- in um vörugjaldið og tekju- og eignaskattinn, en greini- legt var á stjórnarliðum að þeir gerðu sér vonir um stuðning úr röðum Borgara- flokksins viö vörugjaldsfrum- varpið með hjásetu eins eða fleiri þingmanna hans. Að öll- um líkindum er þá verið að ræða um 9% vörugjald á lín- una utan sérstaks álags upp á samtals 25% á sælgæti, gosdrykki og fleiri slíkar vör- ur. Meiri óvissa var um tekju- og eignaskattinn. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins er í dag von á sérstakri yfirlýsingu frá for- sætisráðherra um áhuga rík- isstjórnarinnar á nánara sam- starfi við Borgaraflokkinn í byrjun næsta árs. Heimildir blaðsins greina frá því að á mjög óformlegan hátt sé byrj- ígœrkvöldi voru taldar líkur á því að hluti eða allur Borgaraflokkurinn sitji hjá í atkvæðagreiðslum um bráðabirgðalögin og jafnvel um vörugjaldsfrumvarpið. Kvennalistinn er einnig inni í myndinni. Varkárar þreifingar um stjórnaraðild Borgaraflokks í gangi. að að viðra atriði eins og stjórnaraðild flokksins og þá viðkomandi ráðuneytaskipt- ingu. í þvi sambandi hefur heyrst nefnt að flokknum verði í fyrstu að minnsta kosti boðið upp á samgöngu- ráðuneytið, dómsmálaráðu- neytið og nýtt umhverfis- málaráðuneyti. Heimildar- menn innan Borgaraflokksins vildu ekki staðfesta að þreif- ingar væru svo langt komnar, en einn þingmaður flokksins sagði að báðir aðilar hefðu beðið hvor annan um tillög- ur. Um leið kemur fram að áhugi einstakra Borgara- flokksmanna er misjafn og rætt um að Albert Guð- mundsson, Ingi Björn Albertsson og Hreggviður Jónsson hafi uppi mestu efa- semdirnar um hversu langt eigi að ganga til móts við stjórnarflokkana um mál þeirra og nánara samstarf. Deildarfundir voru nánast formsatriði á meðan á öllum þessum samningaviðræðum stóð og einkenndust fyrst og fremst af málþófi og þing- skapaumræðum að frumvæði sjálfstæðismanna og svo áhyggjum landsbyggðar- manna yfir því hvenær að jólaleyfinu kæmi og þá hvort þeir kæmust til slns heima tlmanlega fyrir jcrl.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.