Tíminn - 31.01.1968, Síða 16

Tíminn - 31.01.1968, Síða 16
25. tbl. — Miðvikudagur 31. jan. 1968. — 52. árg. 40% VORUFLUTNINGAA UKN ING VARÐ HJÁ LOFTLEIÐUM i FYRSTU 11 MÁNUÐI SÍÐASTA ÁRS Brak úr brezkum togara rekur á fjörur við Axarfjörð TOGARINN FÓRST VID MÁNÁREYJAR OÓ-Reykjavík, þriðjudag. Allar líkur benda til að tog- arinn Kingston Peridot frá Hull hafi farizt í ofviðri við Mánár. eyjar 26. janúar s.l. í dag var skipulögð leit og var gengið á fjörur á svæðinu milli Húsa- víkur og Raufarhafnar.' Önn- uðust björgunarsveitir Slysa. varnarfélagsins leitina. Hríð var fyrir norðan í dag og skyggni ekki yfir 200 metrar og torveldaði það leitina mjög. Ekki var flugveður og því ekki hægt að leita úr lofti. Einnig var gengið á fjörur í Grímsey. Þegar hafa fundizt þrír bjarg. hringir úr togaranum reknir á fjörur og einnig gúmmíbjörg- unarbátur sem staðfest er að hafi verið um borð í Kingston Peridot. Fullvíst þykir einnig að olían sem flýtur á Axarfirði sé úr togaranum. Seint í gærdag var Slysa- varnarfélaginu tilkynnt að fund izt hafi gúmmíbátur í fjörunni innan við Kópasker. Einnig barst fregn um að fuglar sem voru löðrandi í olíu hafi rekið á fjörur í nágrenni Kópaskers. Sagði Hannes Hafstein hjá Slysavarnarfélagin'U Tímanum í dag, að þegar þessar frétir bárust hafi verið óttazt að eitt- hvert óhapp hafi skeð. Var þá þegar leitað til strandstöðva til að ganga úr skugga um hvorf skip hafi sent frá sér beiðni um aðstoð. Ekki voru tök á að leita í gær vegna hríðarveðurs og myrkurs. Með birtingu í morgun var farið að kanna gúmmíbátinn og ganga á fjör- ur. Um svipað leyti barst Slysa varnarfélaginu tilkynning um að togarans væri saknað. Hófst leit að honum þegar í morgun. Gerðar voru út björg unarsveitir frá Húsavík og Þórs höfn og á svæðinu þar á milli Tóku fjölmargir bændur þátt í leitinni og gengu á fjörur í landareignum sínum. For- menn slysavarnardeildan-na stjórnuðu leitinni og skiptu með sér leitarsvæðum. Slysavarnarfélagið fékk mjög nákvæma lýsingu- á gúmmí- bátnum sem fannst í gær. í hönum fannst einkennisnúmer- ið 991 og fékkst í dag stað- festing á því frá Englandi að gúmmíbáturinn væri úr Kings ton Peridot. Síðast heyrðist til togarans kl. 10 að morgni 26. janúar. iíafði skipstjórinn þá samband við togarann Kingston Sardius, sem er í eigu sama útgerðar- félags. Var Kingston Peridot þá að veiðum vestan Grímseyj- ar og var á austurleið. Þegar staðfesting fékkst á að gúmmíbáturinn væri úr tog aranum þótti sýnt að hann hafi farizt og var leitin hert að mun. Tryggvi Helgason flug- maður á Akureyri var til taks, Framhald á bls. '4 ÁRSREIKNINGUR BÚNAÐARBANKANS: Snnlánaaukn ingin tæpar 200 milljónir áriö 1967 Stofnlánadeild og veSdeild lánuSu 146í7 milljónir á árinu. IGÞ-Reykjavík, þriðjudag. Tímanum hefur borizt reiknings yfirlit Búnaðarbanka íslands en bankastjóramir Stefán Hilmarsson og Þórhallur Tryggvason Iögðu fram reikninga bankans og allra útibúa lsans fyrir árið 1967 á fundj bankaráðs fimmtudaginn 25. janúar 1968. Rekstrarhagnaður viðskiptabankans í Reykjavík varð rúmar 3.3 milljónir, en séu úti- búin talin með varð hagnaðurinn 10,1 milljón árið 1967. Heildar- aukning innlána í bankanum með útibúum, varð samtals 190,2 mill jónir og er það um 13.4% liækk un frá árinu áður. Heilda^innstæð ur námu í árslok rúmum einum og hálfum milljarði. Búnaðarbankinn starfrækir nú I fimm útibú í Reykjavík og átta | úti á landi. Á árinu varð hagnað | tfr af rekstri þeirra allra. Bank ! inn setti á stofn eitt útibú á ár- inu. Er það fyrir Árnessýslu og er staðsett í Hveragerði. Það tók til starfa 11. ágúst, en um leið hætti Sparisjóður Hveragerðis og ná- grennis að starfa og sameinaðist útibúimu. Innlán útibúsins námu 44,5 millj. í árslok og höifðu auik izt frá stofnun þess um 35,3 millj. eða um 382.