Alþýðublaðið - 27.01.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.01.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 27. janúar 1989 7 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Arnadóttir New York Times hrósaði á sínum tima bókinni fyrir frumlega einlægni og dýpt. Önnur þekkt blöð og tímarit sögðu hana valda fjaðrafoki í heimi bókmenntanna. Nú, 50 árum eftir andlát Thomas Wolfe, var haldinn umræðufundur um rithöf- undaferil hans við University of North Carolina, en einmitt þar fékk hann kjölfestu sína í menningarmálum. Á tímabil- um hefur Thomas Wolfe „gleymst" en hann er ennþá nútímalegur, var í rauninni á undan sínum tíma. Hann var- aði þjóðir heimsins við kyn- þáttahatri, hryðjuverkum og einræði. Thomas Wolfe var aðeins 37 ára þegar hann lést. Einn af þeim sem hélt fyrirlestur á rithöfundaþinginu við Uni- versity of North-Carolina var Davis H. Donald prófessor við Harward University. Rann- sóknir hans á Iffi og rit- höfundaferli Thomas Wolfe urðu kveikjan að ævisögu — „Look Homeward. A life of Tomas Wolfe“, sem þykir mjög gott verk. Þar eru greinagóðar lýsingar á lífi og starfi Wolfe, ásamt nýjum í okfóber árið 1929 á sama tima og kauphallarhrunið sem var byrjun kreppunnar átti sér stað, gef þekkt bókaforlag i New York út bók, sem vakti mikla athygli og rithöfundur- inn varð heimsfrægur. Ritverkið var ,,Look homeward, angel##, (Engill, horfðu heim) og nafn rithöfundarins var Thomas Wolfe. upþlýsingum sem stækka þá mynd, sem heimurinn hefur haft af Thomas Wolfe. NASISTAPESTIN Oft gagnrýndu menn stíl Thomas Wolfe, orðskrúðið of mikið, óhefðbundin uppbygg- ing og skortur á spennu. David H. Donald segir það rétt vera að skáldverk Thomas Wolfe séu misgóö. Hann leggur áherslu á að ( fyrstu verkunum gefi Thomas Wolfe einkar lifandi mynd af lífinu í bandarísku þjóðfélagi á árunum fyrir heimsstyrjöld- ina síðari. Hann lýsir dæmi- gerðu lífi í smábæ af mikilli skarpskyggni og innsæi. Hin- um miklu mótsögnum í persónulegum erjum, þar sem fjölskylda hans sjálfs er í miðdepli. Hann olli fjaðra- foki hjá íbúum í heimabæ sínum Asheville. Þeim fannst hann skopast að þeim og lítillækka þá. Thomas Wolfe lýsti einnig stórborgarlífinu á lifandi hátt, hraðanum, spennunni, kraftinum og kuldalegum, ópersónulegum samskiptum manna. Hin mikla breidd í skáld - gáfu hans er áberandi í þeim tveimur skáldsögum sem voru gefnar út eftir andlát hans, en þær eru: „The Web and The Rock“ og „You can’t go Home Again“. Sú fyrri kom út árið 1939 en hin síðari árið 1940. í þessum ritverkum, skilgreinir hann raunveruleg- ar orsakir hinnar miklu efna- hagslegu og félagslegu upp- lausnar á kreppuárunum. I „You can’t go Home Again” er uppgjör hans við nasista- pestina sem hafði gegnsýrt Þýskaland, landið sem hann unni svo mjög. Þessi afhjúp- un hans á hryllingi nasism- ans kom á þeim tíma sem margir rithöfundar og aðrir reyndu að telja þeim, sem vildu forða sér frá Þýskalandi trú um að Hitler væri vel- gjörðarmaður mannkynsins. David H. Donald, hélt því fram í fyrirlestri sínum að ekkert ritverk Thomas Wolfe hafi verið gefið út í þeim bún- ingi sem rithöfundurinn hafði hugsað sér, þeim hafi verið breytt. Trúlega hefur hann eitthvað fyrir sér í þessu, því árið 1937 sleit Wolfe sam- starfinu við bókmenntaráð- gjafa Scribners-forlagsins, Maxwell E. Perkins. Wolfe hafði haft miklar mætur á Perkins, bæði sem bók- menntalegum ráðgjafa og sem vini. Samstarf þeirra var bæði gott og vont, en sex síðustu mánuðina sem Wolfe lifði var það Edward C. Ash- well hjá bókaforlagi Harper and Brothers sem hann var f nánu samstarfi við. NÚTÍMALEGUR David H. Donald, kom einn- ig inn á það að Edward Ash- well hafi gert ýsmaröreyting- ar á þeim handritum sem Wolfe lét eftir sig. Segir hann hafa breytt orðum Wolfe, stytt og bætt við, sem stang- ' ist á við samninginn milli Ashwell og Wolfe. Það er ótrúlegt að hægt verði að sanna eitt eða neitt í þessu efni, en eitt telja menn öruggt. Rithöfundur eins og Thomas Wolfe mun halda áfram að verða lesinn af ung- um sem eldri, því boðskapur hans er tímalaus. Hann á eins við í dag og þegar hann var skrifaður. í síðustu bókum sínum var- ar hann einmitt við því sem ógnar heimi okkar í dag: Kyn- þáttafordómum, einræði, harðstjórn, hryðjuverkum og stríðsæsingum. (Arbeiderbladet.) THOMAS WOLFE Í NÝJU UÓSI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.