Alþýðublaðið - 25.07.1989, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 25.07.1989, Qupperneq 4
4 Þriðjudagur 25. júlí 1989 VANA MENN VANTAR Á TOGJ Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra rifjar upp 70 daga salt- fisktúr á Gerpi fyrir 30 árum. Fyrir rúmum þrjátiu árum réð nýstúdent sig á togarann Gerpi í þeirri von að sumarhýran entist honum fyrir náms- dvöl við háskólann í Edinborg um veturinn. Nýstúdentinn þurfti ennfremur að manna skipið að stórum hluta sjálfur og samanstóð mannskapurinn af óvönum bókaormum og drykkjuhrútum af Gunnarsholti. Nýstúdentinn var Jón Baldvin Hannibalsson, núverandi utanríkisráðherra. í eftirfarandi grein segir Jón Baldvin frá þessum óvenjulega túr á Nýfundnalandsmið. Jón Baldvin vígalegur i gæruúlpunni um borð í Gerpi NK 106 árið 1958. „VANA MENN vantar á tog- ara“. Mig minnir að auglýsing af þessu tagi hafi glumið í gamla gufuradíóinu um miðjan júni árið 1958 — fyrir rúmlega 30 árum. Þeim sem hefðu áhuga var bent á að hafa samband við skipstjórar.n á hótel Vík, Hallærisplaninu. í þessum húsakynnum eru nú aðai- bækistöðvar hinna dúnmjúku meyja Kvennalistans, miðstöð hinna mjúku gilda. Hræddur er ég um að Magnús Gíslason, skip- stjórinn á Gerpi og harðjaxl að vestan, sem gisti hótel Vík, eins og það hét í þá daga, hefði þótt utan- gátta í þessum húsakynnum eftir að Kvennalistinn tók þar völdin. Enda hafði hann um annað að hugsa en heimsfriðinn þar sem hann beið þess, að vanir sjómenn ryddust inn til að manna þetta flaggskip íslenska flotans, sem Gerpir vissulega var. Þegar auglýsingin hafði glumið nokkrum sinnum fór ég að leggja við hlustirnar. Ég var í þann veg- inn að Ijúka stúdentsprófi og átti að útskrifast 17. júní. Um haustið hafði ég sótt um inngöngu í Edin- borgarháskóla í Skotlandi þar sem ég hugðist „læra til forsætis- ráðherra", eins og ég hef stundum gantast með síðar. í þá daga var enginn lánasjóður námsmanna við lýði. Menn urðu einfaldlega að kosta sitt nám sjálfir með öll- um tiltækum ráðum. Það hafði ég gert undanfarandi sumur með því að stunda byggingarvinnu, vega- vinnu, og seinustu sumrin gutlað eitthvað til sjós: á síld, á reknetum og á togurum. Það þótti ekkert sérstaklega eftirsóknarvert á þess- um árum að vera á togurum. Já- kvæða hliðin á því máli var hins vegar sú, að það var auðveldara fyrir viðvaninga að fá pláss. Ég lagði þess vegna leið mina á fund „karlsins í brúnni“ á hótel Vík. Skólabókaígulker og___________ hvitflibbawæsklar_____________ Viðbrögð skipstjórans gáfu til kynna að hann hefði séð meiri bóg en þann sem þarna birtist; hann spurði með vantrú í svipn- um, hvort ég hefði nokkurn tíma mígið í saltan sjó? Eitthvað léttist á honum brúnin þegar hann hafði sannfærst um að ég væri ekki al- ger viðvaningur. Ég var munstrað- ur. Skipstjórinn var hins vegar svartsýnn á að Gerpir léti úr höfn á næstunni. Skipið hafði nefni- lega verið mannað Færeyingum um veturinn, vönum sjómönnum, enda hafði gengið vel. Erlendur Patursson, formaður Fiski- mannafélagsins í Þórshöfn og leiðtogi Þjóðveldisflokksins í Færeyjum, hafði heins vegar fyr- irvaralítið kallað sína menn heim út af deilum við íslendinga um gjaldeyrisyfirfærslur. Magnús sat þess vegna uppi með hroðið skip fyrir utan yfirmenn í brú og vélar- rúmi, matsvein og loftskeyta- mann. Að öðru leyti vantaði áhöfnina. Ég hringdi öðru hverju í kallinn (hann var reyndar aðeins 31 árs að aldri) til að fá fréttir af því hvernig gengi að manna skipið. Hann varð æ daufari í dálkinn sem oftar var