Tíminn - 16.01.1968, Qupperneq 7

Tíminn - 16.01.1968, Qupperneq 7
•RIÐJUDAGUR 16. janúar 1968. TfMINN i . ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON HIN NÝJA KYNSLÓD í sögu stjórnmálanna eru tímalbil ákveðinna fram- kvæmda, viðhorfa og umfangs mikilla breytinga oft og tiðum kennd við ákveðnar kynslóðir, sem tileiinkaðir eru sérstakir eiginleikar og einkenni, þótt ávallt sé fjöldi einstaklings- bundinna undantekniinga. Marg fræg er orðin fyrir löngu svo- nefnd aldamótakynslóð, sem á fjölmöirgum sviðum _ lagði grundvöll að nútíma íslandi. Hfún komst til þroska við lok hinnar lagalegu sjálfstæðisbar áttu þjóðarinnar og boðaði í ræðu og riti endurreisn á sviði mennta, atvinnuvega og fé- lagsframkvæmda og hrinti glæsilega í verk á ótrúlega skömmum tíma flestum þess ara baráttumáli sinna. Hún stónbætti hag landsmanna með víðtækri samvinnuverzlun í stað dansfcrar okurstaffsemi. Hún hóf víðtæka uppbyfegihgú ’ íslemzkra atvinnuvega, fisk- veiðar og jarðrækt. Hún lagði vegi, byggði brýr og reisti skóla. Hún jók víðáttu og treysti mátt íslenzkrar menn ingar með listgreinum, sem lítt höfðu tíðkazt hér áður. Hún færði ísland í samfélag umiheimsins og gerði sjálfstæði þess að virtum og raumihæfum venuleika. Um þessa kynslóð hefur þegar myindazt mikil goð sögn enda átti hún f sínum hópi snjalla áróðurmeistara, sem ýktu kosti hennar og gættu þess að fela gallana. Önnur kyinslóð, sem einnig hefur átt ríkan þátt í að móta líslenzkan samtima, en ekki hlotið eins mikla sögufrægð, er enn í blóma lífsins og nýtur fullra starfskrafta. Þessi kyn- slóð var í heiminn borin, fyrir og í kringum fyrra stríðið og allt fram á kreppuár, yfirleitt börn aldamótakynslóðarininar sem tóku mesta þroska sinn rétt fyrir, í eða eftir hið síð- ara heimsstríð og mótuðust verulega af því mikla umróti og hinum gífurlegu átökum, sem þá tröllriðu allri veröld. Þessi kynslóð, sem stundum er nefnd styrjaldarkynslóðin, hasl aði sér starfsvöll í hinu gífur lega peningaflóði, sem skall yf ir fslendinga við lok heims- stríðsins. Hún naut meiri íjór öflunarmöguleika en feður henn ar og hafði slíkt veruleg á- hrif á viðhoirf hennar og lífs venjur. Hún flosnaði upp úr rótgróinni og traustri sveita menningu, fluttist á mölina og þúsundum saman réði sig í vist til hersims, glataði siðgild isvitund og lífsgæðamati for eldra sinna og tók upp nýja háttu, ný goð. Hún dýrkaði hina arðgefandi spekúlasjón og hinn skjótfengina auð, íilbað fasteignir, siglingar og dol’ara grín og taldi gnótt slíkra ver aldargæða hæfastan mæli- kvarða á manngildi og árang ur daglegs strits. Þessi kyn- slóð er hið ráðaindi afl á ís- landi. Henni tilheyra allir ráð herranna, flestir þingmann- anna og mikill meirihluti for- ystumanna stjónnar- og fjár- málastofnana, fyrirtækia og einnig mé'nnta-' og menningar- stofnaúa. Þessi kynslóð hefur skapað hin gífurlegu vanda- mál íslenzkrar samtíðar og sífellt glímt við að leysa þau en án verulegs árangurs. Þótt styrjaldarkynslóðin hafi að vísu skapað stærri steinsteypu bákn og flutt til landsims fleiri bíla og ísskápa en um getur í sögu þjóðarinnar hefur hún kallað yfir sjálfa sig og aðra landsmenn hið óhugnanlega öngþveiti sem hér ríkir á mæst um flestum sviðum. Styrjaldar kynslóðin hefur leitt íslenzkt þjóðfélag út í siðferðislega fé lagslega og menningarlega upp lausn og skapað hættur, sem jafnvel geta stofnað sjálfri til veru þjóðarinnar, reisn henn- ar, virðingu og sjálfstæði í hættu. Saga styrjaldrakynslóð arinnar er langt frá því að vera öll, þótt þegar hafi verið