Alþýðublaðið - 27.01.1989, Qupperneq 8
Hótel
fminiiíinnii
Föstudagur 27. janúar 1989
SAS HELDUR
SIG VID
HÓTEL SÖGU
Ekkert hefur enn frést af
samningum Hoiiday Inn hót-
elsins viö erlendar hótelkeðj-
ur um kaup eöa rekstur hót-
elsins viö Sigtún. Ef marka
má nýjustu auglýsingu SAS
flugfélagsins er þaö ekki á
leið með aö gera Holiday Inn
að SAS-hóteli.
í heilsiöu auglýsingu, sem
birt er mánaðarlega í öllum
helstu dagblööum á Noröur-
löndum og greint er frá
helstu nýjungum í starfi og
þjónustu SAS er nú á dögun-
um vakin athygli á þvi aö
Hótel SAGA í Reykjavík sé
eitt af nýjustu SAS þjónustu-
hótelunum, þeim sem kallast
„SAS Business Hotels“. Þetta
er í þriðja sinn á stuttum
tíma, sem SAS vekur athygli
á Reykjavík sem nýjum við-
komustað og Hótel Sögu
sem SAS-hóteli.
,.A RAUÐU LJÓSI
í HAFNARFIRÐI
UM HELGINA
Fundaherferð formanna
A-flokkanna „Á rauðu ljósi“
verður fram haldið um helg-
ina. Á laugardag, klukkan 14,
hefst fundur i Bæjarbiói i
Hafnarfirði. Ekki hefur verið
ákveðinn fundartimi á þeim
stöðum þar sem þurft hefur
að fresta fundum vegna veð-
urs, en ætlunin var í upphafi
að Ijúka fundaherferðinni í
Hafnarfirði.
Útvarpsstöðin
Rót 1 árs
Kökubasar og
rokktónleikar
Útvarpsstöðin RÓT —
stöðin sem stundum hefur
verið nefnt útvarpsstöð gras-
rótarinnar, er eins árs um
þessar mundir. í því tilefni
munu aöstendendur stöðvar-
innar efna til ýmissa hátíðar-
halda, m.a. kökubasars, rokk-
tónleika og afmælishátíðar.
Útvarpsstöðin efnir til
plötu- og kökubasars á morg-
un, 28. janúar í aðsetri út-
varpsstöðvarinnar að Mjölnis-
holti 14. Basarinn hefst kl.
14.00.
RÓT efnirtil rokktónleika í
Tunglinu þ. 2. febrúar n.k. þar
sem ýmsar hljómsveitir
munu koma fram, þar á með-
al Síðan skein sól, Bless, Ný-
dönsk, auk þess sem tónlist-
armenn sem HilmarÖrn
Hilmarsson og Bjartmar Guð-
laugsson koma fram.
Daginn eftir, eða þ. 3. febr-
úar n.k. mun útvarpsstöðin
RÓT halda afmælishátíð í
Risinu, Hverfisgötu, og hefst
hún kl. 20.00. Þar mun ýmsar
uppákomur vera á ferðinni,
fjöldasöngur, Ijóðaupplestur,
djassleikur, ávörp og dans.
Fundarmenn á Spástefnu Stjórnunarfélags íslands hlustuðu grannt á boðskap Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra.
A-mynd/Magnús Reynir.
Spástefna ’89
Steingrímur ekki á móti gengislækkun
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra segist ekki
vera á móti gengisfelingu, en
slík aðgerð megi þó ekki
verða eingöngu með þeim
hætti að fært verði fjármagn
frá launafólki til fyrirtækj-
anna. Forsætisráðherra lýsti
þessu yfir á Spástefnu ’89
sem Stjórnunarfélag íslands
gekkst fyrir á Hótel Loftleið-
um i gær.
„Gengisfelling er tilflutn-
ingur á tekjum yfir til útflutn-
ingsatvinnuveganna. Þess
vegna segi ég, að við verðum
að flytja fjármagn yfir til at-
vinnuveganna frá mörgum
öörum aðilum. Ég get ekki
hugsað mér að hér séu fyrir-
tæki sem ekki herða mittisól-
arnar þegar þetta er gert. Það
verður Landsvirkjun að gera.
Það verður Póstur og sími að
gera. Eg er alls ekki að segja
að gengisfelling komi ekki til
greina. Vitanlega verðum við
að skrá gengið rétt. Við verð-
um þá að hafa tryggt að það
hafi þau áhrif sem við ætlum
okkur á öllum sviðum þjóðfé-
lagsins. En ekki bara til-
færsla frá launafólki yfir til
atvinnuvega," sagði Stein-
grímur Hermannsson forsæt-
isráðherra.
Hjálparstofnun hefur þegar varið hluta at söfnunarfé til matvælaflutn-
inga á hungursvæðunum í suður Súdan.
„Brauð-handa-hungruöum heimi“
20 MILU0NIR
HAFA SAFNAST
í söfnun Hjálparstofnunar
kirkjunnar „Brauð handa
hungruðum heimi“ hafa bor-
ist tæplega 20 milljónir
króna. Hluta fjárins hefur
þegar verið ráðstafað til mat-
vælaflutninga í suður Súdan,
jaröskjálftasvæðanna í Arm-
eníu og til flóðasvæðanna í
Bangladesh.
Juba er stærsta borg suð-
ur Súdans og þar búa um 100
þúsund manns auk 150 þús-
und flóttamanna, sem flúið
hafa heimili sin vegna borg-
arastriðsins. Þetta fólk býr al-
gjörlega einangrað og ríkir
þar hungursneyð. Mikill
skortur er á matvælum og
öðrum hjálpargögnum. Vegir
til borgarinnar eru lokaðir og
þess vegna er flugleiðin eina
leiðin til að koma hjálpar-
gögnum til þessa fóiks.
Kirkjulegar hjálparstofnanir
standa sameiginlega að „loft-
brú“ milli Nairobi til Kenýa
og Juba. Daglega eru flutt 50
tonn af matvælum og eru
það einu matvælin sem fáan-
leg eru ( borginni. Hjálpar-
stofnun kirkjunnar mun halda
áfram að taka þátt í þessu
hjálparstarfi.
5 tonn af niðursoðnum
matvælum og 3.400 islensk
ullarteppi að verðmæti nærri
4 milljónir króna voru send
fyrir jólin til jarðskjálfta-
svæða Armeníu. Matvælin og
ullarteppin voru gefin af fyrir-
tækjum hér á íslandi, sem
hafa viðskipti við Sovétrikin.
Flugleiðirog skipadeild Sam-
bandsins fluttu hjálpargögn-
in endurgjaldslaust.
í samvinnu við Alkirkjuráð
tekur Hjálparstofnun kirkj-
unnar þátt í uppbyggingar-
starfi í Bangladesh eftir flóð-
in þar sl. haust. Eitt af helstu
verkefnum er að hreinsa
vatnsbrunna og grafa fyrir
nýjum.
Á næstu mánuðum mun
Hjálparstofnun kirkjunnar
byggja skóla fyrir 400 börn í
Andra Pradesh héraðinu á
Indlandi og einnig heimili fyr-
ir vangefin börn í Tamil Nadu
héraðinu á Indlandi. Áætlað
er að þessum byggingum
verði lokið á þessu ári.