við hann talað. Ég fór þess vegna að svipast um eftir mann- skap, því að ekki vildi ég missa af plássinu. Fyrst sneri ég mér til bekkjarfélaga minna. Sumir þeirra höfðu eitthvað komið ná- lægt sjó áður. Ég reyndi að gylla fyrir þeim aflavonir og mikinn hlut. Mig minnir að mér hafi tek- ist að skrapa saman sex manns. I þeim hópi var Magnús vinur minn Jónsson, skáld og listamaður, seinna útlærður kvikmyndagerð- armaður frá Moskvuháskóla. Skipstjórinn sagðist kannski geta notast við hann í pontið. Svo vildi til að þetta sumar gisti heima hjá okkur sonur eins af bekkjar- bræðrum Hannibals frá kennara- skólaárum hans í Danmörku. Hann var við nám í latínu og forn- fræðum við háskólann i Kaup- mannahöfn. Ekki beinlínis alinn upp við slor og útileguhark. Ég laug því fullum fetum að hann væri útfarinn matreiðslusnilling- ur, allavega hlyti hann að vera brúklegur sem hjálparkokkur. Magnúsi þótti þetta lið, sem ég hafði dregið saman, í væskilslegra lagi. Hann lét þó gott heita þang- að til ég kom með Dag Sigurðar- son Thoroddsen skáld. Þá setti hann hnefann í borðið og sagði hingað en ekki lengra. Það væru takmörk fyrir hvað hann léti bjóða sér af skólabókaígulkerum og hvítflibbavæsklum. Eitthvað hafði þá ræst úr fyrir honum. Einn Færeyinganna ætl- aði að halda áfram og kom með annan, sem hann sagði vera þaul- vanan. Seinna kom á daginn að hann var trésmiður í ástarsorg og ældi eins og múkki mestallan túr- inn. Þá hafði honum tekist að krækja í einhverja hressa stráka að austan frá Neskaupstað og Eskifirði. Hannibal útskrifar sjómenn af drykkjumannahæli__________ En betur mátti ef duga skyldi. Ég heyrði þess getið fyrir hreina tilviljun að sjómaður, sem karl faðir minn kannaðist vel við að vestan, væri á Gunnarsholti í af- vötnun. Ég hringdi í hann og tíundaði vandræði Magnúsar skipstjóra átakanlega. Hann reyndist vera orðinn hundleiður á fásinninu í sveitinni og kom þar okkar tali að hann gæti skrapað saman sex manns þarna á Gunn- arsholti, ef hægt væri að fá yfir- völd „drykkjumannahælisins", eins og það var nú kallað í þá daga, til þess að útskrifa snilling- ana. Ég komst að því, að hælið heyrði undir félagsmálaráðherra. Mig minnir ég hafi farið í form- legt miðvikudagsviðtal til félags- málaráðherra, sem hét Hannibal Valdimarsson. Ég bar upp erind- ið: Hvort ráðherranum þóknaðist að veita sex sjómönnum að vest- an, sem gistu umrætt sveitasetur ráðuneytisins, brottfarar- og sjó- ferðarleyfi. Það var snarlega gert og umsamið, að þeim skyldi ekið rakleitt frá Gunnarsholti og að skipshlið til þess að draga úr þeirri áhættu að þeim kynni að dveljast við glaum og glys, þegar til höfuð- borgarinnar væri komið. Þar með hafði tekist á tíu dögum að skrapa saman fullskipaða áhöfn, þótt ekki væri beinlínis hægt að full- yrða að þar væri „valinn maður í hverju rúmi“. Við létum úr höfn 30. júní. Framundan var 73 daga saltfisktúr við Grænland og Ný- fundnaland. Færeyingum stóð ógn af forhleraferlíkinu____________ Gerpir var hið voldugasta skip, eitthvað innan við 1000 tonn, ef ég man rétt. Vistarverur voru vand- aðar, aðbúnaður góður og mat- sveinninn, Finnur Bjarnason, ásamt hjálparkokki, hélt mann- skapinn vel í mat og drykk. Ég lenti á bátsmannsvakt undir stjórn Herberts Benjamínssonar, Hebba bátsmanns, eins og við kölluðum hann. Hebbi var sjó- raufaralegur í meira lagi. Hann hafði lent í slysi og hafði svartan sjóræningjalepp fyrir öðru aug- anu og reyndist margra manna maki til verka. Sennilega hefðu mörgum manninum fallist hendur