Tíminn - 08.02.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.02.1968, Blaðsíða 5
Villuna kenna menn gleraugunum Þórarinn frá Skúíi skrifar: ,,Landfari góður. Síðdegis hinn 24. jan. síðastliðdnn og fram yfir miðnætti næstu nótt, stóð ytfir fundur í félagisheimil- inu á Blönduósi. Það var bændafundur o-g fjölsóttur. Mættur var formaður Stéttar- sambands bænda, Gunnar Guð- bjartsson, og er óhætt að segja að það var vel. Af þing- mönnum kjördæmisins var Pálmi á Akri einn mættur- Það hefur sennilega mátt teljast nóg, ef miðað er við tillag hans til fundarins. Hann hélt eina rssðti, ekki mikilvæga, en þó var af henni ijóst, að hann hefur fengið gleraugu. Hann reyndi með tali sínu að koma því inn hjá fundarmönnum, að hreinar tekjur bænda 1966 hefðu verið um það bil þriðj ungi hærri en þær raunveru- lega voru. Þóttist hann hafa plögg Hagstoíunnar fyrir sér í þessu. Gunnar Guðbjartsson sýndi hins vegar fram á villu Pálma, svo ekki varð vétfengt. Ekki einu sinni af þeim, sem svo eru gengnir af áttum, að þeir geta ekki greint hvaðan eða hvert lækir renna En þessa villu kenna rnenn gler- augunum. Kunnugir menn hafa nú raunar alltaf búist við því að Pálmi mundi setja upp þessi gleraugu fljótlega. Þó nokkrir og þar á meðal ég, hafi hald- ið, að hann kynni að notast við eigin sjón. Ég veit að margir tóku eftir því, þegar Pálmi þingmaður fór þarna afleiðis. Þörf á kynningarblaði Því var hreyft á fundinum, að bændastéttinni væri þörf á því að ráða yfir blaði til kynn ingar á sínum málum. Blaði, sem gengi í fjöldann frekar en t- d. Freyr, sem nálega einung is bændurnir sjálfir lesa. Manni er nú sagt að blaðaút- gátfa kosti mikið, svo einhverju yrðu bændur sennilega að feosta til blaðs, ekki kannski síður en hallarinnar góðu. Gunnar Guðbjartsson sagði, að bændur ættu ekki innan- gengt hjá blöðum stjórnmála- flokkanna. Hann sagði að vísu ekki þessi orð, en ég held að mér sé óhætt að fullyrða að meiningin var þessi. Því að eins og allir vissu, væri magn at- kvæðanna annars staðar en hjá bændum nú orðið. Og er það að vísu satt. En mér virðist nú samt, að þessi ályktun GG um að bændur geti ekki komið sín- um sjónarmiðum að í blöðun um, fái varla staðizt. Lítum á dagblöðin Morgunblaðið, sem er nú víst útbreiddast í þéttbýlinu, gæti naumast neitað bændum um að birta skilmerkilegar greinar um afstöðu þeirra og áhugamál og fróðlegar og sannar leiðbein ingar. Og annað hafa bændur ekki þörf fyrir um sín mál að minnsta kosti — en það, sem er satt og rétt. Morgunblaðið er, að mér skilst. blað landbún aðarráðherrans og sjálfsagt færi hann ekki að agnúast við sannleikann. Alþýðublaðinu er víst, ef marka má nafnið, mjög mikil þökk og aufúsa á þvi að skýra fyrir þjóðinni ástæður og við horf tekjutægstu stéttar þjóð- félagsins. Víst þarf ekki held- ur að væna þá góðu stjórnar- herra, Gylfa og Emil, um út- hvertfu við því, sem rétt má teljast- Þá er nú Þjóðviljinn. Já, Hannibal skrifar kannski ekki í það blað. En- þá er þar Magnús Kjartansson og hann getur varla verið svo bölvað- ur. Þó hann hafi kannski ekki eins mikinn áhuga fyrir bænd unum. Þá er það nú Tíminn og það er þá honum að segja, eftir þvi sem ég veit bezt, að hann hefur oft birt greinar um landbúnað armál og flutt viðtöl við G.G. og aðra forsvarsmenn bænda