Tíminn - 08.02.1968, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 8. febrúar 1968
Myndin hér að ofan sýnir stað þann í Seyðisfirði á Vestfjörð.
mn, sem brezki sjómaðurinn Eddon af Ross Cleveland rak á land.
Kom gúmmíbáturinn, sem hann var í, á land í víkinni lengst
til hægri á myndinni. Eddon varð síðan að ganga meðfram
fjörunni að sumarbústaðnum efst til hægri á myndinni, en fyrir
utan hann lét hann fyrirberast þar til hann sá til mannaferða.
— Á myndinni hér til hliðar er verið að bera Eddon í land
á fsafirði, úr vélbátnum Svani.
Blaðamenn
á verði við
rúm Eddons
Framhald af bls. I
m'önnum, löndum sínum, p.em
komnir voru um langan veg til
að tala við hann. Yfirleitt hafði
hann ekki miklu við að bæta við
fyrri sögu sína. En blaðamenn
fengu þó að ýmsu leyti fyllri
mynd af hinni einstæðu björgun.
Harry Eddon sagðist einkum
hafa dvalið með hugann við konu
sína og ungt barn sitt á meðan
hann var að reka að landi og
meðan hann beið undir vegg
sumarbústaðarins á strönd Seyðis
fjarðar.
Á Kleifum fékk hann heita
mjólk, en síðan sofnaði hann og
svaf í einn og hálfan tíma, eða
þangað til skipstjórinn á Svan
vakti hann og flutti til ísafjarðar,
Um borð í bátnum var honum
gefin meiri heit mjólk að drekka
og var Eddon furðu hress, þegar
hann kom á sjúkrahúsið.
Það var uppi fótur og fit á
Keflavíikurflugvelili þegar eigin-
bona Eddons og foreldrar stigu út
úr flugvélinni. Fjöldi ljósmyndara
og sjónvarpsmanna stóðu tilbúnir
við völina að taka myndir af eigin
konunni og blaðamenn hugðust ná
af henni tali. En það var ekki
hlaupið að því. Fjöldi starismanna
Sun, blaðsins sem bauð henni
þingað sló skjaldborg um frúna og
sáu til þess að enginn gat náð af
henni tali eða tekið af henni mynd
ir. Inni í tollafgreiðstunni reyndu
tugir blaðamanna að taka myndir
af frúnni, eða fá hana til að
segja, þótt ekki vœri nema eina
setningu. Hópur mann frá Sun
reyndi að koma í veg fyrir að ■
þetta mætti takast.
A'tgangurinn var svo harður að |
stólar ultu og aðrir farþegar sem ;
komu með vélinni hrifust inn í
hringiðuna og áttu fullt í fangi i
með að missa ekki ótollskoðaðar I
pjönkur sínar. To'llverðir og
starfsfólk fiugstöðvarinnar fylgd-
ust furðu lostið með látunum. i
Að lokum tókst Sun mönnum að
koma frúnni inn á kvennasalerni,
og þar með skákuðu þeir öðrum
blaðamönnum. Á meðan var reynt
a'ð ná tali af öðrum fjölskyldumeð
limum, en ávallt komu Sun menn
aðvífandi og sögðu að það fólk
hefði ekkert að segja blaðamönn-
um.
Björn Pálsson beið í farþegaaf-
greiðslunni og var búið að biðja
hann að flytja frúna beint til ísa
Framhaid á bls 15
DAUNINN AF ROTNANDI LIK-
UM LEGGUR YFIR SAIGON
NB Saigon, miðvikudag.