um hana skrifaðar bæikur, góðar skáldsögur og vondar. Undanfarin ár hefur birzt á sviði íslemzkra þjóðmála ný kynslóð, afkomendur hinnar siðvilltu og ráðþrota styrjald arkynslóðar. Þetta unga fólk komst til vits og ára, þegai til muna tók að draga úr hinni vopnuðu spemnu milli austurs og vesturs, þegar vísindi og tæikniiþróun, rannsóknir og skipulag fóru að setja æ meiri svip á þjóðfélagsathafnir og einkalíf manna um heim allan. Þessi inýja kynslóð er réttnefnd þekkingarkynslóðin. Hún hefur hlotið meiri menntun, bæði almenna og sérhæfða, og sótt hana víðar en nokkur öinnur kynslóð. Hún hefur ekki bara numið í Kaupmannahöfn eða fáeinum bjórborgum Þýzka- lands, heldur á öllum Norður löndum og í vel flestum menntasetrum Evrópu, hvort heldur austur eða vestur, víða í Ameríku og einnig í hinum heimsálfunum. Hún hefur ekki bara tileinkað sér hin gömlu klassísku embættismainnafræði heldur einnig margháttaða tækniþekkingu og sérhæfingu í ólíkustu vísindagreinum. suin um, sem óþekktar voru fyrir tuttugu árum. Hún kannar hina mörgu þætti þjóðfélags síns og sjálfar uppsprettur þjoðar auðsiins. undirstöður atvinnuveg anna, hafið og náttúru landsins. Þegar þessi kynslóð haslar sér íslenzkan athafnavöll og kynnist af eigin rauin þjóðfé- lagi samtímans, verðbólgu og óðapólitík, ber lítt að undra þótt flestir í hennar hóp verði felmitri slegnir. Stjórnmálaað- gierðir styrjaldarkynslóðarinn- ar, sem oft miinna mest á fár ánlegan og tilgangslausan villi mannadans, þar sem hver æpir upp í annan áratugagömul slag °rð, tyggur afdönguð ræðu brot andstæðimga og skoppað er í kringum sömu vandamál in ár eftir ár, slíkt þjóðmáia ástand nýtur lítillar hrifningar í röðum þekkingarkynsióðar- innar. Húin lítur í ljósi vitn- eskju sinnar á athafnir og um ræðuvettfang íslenzkra stjórn- mála og ofbýður, hve lítt rök semdir, upplýsingar og hlutlæg ar rannsóknir eru þar metnar, hve oft raunhæfar, skipulagð ar heildaraðgerðir bíða lægri hlut fyrir klókindaibrögðum braskara og vafasamra valda spekúlanta. Þótt þekkingarkynslóðin sé enn í mótun og skammt sé síðan hún tók til starfa, má greina viss almenn viðhorf, sem efalaust munu á virkan hátt einkenna stjórnmálaað- gerðir hennar, ef húin á annað borð hættir sér á næstu árum út í darraðardans íslenzkrar óðapólitíkur. Þekkingarkynslóð inni ofbýður gengdarlaust eignakapphlaup feðra sinma, steinsteypubákn, harðviðar- dýrkun og Baltíkuævintýri styrjaldarkynslóðarinnar. Þótt þegparnir verði vissulega að búa við viðunaindi kjör og blómlega lifnáðarhætti, veit hún, að það eitt mun aldrei nægja til að sanna í raun. að smáþjóð eigi áfram siinn til- verurétt, né gera verk hennar í nútið svo mikilvæg, að sjálfstæði hennar sé virt oa varðyeitt, þar eð skerfur henn- ar til heimsmenningar sé svo máttugur, að engim dirfist að troða á lífsrétti þjóðariu.nar Þekkingarkynslóðin skilur tii fullnustu, að smáþjóð megnar aldrei að keppa við jötunþ jóðii í byggingu skýjakljúfa iðiu vera. breiðstræta, risavéla eða annars komar efnahagsp.iurn Ifún er dæmd til að tapa. hasli hún baráttu sinni slíkan völl, ætli sér að sanna mátt sinn með auði og efnahagslegu á- hrifavaldi. Æviferill feðranna hefur áiþreifanlega sannað. að með gildismati hinnar brodd- borgarlegu styrjaldarkynslóðar verða vandamál íslendinga aldrei leyst til framibúðar, sjálf stæði þjóðarinnar aldrei ör- ugglega grundvallað. I stjónnmálaafskiptum sín- um mun þekkingarkynslóðin skilyrðislaust hafna kerfi óða- pólitíkurinnar og skoða sem sitt meginverkefni að vinna bug á hinmi siðferðislegu, fjár