Alþýðublaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 8
Forsœtisráö- herra gagnrýnir seölabankastióra: Meiri þörf ó breyttu inntaki en umgjörð segir Jón Sigurdsson viöskiptaráöherra. „Eg á ekki neinn hlut að þeim yfirlýsingum," sagði Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra þegar Alþýðu- blaðið ræddi við hann í gær í tilefni ummæla Steingríms Hermannsson- ar forsætisráðherra um starfsemi Seðlabankans og seðlabankastjóra. Steingrímur hefur m.a. lýst þeirri skoðun sinni að skipta beri um seðlbanka- stjóra þegar nýjar ríkis- stjórnir taki við völdum. Forsætisráðherra hefur ennfremur varpað fram þeirri hugmynd að endur- vekja okuriögin svoköll- uðu. ,,Ég heid að það sé meiri þörf fyrir breytingar á inntaki peningamálastjórnarinnar, en fyrir breytingar á um- gjörðinni. Ég vil nálgast þannig málið og held að stjórnskipulag sé ekki það sem mestu máli skiptir í þessu sambandi," sagði við- skiptaráðherra. — Ertu með þessu að gagn- rýna yfirstjórn efnahagsmál- anna frá hendi forsætisráð- herra? „Nei. Ég tel mig ekki vera að því. Eg sakast ekki við einn þátttakanda í þessu margþátta viðfangsefni," sagði Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra. Bankastjórar ó fund róðherra Bankastjórar Landsbank- ans hitta Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra að máli í dag vegna fyrirhugaðra kaupa Landsbankans á Samvinnu- banka, en ráðherrann tekur ákvörðun þegar álit Banka- eftirlitsins og Ríkisendur- skoðunar liggur fyrir. VEDRIÐ ÍDAG Allhvöss norðaustanátt með rigningu á Norður- og Austurlandi, en þurrt og sums staðar bjart verður Suðvestanlands. Hiti verður á bilinu 4—12 stig. Hlýjast á Suðausturlandi. Þriðjudagur 19. sept. 1989 Bankaeftirlitiö áminnir bankaráösmenn og bankastjóra: HARRETT VARNAÐARORÐ segir viöskiptaráöherra „Stundum þarf að segja það sem virðast kann sjálfsagt. — Að menn eigi ekki að vera að fleipra á opinberum vettvangi með viðkvæm viðskipta- og peninga- mál af þessu tagi,“ sagði Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra þegar Alþýðublaðið innti hann álits á þeirri ákvörðun Seðlabanka að senda bankaráðsmönnum og bankastjórum Lands- bankans bréf þar sem þeir eru minntir á þagn- arskyldu í starfi. í bréf- inu er einnig áminning um að hér eftir verði gripið til viðeigandi ráð- stafana verði menn upp- vísir af því að brjóta bankaleynd. Aðspurður sagði Jón Sig- urðsson að ákvæði í banka- lögunum væru nógu skýr. „En það þarf náttúrlega að sýna að þau séu ekki dauð- ur bókstafur. Þess vegna tel ég þessi varnaðarorð bankaeftirlitsins hárrétt," sagði viðskiptaráðherra. Umfjöllun Bankaeftirlits- ins er m.a. til komin vegna ummæla Lúðvíks Jóseps- sonar bankaráðsmanns vegna viðskipta Lands- bankans og Samvinnu- bankans. Yfirmaöur Atlantshafsflota NATO í opinberri heimsókn: Keflavíkurstöðin jafn mikil- væg og áður fyrir NATO Yfirmaður Atlantshafs- flota Atlantshafsbanda- lagsins, Frank B. Kelso yf- irflotaforingi, var staddur hér á landi í gær í opin- berri heimsókn í boði Jóns Baldvins Hannibals- son utanríkisráðherra. Heimsóknin hingað til lands var fyrsta embættis- för Kelso eftir að hann varð einn af þremur yfir- flotaforingjum Atlants- hafsflotans. Jón Baldvin og Kelso rædd- ust við í gærmorgun. Á stutt- um blaðamannafundi í ráð- herrabústaðnum sagði utan- ríkisráðherra að viðræðurn- ar hefðu fyrst og fremst snú- ist, samskipti íslendinga við Varnarliðið og hefði verið far- ið yfir býsna mörg mál. Meðal annars var rætt um fram- kvæmdir Varnarliðsins, upp- byggingu ratsjárstöðvanna, hlut Islendinga að því er varðar hugbúnað i ratsjár- stöðvunum, nýju vatnsveit- una á Suðurnesjum og niður- stöður æfinganna á sl. vetri. Þá var m.a. rætt um varaflug- vallarmál. Utanríkisráðherra sagði ekki ástæðu til að skýra frá neinurh niðurstöðum eftir viðræðurnar, því hér hefði fyrst og fremst verið um gagnlegan vinnufund að ræða. Kelso sagði aðspurður að hlutverk stöðvarinnar í Kefla- vík væri jafnmikilvægt fyrir Nato og áður, þrátt fyrir betri samskipti á milli austurs og vesturs. Frank B. Kelso, yfirflotaforingi, og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra ræddu stutt við blaðamenn í ráðherrabústaðnum. A-mynd/E.ÓI. Fyrirframsala á síld: Svíar og Finnar með 60—70 þúsund tunnur Erró gaf borginni um tvö þúsund listaverk Korpúlfsstaðir ný listamiðstöö Samningar hafa tekist við fulltrúa helstu saltsíld- arinnflytjendur I Svíþjóð og Finnlandi um söluverð og aðra söluskilmála í fyr- irframsölu á síld. Með fyr- irvara um staðfestingu á endanlegu samnings- magni liggur fyrir að um svipað magn verður og í fyrra eða samtals 60—70 þúsund tunnur. Samkvæmt hinum nýja samningi við þessa aðila hækkar söluverðið á hefð- bundnum tegundum um 6— 7% frá fyrra ári, en söluverð- ið er í sænskum krónum og finnskum mörkum. Samningaumleitanir um fyrirframsölu á saltaðri síld til Sovétríkjanna eru þegar hafnar, en formlegar samn- ingaviðræður hafa enn ekki hafist og ennþá liggur ekki Ijóst fyrir hvenær sovétmenn verða tilbúnir til viðræðna. Við opnum málverka- sýningar Errós á Kjarvals- stöðum á laugardaginn, skýrði borgarstjórinn, Davíð Oddsson, frá því í ræðu við opnunina að listamaðurinn hefði ákveðið borginni um 2000 iistaverk. Verkinn spanna allan listamannsferil Err- ós, allt frá æsku fram á daginn í dag. Gjöfinni fylgdi einnig fyrirheit um fleiri verk í framtíðinni. Borgarstjórinn í Reykjavík sagði að fyrirhugað væri að koma verkum Errós fyrir á listamiðstöð að Korpúlfsstöð- um. Auk þess að húsa lista- verk Errós er fyrirhugað að vera með ýmiss konar menn- ingarstarfsemi að Korpúlf- stöðum svo sem leiklist, höggmyndalist, tónlist og rit- list. Gjöf Errós er mikil fengur fyrir höfuðborgina og reynd- ai alla landsmenn. Erró er án efa þekkasti myndlistarmað- ur sem þjóðinn hefur eignast og er það órpetanlegt að hann skuli hafa kosið að lista- verkasafn hans iverði varð- veitt hér á landi dn hann hef- ur lengst af starfað erlerjdis eins og alþjóð er 'jcunnuglj.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.