Tíminn - 16.02.1968, Page 8

Tíminn - 16.02.1968, Page 8
\FÖSTUÍ)AGUR 16. febrúar 1963. TÍMINN EJ-Reykjavík, miðvikudag. — Bardagar hafa nú staðið í borgum Suður-Vietnam í rúman hálfan mánuð. Sums staðar hefur mjög dregið úr bardögunum, en í nokkrum borgum, einkum þó Hue í norðurhluta landsins og Saigon, höfuðborginni, er enn barizt af mikilli hörku. í heild munu bardagar hafa átt sér stað í um ,100 þéttbýlis- svæðum, og eru þau öll að einhverju leyti í rúst. Nokkrar borgir hafa sloppið tiltölulega vel, en aðrar, t.d. Hue, eru að verða einn ruslabingur. i Það eru hermenn Saigon- stjórnar. sem höfðu áður borg ir landisins á varnarskrá sinni; bandarískir henmenn áttu ekki að koma þar nálægt. En rétt fyrir helgina voru Bandar.menn þó sendir til höfuðs FLN-mönn um m.a. í Saigon og Hue, þar sem Saigon-henmenn þóttu lé- legir í baráttunni við skæru- liða. Þrátt fyrir þetta halda skæruliðar enn hlutum Hue og Saigon, og fréttir herma, að í Hue hafi margir bandarískir hermenn fallið. Allar tölur frá Suður-Vietnam þessa dagana eru þó mjög óáreiðanlegar, eins og fyrri daginn, og því vonlaust að segja til um mann M1 styrjaldaraðila: eða ðbreyttra borgara. Flóttafólkinu fjölgar stöðugt og nú eftir helgina var gizkað á að fjöldi þess væri um hálf milljón. Engar nákvæmar tölur eru þó fyrir hendi. Búast við öðru áhiaupi Þótt þannig sé enn barizt á nokkrum þéttbýlisstöðum í landinu, hefur yfirleitt dregið úir bardögum í flestum borgum og bæjum. Telja margir, að þetta sé einungiis hlé á undan storminum; nýtt álhlaup skæru- liða á borgir Suður-Vietnam sé í nánd. Reyndir fréttaritairar á vett- vangi Vietnamstríðsins telja fullyrðingar Bandaríkjamanna um mikinn ósigur skæruliða vafasamar, þótt þeir bendi á að vonlaust sé á þessu stigi málsins að fullyrða neitt þar um. Til þess að það sé hægt, þurfi að vita, hvað fyrir þeim hafi vakið með árásunum. en það muni reynslan ein skera úr um. Aftur á móti er bent á. að tvennt komi þar aðallega til greina. Ef það hafi verið til- gangurinn með árásunum, að koma af stað almennri upp- reisn í landinu, þá hafi þeim vissulega mistekizt það. En hafi það aftur á móti verið tilgangurinn, að sýna borgarbúum fram á að þeir séu langt frá því að vera ör- uggir, skapa neyðarástand, og senda inn áróðursmenn til þess að beina óánægjunni og reið- inni meðal borgarbúa gegn Saigon-stjórninni og koma^ á almennri uppreisn gegn stjórn inni í næstu lotu. þá sé vissu- lega of snemmt að fullyrða að þeim hafi mistekizt. Ýmislegt virðist benda gegn því, að árásirnar hafi verið geröar í þeim tilgangi að koma á allsherjar uppreisn í land- inu. Skæruliðamir gerðu t.d. enga tilraun til að halda sum- um þeim borgum, er þeir gerðu árásir á, svo sem I>a Nang. Það virðist því mörgum nær- tækara að aétla, að skæruliðar hafi viljað sýna og sanna að Saigon-stjórnin gæti enga vernd veitt borgarbúum — sem undanfarin ár hafa að mestu sloppið við ógnir stríðsins — og þá ef til vill í þeim tilgangi að notfæra sér þessa staðreynd í næstu lotu. Því er það, að margir banda rískir ráðamenn í Suður-Viet- nam eru þess fullvissir. að ný áhlaupaalda sé framundan. Og margir telja einnig, að í þess- ari lotu stefni skæruliðar að almennri uppreisn og lokasigri. öm þetta veit þó enginn með vissu. Næstu vikur munu væntanlega veita svarið. Þrátt fyrir atburði sáðuistu. vikna í Suður-Vietnam voru aðgerðir í friðarátt í athugun. Harold Wilson, forsætisráð herra Bretlands lýsti því yfir að stutt bil væri milli deiiuaðila í afstöðu þeirra til friðarvið- ræðna. Og U Thant hélt til Moskvu, London og síðan til’ Parísar, en þar kynnti hann sér afstöðu Norður-Vietnam ítarlega með viðræðum við full trúa þeirra þar. Hvað út úr þessum friðar- athugunum kom, er þó lítt'vit- að um opinberlega enn sem komið er. Aftur á móti þykir ósennilegt, að friðarviðræður séu í nánd. Kjarnorkuvopn í Vietnam? Það vakti mikið uppnám í vikunni, þegar blöð birtu þá fregn, að Bandaríkjastjórn hefði til athugunar