í hans sporum þegar hann fór að kanna Iiðið. Það kom á daginn, að á vaktinni var einn vanur neta- maður, einn eða tveir höfðu eitt- hvað gripið í net. Að öðru leyti skilaði liðið auðu. Á útstíminu til Grænlands mátti hann þvi byrja á „saumanámskeiði“ upp á keis. Sem betur fór var dræmt fiskirí til að byrja með, svo hægt var að halda framhaldsnámskeið áður en verulega fór að reyna á mann- skapinn. Út á fyrri sjómanns- reynslu var ég dubbaður upp í að- stoðarmann á forhlera, Poul Veg- arhygg Færeyingi til halds og trausts. Það byrjaði ekki björgu- lega. Hinn reyndi færeyski sjóvík- ingur reyndist nefnilega aldrei hafa á sjó komið og var bæði sjó- veikurogsjóhræddur. Hanntrúði mér fyrir því að hann væri tré- smiður heima í Þórshöfn. Hann hafði hins vegar lent í voðalegri ástarsorg og fremur en að hengja sig hafði hann stungið af til ls- lands. Það væri Iíka synd að segja að Magnús skipstjóri hefði vand- að þessu forhliðagengi kveðjurn- ar þar sem hinn ástsjúki Færey- ingur horfði stjarfur og líkfölur af skelfingu á þau ósköp sem dynja yfir, þegar súrrandi togvírar og skarkandi hlerinn skall upp að borðstokk við fyrsta hal. Einhvern veginn hristist þessi viðvaningahjörð smám saman saman þannig að verkin gengu þolanlega fyrir sig eða a.m.k. stóráfallalítið. Vestfirðingarnir, gistivinir Gunnarsholts, reyndust betri en engir við að kenna við- vaningum réttu handtökin í að- gerð, þótt sumir kæmust seint og illa upp á lag með að láta flatn- ingshnífana bíta. Menn vöndust þó volkinu misjafnlega. Færey- ingnum mínum sóð stöðug ógn af forhleraferlíkinu og þóttist iðu- lega eiga fótum fjör að Iauna þeg- ar ferlíkið birtist úr undirdjúpun- um. Latínufræðingurinn danski, Sörensen að nafni, var settur í lestina, sem honum þótti vera skelfileg þrælakista. Magnús vin- ur minn Jónsson reyndi að halda uppi hámenningarlegum sam- ræðum við flakarana á dekkinu þar sem hann stóð í portinu og undi sínum hag sæmilega, meðan fiskirí var dræmt. En um leið og fiskirí glæddist eitthvað að ráði sljákkaði verulega í póetnum í pontinu. Doríukarlar með hveiti- brauðshleif og rauðvínskút Það hafði verið rótfiskirí í fyrra túr og þrælvanir Færeyingar um borð. Þeir höfðu reyndar fyllt skipið á rúmlega þremur vikum að sögn. Nú hafði fiskirí tregðast svo mjög að Magnús nennti ekki að standa i þessu lengur, heldur ákvað að halda frá Grænlandi á Nýfundnalandsmið. Mig minnir að Björn Ioftskeytamaður Ólafs- son, sveitungi minn að vgstan og fóstraður í Ögri eins og ég, hafi frætt mig á því, að þangað hafi ís- lenskir togarar ekki vanið komur sínar fyrr en sumarið áður, allt frá því á árunum eftir stríð. Þetta reyndist rétt ákvörðun hjá Magnúsi því nú fórum við allt í einu að rótfiska, sumum til bland- innar ánægju, sem sáu endalok náðugra daga. Allavega sljákkaði mjög í Magnúsi í pontinu og risið á andlegum einræðum hans hrundi í djúpar lægðir. Loft- skeytamaðurinn hlýtur að hafa stillt á útvarp í St. Johns: Allavega glumdu fláir slagarar yfir okkur á dekkinu; vinsælasta lagið minnir mig að hafi hljómað eitthvað á þessa leið: „Everybody is going out And having fun. I am only sitting home And having none... Ég man ekki betur en þessi leir- burður hafi verið kominn á heil- ann á skáldi voru og gott ef hinn danskættaði latínufræðingur var ekki farinn að taka undir þar sem hann hvarf okkur ofaní lestargím- aldið og var farinn að ganga hok- inn af bakverk og þreytu. Ein er sú sjón sem ekki líður mér úr minni frá Nýfundnalands- miðum og við höfðum oft fyrir augunum