Alþýðublaðið - 07.10.1989, Qupperneq 8
8
Laugardagur 7. okt. 1989
Davíð stefnir
og notaði til dæmis ekki málefna-
nefndir hans sér til aðstoðar, hann
aðhyiltist í of ríkum mæli mála-
miðlunarvinnubrögð, hann kynni
ekki að nota fjölmiðla sér til fram-
dráttar og svo framvegis.
Kunnuglegir gagnrýnispunktar?
Jú, þeir komu síðar, með öðru
orðalagi, eftir síðari helminga-
skiptastjórn þessa tímabils, frá
,,endurmatsnefndinni“ undir for-
ystu Friðriks Sophussonar.
Eftir helmingaskiptastjórnina
1974—1978 tók við vinstri stjórnin
1978—1979 og síðan minnihluta-
stjórn Alþýðuflokksins. En þá tók
við ríkisstjórn með þátttöku sjálf-
stæðismanna á ný.
Stjórnin sem stokkaði
upp stólana
Gallinn fyrir flokkinn var sá að í
henni tók aðeins þátt takmarkað-
ur hluti flokksins: Gunnar Thor-
oddsen, varaformaður flokksins,
Friðjón Þórðarson og Pálmi Jóns-
son, með stuðningi Eggerts Hauk-
dals og hlutleysi Alberts Guð-
mundssonar. Afgangurinn af
flokknum leitaðist í hvívetna við
að afneita þessari stjórn og kallaði
hana vinstri stjórn. Þær afsakanir
eru afskaplega yfirborðskenndar
og ósannfærandi: Þessir menn
voru og eru sjálfstæðismenn. Þrír
þessara manna eru enn fullgildir
og væntanlega virtir þingmenn
flokksins. Ef þeir eru gjaldgengir
nú voru þeir það þá.
Síðan tók við helmingaskipta-
stjórn á ný. Sú stjórn, eins og hin
fyrri, hafði það af að sitja út kjör-
tímabilið, en er hvað frægust fyrir
að vera stjórnin sem stokkaði upp
stólana og klauf Sjálfstæðisflokk-
inn á ný, fyrir utan að vera stjórnin
sem í upphafi stjórnartímabils síns
skerti kjör alþýðu manna meir en
nokkurn tímann hafði gerst í sögu
lýðveldisins. Hún afnam t.d. vísi-
tölutryggingu launa en ekki aðrar
vísitölur, með hrikalegum afleið-
ingum. Hún innleiddi tímabil
hárra vaxta og afnam okurvaxta-
lögin. Stjórnin lagði fram stórtæka
áætlun um sölu á ríkisfyrirtækjum
og hlut ríkisins í hlutafélögum og
tókst með harmkvælum að selja
hlutina í Flugleiðum, Eimskipafé-
laginu og Rafha fyrir slikk. Aðrar
sölur mistókust hrapalega, t.d. fyr-
irhuguð sala Sverris Hermanns-
sonar á Sementsverksmiðjunni,
sem sjálfstæðismaðurinn Valdi-
mar Indriðason og aðrir stjórnar-
sinnar komu í veg fyrir.
Dauðs manns gröf í Valhöll
En fyrst og fremst var þetta ríkis-
stjórn stólaskipta Sjálfstæðis-
flokksins. í upphafi stjórnartíma-
bilsins komst Þorsteinn Pálsson til
valda og árin á eftir einkenndust
mjög af þörfinni fyrir „Stól undir
Steina". Meðal annarra ofbauð
Davíð Oddssyni og sagði hann að
stólastríðið hefði stórlega skaðað
formanninn og flokkinn.
í kjölfar sögulegs „Stykkis-
hólmsfundar" var Ijóst að til af-
drifaríkra tíðinda myndi draga. Og
það gerðist. Albert Guðmundsson
var þvingaður úr stól fjármálaráð-
herra, í hann settist Þorsteinn og
vísaði hann Albert í iðnaðarráðu-
neytið. Síðar var Albert þvingaður
til að segja af sér og Sjálfstæðis-
flokkurinn klofnaði með afdrifa-
ríkum afleiðingum. í kosningum
1987 galt flokkurinn afhroð, ekki
síst fyrir atbeina Alberts Guð-
mundssonar.
Þá, eins og 1978, tók við „nafla-
skoðun" hjá flokknum, í umsjá
„endurmatsnefndar" og stýrði
henni Friðrik Sophusson. Niður-
stöður nefndarinnar leiða hugann
óhjákvæmilega til skilaboða ‘Loft-
leiðahópsins" til þáverandi for-
manns og forystu. Til stóð að fela
og/eða útþynna niðurstöðurnar,
en þær síuðust samt sem áður út.
Nefndin komst að þeirri niður-
stöðu að forystan væri óvirk, að
formaður flokksins, Þorsteinn,
væri fjarlægur almennum flokks-
mönnum og stuðningsmönnum
og hefði ekki tíðkað nægilegt sam-
ráð, að embætti varaformanns
væri of rýrt, að viðhald og endur-
nýjun forystunnar hefði verið van-
rækt og ekki síst vakti athygli hörö
gagnrýni á skipan mála í Valhöll,
sem þótti líkjast dauðsmannsgröf.
