Alþýðublaðið - 05.09.1989, Síða 2

Alþýðublaðið - 05.09.1989, Síða 2
MMÐUBLMIIÐ Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakiö. INNGANGA BORGARAFLOKKSINS Flokksstjórn Borgaraflokksins samþykkti um síöustu helgi aö ganga til liðs viö ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. í þessari viku veröur væntanleg innganga Borgaraflokksins lögðfyrir miö- stjórnir og flokksstjórnir ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Veröi inn- ganga Borgaraflokksins samþykkt af framangreindum stjórnum, mun breytt ríkisstjórn væntanlega taka viö völdum næstkom- andisunnudag. Ljóst er aö tveir þingmenn Borgaraflokksins taka viö ráöherra- embættum. Formaður Borgaraflokksins, Júlíus Sólnes, tekur viö embætti umhverfismálaráðherra um áramótin og verður jafn- framt samstarfsráöherra Norðurlanda. Jafnframt mun Júlíus vinna aö uppstokkun stjórnarráösins og mótun atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar. Óli Þ. Guöbjartsson mun gegna embætti dóms- og kirkjumálaráðherra. Mjög hefur veriö um þaö deilt, hvort ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar heföi átt að semja viö Borgaraflokk um inngöngu í ríkisstjórnina eða mæta örlögum sínum á Alþingi. Það hefur legiö fyrir, aö ríkisstjórnin er komin í minnihluta á Alþingi og sem slík í stöðugri hættu aö frumvörp stjórnarinnar veröi felld eöa þvæld af sterkari stjórnarandstööu. Slík ríkisstjórn heföi ekki veriö starfhæf og stöðugt átt líf sitt und- ir stjórnarandstöðunni. Þaö er því mikill styrkur og nauðsynlegur fyrir ríkisstjórn Steinmgríms Hermannssonar aö fá Borgaraflokk- inn til liðs viö sig. Alþýöublaöiö hefur gagnrýnt hugsanlega inngöngu Borgara- flokksins í ríkisstjórnina á þeim nótum, að hún mætti ekki verða til þess aö Alþýðuflokkurinn keypti of dýru verði aðgöngumiða flokks sem í raun getur varla talist lengur heilsteyptur flokkur. Þaö eru því gleðitíðindi, aö veröiö fyrir Borgaraflokkinn er mun lægra en menn óttuðust í upphafi. Alþýðuflokkurinn hefur ekki þurft að láta nein ráðuneyti af hendi. Samstarfsráðherra Noröur- landaráðs var vissulega áöur í höndum Alþýðuflokksins en telst ekki til ráðuneyta. Það er rangt, sem komið hefur fram í fréttum, aö Borgaraflokkurinn hafi fengið í sinn hlut forsetastól neöri deildar. Hann er áfram sem áöur í höndum Alþýðuflokksins. Það ereinnig mikilvægt, að ekki hefur verið hróflað viö málefnasamn- ingi ríkisstjórnarinnar. Fyrri málefnasamningurinn stendur óbreyttur, nema að við. hann hefur komiö viðbót sem kveöur á um lækkun fjármagnskostnaöar og framfærslukostnaðar. Hin stórfelldu heróp Borgaraflokksins um að „lækka matarskattinn" og „skera niður skatta" hafa þagnað. Niðurstaðan er hins vegar sú, að innlent grænmeti verði í lægri hluta virðisaukaskatts og að hæsta þrep eignarskattsins verður lækkað með samræmdri skattlagningu fjármagnseigna og tekna. Alþýðublaðið fagnar því, að innganga Borgaraflokksins hafi styrkt ríkisstjórnina í sessi og gert hana starfhæfa fyrir komandi þing án þess að þessar breyt- ingar hafi haft í för með sér nein umskipti á stefnu ríkisstjórnar- innar. "að mikilvæga í dag er, að ríkisstjórn Steingríms Hermannsson- ar hefur hlotið olbogarými í þinginu og fengið stóraukna sóknar- möguleika. Þessa stöðu á ríkisstjórnin að nýta sér. Nú verður að hefjast handa við að stokka upp atvinnulífið, byggja upp nýjar at- vinnugreinar og treysta undirstöður þeirra sem fyrir eru til að tryggja þjóðartekjur og skapa næga atvinnu í landinu. Ríkis- stjórnin verður að taka sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál föst- .um tökum. Þar getur stjórnin ekki sagt pass líkt og Sjálfstæðis- flokkurinn. Ríkisstjórnin verður ennfremur að leggja fram stór- felldaráætlanir um stóriðju og orkumál, fjármagnsmarkað, aukin tengsl íslands við umheiminn á öllum sviðum, draga stórlega úr ríkisumsvifum og lækka framfærslukostnað með opnari við- skiptaháítum og verslun. Innganga Borgaraflokksins má ekki verða framlenging á lífi ríkisstjórnartil þess eins að halda í henni lífinu. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar verður nú að sanna, að hún sé þess verð, að líf hennar hafi verið framlengt. Þriðjudagur 5. sept. 1989 ÖNNUR SJÓNARMIÐ LANDBÚNAÐURINN á íslandi tek- ur á sig æ undarlegri og sérkenni- legri mynd. Málgagn bænda, Tím- inn, birti frétt á laugardaginn þar sem lesa má um hin skrýtnu hlut- skipti bænda í dag, m.a. að fara í göngur þótt ekkert fé sé til reksturs. Lesum Tímann: „Menn verða víst að fara þó engin sé kindin,samkvæmt regl- unum,“ sagði Árni Steingríms- son bóndi á Ingvörum í Svarfað- ardalshreppi og gangnaforingi í Sveinsstaðaafrétt. Sem kunnugt er var allt fé skorið í Svarfaðar- dal og nágrenni sl. haust vegna riðuveiki, sem þar kom upp. Hann sagði að reyndar ættu menn að fara að minnsta kosti tvisvar í göngur á hverju hausti, en líklega yrði bara farið einu sinni, enda hefði fengist undan- þága frá ráðuneytinu þess efnis. „Það verða þá bara teknar kind- ur síðar ef þær þá sjást,“ sagði Árni. Aðspurður sagði hann að ekkert væri eftir af rollum í daln- um, en hins vegar gætu þær allt- af komið annarstaðar frá, þó svo að enginn hafi séð kind í dalnum i sumar, svo hann vissi. Árni sagði, að vissulega væri það skrýtið að þurfa að fara í göngur, þegar enga rollu vant- aði. Hvað ef einhverjar rollur finnast? „Ætli þeim verði þá ekki slátrað hér. Þær fara ekki til baka,“ sagði Árni. Tungurétt er aðalréttin í hreppnum og sagði Árni að þar yrði réttað þann 17. september. „Reynt verður að hafa þetta svipað og venjulega, þó um fjár- laust ár sé að ræða og enginn bil- bugur á mönnum í því efni. Það verður þá bara meiri tími fyrir pelann,“ sagði Árni. Þeir sem koma til með að fara um Sveins- staðaafrétt leggja upp laugar- dagsmorguninn 16. september. Að ári verða réttir hins vegar með hefðbundnu sniði í dalnum, þar sem fyrirhugað er að kaupa 370 lömb í hreppinn." Það verður væntanlega ferð til fjár. MARGIR hrukku í kút þegar forsæt- isráðherra lét að því liggja, að erlent fjármagn væri að baki kaupum Stál- víkur hf. á Sigurey BA frá Patreks- firði. Morgunblaðið, sem gjarnan kafar dýpra en önnur blöð en þó ævinlega með fæturna upp úr og á þurru, fer í rannsóknarblaða- mannastellingar sl. sunnudag og reynir að komast að hinu sanna. Morgunblaðið leitaði m.a. til Sverris Hermannssonar forsætisráðherra um málið. Blaðið skrifar: Hvers vegna er þá hvíslað eins og nú síðast um Stálskiphf.? Sverrir Hermannsson banka- stjóri og fyrrverandi alþingis- maður er gagnkunnugur þess- um málum. Hann segir Stálskip hf.: „Það var hávaðaumræða á kajanum í gamla daga. Þannig var að Ágúst Sigurðsson, maður Guðrúnar Lárusdóttur, kaupir skip sem strandaði held ég í Arn- arnesinu, Boston Wellvale, norð- ur á Isafirði. Það reyndist bara skínandi skip sem hann gerði upp fyrir lítið verð og gerði út og þénaði peninga. Svo skeður það næst að þau kaupa gamalt skip frá Bretlandi. Og, kerfið, sem vill nú vita af öllu, varð afskaplega stromphissa og allir á kajanum, því að enginn vissi af tilvist þessa skips eða að það væri yfir- leitt væntanlegt fyrr en það kall- aði á lóðs í mynni Hafnarfjarðar. Þess vegna sögðumenn: Noh!Nú er einhver frá Boston Deep Sea eða Helleyers að senda hingað inn á miðin okkar! Ég held að þetta útgerðarfólk hafi alltaf klárað sig afbragðsvel, eins og dæmin sanna núna, verið mjög sniðug og séð og gengið vel. Hann rótfiskaði þessi Boston Sverrir: Maðurinn með stálhnefana segir sögur af kerfisköllum með kald- ar lúkur. Wellvale og allt hefur gengið ljómandi vel á lágmarkskostnaði og í miklum kyrrþey hjá þessari stórséðu bissnesskonu. Ég minnist aldrei annars en orð- rómsins, kvitts sem gekk á kaj- anum, og svo frá þessum kerfis- mönnum, sem helst vilja halda að ekki sé allt með felldu ef það gengur ekki í gegn um þeirra náðarsamlegustu lúkur.