Alþýðublaðið - 27.01.1989, Page 5
Föstudagur 27. janúar 1989
5
ingar olíuhækkana í heimin-
um, tvisvar sinnum á stjórn-
artíma hans. Honum tókst aö
halda efnahagslegu jafnvægi
í landinu en varaði Vestur-
lönd viö hættunni sem fylgdi
uppbyggingu Sovétríkjanna á
meðaldrægum eldflaugum
og hvatti Vesturlönd til aö
sýna krók á móti bragði.
FRIÐARVERÐLAUN NÓBELS
Willy Brandt, fæddist áriö
1913. Hann var leiötogi þýska
jafnaðarmannaflokksins ár-
um saman og er nú heiðurs-
formaöur flokksins. Hann
hefur um langan tima verið i
forsvari „Socialist Internat-
ional“, sem er alþjóðlegt
samband jafnaðarmanna.
Honum voru veitt friðarverð-
laun Nobels, fyrir „Ostpolitik"
sína, sem varðaði veginn til
slökunarstefnu og málamiðl-
unar. Konrad Adenauer, sem
var fyrsti kanslari Sambands-
Willy Brandt t.v. og Hel-
mut Schmidt eru fyrrver-
andi kanslarar í V-
Þýskalandi. Þeir eru báðir
jafnaöarmenn, þó þeir ha-
fi ekki alltaf verið á sama
máli i pólitíkinni.
lýðveldisins I V-Þýskalandi,
sagði að „ungi maðurinn frá
Berlín" hefði með sínu eigin
frumkvæði, fengið NATO-rík-
in, til að standa sman um
málefni Berlínar.
NJOSNARAMAL
Brandt, sem fæddist í
Lubeck gekk í flokkinn á síð-
ustu dögum Weimar-lýðveld-
isins, en yfirgaf Þýskaland
árið 1933, þegar nasistar und-
ir forystu Adolf Hitler komust
til valda. Hann sigldi til
Noregs með fiskibáti. Eftir
heimsstyrjöldina síðari, hélt
hann heim til Þýskalands.
Hann vann sig upp í flokki
þýskra jafnaðarmanna, hægt
og sígandi. Hann bauð sig
fram til kanslaraembættisins
gegn Konrad Adenauer í
kosningunum 1961. Það var
þó ekki fyrr en „stóra sam-
steypustjórnin" (Grand Coal-
ition) var mynduð, þegar
Brandt var utanríkisráðherra,
sém honum tókst að leggja
grunninn að naumum þing-
meirihluta jafnaðarmanna og
frjálsra demókrata. Hann
sigraði glæsilega í kosning-
unum árið 1972, en sagði af
sér embætti árið 1974. Þá
uppgötvaðist, að njósnari frá
Austur-Þýskalandi, að nafni
Gunter Guillaume, hafði verið
náinn samstarfsmaður
Brandt.
DEILUR
Varamaður Willi Brandt
sem leiðtogi jafnaðarmanna,
Helmut Schmidt, fyrrverandi
varnar- og fjármálaráðherra,
tók við kanslaraembættinu
nokkrum dögum síðar. Hann
var þá 55 ára. Helmut
Schmidt, var kjörinn með 267
af 492 atkvæðum í v-þýska
þinginu, en áhuginn sem var
hvatinn að fyrstu samsteypu-
stjórn jafnaðarmanna og
kristinna demókrata, hafði
dregist saman. Helmut
Schmidt, sem var raunsær
maður i stjórnmálum, var
kosinn úr embætti I október
1982. Hann átti i deilum við
suma samflokksmenn sína
og eftirmaður hans varð
Helmut Kohl, úr flokki kristi-
legra demókrata, sem nýtur
enn stuðnings sinna flokks-
manna og ennfremur kristi-
legra demókrata í Bæjara-
landi og frjálsra demókrata.
Sjálfsvíg unglinga í Japan
METNAÐUR FORELDRA
DÆMIR BÖRN ÚR LEIK
Það þarf varla að taka það
fram að það teldist þjóðar-
hneyksli, svo að segja hvar
sem er í heiminum, ef tólf
börn sviptu sig lífi í einni og
sömu vikunni í einhverju
landi.
