Alþýðublaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. sept. 1989 3 Sveitarstjórnarrádstefna A Iþýðuflokksins: ferðiita og atvinnuna ,,Jafnvel þótt þaö kunni að orsaka frekari fjárlagahalla.“ Ráðstefna sveitar- stjórnarmanna Aiþýðu- flokksins sem haldin var í Gaflinum í Hafnarfirði sl. laugardag samþykkti ályktun þar sem segir brýna nauðsyn að ríkis- valdið verji velferðar- kerfið, auk þess sem stefnt verði að mark- vissri uppbyggingu at- vinnumála. Þá segir að ráðstefnan gangi út frá því sem vísu að við kom- andi fjárlagagerð verði þessara sjónarmiða gætt og að ráðherrar flokks- ins standi vörð um það, jafnvel þótt þau kunni að orsaka frckari fjárlaga- halla. Orðrétt segir í ályktun- inni: „Ráðstefna sveitar- stjórnarmanna Alþýðu- flokksins haldin 16. sept- emberl989 í Hafnarfirði telur brýna nauðsyn að rík- isvaldið verji velferðarkerf- ið, s.s. hið félagslega íbúða- kerfi, stöðu aldraðra og fatl- aðra, auk þess að stefna markvisst að uppbyggingu atvinnumála, m.a. í ljósi at- hyglisverðra tillagna Jóns Sigurðssonar, iðnaðarráð- herra, um orkuver og stór- iðju. Ráðstefnan gengur út frá því í komandi fjárlagagerð að þessara sjónarmiða gæti og ráðherrar flokksins standi dyggan vörð um þau, jafnvel þótt það kunni að orsaka frekari fjárlaga- halla. Stöndum vörð um vel- ferðina og sækjum fram varðandi uppbyggingu at- vinnumála, þannig að þar megi snúa vörn í sókn. Von og bjartsýni er stefna jafnaðarmanna og fer sam- an við ráðdeild, ábyrgð og raunsæi." Sveitarstiórnarráðstefna Alþýðuflokksins var agætlega sótt í Gaflinum í Hafnarfirði. A- mynd/E.ÓI. Stöndum vörð um vel FRÉTTIN BAK VID FRÉTTINA FATLAÐIR ERII LlKA FÓLK Víðtækar fjársafnanir hafa farið fram að undan- förnu til styrktar samtökum fatlaðra og mænuskadd- aðra. Vel hefur verið að þessum söfnunum staðið og nægir þar að minna á afrek Jóhanns Péturs og Valdi- mars sem fóru á hjólastólum frá Akureyri til Reykja- víkur. Vakti framtak þeirra verulega athygli og skilaði drjúgum í söfnunina. Sama má segja um sameigin- legt átak áhugahóps um bætta umferðarmenningu, Stöðvar 2 og samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra í fyrrakvöld. Á tímum ört vaxandi markaðshyggju á flestum sviðum þurfa góð og þörf málefni á sívaxandi augiýsingu að halda með einum eða öðrum hætti. Happdrættismiðarnir koma ekki lengur að sama gagni og áður. Sumum þykir sem fatlað- ir eigi ekki að þurfa að standa sjálfir í harðri bar- áttu til að geta gert við sundlaug eða látið koma upp brunavarnarkerfi á sama tíma og ákveðið sé umræðulítið að byggja handboltahöll uppá millj- arð eða rándýran veitinga- stað á vegum borgarinnar. Látum þær byggingar liggja milli hluta en við skulum vona að þar verði vel séð fyrir þörfum fatl- aðra. Ekki bara fjársöfnunin ein Vissulega má til sanns vegar færa, að hið opinbera hafi ekki staðið sig sem skyldi í málefnum fatlaðra og ýmissa annarra hópa sem ekki geta tekið þátt í dansinum kringum gull- kálfinn með sama hætti og aðrir. Stundum hefur þurft eitthvað sérstakt tilefni til að opna augu þeirra sem deila út fé úr almannasjóð- um. Ekki komst skriður á byggingu sundlaugar við endurhæfingardeild Land- spítalans fyrr en nokkrir þingmenn þurftu á þjón- ustu deildarinnar að halda og gerðu sér þá fyrst grein fyrir hvað þörfin var brýn. Varð þá starfsmanni á Kópavogshæli að'orði eitt- hvað á þá leið, að það væri hart ef þingménn þyrftu að verða vangefnir til að skilja fjárþört hælisins. En það er ekki bara fjár- söfnunin ein sem bætir að- stöðu fatlaðra heldur gefur hún jafnframt tækifæri til að vekja