og þeirra samtaka. Það er og satt að segja, að lítið kom fram á þessum fundi bænd- anna, í mín eyru, sem ég hafði ekki áður haft veður af, eftir því sem staðið hafði í því blaði. Þar hafði verið t.d. sagt frá því að lög hefðu verið brot in á bændum síðastliðið haust. En það var einmitt atriði, sem fundurinn lagði mesta á- herzlu á, í ályktun sinni. Fram sóknarflokkurinn hefur, að ég held, meirihluta í náiega öll- um landbúnaðarhéruðum þessa lands. Hann væri því sannar- lega undarlega innréttaður og skrýtin skepna, ef hann vildi skera af sér hægri hendi, með því að neita bændum um sann ar skýringar á þeirra málum og högum í blaði sínu“. Þyrftu að taka ofan gleraugun Að lokum segir Þórarinn: „Það ætti sannarlega að vera nóg rúm fyrir málefni bænd- anna í dagblöðunum, því enn- þá er og mun lengi verða svo, að landbúnaðurinn er eitt af lífsnauðsynlegustu líf- færum þjóðarinnar, ef svo má að orði komast. Þessari þjóð er því meiri nauðsýn að van- meta ekki þessa lífsgrein sína, sem hún á við örðugri skilyrði að búa, um margt, hér á norð urhjara, en í suðlægari l'önd- um. Það er og augljóst, að bændastéttin hefur enn geymt með sér þá hötfuðdyggð, sem bezt mun duga fátækari frum býlingsþjóð í harðbýlu landi, er það er hófsemi. Að vísu hafa bændur, nú um stundir, haft það mest upp úr sinni hófsemi, að vera af- skiptir við hlutarborðið. Bænd ur þyrtftu að láta stjórnmála- mennina taka ofan gleraugun og horfast þannig hreinskiln- ingslega í augu við- staðreynd- irnar". íslenzka sjónvarpið Maður, sem nefnir sig „Ánægður hlustandi og áhorf- andi“ skrifar um sjónvarpið ís- lenzka, en um leið minnir það okkur á hve okkur vantar orð til að sameina þetta tvennt. Hvernig væri nú að leggja höfuðið svolítið í bleyti og finna gott orð. Fyrir nokkru óskaði Landfari eftir tillög- um, en undirtektir hafa ekki orðið þær, sem hann bjóst við. Og hefst þá bréfið: „Landfari góður. Það er margt þrefað um sjónvarpið og mér finnst, að margt af því, sem fram hefur komið hafi borið vott um skilnings- leysi. Jafnframt hefur sá mögu leiki gleymzt, að til er takki á hverju sjónvarpstæki, þar sem á stendur að ef á hann er ýtt eða honum snúið þá slokni á tækinu. Menn eigi ekki að horfa á allt í sjónvarpinu, heldur að læra að velja og hafna. Val kvikmynda er og mjög erfitt, en þar hefur sjónvarpið ekki verið vandlátt sem skyldi og hafa myndir þær, sem sýnd- ar hafa verið, ekki uppfyllt þær vonir sem ég t.d. gerði til þeirra. En batnandi mönnum ,er bezt að Iifa og þetta stend- ur e.t.v. til bóta. Margir góðir þættir Af íslenzku efni hefur margt borið fyrir augu okkar, sumt lélegt, sumt sæmilegt og sumt afburða gott. Af afburðaþátt- um vil ég t.d. nefna þáttinn um Sigfús Halldórsson, þar sem tvær sjónvarpsstjörnur vor'u í einum þætti, Sigfús og Guðmundur Guðjónsson óperu- söngvari, og var sá þáttur snilldarlega vel gerður og skemmtilegur. Áramótaskaupið var mjög gott í ár, margfallt betra en í fyrra ,enda var sjón varpið og öll tækni, þess á algeru byrjunarstigi þá, þó fannst mér óperan hans Flosa a.m.k. helmingi of löng. Jóla- þáttur Ruth Liittle og þáttur Polyfónkórsins voru afbragð og fannst mér myndatakan þar otft snilldarleg, að ég nefni ekki sönginn, sem var mjög góður. Þáttur Guðrúnar Tómas dóttur var mjög viðfeldinn og sami