%. Aðalbankinn í Reykjavík býr nú við mikil þrengsli í húsi sínu við Austurstræti og Hafnarstræti, og starfar þar fleira fólk miðað við fermetratölu hússins en forsvar anlegt þykir og almennt tíðkast um skrifstofuihúsmæði. Sömiu sögu er að segja um Aust urbæjarútibú, enda leigutími senn á enda í húsi Tryggingarstofnunar [ ríkisins að Laugavegi 114. j Af þessum ástæðum var á síð | asta ári hafizt handa um nýbygg í ingu yfir Austurbæjarútibú og j nokkrar aðrar deildir bankans að | Laugavegi 120. Áformað er. að i flutt verði í þetta nýja húsnœði I á næsta ári. Stíersta útibú bankans er Aust urbæjarúti-bú í Reykjavík, sem geymir um 175 milIjMkr. í innlán um. Stærstu útibú úti á landi eru á Sauðárkróki 91,2 millj. kr. aukn I img 1967 varð 9,5 millj. kr. eða | 11,7% , á Akureyri 84,5 millj., i kr„ aukning varð 4,6 millj., kr. j eða 5,7% og á Hellu 70,5 millj. ; kr. aukning varð 20.8 millj. kr j eða 40,9% Stofnlánadeild landbúnaðarins Framhald á bls. 14 Þórhallur Tryggvason FB—Reykjavík, þriðjudag. Geysileg aukning varð á vöru- flutningum hjá Loftleiðum 11 mán uði ársins 1967, en tölur þær sem birtast í fréttabréfi félagsins ná fram til nóvemberloka. Þar kem ur fram, að aukningi var 40% á þessu tímabili, niiðað við árið á undan. Mest varð aukningin á leiðinni milli Luxemborgar og New York, hvorki meira né minna en 1782%, eða úr 4 tonnum í 70 tonn. Þessi mikla aukning mun eiga rætur að rekja til þess að í júlí síðastliðnum var tekin upp flutningaþjónusta frá ýmsum stöð um á meginlandi Evrópu til Lux emborgar á vegum Loftleiða. Fyrstu 11 mánuði síðasta árs jukust farþegaflutningar Loft- leiða um 12,1% og voru þá flutt ir 175.246 farþegar. Aukning sæta kílómetra varð 9.9% og farþega kílómetra 11,2%. Árið 1967 urðu gistinætur í Hótel Loftleiðum 34.605 talsins. Nýting hótelsins var frá'39,4% í febrúar upp í 94. 2% í ágúst, og er meðaltalið því 65,3%. Gistinæt ur síðuistu tvo mánuði ársins urðu 2.592 í nóvember og 1829 í des ember og nýtingin þessa sömu mánuði 58,8% og 42,4%. Tala hinna svökölluðu SOP far þega Loftleiða varð 10.240 á ár- inu. Þar af voru 2499 hér í tvo sólaríhringa, eða 24.4%. Árið 1966 voru flestir SOP-fanþegar hér í ágústmánuði, en þessu var öðru vísi farið síðasta ár, þegar flestir farþegar stoppuðu hér í október, eða samtals 1375. í nóvember voru SOP farþegarnir 815 og I desember 644. Framsóknar- vist á Hótel Sögu Framsóknarfélag Reykja víkur heldur framsóknar vist að Hótel Sögu fimmtudaginn 8. febr. næstkomandi. Er þetta annað kvöldið í fjögurra kvölda keppni, en aðal- vinningarnir eru flugför til Evrópu fyrir þá tvo einstaklinga, sem hæstir verða í allri keppninni. Auk þess éru veitt ,sér- stök kvöldverðlaun fyrir hverja vist. Aðgöngu- miða er vissast að panta sem fyrst í síma 24480. Leitaði landvistarleyfis á Islandi til að þurfa ei að berjast í Vietnam Stefán Hilmarsson OÓ-Reykjavík, þriðjudag. Rúmlega tvítugur Bandaríkja maður bað í gær um hæli hér á landi sem pólitískur flótta- maður. Maður þeSsi er kyænt ur íslenzkri konu og komu þau til íslands s. 1. sunnudag. í gær sneri hann sér svo tjl útlendingaeftiriitsins og bað um landvist hér. Ástæðuna seg ir maðurinn að hann sé á móti hernaði Bandaríkjanna i Viet nam, en búið var að tilkynna honum að þangað ætti að senda hann. Ilerskyldutíma flótta- mannsins lýkur í september 1968. Hjóniin komu með Loftleiða flugvél frá New York, en þau voru búsett í Kaliforníu. Fóru þau fyrst til Kanada og þaðan til New York. Útlend ingaeftiriitið sendi beiðni flótta mamnsins til dómismálaráðu- neytisins 02 verður tekin þar ákvörðun um landvistarleyfi hans. Þegar Tíminn talaði í dag við Bald-ur Möller, ráðuneyt isstjóra, sagði hann að viðbúið væri. að það tæki nokkurn tíma að afgreiða málið. Það dregst í sjálfiu sér ekki á langinn að leyfa manninum landvist. En aftur á móti er Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.