Skammlíf stjórn
Þorsteins Pálssonar
Einn nefndarmanna, Jón Magn-
ússon úr Loftleiðahópnum, lýsti
yfir á þessum tíma aö ástæðu
kosningaósigursins væri meðal
annars að leita í pólitískri skamm-
sýni, klaufaskap og mistökum síð-
ustu mánuðina fyrir kosningar, í
fræðslustjóramáli Sverris Her-
mannssonar, í námslánamálinu, í
hallarekstri ríkissjóðs, í umræð-
unni um kádilják Davíðs borgar-
stjóra og ekki síst í klofningnum
vegna Alberts. Nefnd undir for-
sæti Halldórs Blöndals var fengin
til að prúðbúa niðurstöðurnar, en
hún fékk sig samt til að lýsa því yf-
ir „að miklar breytingar til hins
verra hafi orðið á stjórnskipulagi
flokksins eftir 1983“. Með öðrum
orðum eftir að Þorsteinn tók við
sem formaður!
Ekki er þörf að fara mörgum
orðum um stjórnarþátttöku Sjálf-
stæðisflokksins í ríkisstjórninni
undir forsæti Þorsteins Pálssonar
1987—1988. Á pappírnum var
þetta sterk stjórn, en undirstaðan
reyndist afar veik. Háværar deilur
urðu um mörg mál og má nefna til
dæmis matarskattinn, Lands-
bankamál Sverris Hermannsson-
ar, Utvegsbankamálið, Svarta mið-
vikudaginn, lögbindingu launa og
afnám samningsréttarins, Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar og síðast en
ekki síst ber að nefna slaginn um
niðurfærsluleið „Forstjóranefnd-
arinnar".
Stigsmunur ekki eðlismunur
á óvinsældum
Þessi ríkisstjórn sprakk í sept-
ember í fyrra eftir að Þorsteinn
Pálsson hafði gefist upp á niður-
færsluleiðinni, boðað millifærslu-
leið og lækkun matarskattsins
með meiru. Það er athyglisvert að
stjórnin flosnaði upp í beinni út-
sendingu Stöðvar 2 og stóðu þá
óvænt saman Alþýðuflokkurinn
og Framsóknarflokkurinn og töl-
uðu um rýtingsstungu Þorsteins.
Endalaust má deila um hver hafi
átt sökina, en óneitanlega hlýtur
það að vera umhugsunarefni að
„fjandvinirnir" Jón Baldvin
Hannibaisson og Steingrímur Her-
mannsson skuli hafa sameinast
frammi fyrir vinnubrögðum Þor-
steins Pálssonar.
Sjálfstæðismenn segja núver-
andi ríkisstjórn vera hina óvinsæl-
ustu frá því að mælingar hófust.
Rétt er að í skoðanakönnunum
hefur stjórnin hlotið um eða undir
30% fylgi meðal þeirra sem af-
stöðu taka. Hinu má ekki gleyma
að í júlí 1988 mældist fylgi ríkis-
stjórnar Þorsteins Pálssonar vera
35% og hlýtur að vera stigsmunur
þar á, en ekki eðlismunur. Að
minnsta kosti má þá segja að Þor-
steinn hafi skilað af sér óvinsæl-
ustu ríkisstjórn síns tíma, frá því
að mælingar hófust.
Nú nærist Sjálfstæðisflokkurinn
á óvinsældum ríkjandi stjórnar. En
sú stjórn hefur styrkt sig þinglega
og fátt bendir nú til annars en að
hún hafi burði til að sitja út kjör-
tímabilið, til vors 1991. Margt get-
ur gerst á einu og hálfu ári.
Framtíð_______________________
Sjálfstæðisflokksins
Það er mál manna að vandi
Sjálfstæðisflokksins sé tvenns
konar. Þeir hafi átt við forystu-
vandamál, skort hæfan leiðtoga til
að stýra flokknum. Eins sé Sjálf-
stæðisflokkurinn bandalag ólíkra
hagsmunahópa og erfitt að halda
svo á málunum að allir hópar geti
unað glaðir við sitt. Þá hafa verið
að skerpast í okkar þjóðfélagi and-
stæður neytenda annars vegar og
framleiðenda hins vegar. Það get-
ur reynst Sjálfstæðisflokknum erf-
itt að taka afstöðu til þeirra mála
sem hagsmunaárekstrarnir eru
hvað augljósastir þó svo að hann
hafi í gegnum tíðina verið flokkur
atvinnurekenda.
Forystukreppa Sjálfstæðis-
flokksins er engan veginn leist þó
svo að Davíð verði varaformaður.
Hann mun áfram verða borgar-
stjóri númer eitt þó eflaust láti
hann meira til sín taka í landsmál-
unum. Fari svo að Davíð verði kos-
inn liggur beinast við að hann leiði
Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í
næstu alþingiskosningum. Þá
hlýtur sú spurning að leita á hugi
manna hver komi til með að taka
við leiðtogahlutverki flokksins í
Reykjavík. Eitt er víst að enginn er
sjálfkjörinn í það embætti en allir
borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins hafa horfið í skugga Davíðs.
Gömul mynd af Friðriki Sophus-
syni og Þorsteini Pálssyni frá sjö-
unda áratugnum? Nei, þetta eru
erfingjarnir í dag. Ætli það sé til
mót til að steypa menn upp úr i
Valhöll?
Davíö Oddsson borgarstjóri á landsfundinum í gær. Forystusveit flokksins hefur löngum veriö gagn-
rýnd fyrir aö vera einangruð, meðal annars af borgarstjóranum sjálfum. Breytist þetta í tíð Davíðs?