Alþýðublaðið - 21.12.1988, Side 11

Alþýðublaðið - 21.12.1988, Side 11
Miðvikudagur 21. desember 1988 Okkar styrkur felst í þekktum og góðum merkjum — segir Pálmi Guðmundsson markaðs- og sölustjóri Japis Almenningseign á mynd- og hljómflutningstækjum hefur aukist gífurlega á síö- ustu áratugum, svo mikið aö ekki er fjarri lagi að tala um byltingu í þeim efnum. Með- alfjölskyldan, sem fyrir tuttugu árum átti eitt út- varpstæki og ef til vill eitt svart-hvítt sjónvarpstæki, á nú fullkomin hljómflutnings- tæki, litasjónvarp og mynd- bandstæki og ekki er óalgengt að unglingarnir á heimilinu, jafnvel börnin, eigi sín eigin hjómflutningstæki. Þessi bylting er fyrst og fremst tilkomin vegna jap- anskra tækja sem voru ódýr- ari og fyrirferðarminni en áð- ur þekktist, án þess að gæð- unum væri fórnað. Japansk-fslenska verslun- arfélagið, betur þekkt sem Japis, hóf starfsemi sína í Lækjargötunni fyrir réttum tfu árum. Á þessum tfma hef- ur fyrirtækinu vaxið fiskur um hrygg og nú rekur Japis fjórar verslanir, f Brautarholti 2, Kringlunni, Keflavík og á Akureyri. Frá upphafi hefur fyrirtækið haft umboð fyrir þekkt japönsk vörumerki eins og Sony,.Technics og Pana- sonic. „Við leggjum áherslu á samstæður frá Technics og Sony sem eru mjög vinsælar og á viðráðanlegu veröi,“ sagði Pálmi Guðmundsson, markaðs- og sölustjóri Japis. „Fyrir þá sem vilja sjálfir velja saman sin hljómtæki bjóðum við m.a. Denon hljómtæki. Við teljum okkar styrk felast i því að bjóða mjög þekkt og vönduð vöru- merki sem hafa hlotið ótví- ræða viðurkenningu á mark- aðnum. Það hljóta alltaf að vera bestu kaupin i tækjun- um sem reynast best og fólk getur treyst.“ Auk hljómtækja eru á boð- stólum i verslunum Japis sjónvörp frá ofangreindum fyrirtækjum og kóreanska • fyrirtækinu Samsung. Sam- sung er stærsta fyrirtækið i Kóreu og framleiðir m.a. fyrir mörg heimsþekkt vörumerki. Kórea stendur að mörgu leyti f sömu sporum nú og Japan gerði fyrir tíu árum, þar er mikil þróun ( iönaöi og vegna lægri framleiðslukostnaðar geta þeir boöið hagstæðari verð en aörir. KEF hátalarar, myndbandstæki og upptöku- vélar, örbylgjuofnar, ryksugur og ferðatæki auk ýmissa smávara. Vídeómyndavélar framtíðarinnar í myndbandstækjum býður Japis upp á mikið úrval og í upptökuvélum eru á boðstól- um öll kerfin sem eru í notk- un, þ.e. VHS, VHS-c og 8mm, bæði fyrir almenna notkun og atvinnumenn. VHS-töku- vélarnar eru frá Panasonic og þess má geta að Panasonic M-7 tökuvélin var nýlega kjör- in bestavélin i sínum flokki í tímaritinu What Video. Frá Sony er Japis aftur á móti með 8 mm tökuvélar, en 8 mm kerfinu hefur veriö mjög vel tekið. „Við erum mjög hreyknir af því að bjóða upp á það besta á markaðn- um, 8 mm kerfiö virðist vera að ná yfirhöndinni. Mynd- gæðin eru mun meiri en f öðrum kerfum, enda urðu 8 mm fökuvélar framleiddar af Sony í þremur efstu sætun- um þegar 8 stærstu mynd- bandatímarit í Evrópu völdu bestu vídeótökuvélarnar. Þetta kerfi er það sem koma skal.“ Sony video-8 vélarnar eru bæði upptökuvélar og afspil- unartæki sem hægt er að tengja við hvaða myndbands- tæki eða sjónvarp sem er til afspilunar. Sony CCD-F330 er sannkölluð fjölskylduvél, al- sjálfvirk, einföld og hand- hæg. Hægt er á einfaldan hátt að setja inn titil eða tímasetningu inn á upptöku og hægt er að velja um átta liti á letrið. Eftir að einu sinni er búið að stilla dagsetningu og tíma er alltaf hægt að kalla þessar upplýsingar fram því klukkan gengur þó að slökkt sé á tækinu. Við höfum tekið eftir því að eftir að umræðan um vörugjaldið hófst hefur salan aukist og við getum ekki ann- að sagt en að við séum ánægðir með söluna hjá okk- ur. Fólk notar tækifærið og kaupir hluti sem það hefur langað í áður en þeir hækka.