málalegu. félagslegu og menn- ingarlegu upplausn, sem er höf uðeinkenni þjóðfélags styrj aldarkynslóðarinnar. Þekkmg arkynslóðin mun því aðems i ríkum mæli halda inn á vett- va.ng íslenzkra stjórnmála, að hún telji fært að hefja þar algjöra endurnýjun, sem mcð markvissum og skipulögðum heildaraðgerðum, opinberum og hlutlægum umræðum og ítar- legum rannsókinum, leiði á hreinskilin og einarðlegan hátt til nýs þjóðfélags á íslandi. Þjóðfélags, sem umsvifalaust hafnar öllum yfirborðshringl anda og látalátum framborn- um i áróðursskymi af pólitfsk- um loddurum, sem einskis svíf ast vegna framavona og valda- brölts. Þjóðfélags, sem eigi líður svindl og brask, spill- ingu í stjórri og fjármáluir. Þjóðfélags, sem veitir )>ro»:t miklum og heilbrigðum at hafnannönnuan ákjósanleg skil- yrði til arðbærra framkvæmda í samræmi við félagslega vei ferð. Þjóðfélag, sem metur and ans afrek meir en okurstarf- semi og skapar mönnum lista og visinda aðstöðu til að full nýta hæfileika sína. og krafta og gefur jalmenningi kost á að njóta verka þeirra, reisir sýn inigasali og bókhilöður, rannsókn arstofur og fræðslustoínann Þjóðfélag, sem skilur til fulln ustu, að framtíð þess er fyrst og fremst undir því komin, að því takist að skapa hugverk sem gild eru á mælikvarða vei aldar, leggi af mörkum hæfar hugmyndir, sem í senn þrosk: þjóðina og eru skerfur tii lausnar þekkingarþrauta, sem alls staðar eru óleystar. Þjóð- félag, sem situr ekki aðgerðar- laust hjá méðan teflt er um örlög heimsbyggðar, heldur sýnir friðarvilja sinn í verki. sendir dugandi menn til hjálp ar vamþróuðum, miðlar öðr um af eigin reynslu. Þjóðfélag, sem veit í reynd. að þóti 'óð þess sé létt, þá finnur vogar- skálin samt fyrir þunga oess Með skopun slíks þjóðféiags telur þekkingarkynslóðin sig munu ávaxta bezt íslenzkan mennimgar- og þjóðararf og styrkja um leið andlegt sjálf- stæði og varðveita þjóðerni ís lendinga. finna lífi sínu os starfi þann grunn er ei brestur. Hvort íslenzkri þjóð .nur, 0 næstu árum vegna vel eða illa, er fyrst og fremst undir því komið, hve fljótt og hve ríku lega hún virkjar krafta þekk ingarkynslóðarinmar og veitir viðhorfum hennar brautar- gengi. Hin knýjandi spurning í íslenzkum stjórnmálum. und irstaða næstum alls annars, er hvort skilyrði skapist til að lokaorð áramótaboðskapar teið toga næststærsta stjó'rnmála- flokks landsins verði að veru leika eða hvort þau reynist hjóm eitt og markleysa. Hann sagði: „Ég hef bjargfasta trú á þvi, að uinga fólkið á íslandi. sem sækir fram um þessar mund ir af atorku í sjávarútvegi, land búnaði, iðnaði, rannsóknar- störfum, menningarmálum og öðrum greinum, og byggir ; vaxandi mæli á námi og þekk ingu, sættir sig ekki við það til lengdar úr þessu. að árangr inum af þessari stórsókn til betra Lífs sé stórspillt með ur- eltum stjórnaraðferðum, eins og hér hefur verið gert uindan farin ár og blasir við nálega hvert sem litið er. Frá unga fólkinu mun því koma það S- tak, sem dugir til þess að breyta stefnunni í þjóðmálum og færa hana í skynsamlegt nú tímahorf, i stað þess stjórn leysis og ráðleysis. sem ríkt hef ur um siinn.“ Verktakar — Fyrirtæki Vil taka að mér akstur með vinnuflokk og starfs- liópa. Hef góða bifreið. Upplýsingar í síma 83441 eftír kl. 7. Jórt Grétar Sigurðsson héraðsdómslögmaður Austurstræti 6 Simi 18783. Mötuneyti úti á landi Ung hjón (lærður matsveinn), óska eftir að taka að sér mötuneyti úti á iandi í vetur. Nánari upp- lýsingar í síma (96)62284, Ólafsfirði.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.