Fregnir af ástandinu í Suð-
ur Víetnam eru enn óljósar,
en vígstaðan virðist svipuð og
verið hefur síðan skæruliðar
hófu stórsókn sína. Við sólar-
upprás í morgun gerðu skæru-
Iiðar harða atlögu að útvarps-
stöð Bandaríkjamanna, Lang
Vei. Lang Vei er skammt frá
borginni Klie Sanh, sem skæru
liðar hafa á valdi sínu. í árás-
iinni beittu þeir skriðdrekum
og eldvörpum, og er það í
fyrsta sinn í styrjöldinni, sem
þeir bcrjast með slíkum vopn-
um. Til varnar í Lang Vei er
fámennur flokkur sérþjálf-
aðra Bandaríkjahermanna,
„Green Berets,“ og sér til að-
stoðar hafa þeir 400 suðurvíet
namska fjallahermenn auk
um 500 Laosbúa. Skæruliðun-
um tókst að ryðjast inn í bæki-
stöðina á svipstundu, og ná
yztu varnarvirkjunum, en her-
menn vörðust í neðanjarðar-
byrgjum sínum og skutu það-
an á brynvagnana með
sprengjuvörpum. Þegar síðast
fréttist vörðust Bandaríkja
mennirnir og bandamenn
þeirra enn í virkinu, en voru
mjög aðþrengdir.
Þeir sem til þekkja, telja
þessa árás skæruliðanmia lið í
áætlun þeirra um að tak’a aðal-
herbækistöð Bandaríkja-
manna, sbamimt fyrir utan Khe
Sanh. Njósnaflugvélar Banda
ríkjamannia flugu yfir Lang
Vei þegar myrkur var skolllið
á í kvöld, og töldu fliugmienn-
irnir að löndum síniuim vœri
óhaett, þvi að án skriðdreka,
vœru neðanjarðarbyrgin tor-
sótt, en úr flugrvélinni hefðu
þeir séð þrjiá skriðdreka í Ijós-
um logum, ednn hefði legið á
hiliðinni og sá fimmti hefði Le.g
ið ónýtur uppi á þakj íoringja
byrgiisinis.
Víða í Suð-austurhluta lands
ins geisa bardagar. f hicnni
gömlu borg keisaranna Hue,
er enn barizt af mikiMi hörku.
Skæruliðar og Norðurvíetniam
ar haifa mestan hluta borgar-
innar á valdi sínu og fáni
þeirra blaktir við hún á kiast-
alavirkinu í miðborginmi. Um
hivert hús er barizt, og þotur
Baindaríkjamanna gera ofsalieg
ar loftárásir á stöðvar skæru-
liðanna og varpa á þá þung-
um sprengjum.
í höfuðborginni Saigon er
nú rórra, og báðir aðilar hafa
sig lítt í frammi, en styrkja
stöðu síma eftir megni. í Oho-
lioin-borgiarhlutanum hafa skæru
liðar hl'aðið götuvígi úr yfir-
giefinum bifreiðum og tunnum
og þeir hafia alla sína henti-
semi þar að sögn, og ganga
alls óhræddir um göturnar.
Víetnamar, sem flúðu frá Cho-
lon í dag, báru skæruliðum vel
söguna og sögðu þá haifa kom-
ið fram við almenning af prúð
mennsku og alltaf beðið kurt-
eislega um vatn og mat, sem
þá vanhagaði um, en ekki stol-
ið neinu. „Þegar búið var að
hrekja þá úr hverfi okkar,“
sögðu flóttamonnirnir, „kom
l'ögreglan og sparkaði buirðun-
um inn og dró okkur út og lét
okkur sæta harkalegri meðferð
án þess svo mikið sem líta á
skilríki okkar.“ „Við vorum
svo sem ekki mjög hræddir við
sjálifa skothríðima, heldur þess
ar bandarísku sprengjuvélar,
sem alliir eru hræddir við.“
Sj'óniarvottar segja óhugnan-
legt um að litast víða í Saigon.
Eldsbjarma frá brennandi í-
búðabverfum slær á himininn,
og dauni.nn frá líkum sem
brenna þar innd leggur um alla
borgina. Hiin fornfrægu sdki
borgarinnar eru hálffull af
rotnandi maininsl'íkömum og
Framha'ld á bls. 1?
i
i