athygli á svo ótal mörgum öðrum þáttum sem tengjast lífi fatlaðra. Það tækifæri er ómetanlegt til að rjúfa einangrun fatl- aðra, eyða misskilningi og fordómum. Fatlaðir eru líka fólk Oft er það svo með okkur sem teljumst vera líkam- lega heilbrigð, að við vitum ekki hvernig við eigum að haga okkur í umgengni við fatlað fólk. Teljum jafnvel að líkamlegri fötlun hljóti að fylgja andleg fötlun. Veigrum okkur kannski við að bjóða fram hjálp ef við rekumst á mann í hjólastól sem býður eftir að komast yfir götu. Munum við móðga manninn eða þurfa að aka honum einhverja óraleið og lenda í einhverju veseni? Flýtum okkur svo í burtu og skömmumst okk- ar fyrir heigulsháttinn. Með því að nota hvert tækifæri, eins og til dæmis almennar fjársafnanir til kynningar á þörfum og óskum fatlaðs fólks er unn- ið mjög gott starf. Hjóla- stólafólk sem er á langferð- um með fylgdarmann verð- ur til dæmis oft fyrir því að starfsfólk á flugvöllum eða öðrum samgöngumið- stöðvum 'talar yfir höfuð þess og beint við fylgdar- manninn. Spyr hann hvort sá í hjólastólnum sem hjá þeim situr vilji vera í gluggasæti eða eitthvað ámóta. Með auknum ferða- lögum fatlaðra er þetta hins vegar mjög að lagast og er það vel. Meiri upplýsingar til fatlaðra Það þarf jafnframt að koma meiri upplýsingum til fatlaðra óumbeðið. Hvað ætli sé til dæmis oft tekið fram í litskrúðugum auglýs- ingum ferðaskrifstofanna um glæsilega dvalarstaði í útlöndum hvort þar er góð aðstaða fyrir fatlaða? Ég held að þetta sjáist varla. Sérferðir fyrir fatlaða eru kannski góðar útaf fyrir sig, en er víst að allir fatlaðir vilji eingöngu slíkar ferðir? Varla, frekar en til dæmis að Garðbæingar vilji ein- göngu ferðast saman eða íbúar annarra sveitarfé- laga. Við getum litið okkur nær og skoðað auglýsingar frá verslunum, veitingahús- um og skemmtistöðum. Þeir sem hafa kappkostað að bæta aðstöðu fyrir fatl- aða viðskiptavini ættu að taka það fram í sínum aug- lýsingum, að minnsta kosti af og til. Borgarstjórinn í Reykjavík er klár maður og vel heima í mörgu. Hann viðurkenndi þó að hann hefði ekki gert sér í hugar- lund hvað það væri miklum erfiðleikum bundið að komast um borgarskrifstof- urnar í hjólastól fyrr en hann reyndi það sjálfur í einn dag nú fyrir skömmu. Ætli fleirum sé ekki eins farið. Og enginn veit hver hafnar í hjólastól eftir næsta slys. Áfram á sömu braut Við skulum vona að að- búnaður og aðstaða fatl- aðra og annarra sem eiga undir högg að sækja haldi áfram að batna á sem flest- um sviðum. En þar skiptir iíka miklu að áfram verði haldið að miðla upplýsing- um til allrar þjóðarinnar um sem flest sem tengist hagsmunum þessara hópa. Almenningur er fús að koma til hjátpar og veita aðstoð ef hann fær upplýs- ingar sem efla skilning og áhuga. Við vinnum gott hjálparstarf í vanþróuðum ríkjum miðað við það litla fjármagn sem úr er að spila. En sem betur fer gleymum við heldur ekki þeim sem standa okkur næst. Hitt er svo annað mál, að eflaust er tími til kominn að samtök sjúkra og fatlaðra sem eru fjölmörg í landinu taki upp nánara samstarf og samvinnu. Það urðu margir undrandi þegar það spurðist að Sjálfsbjörg á ekki aðild að Öryrkja- bandalaginu og fær því ekkert af Lottópeningum þess. Það er skiljanlegt að hver vilji halda fengnum hlut, en sjúkir og fatlaðir mega ekki dreifa kröftun- um um of. SÆMUNDUR GUÐVIN Þaö er ekki bara fjársöfnunin ein sem bætir aö- stöðu fatlaðra heldur gefur hún jafnframt tæki- færi til að vekja athygli á ótal mörgum öðrum þáttum sem tengjast lífi fatlaðra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.