“ Sjálfs er höndin hollust, Sverrir! Einn með kaffinu Maður sótti um vinnu en fékk neitun vegna þess að engin staða var laus hjá fyrirtækinu. Umsækjandinn gafst ekki upp og sagði: „Það gerir ekkert til, ég vinn svo illa og lítið, að það tekur enginn eftir því hvort sem erl!" DAGATAL Mildi og mannúð og meira til t*á er Borgaraflokkurinn kominn í ríkisstjórn. Þeir eru búnir, að sögn formanns flokksins, að standa í erfiðum slag og talsverð- um mannraunum við að komast í stjórnina. Ekki vissi ég að það væri svona eftirsóknarvert að komast í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. En það er greinilegt að formað- ur Borgaraflokksins er tilbúinn að svitna talsvert til að komast í ríkis- stjórnina. Gamli formaður Borgaraflokks- ins sem nú er sendiherra Islands í Frakklandi, sagði hins vegar á beinni línu frá París, að Borgara- flokkurinn væri orðinn vinstri flokkur og ætti enga framtíð fyrir sér. Það getur vel verið rétt, en hins vegar er það nú Borgara- flokknum að þakka að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar á framtíð fyrir sér. Og er það ekki í gömlum anda Borgaraflokksins að sýna mildi og mannúð? Sendi- herrann í París þarf að fara að hressa upp á minnið. Landsbankinn er búinn að kaupa Samvinnubankann. Þeir á DV .segja að banki samvinnumanna hafi kostað 880 milljónir króna. Það er eitthvað upp í skuldir SÍS í Landsbankanum. Það er sniðugt, að hægt sé að taka SÍS upp í skuld- ir. Áður fyrr tók SÍS aðra upp í skuldir. Landsbankinn hefur verið nokkuð grimmur við skuldunauta sína að undanförnu. Menn minn- ast aðfararinnar gegn OLÍS. Þá átti að taka olíufélagið upp í meinta skuld. En Óli í OLÍS þekkir sína menn, sneri á bankastjórana og fékk TEXACO í lið með sér. Og um leið og Ijóst var að Bandaríkja- menn voru komnir í spilið, búkk- aði bankdirektör Hermannsson og sagði: „Jess. Ókei." Og Öli glotti við ríkisbankastjór- anum. Bankastjórar Samvinnu- bankans glotta hins vegar ekki að bankdirektör Hermannsson. Það verður hins vegar ekki aftur snúið Eða eins og Mikki refur segir á frummálinu í norska barnaleikrit- inu um dýrin í Hálsaskógi: „Spist er spist!" t*eir á Dv eru alltaf jafn frumlegir. Stundum raða þeir þúsund köllum upp í súlur og láta þær ná marg- faldri hæð Hallgrímskirkju ef sanna á svimandi ríkisútgjöld. Og stundum gera þeir eitthvað ennþá sniðugra svo að ólæsir lesendur DV geta haft gagn og gaman af lestrinum. Ég rakst á DV í gær og sá að blaðið hafði slegið því upp að níu ráðherrar hefðu fimmtán aðstoð- armenn á sínum snærum. Og að þetta tiltæki kostaði ríkissjóð um 25 til 35 milljónir á ári. Nú halda auðvitað DV-menn að það eigi ekki að kosta neitt að reka ráðu- neyti og að ráðherrar eigi að gera alla vinnuna sjálfir. Að eigilega ætti eini starfskrafturinn í hverju ráðuneyti að vera ráðherrann. Frumleg hugsun. Ég hugsaði bara með sjálfum mér: Hvað skyldu vera margir að- stoðarmenn í kringum tvo rit- stjóra DV? Ef blaðamennirnir eru taldir sem aðstoðarmenn, svo og prófarkalesarar, Ijósmyndarar og eitthvað skrifstofulið, þá má ætla að um 25 manns séu í kringum hvorn ritstjórann. Hvað skyldi það kosta okkur les- endur? Friðrik Sophusson (þessi í Sjálf- stæðisflokknum) segir í DV í gær að sjálfstæðismenn séu þeir einu sem geti leyst landbúnaðarmálin en hins vegar hafi frekari stefnu- mörkun í landbúnaðarmálum ver- ið frestað. Það sem Frikki á við, er að Sjálf- stæðisflokkurinn er eini flokkur- inn sem getur endalaust frestað málunum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.