notalegi blærinn yfir hon um og þætti Sigfúsar, þótt ekki megi telja hann ser) skemmtiþátt. Ekki skortir Ólaf Gauk hugmyndir Þáttur Ólafs Gauks er alltaf ánægjulegur þótt hann virðist stundum ofhlaðinn, en sjá má, að Ólaf skortir ekki hugmynd irnar. Þriðjudagiskvöldin horfi ég sjaldnast á og miðvikudag- arnir eru lítt uppörvandi. En þótt finna megi að, má ekki búast við að sjónvarpið stökkvi upp fulmótað í einum vet- fangi, en meðan þættir eins og að ofan getur, koma, borga ég mitt afnotagjald með ánægju“. Áhrifamesta fjöl- miðlunartækið Og þá er hér önnur grein um sjónvarpið, frá „Sunnlend- ingi“ og er þar einnig vikið að útvarpinu: „Stundum gefur að lesa í blöðum all hástemmt lof um sjónvarpið. Vissulega hefur það um margt heppnazt fram- ar vonum. Starfslið þessarar ungu stofnunar er duglegt og áihugasamt. Um efnisval hvílir mikil ábyrgð á þeim, sem þar um fjalla. Sjónvarp er líka áihrifa mesta fjölmiðlunartækið nú. Það getur mjög orkað til góðs — fræðslu og skemmtunar. En líka — og engu síður — til ills. En hvernig fer efnisval fram? Um það er lítið vitað. ® Fréttirnar vilja flestir heyra og sjá. Stríðsvitfirring er þar ærið rúmfrek. Hins vegar er þáttur tækni, vísinda, lista og bókmennta heldur rýr að jafn aði. Ferðaþættir — og land- kynningar eru oft ágætir. Um ræðufundir harla misjafnir, svo sem von er. Of margir „stilia sér upp“, gera sig merki lega á svipinn; eru meir fyrir myndavélar en fðlk sem hlust- ar. Sumir samtalsþættir eru i allt of daufir og þeir sem sitja 1 fyrir svörum svara ékki spurn ingum beint, heldur vefja mál- in í leiðinlegum vangaveltum, svo áheyrandinn er oft litlu nær. Og sumir langskólamenn ættu að reya að hafa hemil á menntahroka sínum, sbr. þátt- inn 2. febrúar s.l. Fréthrnar áróðurs- kenndar Fréttirnar eru stundum að því er virðist-ti'lreiddar.' eftir kokkabókum bandarískra frétta » eða áróðursstofnana. Þetta var m.a. sérlega áberandi er sagt 5 var frá flugvélinni er missti g - niður kjarnorkusprengjur í Pólstjörnuflóa. Það var nóg að birta fréttina sem frétt. Hreinn « óþarfi og raunar óviðeigandi að flytja langt mál og sýna myndir til afsökunar því, að þetta skyldi ske, þ.e. að flytja þessa þokkalegu vöru vfir land svæði annars ríkis í heimildar- leysi eða banni. Hver stjórnar svona fréttaflutningi? Er sjón varpið kannski ekki hlutlaus stofnun eins og útvarpið, þar sem móðureyra pólitikusanna í ráðinu er svo þunnt, að sumir flytjendur skárstu þáttanna eru reknir út úr musterinu að § ósekju. Ómars-söngurinn má víkja En meðal annarra orða, úr því útvairp bar á góma: Er það fastur ásetningur dagskrár- stjórnar, að herra Ómar Ragn- arsson skuli syngja hinar gáfu- legu tilkynningar H-manna í nær fjóra mánuði enn? Ég ræði ekki hið furðulega hægra gönu hlaup, en mætti þessi Ómars söngur víkja frá oss. fslend- ingar eru varla þeir imbar, að þeir viti ekki fullvel „að við töfeum upp hægri utnferð 26. maí í vor“ Hósíanna, með sínu lagi! Ætli það væri ekki nóg — og jafnvel vænlegra til áhrifa — að hafa umferðasöng einu sinni til tvisvar í viku? Kvikmyndir eru einna fyrir- ferðamestar i dagskrá sjón- varpsins. Og þar hefur báglega til tekizt. Hver grefur annars upp þetta endemis myndasafn? Mestpart er þetta nauðaómerki legt og leiðinlegt brezkt hum- búkk. Er nobkurt