Tíminn - 08.02.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.02.1968, Blaðsíða 2
2 TÍMINN FIMMTUDAGUR 8. febrúar 1968. Islenzki fáninn blakti í miðri fánaborginm í janúarlok var haldin veg leg tónli'starlhátíð í hinni glað væru borg, Cannes við Mið- jarðarhafið. Komu þar fram um 400 listamienn fré 40 þjóð um, margir heimiskunnir og þótti bátíðin merkur atíburður og fara skínandi vel fram. Við fslendingar áttum okkar fulltrúa á þesisari hátíð, Karla- kórinn Vísi frá Siglufirði, sem undir stjórn hins mikilhæfa tónilistarmanns Geirharðs Val- týssonar hefur brotið upp á ýmsum nýjungum í íslenzkum kórsöng, og áunnið sér miklar vinsældir fyrir bragðið, enda er söngur kórsibs og verkefna- val prýðilegt. Um jólin 1966 komu út á vegum Fállkans h. f. í Reykjiavfk tvær hljómplötur sungnar af Karlakórnum Vísi og það var ekki að sökum að spyrja, söngur hans hljómaði í svo tiil hverjum óskalagajþætti, og plöturnar náðu mjög mikilli útbreiðslu en þær seldust í um > 3500 eintökum og var það hæsta sala á íslenzkri hljóm- jjplötu þetta árið. Alþjóðasamband hljómplötu- framleiðenda MIDEM veitir ár- lega verðiaun þeim aðila í hverju landi innan sambands- ins, sem mesta hljómplötusölu hefur, og var það því Vísir, sem þessi verðlaun hlaut þetta árið. Jafmframt var kórnum boð ið á tónliistarhátíðina í Cannes til að kynna þar söng sinn og veita verðlaununum viðtöku. Íslenzki fáninn fyrir miðju Þrátt fyrir ýmsa erfiðieilka við að fara í svo langt og dýrt ferðalag ákváðu Vísismenn Karlakórinn Vísir er nýkominn heim frá Cannes í Frakklandi, þar sem hann tók þátt í tónlistarhátíð og veitti viðtöku verðlaun um frá Alþjóðahljóm- plötusambandinu. samt að. taka boðinu. Þeir lögðu af stað 21. janúar frá Siglufirði til Sauðárkróks, þar sem flugvél frá Loftleiðum beið þeirra og flutti til Kefla- víkurflugvaliar. Þaðan var rak leiðis haldið til Frakklands og len* í borginni Nice eftir 7 klukkustúnda flug. : Að sjálfisögðu var mikið um dýrðir í Cannes þá daga, sem hátíðin stóð yfir, en það var vikan 21. — 28. janúar. Lista- menn og tónlistarunnendur hvaðanæva úr heimi streymdu á véttvang og á hverju kvöldi voru haldnir tónleikar í tveim ur samkomuhúsum í borginni, í öðru klassískir, en í hinu var flutt tónlist af léttara tagi. Glæsileg fánaborg var framan við aðalsöngleikahöllina í Cann es. Blöktu þar. fánar áílra þeirra þjóða, er fulltrúa áttu' á hátíðinni, og svo skemmtilega vildi til, að íslerizki fáninn var þar fyrir miðju. Tónlistarhátið þeessi er þrí þætt. í fyrsta lagí er hún nokk urs konar markaður, þar sem forystumenn úr tónlistarheimin um koma samam, hlusta á tón- verk, semja um flutningsrett og ráða listamenn, Þá eru haldnir fjölmargir tónleikar á vegum stærstu hljómpLötufyr- Geirharður Valtýsson stjórnandi Vísis og Sigurjón Sæmundsson, formaður stjórnar kórsins með verðlaunagripinn og hljómplötu þá, sem tryggð'i þeim verðlaunin. á miklum hátíðahljómleikum í irtækjanna, m. a. E.M.I., Rec-' ords og D'ecca. f þriðja lagi eru haldin sérstök hátíðar- kvöld, en þar koma fram lista menn, er sungið hafa og leikið inn á þær hljómplötur, er mest hafa selzt. Afhending verðiauna Verðlaunaaflhendingin fór fram laugardaginn 27. janúar samkomuisal, sem tekur um 1700 manns í sæti og var hann fullskipaður prúðtoúnum áhorf endum. Vísir var fyrstur á dag skrá og söng m. a., hin ramm- íslenzku lög Jóns Leifs við Dýravísur og Siglingavísur og fékik hann mjög góðar viðtökur og vakti hin sérkennilega tón- list mikla athygli meðal gesta. Þá veitti kórinn viðtöku verð laununum, sem eru marmara- plata með áletruðu nafni kórs ins. Var það Geirharður Val- týsson söngstjióri, sem tók við henni fyrir hönd kórsins. Sams konar verðlauinagrip hlaut Fálk inn h. f. Aðilar fró 29 löndum fengu og verðlaun frá MIDEM. Öllu því, sem fram fór á þessum hátiðarhljómleikum var samstundis útvarpað um þrjár útvarpsstöðvar í Vestur- Evrópu, þ. e. Monte Carlo, Lux emburg og Evrópa 1. Auk þess var því sjónvarpað um franska sjónvarpið, bæði í litum og svartihvítu. Að sjáifsögðu hefur þátttaka í þessari tónlistarhátíð haft mikið gildi fyrir þá, sem þar komu fram, en meðal lista- manna voru margir heimskunn ir menn og konur. Hvort sem okkar norðlenzki karlakór hef- ur gagn að slíkri auglýsingu eður ei, er víst um það, að bann hefur aukið hróður lands síns með þátttöku í hátíðinni, og sjálfsagt hefur mörgum þótt forvitnilegt að kynnast ís- lenzkri tónlist. Fjölbreytt verkefnaval Karlakórinn Vísir var stofn aður árið 1924 á Siglufirði og hefur starfað óslitið síðan. Er hann löngu orðinn landskunn- ur fyrir söng sinn á tónleikum í hljóðvarpi og sjónvarpi og einnig fyrir hljómplötusöng. Hefur kórinn leitazt við að hafa söngskrá sem fjölbreytt asta, m. a. sungið kóra úr óperum og einnig tónverk eft- ir innlend og erlend tónstoáld, svo og þjóðlög. Hefur söngskrá kórsins einkum hin síðari ár verið fjölbreytt og flutningur nýstárlegur miðað við íslenzk an kórsöng almennt, svo sem kunnugt er. Hafa létt lög, inn- lend og erlend verið mjög ofar lega á blaði hjá kórnum að undanförnu, en einnig hefur hann lagt rækt við hina fornu norrænu söngmenningu.svo sem tvísöng, víkivaka og rímnalög. í kórnum starfa nú um 50 söngmenn. Söngistjórinn Geir- harður Valtýsson eða Gerhard Framlhald á bis. 13 ; \\NW> %•. ' s Karlakórinn VÍSIR. 1 : ' y i jt yÆUSjk *y **? KM : ÆélXm & V-- :Æ' wg : r Jgigí " JliL , W- 'yr Wm' : '•, IMÉ í í , i,. jffBL • ■.. i jgfw Jy '7 $||§£§Ræ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.