Alþýðublaðið - 07.10.1989, Síða 3

Alþýðublaðið - 07.10.1989, Síða 3
. .. 1 Laugardagur 7. okt. 1989 3 Kroníkð vikunnor ,,Það eina sem ég vona er að Þorsteinn verði áfram formað- ur Sjálfstæðisflokksins því hann minnir okkur Borgara- flokksmenn ávallt á hvað við berjumst fyrir. Að missa hann úr formannssœtinu yrði því verulegt áfall fyrir Borgara- flokkinn,“ segir Guðmundur Ágústsson í Króníku. með sér að nota tækifærið og skilgreina upp á nýtt verkefni hvers ráðuneytis til að koma í veg fyrir skörun og að líkir málaflokkar lendi undir tvö eða jafnvel fleiri ráðuneyti. Taka verður einnig á innra skipulagi ráðuneytanna og setja reglur um starfsemi þeirra. Æviráðning starfsmanna hefur oft verið í brenni- depli svo og óljósar skipulagsreglur sem leitt hafa til þess að menn eru skrifstofu- stjórar eða deildarstjórar þó deildirnar séu ekki til. Jafnvel eru dæmi þess að rit- arar teljist deildarstjórar og svo og að missa Þorstein Þegar það hafði gengið fjöllum hærra í langan tíma meðal almenn- ings í Bandaríkjunum að Mark Twain væri allur sté sá gamli á fjöl og sagði þessi fleigu orð „Ég ætla bara að til- kynna ykkur að allar sögusagnir um dauða minn eru stórlega ýktar". Kæru lesendur, ég tilkynni hér með að Borgaraflokkurinn er við hesta- heilsu og er endurnærður eftir vel heppnaðan landsfund. Frá því Borgaraflokkurinn gekk til samstarfs við ríkisstjórnina hefur lítið Áfall heyrst frá honum og því er þetta kær- komið tækifæri til að fræða ykkur, kæru lesendur, hvað á daga hans hefur drifið frá því er síðast spurðist til hans í fjöl- miðlum. Að vísu kunna sum ykkar að hafa heyrt af landsfundi okkar sem hald- inn var um síðustu helgi og um þá stjórn sem flokkurinn kaus sér. Minna hefur í fjölmiðlum verið fjallað um málefni flokksins og hvað hann stendur fyrir. Leitt er til þess að vita að fjölmiðlar skuli ekki hafa séð ástæðu til þess að gera grein fyrir málefnavinnu flokksins og koma á framfæri þeim nýju og róttæku hugmyndum sem flokkurinn hefur fram að færa til uppbyggingar efnahagslífs- ins. Ætlun mín með þessum greinarstúf er ekki að þreyta ykkur lesendur góðir á upptalningu úr landsfundarsamþykkt- um flokksins. Til þess gefst vonandi tími síðar. Áður en ég kynni ykkur störf Borgaraflokksins í þessari ríkisstjórn vil ég í tilefni landsfundar Sjálfstæðis- flokksins eyða smá púðri í þann flokk og umfjöllun fjölmiðla um landsfundi Sjálf- stæðisflokksins í samanburði við lands- fund Borgaraflokksins. Sundurleitur Sjálfstæðisflokkur Eigi vil ég skammast út í það mikla rúm sem landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins fær í fjölmiðlum, því meiri umfjöllun, því betur kemur í ljós hve ruglaður og sundurleitur sá flokkur er. Ég vil einnig taka það fram að við þingmenn Borg- araflokksins erum nægjusamir og þakk- látir þeirri litlu umfjöllun sem við fáum en stundum fær maður það á tilfinning- una að þeir sem kusu flokkinn séu snið- gengnir og fá ekki með sama hætti og aðrir kjósendur að fylgjast með hvað flokkurinn er að aðhafast. Ég lifði í þeirri trú að með þátttöku flokksins í ríkisstjórn yrðu ákvörðunum og sam- þykktum flokksins meiri gaumur gef- inn, ekki fyrir það að þingmenn hans væru eitthvað merkilegri en áður held- ur hitt að það sem flokkurinn ákveður kann að hafa áhrif á stefnu ríkisstjórnar- innar sem nú situr. Svona getur maður nú verið vitlaus. Vangaveltur í fjölmiðl- um um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn kemst að þeirri niðurstöðu í sjávarút- vegsmálum að innheimta skuli auð- lindaskatt eða ekki get ég ekki séð að skipti nokkru máli fyrir þjóðina sem heild. Sá flokkur verður tæpast í að- stöðu til þess að hafa áhrif á mótun nýrr- ar fiskveiðistefnu. Hins vegar koma þeir eins og hanar á bjálka til með að hrópa og kalla þegar stefna ríkisstjórnarinnar verður kynnt og finna henni allt til for- áttu, hvort sem hún samrýmist stefnu þeirra eða ekki. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er annars forvitnilegt safn af einstakling- um með mismunandi skoðanir sem eiga það eitt sameiginlegt að trúa því sjálfir að þeir geti stjórnað landinu. Verst af öllu er að fólkið í landinu er farið að trúa þessu líka, ef marka má skoðanakann- anir. Það verður að segjast eins og er að illa er komið fyrir þessari þjóð telji fólk- ið að Sjálfstæðisflokkurinn geti rétt þjóðarskútuna af og hafið uppbygging- arstarf í byggðum landsins. Mikið er fólkið þá fljótt að gleyma. Það rámar ekki einu sinni í það hvernig umhorfs var þegar ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hrökklaðist frá völdum. Atvinnulífið í rúst og stöðvun fyrirtækja í útflutnings- og samkeppnisgreinum blasti við. Þó samstarfsflokkar Borgaraflokksins í þessari ríkisstjórn séu eins og þeir eru þá er ég ekki í nokkrum vafa um að þessi ríkisstjórn er skárri kostur fyrir þjóðina en sundurþykkur Sjálfstæðis- flokkur með hækjuflokk við hliðina á sér. Gegn íhaldssemi í stjórnkerfinu Tilgangurinn með þessari grein var að fjalla lítillega um Borgaraflokkinn en hjá Sjálfstæðisflokknum varð ekki komist svo þungt liggur hann mér á hjarta. Það eina sem ég vona er að Þorsteinn verði áfram formaður Sjálfstæðisflokksins því hann minnir okkur Borgaraflokksmenn ávallt á hvað við berjumst fyrir. Að missa hann úr formannssætinu væri þó veru- legt áfall fyrir Borgaraflokkinn. Verkefni Borgaraflokksins í ríkis- stjórninni er fyrir utan að fara með dóms- og kirkjumálin, að marka at- vinnustefnu, hafa yfirstjórn með breyt- ingum á lögunum um Stjórnarráð ís- lands og að undirbúa stofnun umhverfis- málaráðuneytis sem Borgaraflokkurinn tekur við um áramótin. Sú vinna er nú í fullum gangi þó hljótt fari enda verk- efnin stór og vandmeðfarin. Ég hef þá persónulegu trú að stofnun umhverfis- ráðuneytis og endurskipulagning á stjórnarráðinu verði skrautfjaðrir þess- arar ríkisstjórnar þegar til lengri tíma verður litið. Það hafa margir efast um að rétt sé að stofna sérstakt umhverfisráðu- neyti en trú mín er sú að innan fárra ára snúist alheimsstjórnmálin að verulegu leyti um þennan málaflokk og því er nauðsynlegt fyrir okkur íslendinga að huga að þessum málaflokki í tíma. Um- hverfisvandamálin hafa engin landa- mæri og mengun í einu landi er ekki að- eins vandamál þess lands heldur heims- ins alls. Við íslendingar teljum okkur búa í hreinu landi en ef nánar er að gætt blasa vandamálin við. Landeyðingin er rosaleg, þá eru frárennslismálin í megn- asta ólestri og eyðing sorps orðið veru- legt vandamál. Fleiri mengunarmál mætti til taka eins og umgengni og líf- ríki sjávar. Er nauðsynlegt að taka þess- um málum föstum tökum því hrein nátt- úra er auðlind sem ekki má vanmeta. Að breyta stjórnarráðslögunum er ekkert áhlaupaverk enda íhaldssemi mikil innan kerfisins. Full nauðsyn er á að breyta þeim lögum og byggja stjórn- arráðið á grunni breyttra áherslna í þjóðfélaginu. Meginmarkmiðið hlýtur að vera að gera stjórnkerfið virkara, ódýrara og réttlátara. Þó stjórnarráðs- lögin frá 1969 hafi verið góð á sínum tíma hefur þjóðfélagið breyst mikið og ýmsir málaflokkar verið komnir til sem tilviljanir hafa ráðið hvar lent hafa innan stjórnarráðsins. Mætti þar nefna jafn- réttismál, fiskeldismál og fleiri mála- flokka. Þá er nauðsynlegt í kjölfar stofn- unar umhverfismálaráðuneytis og þess verkefnatilflutnings sem það hefur í för starfsmenn sem starfa annars staðar. Verður það verkefni Borgaraflokksins að færa þetta til betri vegar að sjálf- sögðu í samráði við ráðuneytin og sam- starfsflokkana. Borgaraflokksins að sannfæra þjóðina Þessi mikilsverðu verkefni sem Borg- araflokknum var falið að sinna á eflaust eftir að valda miklum deilum og er trú mín sú að þinghaldið í vetur komi til með að einkennast af þessum málum ásamt atvinnumálunum sem því miður ekki eru tök á að fjalla um hér. Borgara- flokkurinn á því fyrir höndum mikið verk og trúi ég því að honum takist að sinna þeim málum sem honum hefur verið treyst til að fara með þá komi hann til með að sannfæra þjóðina um hlut- verk hans í stjórnmálum. Við Borgara- flokksmenn getum þá með bros á vör kynnt fána okkar sem á stendur „Borg- araflokkurinn", flokkur með framtíð. Guðmundur Agústsson, for- maður þingflokks Borgara- flokksins, er höfundur Króníku að þessu sinni.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.