vit í að nota þetta merkilega tæki, sjónvarp ið, á þennan ömurlega hátt? Drepleiðinlegur hroði Nýlega voru sýndar með flárra daga millibili tvær all sérstæðar glæpaimyndir, ekki iskemmtilegar gíæpamyindir heldur drepleiðinlegur hroði. í aninarri var kennt á vísinda legan hátt að sfcela úr vösum náungans. Sú fræðsla er jaifn vel farin að bera árangur, sbr. frétt í einu dagblaðanma 1. f'ebrúar: Reyndu vasaþjófnað — en mistóksL Segir blaðið þessa atvinnugrein nær ó- þekkta hérlendis. Frásögn blaðs Framhald á bls. 13 Á VÍÐÁVANGI Eins og ungamóðir Svo fór, sem að líkum lét, og Tíminn gat sér til í gær, að Alþýðublaðið tók því ekki með þögninni, að Morgunblað ið lýsti Sjálfstæðisflokkinn hinn eina og sanna trygginga- flokk í landinu og sannkaUað an brautryðjanda þeirra mála í fjörutíu ár, og þó mestan og beztan á síðustu árum. Alþýðu blaðið segir í gær, að líklega skrifi ungir Sjálfstæðismenn þetta og liafi þá afsökuai að þekkja ekki söguna. Ekki sé unnt að eigna Sjálfstæðisflokkn um meiri hlut í þessum málum en að hafa verið fáanlegur til þess að styðja „aukningu trygg inganna“ á síðustu árum. Alþýðublaðið mótmælir og réttilega því hreppsómagasjón- armiði íhaldsins í trygginga- málum, að borga tryggingabæt ur aðeins eftir efnahag manna. Alþýðublaðið segir, að rétta aðferðin sé að borga trygging ar jafnt tú allra, en láta skatt ana síðan leggjast á eftir efn- um og ástæðum. Tryggingabæt- ur eigi ekki að vera ölmusa. Datt í hug að taka 100 milljónir Þá gerir Alþýðublaðið í leið ara þessum mikUvæga upp- ljóstrun og játar hiklaust, að það var rétt, sem menn grum- aði, að ríkisstjórnin væri að hugsa um að sækja stórfé í tryggingakerfið og ætlaði að skerða það stórlega. Alþýðu- blaðið segir um þetta: , „Það er ekkert launungamál ' að undanfarnar vikur hafa ver „ ið uppi þær skoðanir, að vegna , efnahagsvandræða bæri íslenzk um stjórnarvöldum nú að skerða almannatryggingar um svo sem 100 miUj. kr. Alþýðu flokkurinn hefur beUt sér af aleUi gegn þessum hugmyndum, og telur að tryggingaféð sé ekki of mikið, frekar of lítið, enda þótt lífeyrisbætur hafi verið hækkaðar fyrir fáum vik um.“ Þannig lýsir Alþýðuflokkur- ^nn sér sem sigurvegara gegn grimmu íhaldi í ríkisstjórninni en stimplar Sjálfstæðisflokkinn sem fjandmann trygginga, sem nú hafi ætlað að seilast í elli- laun, örorkubætur og barnalíf eyri til þess að kasta í eyðslu ríkissjóðs og verðbólguhítina Og Sjálfstæðisflokkurinn ját- ar raunar sekt sína með þeim sérstæða Hitlers-hætti, sem thaldinu er jafnan tamt, að rjúka tii og iýsa sjálfum sér sem sérstökum brautryðjanda almannatrygginga í fjörutíu ár — og þó skeleggustum á síðustu missirum. Hins vegar er Alþýðuflokkn um hofiast að ofmetnast ekki af þessum sigri. Kjósendur muna það enn allvel, að fyrir síðustu kosningar lýsti Al- þýðuflokkurinn yfir því, að fjölskyldubætur hefðu dregizt hörmulega aftur úr hér á landi og lofaði stórátaki í því efni eftir kosningar, ef Itann mætti ráða. Það stórátak birtist hins veg ar í því að lækka fjölskyldu 'bætur með því dð láta vísitöhi hækkun ekki ná til þeirra, og einu „fjölskyldubæturnar“ sem Alþýðnflokkurinn hefur aukið síðan eru nýjar drápsklyfjar á barnahcimilin í landinti með stórhækkuðu verði á brýnustu Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.