Fjölmiðiar og þingmenn
myndu án efa krefjast rann-
sóknar og stjórnvöld yrðu taf-
arlaust að fjalla um málið og
gripa til aðgerða. Ekki síst ef
í Ijós kæmi að sjáifsvigin
væru tengd áhyggjum barn-
anna vegna skóla. Engum
yrði hlíft þar til fundin væri
lausn á slíkum óhugnanleg-
um vanda. Allsstaðar —
nema í Japan. Þar gerist ekk-
ert, og sjálfsvíg barna halda
áfram, og þótt líf hverrar fjöl-
skyldu, sem hlut á að máli,
sé lagt í rúst, þá hefur þetta
engin áhrif á gang lands-
mála.
Þvl hagfræðilega séð eru
heildaráhrifin góð, skólamir
eru harðir og samkeppni
nemendanna er mikil. Þess
vegna berjast börnin fyrir því
að komast i hóp úrvalsnem-
endanna, en mörg þeirra falla
í valinn á leiðinni þangað. í
haust er leið, þegar skólarnir
voru nýhafnir þar i landi,
gripu 11 ungmenni áaldrin-
um 11-14 ára til þessa óyndis-
úrræðis.
SJÁLFSVÍG: ÞJÓÐARHEFÐ
Það eru einkum tvær
ástæður fyrir langlundargeði
japönsku þjóðarinnar i þess-
um efnum; annars vegar
gömul hefð fyrir sjálfsvígum
— sem lengi vel var óumflýj-
anleg leið til að verja heiöur
manns eða ættar — og hins
vegar skólakerfið og sam-
keppnin sem þar rfkir. í fyrra
bundu 69 unglingar undir 14
ára aldri enda á líf sitt, f upp-
gjöf fyrir kröfuhörku og sam-
keppni skólakerfisins. Þrjú
þeirra voru undir nfu ára
aldri. Börnin erfa það viðhorf
foreldra sinna og eldri kyn-
slóöa að sjálfsvfg sé heiöar-
legur flótti úr annars óumflýj-
anlegum vanda. Þannig sé
heiöri einstaklingsins og
heiöri fjölskyldunnar borgið.
Slíkt hefur sennilega verið
raunin með 13 ára stúlku,
Miyoko Sayama, sem var í
hópi hinna 11, sem gáfust
upp í fyrstu viku yfirstand-
andi skólaárs. Hún hafði
áhyggjur af þvf að hafa ekki
komist yfir alla heimavinn-
una, sem börnunum var sett
fyrir í sumarfríinu. Og þar í
landi er sumarfrí skólabarna
varla það langt að taki þvf að
setja þeim fyrir mikil verk-
efni. Það er þó gert. Þó eru
240 kennsludagar í Japan á
ári, samanborið við 180 daga
almennt í Vestur-Evrópu.
LÍTIL FRÍ OG STUTT
Sumarleyfi í Japan getur
ekki orðið nema örfáar vikur,
og þær vikur verða börnin að
nota til að læra heima, séu
þau ekki meðal hinnar
fremstu í bekknum. Nær
helmingur japanskra skóla-
barna sundar aukanám í
kvöldskólum að jafnaði tvö
og hálft kvöld f viku. Þar er
einkum keppst um að ná
góðum árangri í japönsku og
ensku. Og eins og fyrr segir
eru hin fáu frf dyggilega not-
uð til heimanáms. Þaö er þvf
yfirleitt ekkert sumarfrf, held-
ur aðeins tvær til þrjár vikur
til heimalestrar og aukatíma.
Markmiðið er auðvitað það
að komast í sem bestan há-
skóla. Slfkt getur verið lykill-
inn að velgengni í atvinnulíf-
inu, og er kannski eina leiðin
til að geta fengið starf hjá
stórfyrirtæki eða ríkinu.
Vinnuálagiö vex þvf jafnt og
stöðugt ár frá ári og nær há-
marki fyrir jafngildi stúdents-
prófs.
ÁHYGGJUR YFIRVALDA
Yfirvöld menntamála virð-
ast hafa gert sér grein fyrir
þeim vandamálum, sem hljót-
ast af þessu keppikerfi, og í
blööum má af og til lesa
greinar þar sem þetta er
gagnrýnt. En ekkert gerist.
Ekki sfst vegna þess að jap-
önsk fræðsluyfirvöld eru að
framkvæma það sem þau
kalla þriðju byltinguna í
menntamálum. Sú bylting
miðast við að örva einstakl-
inginn til skapandi starfa í
stað þess að móta alla í
sama farið. Þetta er ekki síst
að kröfu japansks iðnaðar,
sem finnur fyrir þvf að ný-
sköpun í iönaði verður meiri
á Vesturlöndum. Japanir eru
hins vegar betri við að fram-
fylgja þvf sem þegar hefur
veriö skapað.