möguleik- ann á notkun kjarnorkuvopna, ef hætta væri á að Kihe Sanh- virkið skammt frá hlutlausa beltinu milli N- og S-Vietnám myndi falla í hendur skæru- liða og Norður-Vietnama. Var þessu mótmælt harðlega af bandarískum talsmönnum. Ljóst var aftur á móti, að mál þetta hafði borið á góma í skýrslu er Earle Wheeler, yfirmaður herráðs Bandaríkj- anna. flutti á leynilegum fundi öldungardeildarþingmanna. Þeg ar hann var að því spurður þar, hvort öhugsandi væri að Bandaríkjamenn gripu til kjarn orkuvopna í Vietnam, neitaði hann að fullyrða að svo væri. Er þetta hið eina, sem raun verulega bendir til þess að slíkur möguleiki hafi verið tek inn til athugunar af banda- rískum ráðamönnum. Harold Wilison, sem var í Washington fyrir helgina, ræddi þessa frégn í sjónvarps- viðtati. Sagði hann þar, að notk un kjarnorkuvopna í Vietnam væri „algjört brjálæði“. Wilson lét einnig í það skína, að brezka ríkisstjórnin gæti ekki stutt frekari aukningu hernað- araðgerða í Vietnam. Er það hald reyndra frétta- ritara, að vissulega þurfi mjög mikið á að |anga til þess að notkun kjarnorkuvopna verði tekin til athugunar í alvöru. Hinir fátæku og ríku þinga saman UNCTAD II. — annar fund- ur Viðskipta- og þróunarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna hófst í síðustiu viku í New Delhi í Indlandi. Fram eftir vikunni héldu margir miklar ræður. en komu lítt að kjarna málanna .Er óvíst, að nokkur árangur náist á þessari ráð- stefnu, sem vafalítið mun standa langan tíma. Athyglisverðasta ræðan var haldin s.l. föstudag. Það var George Woods, fráfarandi for- seti Alþjóðabankans. Ræða hans var athyglisverð einkum vegna þess, að hann er að láta af starfi sínu og gat því talað hreint út. Vakti ræðan því litla hrifningu fundarmanna. Woods gagnrýndi harðlega — eins og aðrir ræðumenn — hversu litla aðstoð ríku þjóð- irnar hafa veitt þeim fátækari. En hann gagnrýndi einnig harð lega fátæku þjóðirnar sjálfar. Hann benti á, að alltof marg ar þessara þjóða væru undir stjórn sjálfskipaðra leiðtoga, er hugsuðu einkum um sjálfa sig, og eyddu miklum fjármun um í óþarfa framkvæmdir. Einkum gagnrýndi hann þó, hversu leiðtogar þjóðanna leggja- Mtt á sig við að knýja fram nauðsynlegar framkvæmd ir varðandi uppbyggingu at- vinnulifsins. Og svo væri það of útbreiddur siður, að skella skuldinni á ríku þjóðirnár. Bæði þessi atriði í ræðu Woods — of lítil aðstoð frá ríku þjóðunum og sinnuleysx og framkvæmdaileysi leiðtoga fátæku þjóðanna — eru hvað þýðingarmhst varðandi núver- andi ástand í heiminum, og þau valda því, ásamt fleiru, að bilið milli ríkra og fátækra vex stöðugt en minnkar ekki. Báðir aðilar þurfa að taka sig mjög á, ef koma á í veg fyrir enn meiri hörmungar í fram- tíðinni en nú eru dæmi um. Það sem þýðingarmest mun verða af dagskrármálum ráð- stefnunnar, er hugsanleg yfir- lýsing um viðskiptakjör þró- unarríkjanna. Sú staðreynd, að flest þessara ríkja flytja ein- ungis út hráefni gerir þau háða heimsmarkaðsverði, sem riku þjóðimar ákveða. Þróunin und anfarið hefur verið sú, að heimsmarkaðsverðið hefur sí- fellt farið lækkandi, og mikil framleiðsluaukning í þessum löndum hefúr því ekki leitt til aukinna þjóðartekna. Er tal ið bugsanlegt, að eitthvað sam komulag náist á ráðstefnunni um rammayfirlýsingu, er feli í sér óskir um nýtt tollafcerfi. Slákt kerfi myndi veita fram- leiðslu þróunarlandanna betri kjör á mörkuðum ríkra þjóða en annarra. En enginn í Ne.w Delhi býst við neinum sérstökum árangri af þessari ráðstefnu — árangri er breyti verulega högum fá- tæku þjóðanna. Tungumáladeila felfír ríkisstjórn Stjórnarkreppan í BeJgíu er enn óleyst, og er jafnvel ótt- ast að efna ve/ði til nýrra kosninga, sem væntanlega munu leiða til mikiUa átaka Framhald á bls. 12. Þetta borgarhverfl í My Tho í Suður-Vietnam er gott dæmi um útl It hörkubardaga i hátt á þriðju viku, fjöimargra borgarhverfa í um 100 borgum og bæjum landsins eftlr

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.