Tíminn - 23.02.1968, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.02.1968, Blaðsíða 16
 45. tbl. — Föstudagur 23. febr. 1968. — 52. árg. Síldveiðar sunn- anlands bannaðar frá 1. marz til 15. ágúst n. k. EJ-Reykjavík, fimmtudag. veiða meira en 50 þúsund smále.st Sjávarútvegsmálaráðuneytið hef ir síldar á svæði fyrir Suður- og ur bannað síldveiðar sunnanlands Vesturlandi frá línu sem hugs- og vestan frá 1. marz til 15. ágúst ast dregjn í réttvísandi suðaust n. k. Jafnframt hefur verið ákveð ur frá Eystra-Horni suður um vest ið, að hámarksstærð síldar, sem ur fyrir að línu sem hugsast dreg leyfilegt er að veiða, verði 25 cm in i réttvísandi norðvestur frá í stað 23 cm og að hámarksafli Rit. Á tímabilinu frá 1. marz til sumarsíldar, sem leyfilegt verður 15. ágúst 1908 eru síldveiðar þó að veiða á árinu 1968, verði 50 bannaöar á þessu svæði. .. x': : :W:* : y y ^ "wHwaau— þúsund lestir. Þrátt fyrir veiðibann samkv. 1. Reglugerð um þetta efni var mgr þessa ákvæðis veitir sjávar géfin út í dag, samkvæmt tillögu útvegsmálaráðuneytið. að fengnu Hafrannsóknarstofnunarinnar og áliti Ilafrannsóknarstofnunar og Fiskifélags íslands, og er hér um Fiskifélags íslands leyfi tii að ræða ráðstafanir til verndar ís lenzku síldarstofnunum, að sögn ráðuneytisins. Reglugerðin er um breytingu á réglugerð um bann við veiði smá- síldar nr. 7 frá 22. febrúar 1966, óg hljóðar svo: „1. grein. í stað orðanna: „23 cm“ í 1., 2., 3., og 5. gr. reglugerð árirínar komi orðin: „25 cm“. Ákvæði til bráðabirgða. Á árinu 1968 er óheimilt að veiði síldar á þessu svæði til niðursuðu eða annarrar vinnslu til manneldis eða beitu. Leyfi má binda skilyrðum sem nauðsynleg þykja. Reglugerð þessi er sett samkv. 1. gr, laga nr. 44 5. apríl 1948 um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins til að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftir- Framhald a bls. 15. Myndin er af Aero Commander flugvélinni á þeim staS, sem hún nauölenti fyrir ári. Handan hennar er stór bandarísk flugvél, sem átti aS biarga flugmanninum, en hún festist á jöklinum, og varS þriSja flugvélin aS bjarga áhöfnum beggja þessara flugvéla. TÝNDA FLUGVÉUN ENN- ÞÁ EINU SINNIFUNDIN Hafði aðeins komizt 30 mílur frá nauðlendingarstaðnum OÓ-Reykjavík, fimmludag. Flugvélin sem týndist á Græn- landsjökli s. 1. föstudag, fannst í gær. Flugvélin, sem er af gerðinni Aero Commander, nauðlcnti á Grænlandsjökli fyrir ári síðan. Gerðar hafa verið tilraunir til að bjarga henni og hafa þær kostað tvö mannslíf. Á föstudaginn tókst FLDFJALLARANNSOKNAR- STÖÐIN VERÐUR REIST! Sigurður Þórarinssom NTB-Osló, finuntudug. Norðurlandaráð saniþykkti í dag áskorun til ríkisstjórna Norðurlanda um að þær nýti möguleikana á stofnun norrænnar eldfjallarannsóknarstöðvar á íslandi. í tillögu menningarmála- nefndar ráðsins um þetta efni, en þar var hún samþykkt á fundi ráðsins í dag, segir, að slík stofnun eigi að veita öðrum Norður- löndum möguleika á að efla rannsóknir á íslandi. Jafnframt muni rannsóknarstarfsemi Norðurlanda græða mjög á þátttöku í starf- semi slíkrar stofnunar, en af - '’ðfræðilegum ástæðum er ekki hægt að reisa slíka rannsóknarstöð á öðru Norðurlanda en fslandi. •k Leggur menntamálanefndin áherzlu á, að nauðsynlegt sé að vfsindamenn þeir, er starfi við þessa stöð, fái nægilcgt fjármagn frá öllum Norðurlöndunum svo að stöðin nýtist sem bezt. Er jafnframt bent á, að stofn- og rekstrarkostnaður verði að greið- ast af öllum Norðurlöndunum. i k Á fundi ráðsins í dag hélt Ólafur Jóhánnesson, fulltrúi fs- lands í menntamálanefndinni, ræðu, og þakkaði hann öðrum nefndarmönnum áhuga þeirra á málinu. loks að koma vélinni á loft og var einn maður í henni. Félagar hans horfðu á eftir flugvélinni og liéldu síðan til næstu byggðar. Þá kom í Ijós að flugvélin var týnd og liófst Ieit að henni tveim dög um eftir að hún tókst á loft. Fannst hún fyrst í gær og var um 30 rnílur frá þeim stað sem liún nauðlenti upphaflega á