Ekki eru þó allir á eitt sátt-
ir um að valin hafi verið rétta
leiðin til að örva sjálfstæði
og skapandi hugsun, með
námsálagi og gffurlegum
prófum. En eitt eru menn
sammála um, að Iftilla breyt-
inga sé að vænta.
MÁLiN SKOÐUD i
BANDARÍKJUNUM
Og á meðan umræða fer
fram um bakhlið hinnar miklu
keppnishörku f japönskum
skólum, þá eru sérfræðingar
að kanna áhrif þess á banda-
rfsk börn ef of mikils er af
þeim ætlast í námi strax á
unga aldri. En þar þykir ýms-
um full mikilla áhrifa vera far-
ið að gæta frá japönskum
skólum, enda líta menn
þangað austur (eða vestur
eins og nær væri að segja)
meö samblandi af undrun og
ótta.
Japanska efnahagsundrið
hefur nefnilega komið illa við
bandarfskan iðnað, og ýmsir
hafa oröið til þess að benda
á, að eigi Bandaríkjamenn að
endurheimta forystu sína f
iðntækni, þá verði að endur-
bæta skólakerfið og koma af
stað meiri samkeppni meðal
nemenda. Þetta hefur svo
leitt til þess að of viða hafa
foreldrar og kennarar lagt ot
mikið álag á of ung börn f
skólum.
Skýrsla um rannsóknir á
þessu sviði var lögð fram á
ráöstefnu fræösluyfirvalda f
Chicago fyrir skömmu. Þar
mátti lesa þá meginniður-
stöðu að ung börn hlytu af
þvf meira tjón en gagn að
þeim væri hrundiö út í stíft
nám strax á unga aldri. Jafn-
framt var komist að þeirri
niðurstöðu að keppnisharka
og milliríkjasamkeppni á við-
skiptasviðinu væri ein megin
ástæða þess að nú væru
geröar meiri kröfur til skóla-
barna en fyrr. Þar segir meðal
annars, orðrétt: „Ef menntun
á að verða keppni bar na við
jafningja sína eða beinn und-
irbúningur að baráttu við er-
lenda keppinauta á viðskipta-
sviðinu, þá er verið að inn-
ræta börnunum rangar að-
feröir og jafnframt verið að
sá ótta meðal foreldra og
þeim beitt fyrir keppnisvagn-
inn.“
ÁHYGGJUEFNI
Höfundar þessarar skýrslu
lýsa áhyggjum slnum af vax-
andi notkun prófa og alls
kyns mælinga á árangri ein-
stakra nemenda. Það er að
segja afturhvarfs til mælan-
legra einkunna í stað þess að
veita almenna umsögn eða
jafnvel gera, eins og byrjað
var víða á norðurlöndum síð-
asta áratug, að veita aðeins
þá umsögn hvort nemandi
hefði Staðist próf eða ekki.
Þetta leiðir til mikillar innri
samkeppni innan bekkjanna
strax frá forskólaaldri, á þeim
tfma þegar mikilvægt sé aö
geta innrætt börnunum skiln-
ing, samúð og hjálpsemi,
þannig að þau læri að um-
bera þau börn sem ekki hafa
sama námshraða, og jafnvel
veita þeim aðstoð. Þess f
stað stefna skólarnir nú
meira f það að koma strax af
stað metnaði og keppnis-
anda, sem leiði afturtil Iftils-
virðingar á þeim sem ekki
standa sig. Foreldrarnir verða
svo þátttakendur I þessari
keppni og beita börn sín
þrýstingi heima fyrir.
Þau börn, sem ekki standa
sig í þessari keppni og finna
ekki stuöning heima fyrir gef-
ast einfaldlega upp, eins og
dæmin frá Japan sýna.
Það var 26 manna hópur
sem geröi þessa rannsókn á
skólum f fjórum borgum
Bandarfkjanna, Atlanta,
Boston, Chicago og San
Fransisco. Gagnrýnd var vax-
andi notkun prófa strax á for-
skólaaldri, og bent á að f
borgunum Atlanta og Minne-
apolis væri jafnvel farið að
krefjast þess að börn stæð-
ust lokapróf úr forskóla áður
en þau gætu hafið nám með
jafnöldrum sfnum (fyrsta
bekk grunnskóla.