þessa björtu sumar- daga. Það voru portúgalskar skonnortur eða þrímastra skútur, mikil skip tilsýndar, ca. 2000 tonn, sem stundum bar fyrir augu undir fullum seglum út við sjón- deildarhringinn. Þetta voru forn seglskip, en útbúin með hjálpar- vélum. Portúgalar stunduðu fiskiríið þannig, að þeir fóru frá þessum móðurskipum á smájull- um út um allt ballarhaf og skök- uðu á handfærum. Stundum flutu þeir út um allan sjó allt í kringum okkur. Þarna sátu þeir og dorg- uðu meðeinn hveitibrauðshleif og rauðvínskút til að seðja hungur og þorsta. Það er þokusamt á Ný- fundnalandsmiðum og straumar viðsjárverðir. Það var auðvelt að trúa því að ekki mætti mikið útaf bera í veðri og sjóum til þess að þessir doríukarlar ættu ekki aft- urkvæmt að móðurskipinu. Fiskiríið hafði nú glæðst veru- lega og saltfiskstæðurnar voru farnar að hlaðast upp í lestinni. Mannskapurinn var hins vegar orðinn nokkuð eirðarlaus yfir fá- breytni tilverunnar og farinn að þrá fast land undir fætur og ein- hverja afþreyingu frá volkinu. Það var farið að ganga verulega á vistir um borð, svo að lokum átti karlinn ekki annarra kosta völ en að leita hafnar í St. Johns. Ekki skorti svardaga um að nú skyldi mannskapurinn heldur betur gera sér dagamun. Fjáröflun til veisluhalda En það horfði þó ekki vænlega um að þessir svardagar yrðu efnd- ir, þótt í höfn væri komið. Það var nefnilega enginn ræðismaður ís- lenskur í St. Johns og þ.a.l. enga peninga að hafa, sem gætu dugað okkur sem skotsilfur í viðskiptum við innfædda eða til þess að kaupa við guðaveigar og gleð- skap. Nú voru góð ráð dýr. Við byrjuðum á að leita eftir viðskipt- um við Portúgali; vildum hafa vöruskipti. Með táknmáli og lát- bragðsleik tókst okkur að koma þeim í skilning um að okkur skorti vín og vildum borga í fríðu. Fengum þá til þess að heimsækja okkur um borð. Kom þá á daginn að þorstinn var orðinn svo stór, að menn vildu Iáta hvað sem var í skiptum fyrir vatnsmenga.ð rauð- vínsgutl. Við bárum að þeim ís- landsúlpur, sparifatnað, skyrtur, nærfatnað, sjóstakka, vettlinga, hnífa — hvað sem hendi var næst fyrir vín og tóbak. Að lokum sá Hebbi fram á að við myndum hrjóða skipið af vistum og föng- um ef þessu héldi áfram. Kom hann heldur gustmikill frammí, greip með sér stóra hausingar- sveðju í leiðinni, og skipti það engum togum að hann tók í hnakkadrambið á Portúgölum, hverjum á fætur öðrum og fleygði þeim upp á dekk eins og tusku- brúðum. Og slæmdi eftir þeim sveðjunni í kveðjuskyni. Við Magnús Jónsson vildum ekki láta það um okkur spyrjast að við kæmumst ekki á krá fyrir féleysi eftir svo langt sjóvolk. Við bjuggum okkur því uppá og héld- um í bæinn staðráðnir í að afla fjár til veisluhalda. Landhelgis- málið var okkur ofarlega í huga þar sem við vorum hásetar á flaggskipi íslenska flotans, á út- gerð Lúðviks Jósepssonar sjávar- útvegsráðherra, og útfærslan í 12 sjómílur á næsta leiti. Við fengum þá snjöllu hugmynd að leita uppi ritstjórnarskrifstofu dagblaðs og gefa þar kost á blaðaviðtali við oss um hafréttarmál, landhelgis- mál og þorskastríð, þar sem við skýrðum út málstað íslendinga og hvöttum Nýfundnalandsmenn til dáða, enda ættu þeir sömu hags- muna að gæta og íslendingar. Ekki létum við þess getið að við hefðum verið að skarka fyrir inn- an þriggja mílna fiskveiðilögsögu þeirra eyjaskeggja. Þetta gekk upp. Að skipshlið i_____________ lögreglufylgd______________ Mig minnir við fengjum borg- aða tuttugu dollara hvor fyrir við-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.