jöklinum. Flugmaðurinn er að öllum líkind um látinn, en hann var kanadísk ur. Hann sendi aldrei út neyðar kall. Ástæðan fyrir því hve selnt var farið að leita að flugvélinni, er að mennirnir sem unnu að björg un hennar ásamt flugmanninum, komu ekki til byggða fyrr en tveim dögum cftir flugtakið. og fyrr var ekki kunnugt um flug takið. Héldu þeir að þar myndu þeir hitta félaga sinn fyrir, en svo var ekki. Fannst flugvélin 30 mílur frá þeim stað sem hún fór frá og átti eftir 60 mílna flug til stöðvarinnar, sem verða átti fyrsti ákvörðunarstaður hennar. Flugvélar bandaríska hersins, sem staðsettar eru á Grænlandi hafa leitað vélarinnar frá því kunnugt var um hvarfið, en fundu hana ekki fyrr en í gær. Flugumferðar- stjórnin á Reykjavíkurflugvelli gerði í morgun fyrirspurn um væntanlega björgun og hvérnig henni yrði hagað, en í kvöld höfðu engin svör borizt. Að vísu er flugvélin ekki á svæði íslenzku flugstjórnarinnar, en á sínum tíma fékJk fiugstjórinn hér tlikynningu um að vélin væri týnd, eða tveim dögum eftir að hún lagði af stað. Og var þá verið að reyna að afla upplýsinga um hvort íslenzka flug stjórnin hafi heyrt til hennar eða vissi til að einhverjir hefðu orðið hennar varir. Aðstoðar við leit eða björgun hefur ekki verið leit- að hér á landi. Framhald á bls. 14. ENN SLYS í BÚRFELLI FB-Reykjavík, fimmtudag. í dag varð enn eitt slys við Búrfell. Þrír menn voru að yinna við lagfæringu á færibandi í steypustöðinni. Einn mannanna lenti með hendina í færibandi. Hann var fluttur til Reykjavikur, og er talið að hann muni missa nokkra fingur. Þetta var maður úr Þoriákshöfn, sem byrjaði að vinna við Búrfell í haust þegar minnk aði um vinnu í Þorlákshöfn. Á hann mjög stóra fjölskyldu. Niarðvíkingar Aðalfundur Framsóknarfélags Njarðvíkur verður haldinn fimmtu daginn 29. febrúar 1968, klukkan 20.30 í félagsheimilinu Stapa (minni salnum). Dagskrá: I. venju leg aðalfundarstörf. II. Önnur mál. Félagar eru hvattir til að fjöl- menna. Kaffivetingar. Stjórnin. „ÞETTAER GÓDURÁFANGI" „SPOR í RÉTTA ÁTT“ Guðmundur Sigvaldason EJ-Reykjavík, fiinmtudag. — Ég er mjög ánægður með, að Norðurlandaráð skuli hafa gert þessa samþykkt, þó að ljóst sé, að hér er einungis um áfanga að ræða, — sagði Guð mundur Sigvaldason, jarðeðl isfræðingur í viðtali við Tím ann í dag. — Ég vona, að úr þessu geti orðið einhvern tím ann í framtíðinni. Aftur á móti er rétt að taka það fram, að ekkert hefur verið rætt um það, hvert verði skipulag stnfn unar af þessu tagi, né heldur er nákvæmlega vitað, hvert verksvið hennar vcrður. Þaðan af síður cr vitað hvernig önnur framkvæmdaatriði verða. En í hcild séð er ég mjög ánægður með, að þessi tillaga skuli hafa komið fram og verið samþykkt, og vona að málið þróist áfram. — Er þess ekki að vænta. að málið verði tckið til nánari athugunar mjög bráðlega? — Jú, ég geri ráð fyrir að unnið verði að því eitthvað á þessu ári. Aftur á móti verður Framhald á bls. 15. EJ-Reykjavík, fimmtudag. — Mér persónulega finnst þetta vera gott spor í rétta átt, — sagði Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, í viðtali við Tímann i dag. — En þetta er í rauninni aðeins byrjunin. Nú er eftir að ræða þetta mál nánar, bæði hér og erlendis, og sennilegt að einhverjar nefnd ir verði settar tii að vinna að málinu, en það er i rauninni ekkert farið að vinna að hugs anlegu skipulagi þessarar stöðv ar; fyrst var að fá þessa vilja- yfirlýsingu, og hefur því hing að til verið um málkönnun að ræða. Mögulcikinn á gerð slíkr ar stofnunar hér á landi hef- ur verið kannaður, bæði hér og erlendis, og árangurinn er þessi samþykkt Norðurlanda- ráðs, enda hefur alls staðar verið áhugi á að mál þetta kæm ist í framkvæmd. Það er því fyrst, þegar þessi vilji liggur greinilega fyrir, að hægt er að fara að hugsa um málið í alvöru, og það kemur þá um leið inn á skipulag jarð vísinda hérlendis almennt. Það Framhald á bls. 15. mm /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.