“ TÖLVUR OG BRAUÐGERÐARVÉL Japis selureinnig mjög mikið til hljóð- og myndvera og sagði Pálmi stóran hluta sölunnar vera til atvinnu- manna, sem væri að sjálf- sögðu ákveðin gæðaviður- kenning. Hljómkerfi í kvik- myndahús í skemmtistaði, Ijósabúnaður fyrir dansstaði og hljóðblandarar eru meðal þess tækjabúnaðar sem boð- ið er upp á í þessum flokki. Tölvudeild Japis er með BBC heimilistölvur, en þær eru mest notuðu heimilistölv- urnar I grunnskólum hérlend- is. Um þessar mundir er verið að kynna nýja 32 bita tölvú sem heitir Archimedes. Hún er með nýju stýrikerfi sem nefnist Risk og gefur meðal annars möguleika á fjölnota- kerfi, þannig að hægt er að vera að vinna í fleiri en einu verkefni í einu og hafa þau á skjánum samtímis. Einnig er hægt að breyta tölvunni i PC- vél með einfaldri skipun. í verslun Japis eru einnig rafmagnstæki frá Panasonic og Sony í miklu úrvali, svo sem örbylgjuofnar og ryksug- ur. Ein nýjung frá Panasonic er brauðgerðarvél. í hana eru sett venjuleg hráefni til brauðgerðar, vélin sér síðan um að hræra, hnoða og baka. Það tekur vélina um 4 tíma að baka brauð og sagði Pálmi tilvalið að stilla brauð- vélina að kvöldi til að fá ilm- andi og ylvolg brauð með morgunkaffinu. MIKIÐ ÚRVAL AF SMÁVÖRU Mikið úrval er af smávöru í Japis, ferðatækjum, útvarps- vekjurum og vasatölvum. Hin vinsælu Walkman vasadiskó frá Sony eru að sjálfsögðu til í mörgum gerðum, einnig vasageislaspilarar og ferða- útvörp og kassettutæki í öll- um stærðum. Athygli vekur mikið úrval af geisladiskum með klassiskri tónlist, enda hefur Japis hafið innflutning á geisladiskum og eru þeir flestir innan við eitt þúsund krónur sem er talsvert lægra verð en býðst annars staðar. Fyrir íþróttaáhugamenn eru til dæmis vatnsheld vasa- útvörp og örlítið útvarp frá Sony til að hafa á handlegg í skíðaferðinni eða fjallgöng- unni. Af smávörum má einnig nefna skeggsnyrta og rakvél- ar frá Panasonic og hljóð- nema frá Audio Technica. „ Frá upphafi höfum við lagt áherslu á góða og fag- lega þjónustu og niðurstöður nýlegrar könnunar Neytenda- blaðsins eru okkur vissulega hvatning. Þar eru notendur sjónvarpstækja spurðir um reynslu sína af þeim og af þeim 19 algengustu eru okk- ar tæki þau einu sem enginn er óánægður með, hvorki með tækin sjálf né þjónust- una. Sömu viðskiptavinirnir koma til okkar aftur og aftur, jafnvel heilu fjölskyldurnar kynslóð eftir kynslóð. Það hlýtur að vera viðurkenning á því að við séum á réttri leið. Við leggjum áherslu á gæða- merki og að vera með það nýjasta og besta hverju sinni, . það virðist falla fólki vel í geð og við erum bjartsýnir á fram- tíðina," sagði Pálmi Guð- mundsson að lokum. FYRIR ÞIG OG ELSKUI\A ÞÍNA. Bjóddu henni í heimsókn, settu ljúfa tónlist á fóninn, dempaðu ljósin og leyfðu rómantíkinni að blómstra. Á rétta augnablikinu skaltu bjóða henni PARÍS. PARÍS er rjómaís með banana- og súkkulaðisósu og hnetum. í einum pakka: Tveir ísbikarar með loki sem jafnframt er fótur og tvær iangar skeiðar. AUK/SlA

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.